Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Blaðsíða 19
SMASOGUR SEM SPEGLA HIÐ ÓSAGÐA Finnskar bókmenntir verða á dagskrá á bókakynningu í umsjón finnska sendikennarans Eeros Suvilehtos og bókasafns Norræna hússins í dag kl. 16. JOHANN HJALMARSSON hitti Raija Siekkinen rithöfund sem tal- ar um bækur sínar og les upp, en annar finnskur gest- ur, Liisi Huhtala, prófessor í bókmenntum við háskólann í Oulu, fjallar um bókaútgáfuna í Finnlandi á liðnu ári. ✓ IKYNNINGU frá Norræna húsinu segir um smásögur Raija Siekkinen (f. 1953): „Dregin er upp óvægin en um leið til- finninganæm mynd með persónulegum táknum af einmanaleika og því að vera útundan eða atvikum úr bernsku sem virðast skipta litlu máli. Pað hefur verið talað um að Raija Siekkinen sé rithöf- undur, er hefur farið á ystu nöf við að skrifa það sem aldrei er sagt.“ Því miður erum við ekki nógu vel að okkur í fínnskum samtímabókmenntum. Pað er því bætt úr brýnni þörf að fá að kynnast fínnskum höfundi sem kallaður er meistari smásagna- gerðar, gagnrýnendur hafa talið til þeirra helstu sem nú rita á fínnsku. Þegar ég hitti Raiju Siekkinen í Norræna húsinu nýkomna úr flugvélinni til íslands segist hún vera að skrifa skáldsögu en frá henni hafa komið tvær skáldsögur, sjö smásagnasöfn og fjórar barnabækur síðan 1978. Talið berst í fyrstu að barnabókunum sem flestar eru með rómuðum myndskreytingum Hannu Taina og sem hún hefur fengið mikið lof fyrir. Siekkinen segir að skemmtilegast sé að skrifa barnabæk- ur. Hún segist skrifa um einsemd, ást, dauða og siðferði. I barnabókunum sé líka vandi manns- ins, tilvistarvandinn sem hún fjalh einatt um. I bamabókunum sé þó náttúran meira áberandi. Hún er minnt á það að gagnrýnandi einn notaði orðið smámyndasmiður eða eitthvað í þá áttina um hana. „Ég byrja smátt,“ segir Si- ekkinen, „en það vex smám saman, stækkar. Ég get skrifað um tilfinningar sem virðast lítU- fjörlegar, jafnvel heimskulegar en þær eru engu að síður fyrir hendi." Persónurnar í bókum þínum eru yfirleitt óþekktar, nafnlausar? „Best er að segja frá án þess að nota nöfn. Ég verð þó að sýna að það er maður eða kona sem ég er að segja frá, en það er erfítt að greina sundur kynin í fínnsku. Smásögur mín- ar þarf að lesa vandlega, nákvæmlega. Það er auðveldara að lesa skáldsögur vegna þess að meira gerist í þeim.“ Kannski léttara að skrifa þær líka? „Ég held að það sé léttara að skrifa skáld- sögur. Maður getur verið ár að því eða lengur, farið sér hægt. I smásögunum skiptir maður sífellt um persónur og þarf að þekkja hverja og eina vel. I skáldsögunum er meira öryggi, meiri vissa.“ Komum aftur að tilvistarvandanum. „í Grimmsævintýrum vakna margar spurn- ingar um hið illa. Börn vilja að hið góða sigri og maður rati heim. Sögurnar enda vel, en ég lít á þær sem varnaðarorð, að því leyti eru þær sið- ferðilegar.“ Barnabækur þínar enda þá líka vel, en hvað um sérgrein þína smásögurnar? „Þær enda yfirleitt ekki vel. Smásögurnar eru skrifaðar með öðrum hætti. Maður verður að vera raunsær í þeim. Þær geta bent á eitt- hvað betra, einhverja leið fyrir manninn til að breyta lífi sínu, en í þeim er enginn „happy end“. Breyti maður sjálfum sér felast líka erf- iðleikar í því.“ Ótti og óreiða einkenna samtimann Það hefur verið talað um ótta eða hræðslu í sögum þínum? „Já, það er angist í þeim. Ótti við aðra, það sem hefur gerst og á eftir að gerast, hræðsla við aðrar manneskjur." „Hvernig lýsirðu ritstörfum þínum? Morgunblaðið/Kristinn RAIJA Siekkinen vill ekki eyðileggja sig sem rithöfund með því að verða fræg og rík. „Hugmyndaflug, en líka reynsla.“ Það er gróteska í sögum þínum, óhugnaður, til dæmis ísögunni þegar apaheilinn er étinn? „Þessi saga gerist í Afríku. Hún segir frá sölumanni sem er kominn þangað til að selja, gera sölusamning. Hann verður að þóknast gestgjöfum sínum og í því skyni éta heila úr lif- andi apa. í sögunni birtist hræðsla mín við allt sem menn gera til að selja eða nýta. Ég er þó enginn kennari í verkum mínum, lesandinn verður sjálfur að túlka þau. Ég vil bai’a sýna. Fari maður að kenna og boða rís lesandinn öndverður." Má greina einhverja ákveðna fínnska hefð í sögum þínum? „Nei, Finnar eiga enga ákveðna smásagna- hefð. Sögur mínar eru helst í anda Antons Tsékovs. I bréfum Tsékovs sem ég hef lesið eru leiðbeiningar um hvernig eigi að skrifa smásögu. Margir halda að það sé létt verk að skrifa smásögur, en mér finnst það erfitt, eitt orð getur eyðilagt allt. í skáldsögum er meira frelsi, þar mega vera aukaorð.“ Hvernig skilgreinirðu smásögu, er það hægt? „Smásagan er mitt á milli lausamáls og ljóðs, en hún er ekki prósaljóð. I smásögunni er spenna og ákefð.“ Hvers vegna gera sér erfítt fyrir þegar mað- ur getur orðið ríkur á að skrifa skáldsögur í anda Hpeghs og Gaarders og annarra metsölu- höfunda og látið hampa sér á bókastefnum út um allan heim? „Ég vil ekki verða rík í þeim skilningi. Smá- sagan er mitt hús, mitt heimili, þangað geng ég inn og er heima. Það hentar mér vel. Kannski gæti ég skrifað metsölubækur, en það vil ég ekki, maður selur sál sína. Tímanum er illa varið leggist maður í slíkt, þá gæti orðið erftitt að snúa aftur til alvöru sagnagerðar. Smásögur eiga erfitt uppdráttar í Finnlandi eins og víðar, en smásagnahöfundar eru metnir nái þeir árangri.“ Þú skrifar um óreiðu samtímans, fínnst þér líf okkar ruglingslegt? „Já, það fmnst mér. Einstaklingar finna fyr- ir óöryggi, fólk er metið eftir nytsemi, hvaða not megi hafa af því. Peningar eru dýrkaðir með öðrum hætti en áður. Fyrstu fréttir finnska sjónvarpsins eru um verðbréf, kaup og sölu. Ég er húmanisti og afneita þessu, í sögum mínum geri ég það óbeint því að afstaðan er lesandans." I samræðum um smásöguna, kosti hennar og takmarkanir og hugsanlegan boðskap er niðurstaðan sú að smásagan eigi fyrst og fremst að vera listaverk. Innihald hennar og form skýra aðrir en höfundurinn að mati Si- ekkinens, en foi-mið er ekki gott án innihalds. Sé smásagan list höfðar hún beint til fólks, einkum tilfinningin, það sem kemur frá hjart- anu, en sé hún eingöngu vitsmunaleg nær hún ekki tilgangi sínum. Um framtíðina og ritstörfín segir Raija Si- ekkinen: „Maður getur ekki skipulagt framtíð- ina, lífið er í aðalhlutverki og ákveður hvernig næsta bók verður.“ Bækur hennar hafa hlotið fjölda verðlauna, m.a. Bókmenntaverðlaun ríkisins 1984 og 1992, Mika Waltari verðlaunin 1987 og Runebergs- verðlaunin 1993 og verið þýdd á að minnsta kosti níu tungumál, m.a. á japönsku. KYNNGI EÐA KYRRSTAÐA? TÖJVLIST Sígildir diskar TAVENER/BRITTEN John Tavener: Thc Protecting Veil f. selló & strengjasveit; Thrinos f. einleiksselló. Benjamin Britten: 3. Sellósvíta Op. 87. Stcven Isserlis, selló; Sinfóníuhljómsveit Lundúna u.stj. Gennadis Rozhdestvenskys. Upptaka: DDD, Bristol 4/1991 (einleiksverkin) og Abbey Road hljóðverinu, London 4/1991. Útgáfuár: 1992. Lengd: 74:08. Verð (Skífan): 2.099 kr. UNGT fólk með framtíð fyrir sér liggur ekki allt í rappi og dynkjaskólpi. Sumt leitar á dýpri mið, og þá ekki bara til gömlu meistaranna. Hér á landi má að vísu slá fram hverju sem er, meðan tónneyzla landsmanna liggur ókönnuð hjá garði, en ef marka má reynslu hljómplötu- héðna, virðast einkum koma upp þrjú nöfn, þegar „alvarleg" tónlist er annars vegar: Arvo Párt, Henryk Górecki og John Tavener. Hvað eiga þessi tónskáld sameiginlegt sem höfðar til ungmenna nú á dögum? Helzt hafa menn nefnt heita trúarsannfæringu sem birtist á einföldu, aðgengilegu tónmáli. Það er engu líkara en að téðum höfundum hafi öðrum frem- ur tekizt að mæta æ útbreiddari þörf fyrir ein- faldleika, tilfinningadýpt - eða bara einskæra hljómfegurð. John Tavener (f. 1944) snerist til grísks rétt- trúnaðar 1976, og mikill meirihluti hinna rúm- lega 140 ópusa hans eru trúarleg kórverk. Hinn áttþætti „Verndarhjúpur," kenndur við helgi- sögn af Maríu mey frá Miklagarði 10. aldar, er meðal fyrstu stæn-i verka Taveners án söngs, en eftir sem áður mótað af mikilli trúartilfinn- ingu, sem skiptist á milli lotningar og innlifunar í sorg guðsmóður við krossinn. Thrinos, hinn stutti harmsöngur aftast á diskinum fyrir und- irleikslaust selló í minningu látins vinar, er mótað af sömu hægferðugu innlifun; hvort tveggja meistaravel leikið af sólistanum, sem einnig fer á kostum í einleikssvítu Brittens, þó að þar kveði við allt annan tón og eirðarminni. Það er að sönnu erfítt að lýsa tónheimi Ta- veners. Hvorki póstmódernismi, nýrómantík né mínímalismi nær nema hluta. Urvinnsla í hefðbundnum skilningi er engin, heldur er leit- azt við að tjá heimsfeðmi guðsmóður, eða með orðum höfundar, að „draga ljóðræna helgi- mynd með hljómum í stað viðar“. Hætt er við að hlustendur skiptist nokkuð í tvö horn - láti annaðhvort sefjast af kynnginni eða pirrast af kyrrstöðunni. Þó ætti flutningur varla að standa í vegi þeirra er vilja gefa sig þessu af- lukta astralplani á vald, því Rozhdestvensky, LSO-strengirnir og Isserlis leggja sig fram af einbeittri samúð, og nákvæm hljóðritunin skil- ar öllu svo varla verður á betra kosið. BONNEY American songs. Bandarísk sönglög eftir Previn, Copland, Barber og Argento. Barbara Bonney sópran; André Previn, píanó; Sato Knudsen, selló. Decca 455 511-2. Upptaka: DDD, Boston 16.19.3. 1996. Útgáfuár: 1998. Lengd: 76:06. Verð (Skífan): 2.099 kr. EFTIR aðeins 13 ára hljómplötuferil hefur bandaríska sópransöngkonan Barbara Bonney þegar verið orðuð við hátt í hundrað diska; jöfnum höndum í ljóðasöng og ljóðrænum óp- eruhlutverkum eins og Súsönnu og Zerlínu í Mozart. Við upphafstúlkun á forntónlist hefur hún einnig fengizt, t.a.m. í samstarfi við Drottningholm barokksveitina í Stokkhólmi, auk þess að hafa sungið mikið með Anne Sofíe von Otter, enda flugmælt á sænsku. Engu að síður tókst Barböru einhvern veginn að smokra sér fram hjá athygli manns, unz kom að þessum diski á dögunum, þar sem söngkon- an, eftir glæstan feril í Evrópu, tekur fyrh- am- erísk ljóðasöngslög. Ekki var sökum að spyrja: maður kolféll, og það kylliflatur. Hvílík söngkona! Þeir er leggja minna upp úr aflraunum di’amatísks óperu- söngs en nálægð og fíngerðri tækni úrvals ljóðasöngs hljóta flestir að standa á öndinni yfir slíkri döggferski-i raddfegurð og gegnheilu músíkalíteti. Þegar við bætist ómótstæðilega látlaus tjáning, svo að engrar fyrirhafnar verð- ur vart frekar en að verið væri að raula barna- gælur heima í stofu, má gera sér í hugarlund áhrifm af þessum fyrstu kynnum. Bonney hefur valið smekklega úr bandai-ísk- um söngvasjóði 20. aldar á diskinn, og væri of langt mál að reifa í smáatriðum. Hinn snjalla píanista og stjórnanda André Previn fékk hún til að frumsemja sérkennilegan óð um forfóður sinn Billy the Kid. Sönglög Coplands við ljóð Emily Dickinsons verka enn tær og frumleg og lögin sex eftir Dominick Ai-gento við texta frá tímum Elísabetar I ekki síður, að ekki sé talað um hina dúnmjúku Einsetumannssöngva Samuels Barbers. Hugljúf lítil Vókalísa eftir Previn fyrir sópran við selló- og píanóundirleik rekur svo lestina. Frábær frammistaða. Bandaríkjamenn gætu hér hafa eignazt sína Elly Ameling. RíkarSur Ö. Pólsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. FEBRÚAR 1998 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.