Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Side 20

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Side 20
SIÐASTA GONGUFERÐ AUGUSTS STRINDBERG August Strindberg bjó lengi í Bláa turninum sem stend- ur við Drottningargötu í Stokkhólmi og þar dó hann. Strindberg fór á hverjum degi í göngu- ferðir. Stutt var til Intima teatern, leikhússins þar sem verk hans voru flutt og bernskuslóðirnar voru ekki held- ur langt undan. JOHANN HJALMARSSON gekk um Drottningargötu á köldum vetrardegi menningarárs og hugleiddi líf Strindbergs með hliðsjón af ævisögu Olofs Lagercrantz um skáldið. SÍÐUSTU æviár sín bjó August Strindberg við Drottningargötu 85 í Stokkhólmi, í svonefndum Bláa turni í hjarta borgarinnar. Þar hefur lengið verið safn um skáldið og sumt með sömu um- merkjum og þegar það lést. Á köldum febrúardagi er safnið sótt heim og ekki í fyrsta sinn. Strindberg lað- ar alltaf að. Á fyrstu hæðinni er hópur kvenna, heilt félag sem komið er til að kynnast vistar- verum skáldsins og fræðast um það. I aðalsölunum er margt sem minnir á vináttu Strindbergs og Vemers von Heidenstam, m. a. bækur, málverk og höggmyndir. Heidenstam var í miklum metum í Svíþjóð og sat m. a. í Akademíunni. Þangað komst Strindberg aldrei og hann var alla tíð umdeildur, dæmigerður uppreisnarmaður. Hann eignaðist ekki marga vini í Svíþjóð, en Heidenstam var meðal þeirra. Það átti þó eftir að slettast upp á vinskapinn. Andlegl samræði Eftir að Strindberg hafði lokið við bók sína Tjánstekvinnans son (1886-87) hélt hann frá Grez á fund Heidenstams í Brunegg í Sviss. Þar bjuggu Heidenstam og kona hans í höll sem bæði skáldin höfðu áður vegsamað. Sam- fylgd þeirra Strindbergs og Heidenstams varð skammvinn að þessu sinni og mótaðist af ákaf- lyndi þeirra eins og Olof Lagercrantz segir í bók sinni um Strindberg (August Strindberg, Wahlström & Widstrand, 1979). Strindberg og Heidenstam áttu það sameig- inlegt að vera gefnir fyrir leiki og ærsl. Vinátta þeirra var innileg í fyrstu. Þeir klæddust göml- um riddarabúningum úr höllinni og fóru í karl- mannlega leiki. Umræðurnar snerust um bók- menntir og stjórnmál og sagt er að þeir hafi keppt í þversagnalist sem þeir áttu báðir auð- velt með að átta sig á og skilja. Að sögn La- gercrantz kaUaði Heidenstam síðar samræður þeirra andlegar samfarir og Strindberg orðaði það svo að þeir hefðu opnað daglega fyrir ör- yggisventlana. Lagercrantz segir svo frá: „Strindberg hafði skrifað að ef kynhvöt væri ekki til hefði hann kosið að ganga í hjónaband með karlmanni frekar en konu. Heidenstam, heillandi, fagur, höfðinglegur og sem minna kunnur rithöfund- ur í veikari stöðu, ávallt þiggjandi, var í stíl við hugmyndina um slíkan „maka“. Kona Strindbergs, Siri von Essen, kemur til Sviss eftir tíu daga ásamt bömum þeirra, og fær inni í gistihúsi rétt hjá höll skáldanna. Það kemur á daginn að Siri geðjast ekki að Heidenstam og Emili Heidenstam er sama sinnis gagnvart Strindberg. „Hvernig gat öðru vísi farið þegar herrarnir létu svo glögglega á sér skiljast að þeim væri meira gefíð um fé- lagsskap hvor annars heldur en eyða dög- unuma með konum sínum,“ skrifar La- gercrantz. Eftir að fjölskyldur skáldanna fóru að um- gangast náið og skreppa saman í styttri ferðir skrifaði Heidenstam Strindberg bréf þar sem hann ásakar hann um smámuna- og tiltektar- semi, hann setji sig upp á móti öllu og öllum og láti óánægju sína óspart í Ijós; það sem hjá honum hafi byrjað með samfélagsóánægju endi á nöldri út af steikum, silungi og of fjólubláum biljardkúlum. Bréfíð særði Strindberg sem taldi sig vel hafa efni á tiltektarsemi og dyntum. Sama sumar skilja skáldin og fjölskyldur þeirra að skiptum. Á fimmtugsafmæli Strindbergs yrkir Heidenstam þó til hans og lofar sannleikshetj- una, en getur ekki stillt sig um í ljóðinu að vega að aldri Strindbergs með því að nefna aft- anskin og hærur. Strindberg hafði gert sér vonir um að fá Nó- belsverðlaunin, einkum 1909 þegar Selma La- gerlöf fékk þau. Nóbelsverðlaun fékk hann ekki, en 1916 hlaut Verner von Heidenstam þau. Gunnar á Hliðarenda Vemer von Heidenstam var eitt af höfuð- skáldum Svía á síðasta áratug nítjándu aldar og lengur. Magnús Ásgeirsson hefur þýtt tölu- vert af Ijóðum hans, m.a. Gunnar á Hlíðarenda, það ljóð sem hlýtur að vekja forvitni Islend- inga og jafnvel höfða til þeirra. Þetta er langt kvæði í mælskum og söguleg- um stíl um örlög hetjunnar Gunnars sem í upp- hafi bíður dóms á alþingi íslendinga: „Svo virt- ur enginn var sem fyrrum hann/ án vina og ættar nú á meðal fjendaý því lengi sveimað um hann, yggld á brún/ hafði öfund lævís, skuggi frægðarinnar". Heidenstam gæti alveg eins verið að draga upp mynd af Strindberg í kvæðinu sem löngum var umdeildur og jafnvel hataður heima fyrir, enda lítiH aðdáandi sænsks samfélags. Orðin eftirminnilegu úr Njálu, síðustu línur kvæðisins, hljóma þannig hjá Heidenstam og Magnúsi: AUGUST Strindberg fór í síðustu gönguferð sína í apríl 1912. VERNER von Heidenstam, sænska Nóbelsskáldið sem orti um Gunnar á Hlíðarenda. Andlegur ieiðtogi. Siri von Essen, fyrirmynd háskalegra kvenna. Hann mælti lágt: - Svo fógur fmnst mér hlíðin, að fegri hún aldrei birtist minni sýn. Míns bleika akurs bíður skurðartíðin. Brautin að heiman er ei gatan mín. Ýmislegt í kvæðinu lýsir næmlega Gunnari og vanda hans, biðinni, og er ekki allt upp úr sögunni. Djöfullinn kona Siri von Essen var fyrsta kona Augusts Strindbergs. Hjónaband þeiira var storma- samt og til þess rekja menn m. a. kvenfyrirlitn- ingu hans. Þegar Giftas (1884-85) kom út var ljóst að Siri var ein höfuðpersónan í sögunum og mynd skáldsins af eiginkonu sinni var al- gert niðurrif, hann lýsti henni m.a. sem hæfi- leikalausum listamanni, fyllibyttu, konu sem hirti ekki um böm sín, tHfinningalausri, mann- fjandsamlegri og án þess að hafa nokkra sam- úð með eiginmanni, þrælbundnum rithöfundi stritandi fyrir konu og börnum. Önnur kona Strindbergs var austurrísk, Frida Uhl, hin þriðja Harriet Bosse. Allar voru þær leikkonur. Strindberg var ekki við eina fjöl felldur í kvennamálum þótt hann liti á kon- ur sem óæðri dýr eftir bréfum hans að dæma (sum skrifaði hann í slæmu ástandi). Síðasta stóra ástin var Panny Falkner sem var sautján ára þegar þau Strindberg kynnt- ust, en hún var þá aukaleikari hjá Intima tea- tern. Uppgötvunin leiddi til þess að Strindberg vHdi ólmur fá Falkner tU að leika Eleonoru í Páskum í staðinn fyrir Harriet Bosse. Þetta varð til þess að flýta skilnaði þeirra Strind- bergs og Bosse. Falkner var dóttir hjónanna sem leigðu Strindberg íbúðina við Drottningar- götu og þangað kom hann slyppur og snauður eftir skilnaðinn við Bosse. Til er kenning um að Strindberg hafi verið feiminn að eðlisfari en með ríka kynþörf og hafi kunnað því best eins og raunin varð hjá honum að konur ættu frumkvæðið í samböndum. Einkalíf skáldsins var sú uppspretta sem hann jós úr, hann skrifaði fyrst og fremst út frá eigin ævi og reynslu. Eins og gildh’ um marga snHldarmenn á tímum skáldsins háðu geðræn vandamál honum, geðveiki fullyrða margir læknar og Strindbergfræðingar og rekja ofsafengna framkomuu hans til hennar. Eina vonin Strindberg fór í síðustu daglegu morgun- gönguna 9. apríl 1912. Áhugaljósmyndari, Magnus Wester að nafni, tók þá síðustu ljós- myndina sem til er af skáldinu, fyrir utan Bláa turninn á Drottningargötunni. Það er enn glæsileiki yfir þessum sextuga manni í síðum frakka með loðkraga, en efasemdir og margs konar vonbrigði herja á hann. Hann lést 14. maí, en 21. aprfl hafði Siri von Essen kvatt þetta líf. Strindberg var miður sín og snökti þegar hann las bréfið um dauða hennar og lét senda liljukrans, en síðustu ævárin felldi hann mörg tár. Nokkur huggun voru samskiptin við börnin úr fyrsta hjóna- bandinu, einkum Gretu sem bjó í Stokkhólmi og var lærð leikkona. Ekki eru menn á einu máli um andlátsorð skáldsins. Hjúkrunarkonan, Hedvig Kistner sem vakti yfir honum nóttina áður en hann dó, segir að hann hafi hvatt hana til að hvíla sig með orðunum: „Láttu þér standa á sama um mig, ég er ekki lengur tfl.“ Áð sögn Svenska Dagbladet voru andláts- orðin aftur á móti þessi: „Nú hef ég mælt loka- orðin, nú segi ég ekkert framar!" Að Strindberg látnum og samkvæmt ósk hans lagði dóttirin Greta kross á brjóst hans, en krossinn hafði hann látið standa á skrifborði sínu. Á leiði uppreisnarmannsins, þess sem engu hafði hlíft og ekkert hafði verið heilagt, var letrað samkvæmt áður gefnum fyrirmæl- um hans orðin um krossinn, okkar einu von: „0 Crux Ave Spes Unica!“ 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.