Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 10
SCHÖNBRUNN, Versalir Austumkis. Arkitekt: Johann Fisher von Erlach • • LEIKTJOLD FALLINS KEISARADÆMIS EFTIR BJARKA JÓHANNESSON Vín hefur lengi verið háborg menningar og lista. Hún er þekkt fyrir tónsnillinga sína. Arkitektúr borgarinnar er líka í háum gæðaflokki og ber stórbrotinni sögu vitni. Elst og stærst er keisarahöllin Hofburg, en af öðrum frægum byggingum má nefna Karlskirkjuna, Schönbrunn-höll, $tefánsdómkirk|una og höllina Belvedere. ÞEGAE minnst er á Vín heyr- um við hljóma valsa og menú- etta og sjáum fyrir okkur glæstar byggingar og alþjóða- ráðstefnur. Vín er ein af fjór- um borgum, sem með réttu hafa getað eignað sér titilinn höfuðborg Evrópu. Á dögum Rómarríkisins og páfaveldisins var Róm óum- deild höfuðborg. A endurreisnartímanum háðu Vín og París harða baráttu um titilinn. Vín var höfuðborg þýsk-rómverska keisaradæmisins, ríkis Habsborgarættarinnar, en á tímum Lúð- víks 14. og Napóleons náði þó París forystunni. Eftir fall Napóleons tók Vín síðan við forystu- hlutverkinu. 1814-15 var þar haldin Vínarráð- stefnan fræga, þar sem uppbygging og framtíð Evrópu eftir Napóleonsstyrjöldina var ákveðin. Þar söfnuðust saman allir þjóðhöfðingjar og helstu stjórnmálamenn Evrópu, og er þetta tal- in íburðarmesta og glæsilegasta alþjóðaráð- stefna allra tíma. Stjórnandi ráðstefnunnar var Clemens von Mettemich, kanslari austurríska keisaradæmisins. Hann er umdeildur af síðari ' tíma söguskýrendum, einkum vegna innanríkis- stefnu sinnar, sem þótti íhaldssöm. Flestir eru þó sammála um að hann hafí verið einn snjall- asti stjórnmálamaður allra tíma, og kerfí hans tryggði að mestu frið í hinni stríðshrjáðu álfu í heila öld. Eftir daga hans lækkaði stjarna Aust- urríkis og hvarf næstum með öllu með skiptingu keisaradæmisins eftir iyrri heimsstyrjöldina. Má þar eflaust um kenna klaufalegri utanríkis- stefnu keisarans, Frans Jósefs, og embættis- manna hans. Eftir langt tómarúm hefur nú Brussel tekið við forystuhlutverkinu í Evrópu. Auk þessa forystuhlutverks hefur Vín löngum verið háborg menningar og lista. Hún er þekkt fyrir tónlistarmenn sína, og má þar nefna Moz- art, Haydn, Beethoven, Schubert, Brahms og Strauss feðgana. Arkitektúr borgarinnar er í háum gæðaflokki og ber vitni hinni stórbrotnu sögu hennar. Elst og stærst er keisarahöllin Hofburg, en bygging hennar hófst á miðöldum og stóð fram yfir síðustu aldamót. Meðal arki- tekta hallarinnar má nefna Johann Fischer von Erlach. Hann hannaði einnig Karlskirkjuna og glæsihöllina Schönbrunn, sem keisaraynjan María Theresía lét byggja um 1700. Umhverfis Schönbrunn eru víðáttumiklir skrúðgarðar, og átti hún að keppa við Versali í París um glæsi- leik. Hún hefur einnig verið nefnd Versalir Austurríkis. Af öðrum glæsihöllum má nefna Belvedere, sem byggð var stuttu síðar, hönnuð af arkitektinum Lukas von Hildebrandt. Þar er eiginlega um tvær hallir að ræða, Efri og Neðri Belvedere með stórum skrúðgarði á milli. Efri Belvedere er talin meðal fremstu barokkbygg- ina heimsins. Af öðrum stórbyggingum má nefna Stefánsdómkirkjuna, sem er nokkuð eldri. Einn markverðasti kaflinn í byggingarsögu Vínar er þó innlegg keisarans Frans Jósefs, er hann lét rífa gömlu borgarmúrana. Við það myndaðist autt belti umhverfís miðborgina, og þar lét keisarinn byggja Ringstrasse, breið- stræti með glæsibyggingum. Efnt var til sam- keppni um skipulagið, þar sem lýst var eftir hugmyndum um tengingu gamla borgarkjarn- ans við úthverfin og framtíðar umferðarkerfí borgarinnar. Ringstrasse skiptist reyndar í sex beina kafla, sem ásamt Dónárkanal mynda óreglulegan sjöhyming utan um gamla borgar- kjarnann. Utan við Ringstrasse liggur önnur samsíða gata, og milli þeirra liggja stórbygging- ar eins og háskólinn, ráðhúsið, þinghúsið, borg- arleikhúsið og óperuhúsið. Auk hins formfasta ramma er beinn ás dreginn frá Kohlmarkt, einni aðalverslunargötunni, gegnum Hofburg og endar í torgi utan Ringstrasse, þar sem nátt- úrusögusafnið, listasögusafnið og ráðstefnuhöll- in (Messepalast) mynda umgjörð, sem er sam- hverf um ásinn. Þá lét Frans Jósef byggja ný- byggingu við höllina, Neue Hofburg, í stefnu ássins. Ætlunin var að byggja aðra byggingu, samhverfa um ásinn, en af því varð aldrei. Það er kaldhæðnislegt, að Frans Jósef, sá keisari sem reisti sér glæsilegustu minnisvarð- ana, varð banamaður keisaradæmisins með því að ota Austurríki og Þýskalandi út í fyrri heims- styrjöldina gegn mestallri Evrópu. Eftir hana var ríkinu skipt og keisaradæmið lagt niður. Þegar búið var að taka burt Tékkóslóvakíu, Ungverjaland, Rúmeníu, Serbíu og Króatíu, mun Clemenceau forsætisráðherra Frakka hafa sagt að afgangurinn væri Austurríki. Við ósigur Napóleons rúmum hundrað árum áður höfðu Mettemich og bandamenn hans forðast að ganga of hart að Frökkum. Eftir fyrri heims- styrjöldina sýndu bandamenn minni stjórn- visku, settu Austurríki og Þýskalandi harða kosti og kröfðust mikilla stríðsskaðabóta. Efna- hagskreppunni, sem af hlaust, fylgdi óstöðug- leiki, og gerðu m.a. kommúnistar tvær mis- heppnaðar byltingartilraunir með dyggum stuðningi Rússa. Eftir borgarastríðið 1934 tókst loks nasistum að ná völdum og þurfum við ekki að rekja þá sorgarsögu, sem á eftir fylgdi. Eftir fyrri heimsstyrjöldina fóru sósíalistar með stjórn Vínar, og var þá mikil áhersla lögð á byggingu félagslegra íbúða. Margar blokkirnar eru risastórar, svo sem Karl Marx Hof, og telja margir þær vera hugsaðar sem valdatákn sós- íalista en ekki sprottnar af félagshugsjóninni einni saman. Eftir síðari heimsstyrjöldina var járntjaldið dregið milli Austur- og Vestur-Evr- ópu. Lenti Vín þá utangarðs í Vestur-Evrópu, en þrátt fyrir hlutleysi landsins voru flest hlið lokuð til Austur-Evrópu. Þessu fylgdi efnahags- leg hnignun og fólksfækkun, þrátt fyrir að borgin héldu áfram menningarhlutverki sínu. Þegar gæta fór þíðu í samskiptum austurs og vesturs glæddust vonir Vínarbúa á ný, og var meðal annars fyrirhuguð heimssýning í sam- vinnu við Búdapest í Ungverjalandi handan járntjaldsins. Einnig væntu Vínarbúar sér upp- gangs þar sem þeir voru aftur komnir miðsvæð- is og nálægt hinum nýju mörkuðum í Austur- Evrópu. Gert var nýtt aðalskipulag fyrii' borg- ina, sem gerði ráð fyrir mikilli þenslu og upp- byggingu íbúðarhúsnæðis, atvinnusvæða og verslanamiðstöðva. Hæst bar hina fyrirhuguðu alþjóðamiðstöð Donau City, sem rúma átti heimssýninguna, með sýningarsölum, ráð- stefnuhöllum, verslunum og skrifstofum. Við fall járntjaldsins var þó samstarf Vínar og Búdapest um heimssýninguna ekki lengur tákn- rænt fyrir nýja tíma, og fór svo að Vínarbúar höfnuðu henni í almennri atkvæðagreiðslu. Vegna hækkandi landverðs voru allar áætlanir um Donauzentrum lagðar á hilluna. Onnur uppbygging hefur einnig orðið hægari en vonast var til. Tékkland beindi viðskiptum sínum til Þýskalands, og þróunin í Slóvakíu varð hægari en við hafði verið búist og stjóm- málaástandið óstöðugt. Þrátt fyrir uppgang í Ungverjalandi var þar ekki um mikla viðskipta- aukningu að ræða, en viðskiptin voru reyndar allmikil fyrir fall járntjaldsins. Aðild Austurrík- is að Evrópusambandinu hefur auðveldað ýmiss konar samvinnu við þessi þrjú lönd, en ljóst er að Vín getur ekki endurheimt stöðu sína sem höfuðborg Evrópu. Vín er mjög falleg borg og mikið er þar af glæstum byggingum. Þær eru í góðu samræmi innbyrðis, bæði hvað varðar lit og form, og má þar nefna verslunargötuna Graben sem gott dæmi. Ibúðarblokkir langt út fyrir miðborgina eru byggðar í nýbarokk- eða jugendstíl og skreyttar með lágmyndum eða höggmyndum. Einnig er vandað til útlits nýrra bygginga og má víða sjá góðan nútímaarkitektúr. Fá eða engin risamannvirki hafa verið byggð í mið- 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.