Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Blaðsíða 13
FYRIRBÆRI FJÖLDAMENNINGAR I VIÐBURÐUR í SÖGU SKYNDIBITANS Morgunblaðið/Kristinn EFTIR HERMANN STEFÁNSSON Fátt er nútímalegra en skyndibitinn. Fólk gleypir hann í sig á hlaupum og Tiugsanlega fyrirlítur hann um leið vegna þess að hann er holdgervingur nú- tímalífs: tímaleysið og hraðinn uppmálaður. IÞESSUM greinaflokki um Skyndi- menningu, er rýnt í ýmis fljótmelt fyr- irbæri í samtimanum. Aðferðin er ekki ný af nálinni: franski fræðimaðurinn Roland Barthes fjallaði um ýmis ólík fýrirbæri samtíma síns í blaðagreinum á sjötta áratugnum sem komu út á bók sem nefnist Goðsagnir og táknfræð- ingurinn Umberto Eco notaði ekki ósvipaðar aðferðir í verki sínu Mislestrum. í þessum verkum eru fyrirbæri fjöldamenningarinnar sundurgreind og skoðuð, athugað hvaða hug- myndir búi að baki fyrirbærum einsog auglýs- ingum. Það er ekki nóg, vildi Barthes meina, að sjá í gegnum heim auglýsinga og annarra samtímafyrirbæra, ekki nóg að fletta bara of- an af þeim. Það verður að sundurgreina, greina hvernig þau virka, athuga formgerð þenra, hugmyndafræði, forsendur. I þessum greinum er ætlunin að sundur- greina nokkur fyrirbæri fjöldamenningar samtímans. Tekin verða fyrir þrjú ólík fyrir- bæri: skyndibitastaðir, vöruheiti og auglýs- ingar. Og fátt er nútímalegra en skyndibitinn. Fólk gleypir hann í sig á hlaupum og hugsan- lega fyrirlítur hann um leið vegna þess að hann er holdgervingur nútímalífs: tímaleysið og hraðinn uppmálaður. Það má hugsa sér hann sem andstæðuna við gildi og varanleika. Skyndibitinn tekur á sig ýmsar myndir; oftast er hann brauð með einhverju; kjöt inni í brauði: pylsa; kjöt milli tveggja brauðhleifa: hamborgari; heitt brauð með áleggi: pizza; pítan þar sem brauðið umlykur áleggið á alla vegu; samlokan, afi allra skyndibita. Lítum á ímynd skyndibitans. Ef sest er nið- ur á veitingahúsasvæðinu í Kringlunni getur að líta fulltrúa allrar flórunnar í skyndibita- menningunni: Pizzur, austurlenska rétti, hamborgara og það nýjasta í skyndibitanum, Subway, sem eru einskonar langlokur með allskonar áleggi. Maður innbyrðir góss sitt á opnu svæði, einskismannslandi sem staðirnir hafa sameinast um. Maður situr ekki á nein- um sérstökum veitingastað heldur öllum og engum. Opna svæðið er athyglisvert. Að sitja þarna er að vera staddur mitt í straumiðu samtímans þar sem ólíkum menningaráhrif- um ægir saman. ímyndir flestra skyndibitastaðanna á opna svæðinu eiga að minnsta kosti eitt sameigin- legt: það er leitast við að skapa þann andblæ að maður sé staddur einhversstaðar annar- staðar en maður er. Reynt er að vekja upp stemmningu tiltekinna þjóðlanda. Pizza færir mann til Italíu, kínarúllan til Kína, hamborg- ari til Bandaríkjanna. Pylsuna, útbreiddasta skyndibitann, getur maður borðað á þrennan hátt og ráðið því til hvaða lands maður bregð- ur sér: til Bandaríkjanna („Hot dog“), til Dan- merkur (dönsk pylsa) eða til Frakklands (franska pylsan er í uppgangi). Þetta er sami rétturinn, einungis form hans og aðferðin við að borða hann er ólík. Það er jafnvel verið að gera tilraun með þá ímynd að það að borða pylsu feli í sér andlegt ferðalag um byggðir og náttúru Islands - ég á við „Islendingar borða SS-pylsur.“ Það má sjá slíkar yfirborðsmyndir þjóðlegs andblæs víða einsog frskir barir víðsvegar um heiminn bera með sér. Allt er gert til að byggja undir blekkinguna. Innréttingai'nar eru úr viði, það eru myndir af James Joyce og Samuel Beckett á veggjunum. Það hafa jafn- vel verið fluttir þangað írskir barþjónar til að fullkomna stemmninguna. Með öðrum orðum: Irland er ekki lengur land heldur hugar- ástand, í þessu tilviki víma. Og Ítalía, Banda- ríkin, Kína, Danmörk og Frakkland mynda saman heimsálfu mismunandi hugarástands, ólíkra mynda nautnarinnar við að borða. Þetta er líka tilfellið á torgi veitingahús- anna í Kringlunni. Ailir þessir staðir eiga sér heimaland og reyna að skapa andblæ þess. En einn staðurinn í Kringlunni vísar ekki til upprunalands síns. Eg á við veitingastaðinn Subway. Staðurinn byggir ekki ímynd sína á klisjunni um þjóðlega réttinn. Og Subway markar tímamót í sögu skyndi- bitans, ekki vegna skyndibitans sem hann býður upp á heldur vegna viðhorfs til neyt- andans. Það er rétt að kalla neytandann „les- anda“ því hér er ekki verið að ræða mat held- ur ímyndir og lestur á ímyndum. Að fara á Subway er að stíga inn í heim út af fyrir sig. Það blasa við allmargir valkostir á töflu og flokkunarkerfi töflunnar er óvenju flókið og torrætt. Það er strax farið fram á ákveðna færni, ákveðinn lestur. Og þegar einn valkost- urinn hefur verið tekinn fram yfir aðra er ekki öll sagan sögð heldur tekur við einskonar gestaþraut. Lesandanum er sem sé falið að leysa úr ýmsum spumingum; hvort hann vilji taka réttinn með eða borða á staðnum, hvort hann vilji réttinn heitan eða kaldan, hvernig brauð hann kjósi sér, hvernig álegg og hvaða sósu og hvort það eigi að skera brauðið í tvennt. Þetta virðist vera andstætt eðli skyndibit- ans, andstætt hraða og einfaldleika. Valið er flóknara en í venjulegu mötuneyti - þótt af- greiðsluferlið minni líka hér á færiband. Gestaþrautarformið er ekki síst flókið ef „les- andinn“ er nýr og veit ekki hvaða valkostir era í boði, hvernig sósa, hvernig brauð, hvern- ig álegg. Stundum tekur afgreiðslufólkið af öll tví- mæli um eðli þessa leiks sem verið er að leika og spyr til dæmis: „Hvernig skrímsli má bjóða þér?“ Og fyrir þann sem kemur nýr inn í táknaheim Subway er spumingin hrein fjar- stæða þangað til það kemur á daginn að þeir sem em með börn geta valið úr tveimur teg- undum af plastskrímslum, grænum og fjólu- bláum. Þetta eru einkennisskrímsli staðarins, hönnuð og framleidd af Subway í beinni sam- keppni við Macdonalds en á þeim stað er ekki hægt að velja um „barnapakka". Nú gæti maður látið sér detta í hug að þessi nýja gerð afgreiðsluforms sé alls ekki „les- endavæn" heldur til þess fallin að fólk upplifi sjálft sig sem vanhæft. En fólki geðjast þessi nútímalegi leikur; staðurinn er vinsæll. Kannski má hugsa sér þetta sem einskonar innvígslu. Eftir að hafa farið einu sinni á Sub- way er maður innvígður í leyndardóma þessa forms og hefur þar með öðlast eitthvað fram yfir aðra. En umfram allt er „lesandinn“ gerð- ur að þátttakanda í þeirri dulúð og þeim leyndardómi sem umlykur matreiðslu; hann er með öðrum orðum innvígður í leyndardóm- inn. En bíðum við. Það hangir fleira á spýtunni. I formgerð Subway-staðanna felst innbyggð- ur „lesandi", ímyndaður „lesandi". Staðurinn hefur „samið“ sinn eigin lesanda og að fara þangað er á vissan hátt að láta „semja“ sig. Subway gerir í fyrsta lagi augljóslega ráð fyr- ir lesanda sem vill láta innvígjast í leyndar- dóma og helgi matseldarinnar og vera sjálfur þátttakandi í þeirri sköpun. í öðru lagi gerir hann ráð fyrir upplýstum lesanda; mann- eskjan sem maður breytist í um leið og stigið er inn á Subway er 18. aldar upplýsingamaður eða slagorð í anda þess tíma, einstaklingur sem er þess fullviss að hægt sé að varpa Ijósi á allt sem fyrir liggur, Ijósi upplýsingarinnar á leyndardóm matreiðslunnar. í þriðja lagi er lesandinn „alger nútíma- maður" einsog frumkvöðlar módemismans orðuðu það. Gul og glaðleg umgjörð staðarins er skreytt með svarthvítri borgarmynd frá því í kringum 1930. Borgarbúinn, nútímamað- urinn, stendur fumlaus og óhikandi gagnvart fjölbreyttum valkostum nútímans, gagnvart flóknu nútímalífi. Hann tekur ákvarðanir án þess að blikna, afgreiðir hlutina með festu. Og Subway veitir honum þá hugarfró að þrátt fyrir tímaleysið og flýtinn sé frelsi hans í engu skert; valkostimir séu takmarkalausir, hann sé við stjómvölinn í eigin lífi. Við skulum átta okkur á því að þessi skrif, þessi mótun lesanda skyndibitans, eiga sér alltaf stað undir yfirborðinu. Þá verður heiti staðarins, Subway, þrungið merkingu og kaf- bátur, heiti réttarins, orð að sönnu. Við skyldum ekki líta niður á skyndibitann, við skyldum varast að draga fljótfærnislegar ályktanir um þetta fyrirbæri siðmenningar- innar. Það er engin tilviljun, ef rétt reynist, að skyndibitastaðurinn sé að breyta um form. Eitthvað í tíðarandanum kallar á þá breyt- ingu. Við gætum ef til vill kallað hana „gagn- virkni“ en kannski skiptir engu máli hvað við köllum breytinguna og hvort við finnum henni stað í bókmenntum og samfélagsumræðu. Hún er áhugaverð í sjálfri sér. Fáum okkur kafbát. Höfundur er bókmenntafræðingur. ERLENDAR BftKIIR OFBELDI OG SAM- FÉLAGÁ ÁRMIÐ- ÖLDUM VIOLENCE and Society in the Early medival West: Edited by Guy Halshall. The Boydell Press 1998. Tólf höfundar standa að þessari bók. Þetta er safn greina um marg- vísleg viðhorf til ofbeldis á ánnið- öldum í nokkrum ríkjum eða héruð- um vissra ríkja. Eftir að Rómaríki skiptist upp og lauk þar með því friðartímabili sem oft er kennt við „Pax Romana“ upphófust skærur og staðbundnar styrjaldir vítt um Vesturlönd. Réttarkerfið hrundi og tilraunir til þess að koma aftur á „lögum og reglu“ tóku langan tíma. Hér er að finna greinar um löglegt og ólöglegt ofbeldi í lögum Vest- gota, viðhorf í lögum og sagnaritum í Frankaríki á sjöundu öld, ofbeldi innan borgríkja á Ítalíu snemma á miðöldum. Ofbeldi í ríki Karlunga og helgun vopna og venjuréttar í vopnaburði á níundu öld. Helgun konungdómsins og helgun kon- ungsaftökunnar á Irlandi snemma á miðöldum tengist hinni marg- þættu hugmyndafræði um konung- dæmið í heiðni og meðal frumkrist- inna germanskra og keltneskra þjóða. Ofbeldi og ófriður í Norm- andy á elleftu öld, ættarerjur, hér- aðadeilur, styrjaldii’ og valdabar- átta. Guy A.E. Moiris skrifar grein um Ofbeldi á Norðurlöndum og norræn samfélög á síðari hluta vík- ingaaldar, höfuð heimild þeirra tíma eru rit Snorra Sturlusonar, en heimildir hans voru tvö hundruð ára kveðskapur. Höfundur veltir iyrir sér heimildagildi þeirra heim- ilda. Þrjár síðustu ritgerðirnar fjalla um stöðu kvenna, hegðunar- reglur fyrir konur í ríki Langbarða, nauðgunum á dögum Engil-Saxa á Englandi og útburði stúlkubarna á Norðurlöndum og afleiðingar þess í verðlagi kvenna á víkingaöld. Greinar þessar fjalla um afmörk- uð efni, oftast bundin afmörkuðum landsvæðum eða ríkjum. Þetta eru nákvæmnisskrif og geta orðið hug- vekjur til íhugana um hliðstæður á söguöld og Sturlungaöld hér á mið- öldum. Gregoríus frá Tours er með- al heimildarmanna ásamt fleirum. Guy Halsall skrifar inngangsrit- gerð um ofbeldi og samfélag - yfir- litsgrein. Þar rekur hann nýjustu rannsóknir um þessi efni og ræðir meðal annars um táknræn gildi vopna, bann við vopnaburði vissra stétta, svo sem bændamúgsins, sem bannað var að bera sverð. Sverð töldust til göfugra vopna sem voru bundin ættgöfgi. Höfundur ræðir um stríðstækni, verðlag góðra vopna og það atriði, að eigendur úr- vals vopna beittu þeim ógjarnan í orrustum. „Bændur börðust með grjóti“ er haft eftir Grunnvíkingi um íslenska hemaðartækni, en grjót var víðar notað í orrustum en úti hér, en þar var það notað í valslöngur. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. FEBRÚAR 1998 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.