Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1998, Síða 14
PAPPIRSGERÐ I MINO EFTIR SIGRÚNU ELDJÁRN EG ER allt í einu orðin svo há- vaxin. Ég sem er vön því að vera bara meðalmaður á hæð gnæfi nú upp úr og horfi yfir höfuð fólksins í kringum mig. En um leið er ég líka svo lítil, alein í fjarlægum útlöndum, skil ekki tungumálið og kann ekki að lesa. Ég er eins og risavaxið smábam. Þessi tilfmning greip mig þegar ég kom til Japan í byijun vetrar til að dvelja þar í fimm vikur. Eg átti því láni að fagna að vera boðið til Mino, smábæjar í Japan, til að kynnast papp- írsgerð og vinna þar með hefðbundinn hand- gerðan pappír. Bæjarstjóm þessa bæjar hef- ur ákveðið að kynna sína fomu pappírsgerð fyrir umheiminum og bauð þess vegna sex myndlistarmönnum héðan og þaðan úr heim- inum til sín. Til stendur að bjóða fleirum á næstu ámm. Fyrir utan bæjarstjómina tók fjöldi bæjarbúa þátt í að skipuleggja verkefn- ið og dekra við gestina. Það er oft stórkostleg opinberan að koma til fjarlægra landa og fá að kynnast þó ekki sé nema lítillega menningu framandi þjóða. Öll skilningarvit skerpast og hvarvetna blasir eitt- hvað áður óþekkt við. Þó ekki sé staldrað lengi við snýr maður aftur heim undir áhrifum sem renna kannski aldrei af manni. Þó Japan hafí orðið fyrir gífurlegum vestrænum áhrifum og þó við séum með japönsk tæki og tól allt í kringum okkur hér á íslandi sem víða annars staðar þá má glöggt finna og sjá þegar komið er til landsins að undir liggur heill- andi og sterk ævagömul menn- ing, gjörólík hinni vestrænu. Þessi menning á mikil ítök í fólkinu og er rryög tengd listum, handverki og trúarbrögð- um. Trúarsiðir era sterkur þáttur í lífi manna og þeir hafa verið svo útsjónarsamir að halla sér að tveimur trúarbrögðum og blanda þeim saman eftir hentugleika. Þar er um að ræða Búddisma sem tengist mikið dauðanum og framliðnum forfeðram og svo Shinto-trú sem er fjölgyðistrú og meira notuð við hversdags- legri og gleðilegri atburði í lífi fólks. Mino-bær í Gifu-héraði er agnarlítill á jap- anskan mælikvarða, með um það bil 25.000 íbúa. Hann er nokkurn veginn um miðbik landsins á bökkum Nagara árinnar, í fjalllendi sem sumir kalla japönsku alpana. Næsta stór- borg heitir Nagoya en Ósaka og Kyoto era ekki langt undan. Mörg hús frá Edo tímabil- inu (17. og 18. öld) standa enn og setja mikinn svip á bæinn. íbúar Mino era kapítuli út af fyrir sig. Vinsemd og greiðvikni era mjög áberandi þættir og gestrisnin næstum yfír- þyrmandi. Allir vildu allt fyrir mig gera. Vest- rænt fólk er hér sjaldséð og því getur svo far- ið ef nægileg aðgát er ekki viðhöfð að maður fari að halda sig vera eitthvað merkilegan. En ég komst mjög fljótt yfir það því allt sem í kringum mig var reyndist svo miklu merki- legra. Ég held það hafi verið mikil heppni að fá að vera í þessum litla fjallabæ frekar en í einhverri stórborginni og að þar hafi ég upp- lifað japanskara Japan en ella. Pappírsgerðin Japanir hafa stundað pappírsgerð í meira en 13 aldir og gera enn. Pappír er gerður um allt landið allt frá Hokkaido i norðri til Ok- inawa í suðri. Tíu hérað era afkastamest á þessu sviði og er Gifuhérað eitt þeirra. Aður fyrr var hvert heimili með sína pappírsgerð og þá vann hver fjölskylda allt ferlið, frá upp- skera plantnanna sem notaðar eru og til end- anlegrar arkagerðar. Japanskur handgerður pappír, eða washi eins og hann heitir á japönsku, er einstakur og ólíkur vestrænum handgerðum pappír. Hann er einstakur fyrir það hvað hann er þunnur, áferðarfallegur og sterkur. Japanir fóra að nota pappír mörgum öldum áður en Evrópumenn heyrðu á hann minnst. Um það leyti sem Gutenberg var að prenta biblíuna sína á fyrsta vestræna pappírinn einhvem grandvallarmunur á að í staðinn fyrir að hafa net í rammanum, nota Japanir fíngerða bambusmottu sem kallast su. Þessar mottur era mjög viðkvæmar og dýrmætar. Mér var sagt að nú væri aðeins ein gömul kona ein- hvers staðar í landinu sem kynni að vefa þær. Það fylgdi þó sögunni að nokkrir af yngri kynslóðum væra að læra listina. Rammanum er nú dýft ofan í blönduna og trefjamar setj- ast á þessa bambusmottu. Við vestræna papp- írsgerð er rammanum aðeins dýft einu sinni í blönduna og situr þá eftir lag á netinu sem er þurrkað og það verður að pappírsörk. Við gerð washi er rammanum dýft mörgum sinn- um í fyrir hverja örk. Hann er hreyfður í hvert skipti fram og aftur og til hægri og vinstri með hægum og jöfnum hreyfingum svo trefjamar setjist jafnt yfir alla bambusmottuna. Upplausninni er skvett úr áður en aftur er dýft í. Taktur hreyfinganna og hljóðið sem heyrist í blöndunni skiptir máli og yfirleitt þurfa allar hreyfingar að vera hár- réttar til að vel takist til. Þannig myndast smám saman lag af trefjum og útkoman verð- ur örþunn pappírsörk þar sem mótar fyrir rákum eftir bambusstrá mottunnar. Þrátt fyr- ir það hvað arkimar era þunnar er pappírinn níðsterkur og erfitt að rífa hann. Síðan era arkimar gerðar hver á fætur annarri og lagðar hver ofan á aðra þar til kominn er góður bunki. Þær era svo settar í pressu í um það bil sólarhring. Eftir það eru arkirnar aðskildar og breitt úr þeim til þerris. Aður fyrr voru þær breiddar á tréplöt- ur og þeim stillt út í sól- ina en núna eru einnig notaðar stórar raf- eða gufuhitaðar plötur til að þurrka pappírsark- irnar. Og þá er ham- ingjustundin loks upp- rannin eftir mikla vinnu og erfiði. Yndislegur og fallegur pappír bíður eftir því að verða notaður. Ég fylgdist grannt með pappírsgerð- inni og las mikið um hana. Einnig var mér leiðbeint við að búa til nokkrar arkir sjálf og þótti mér það vandasamt verk. En verkefni mitt í Mino var þó aðallega að nota þennan fína, japanska pappír í myndverk. Ég gat því valið mér alls konar pappír til að vinna með. Eftir að hafa fylgst með því vandasama og flókna ferli sem liggur að baki hverri örk er hætta á að lotningin fyrir efninu verði svo mikil að það hefti mann í að nota hann. En ég sigraðist smám saman á því og gerði ýmiss konar tilraunir með pappírinn. Ég bjó til bækur, vatnslitaði, klippti, saumaði, reif, límdi og ég prófaði olíuliti á hann svo eitthvað sé nefnt. Afraksturinn af vinnu minn skildi ég mestan eftir í Mino og í marsmánuði verður haldin sýning í Pappírssafninu þar á mínum verkum og fimm annarra myndlistarmanna sem einnig tóku þátt í þessu prógrammi. Með hráan fisk á takteinum Matur er mannsins megin og ég get ekki stillt mig um að minnast á máltíðimar í Japan sem vora talsvert frábragðnar því sem ég er vön. Þær vora líka einn af merkilegu þáttun- um í þessari ferð. Að liggja á hnjánum við borð og snæða með prjónum er íslendingi ekki tamt, en mesta furða hvað það lærist fljótt. Mér datt í hug við eina máltíðina að þessir prjónar, sem heita reyndar hashi á japönsku, gætu kallast takteinar á íslensku. Kem hér með þeirri hugmynd á framfæri. Maturinn sem var á boðstólum var afskaplega framandi og stöðugt birtust áður óþekktir réttir. Fjölbreytt úrval af fiski var á borðum og var hann oftast hrár. Sumar tegundirnar bar ég kennsl á, til dæmis kolkrabba, bæði í munnbitastærð og risastóra skorna í smábita. Þar var líka hrár túnfiskur, lax og rækjur, laxahrogn, síldarhrogn - og íslensk loðna! Fyrir nú utan allar þær fjölmörgu tegundir sem ég kann ekki að nefna og hef aldrei séð áður. Máltíðimar áttu það nær allar sameig- inlegt að vera afskaplega fallegar fyrir augað. Framreiddar í litlum bitum svo þægilegt sé að borða þær með prjónunum. Mikið var etið af sjávargróðri, þangi, sölvum og ýmsu sem ég kann ekki að nefna. Það gekk maður undir manns hönd að kenna mér að borða núðlur með prjónum og sötra hátt um leið. Af mörgu FLUGDREKI. tíma á 15. öld höfðu Japanir notað sinn pappír allt frá 7. öld til ýmissa nota. Hann var auðvit- að notaður í bækur og til að skrifa og teikna á, en líka í ljósker, regnhlífar, veggi og föt svo eitthvað sé nefnt. Hann var líka mikið notaður í tengslum við Búddismann því hluti af þeirri dýrkun mun vera fólginn í því að skrifa upp helga texta. Sagan segir að það sé meira að segja hægt að drepa mann með þessum papp- ír, en það mun í stuttu máli gert þannig að blautur pappír er lagður yfir vit sofandi fórn- arlambs og því síðan haldið fóstu. Pappírinn leggst þétt að vitum mannsins, hann nær ekki andanum og leikurinn endar með því að hann kafnar. Þetta las ég í bók en hef ekki reynt það sjálf. Ég held ég láti það alveg eiga sig. í pappírsgerðina era aðallega notaðar þrjár trjátegundir, kozo, gampi og mitsumata. í Mino-pappírinn er kozo mest notað. Kozo- plantan vex villt viða í Japan. í desember og janúar er uppskeratíminn. Þá era greinarnar skomar og þeim safnað saman í knippi. Þær era svo látnar vera í gufu um stund til að losa börkinn frá. Það er hvítur innri börkur sem er hið mikilvæga efni jurtarinnar. Þegar berkin- um hefur verið flett af greinunum er dökkur ytri börkurinn skafinn af. Ljósu trefjarnar þarf nú að hreinsa. Það er gert með því að sjóða þær fyrst og þvo efnið síðan vandlega í köldu rennandi vatni. Hreint vatn er algjör forsenda þess að hægt sé að hreinsa trefjarn- ar nægilega vel eða stunda pappírsgerð yfir- leitt. Þetta er erfíðisvinna og ég sá kengbogn- ar gamlar konur liggjandi á hnjánum við að hreinsa trefjamar ofan í köldu vatni. Þær þurftu að plokka hverja einustu aðskotaörðu burt svo afgangurinn yrði tandurhreinn. Næsta stig er að berja trefjarnar með þar til gerðum tréhamri til að merja þær og ná þeim í sundur. Við þetta verk er líka hægt að nota sérstaka vél sem ýmist er handsnúið eða knú- in rafmagni. Eftir þennan baming er komið að því að blanda vatni saman við trefjamar og auk þess efni sem er unnið úr rót plöntunnar tororo-aoi. Þetta efni sem kallast neri, er afar mikilvægt og á stóran þátt í að gera japansk- an pappír svo sérstakan. Það gerir blönduna svolítið seigfljótandi og kemur í veg fyrir að trefjamar setjist eða safnist í kekki. Þetta er einhvers konar bindiefni og gerir pappírinn enn sterkari. Nú er komið að því að búa til arkir úr þess- ari blöndu. Við það era notaðir rammar eins og við vestræna pappírsgerð en þó er sá 1 4 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.