Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 3
LESBðK VIOIU.l \ 141 M)SI\S - MIM\I\G USTIR 14. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI Predikanir Sigurbjarnar Einarssonar biskups hafa ríkulegt listrænt gildi, eru trúarleg tónlist og trúarleg myndlist ekki síður en trúar- legar bókmenntir, segir í grein eftir Sig- urð Arna Þórðarson um þennan leiftrandi og listræna kennimann og predikanir hans í Hallgrímskirkju. Árbók Ferðafélags íslands kemur út eftir fáeina daga og að venju birtir Lesbók kafla úr henni. Bókin heitir Fjallajarðir og Fram- afréttur Biskupstungna og er eftir Gísla Sigurðsson. Fjallar hann um svæðið sem Brúará afmarkar frá byggð til upptaka og þaðan í Hagavatn og Langjökul, en Hvítá er í útmörkum að austanverðu. Þar að auki er fjallað um efstu jarðir, bæjaröðina frá Efri-Reykjum að Brattholti. Hér er birtur kaflinn um Jarlhettur. Tónlist fyrir alla er verkefni sem miðar að því að efla al- menna tónlistarkennslu í grunnskólum landsins með mjög lifandi hætti. Tónlistar- fólk úr ýmsum áttum heimsækir skóla vítt og breitt um landið og flytja nemendum dagskrá sína ásamt því að gangast fyrir einum opinberum tónleikum á hverjum stað. Þetta víðamikla verkefni nær nú þegar til helmings grunnskólabarna á landinu og stefnt er að því að innan nokk- urra ára muni Tónlist fyrir alla fela í sér reglulegar heimsóknir tónlistarfólks til þéttbýlisstaða um allt land. Itarleg um- fjöllun um verkefnið er í Lesbók í dag. GerSur Helgadóttir myndhöggvari hefði orðið 70 ára þann 11. apríl n.k. Gerðarsafn í Kópavogi minnist tímamótanna með stórri yfirlitssýningu á verkum íistakonunnar sem opnuð verður á afmælisdegi Gerðar og fjallað er um hér í blaðinu. Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af Aðalsteini Bergdal leikara í hlutverki sínu í ein- leiknum Markúsarguðspjalli sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir ó föstudaginn landa. JORGE LUIS BORGES TÖNKUR SIGRÚN ÁSTRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR ÞÝDDI í. 4. Efst uppi á tindi Undir tunglinu, allur er garðurinn máni skuggatígur úr gulli máni úr gulli. hortir á klær sér. Mig skiptir meira snerting Veit ekki að í morgun vara þinna í myi-krinu. rifu þær mann í tætlur. 2. 5. Syngjandi fuglinn Dapurlegt regnið sem rökkrið hefur hulið dynur á marmaranum, er nú þagnaður. dapurleg jörðm. Þú gengur um garðinn þinn DapuH að vera ekki ég veit þú saknar einhvers. dagar manns, draums Q og morguns. Annars manns bikar, 6. sverðið, ósvikið sverðið Að falla ekki í annars hendi, sem ættmenn mínir gerðu strætið í mánaskini. í orrustunni. Segmér, nægh-það ekki? Vera í gagnslausri nótt sá sem telur atkvæðin. Jorge luis Borges, 1899-1986, var argentínskur rithöfundur og skóld, sem talinn hefur verið eitt fremsta skáld heimsins 6 jsessari öld og hefur verið mjög áhrifamikill. Hann var þekktur aðdáandi fornnorrænna bókmennta og blindur heimsólti hann (sland og kom á Þingvelli. RABB AOLD HRÆVARELDS OG GRÍMU FYRIRSÖGN þessa rabbs ber ekki svipmót bjartsýni. Líklega mun fáum þykja hún við hæfi nær páskum, þegar upprisu Jesú Krists er minnst um víða veröld, og skærast Ijós helgustu eilífðar- vona er vegsamað af trúuðu fólki. Guðþjónusta okkar, kristinna manna, einkennist þá ekki síst af fögnuði, sem oftar en ekki er borinn uppi af háleitri, lifandi list, já, sönnun gjöfum Guðs. Við margt er þar að miða og hægt að telja upp andrík verk í ýmsum greinum listanna. En víkjum að fyrirsögninni. Hún er raun- ar lokalína í ljóði eftir Olaf Jóhann Sigurðs- son. Ljóðið heitir Maður minnist lækjar og birtist í síðustu bók skáldsins, Að lokum. Hún kom út að honum látnum árið 1988. Þetta ljóð er mér einkar hugstætt. Er það ekki síst vegna þess, að ég naut þeirrar giftu að kynnast skáldinu og hlýddi oft á Olaf Jóhann láta í Ijósi skoðanir á mönnum og málefnum og leggja oftar en ekki strangt mat á áhrifaríka mótendur aldarbrags. Hann var aðgætinn gagnvart mörgu því, sem menn vegsama sem framfarir. Hugur skáldsins til samtíðar og umhverfis nær ævilokum bhrtist glöggt í þessum línum: Hengiflug á aóra hönd, á hina fljótið - hvað er þig að dreyma? Þúleggurvið hlustir, þú lifnar við: Lækur að niða í fjarska! Afviðlögumhans máráða að vatnið sé svalt og tært og bregði á leik og botnmöl í kötlum og skálum: Bláleitar steinvölur! Svo fagurlega sorfnar að fingurgómar dofnir geta ekki stillt sig um að stinga sér ungir á kaf í straumglattvatnið, rétt til að þreifa á þeim! Þú staldrar við. Þúlifnarvið og lagboða fornvinai- blístrar. En heldur síðan áfram hljóðlátri göngu þinni um drembin og dynjandi stræti í ótryggu húmi annarrar tíðar og annaira stefja. Á öld hrævarelds og grímu. - Ekki getur sá samanburður, sem í Ijóðinu birtist, talist hagstæður fyrir líðandi stund. Hins vegar kemst lesandinn að því, að skáld- ið varðveitir þekktar minningamyndir í hug- skoti sínu frá bernskudögum, já, sumardög- um, sem hann m.a. ritaði um í æskuverkinu Við Álftavatn, sem út kom árið 1934. Ólafur Jóhann var þá aðeins 16 ára að aldri. A hljóðum stundum nær ævilokum sóttu að honum minningar austan úr Grafningi, heiman frá Torfastöðum: - „Þú leggur við hlustir, þú lifnar við: Lækur að niða í fjarska!" Svo sterkur er hljómur þessara orða nú nær lokum aldar, sem hefur látið og lætur ósjaldan leiðast af hrævareldi, já, villuljósi í grímu, í næturmyrkrum haturshótana og styrjalda. Því böli virðist seint ætla að linna. Fyrir fáeinum vikum biðum við þeirra ótíð- inda með ugg í huga, að enn brytist ófriður út fyrir botni Miðjarðarhafsins. Áhrifamiklir stjórnmálamenn komust þá svo að orði, að allt eins yrði hætta á heimsstyrjöld, ef upp úr syði. Fréttirnar þarf ekki að rekja hér, því öllum er kunnugt, að með einarðri og vit- urlegri framgöngu og rökum tókst fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Kofi Annan, að koma á sáttum um sinn. Hitt er eigi að síður Ijóst, að víða bjarmar af ógn- vænlegum hrævai-eldum, villiljósum, sem ógna frelsi, jafnrétti og bræðralagi víða um heim. Nær aldarlokum, sem við ræðum um sem hátíðatilefni, virtist að helst væri að vænta tíðinda, sem boðuðu lokastef aldar hrævarelds og grímu. Saga mannkyns bendir okkur á þá stað- reynd, að löngum hafi skipst á skuggar og skin í lífi jarðarbúa frá öndverðu til þessa dags. Við, kristnir menn, höfum í nær tutt- ugu aldir bent á komu þess sanna Ijóss, sem birtist í hvítvoðungi, sem forðum var lagður í jötu í Betlehem í Júdeu. Áhrif þess anda og ljóss, sem Kristur bar inn í þennan heim, verða ekki vefengd. En víða eiga þau undir högg að sækja, jafnvel í lýðfrjálsum löndum, sem státa af blómlegu trúarlífi. í fréttum var staðfest fyrir fáum vikum, að bandarísk börn sjái að meðaltali 8.000 morð framin á sjónvarpsskjánum og um 100.000 ofbeldisat- riði fram að þeim tíma, er þau útskrifast úr grunnskóla (að sögn bandarísks þingmanns, Edwards Markey). Ekki dylst okkur hér á Islandi, að í hliðstæðum fjölmiðlum ríkis og einstaklinga er lítils hófs gætt í birtingu of- beldisefnis og ekki talin ástæða til annars, þar sem nógar séu rásir úr öðrum áttum fyr- h’ óhroða af ýmsu tagi. Aðstæður okkar séu nú með þeim hætti, að við verðum að leggja leiðir okkar um nýja vegu, já, - „um drembin og dynjandi stræti í ótryggu húmi annarra tíða og annarra stefja. Á öld hrævarelds og grímu.“ Niðurstaða skáldsins, Ólafs Jóhanns, ber óneitanlega yfii’bragð svartsýni og ekki að ástæðulausu. Hann bar kvíðboga fyrir þróun uppeldishátta og í list sinni varaði hann við margþættum hættum samtímans án þess að öfgar skyggðu nokkru sinni á snilld hans. Nú, nær páskum erum við minnt á það, að þau ljós lifa eigi að síður, sem gefa miklu meira en daufa von. Ljós upprisunnar hefur lifað í 2.000 ár. Og áhrif kærleiksfómar Krists á Hausaskeljastað og upprisu hans á páskum eru víðtækari og áhrifamem, en við getum gert okkur grein fyiir. Já, þrátt fyrir alla bölsýni, þá standa kh’kjur opnar ekki síður við „drembin og dynjandi stræti". Þangað inn liggur leið fjölda fólks í leit að þeim friði, sem Kristur boðai’. Hann bregst engum, sem í einlægni leita til hans og taka við því eilífa lífí, er hann boðar og gefrn’ lærisveinum sínum, sem ját- ast honum af heilum huga. En, hvað er það eilífa líf? Um það segir í sígildu kveri Helga Hálf- dánarsonar prestaskólakennara, er ráðgjafi Islands leyfði með bréfi, dags. 24. sept. 1878: „Eilíft líf byrjar hver sanntrúaðm’, kristinn maður þegar í þessu lífi; en hið al- gjörða eilífa líf byrjar fýrst eptir upprisuna og dóminn í dýrðarríki Jesú Krists, og verð- ur æfinlegt sælulíf í eilífri sambúð við þrí- einan guð, góðu englana og alla útvalda, æf- inleg lausn frá allri synd og sorg og æfin- legur ft-iður og gleði.“ (Skv. 12. prentun kversins árið 1924.) - Þessi kenning er böð- uð helgu Ijósi einlægrar sannfæringar. Með ósk um gleðilega og friðsæla páska- hátíð. BOLLI GÚSTAVSSON á Hólum LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. APRÍL 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.