Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 4
UM PREDIKANIR SIGURBJARNAR EINARSSONAR I HALLGRIMSKIRKJU LEIFTRANDI OG LIST- RÆNN KENNIMAÐUR EFTIR SIGURÐ ÁRNA ÞÓRÐARSON Vegna gerðar, máls, ritháttar og efnisinntaks hafa predikanir Sigurbjarnar ríkulegt listrænt gildi. Þær eru trúarleg tónlist og trúarleg myndlist, engu síður en trú- arlegar bókmenntir. Þessar ræður eru myndrænar, þó ekki myndskreyttar (dví oær eru ekki skraut eða gylling. PORTRET af Sigurbirni Einarssyni eftir Jóhannes S. Kjarval. Túsk á brúnan pappír. Myndina gerði listamaðurinn 1950 og gaf hana Sigurbirni. að var lítill kútur austur í Með- allandi á tíð fyrri heimsstyrjald- ar. Börn af nokkrum bæjum höfðu öslað yfir svakka og mýri og safnast saman til leikja. I miðjum klíðum kvaddi snáðinn sér hljóðs, skýrði hópnum frá því að hann ætlaði að vera prestur þau hin skyldu koma sér fyrir sem söfnuður. Síðan klifraði hann upp á stóra þúfu, lét prestslega og virðulega, ræskti sig og hóf tölu. Leikfélagarnir voru næsta úts- legnir af þessari skyndilegu breytingu óláta- belgsins og viðsnúningi gleðilátanna. Þau áttu hálferfitt með sig í þessari mýrarkirkju og að verða að lúta valdi þessa sjálfskipaða smáprests. En ræðan hans var furðugóð. „Já, hann byrjaði snemma að predika fyrir okk- ur,“ sagði Lauga á Strönd um vin sinn, Sigur- björn Einarsson. Predikunarferill Ungi þúfuklerkurinn átti eftir að ösla mýri og fara um lífskeldur á leið áratuganna. En hann varð prestur, eftir námsferil heima og erlendis. Sigurbjöm Einarsson varð prestur í Breiðabólstaðarprestakalli á Skógaströnd 1938 og var þar í um tvö ár og fór síðan til þjónustu Hallgrímskirkjusafnaðar frá upp- hafi árs 1941. Háskólakennslu, meðfram prestsstörfum, stundaði hann frá 1942-44 og eingöngu frá 1945 allt þar til er hann varð biskup árið 1959. Nokkrir prestar og sóknar- fólk Sigurbjarnar vissu um gáfu hans sem predikara þegar á prestsskaparárunum vest- ur við Breiðafjörð. Hafi einhverjir efast um kennimannshæfnina voru þeir hinir sömu ekki í vafa um ritsnilli hans með birtingu bóka og greina frá og með árinu 1940. Eg vil sérstaklega halda á loft ritsmíðinni „Við orf og altari“ frá 1939 (birt 1940), sem er meðal textadjásna þessarar aldar.1 Eftir að Sigur- björn varð prestur í Reykjavík komu margir í salarkynni Austurbæjarskóla til að hlýða á hinn leiftrandi kennimann. Þá varð Sigur- björn kunnur sem predikari. Sem háskóla- kennari kom Sigurbjöm við í fleiri predikun- arstólum en áður. Hann efldist sem alhliða fræðari og hafði, þrátt fyrir allar ónæðis- stundmnar, einnig næði til að kafa enn dýpra, en honum hefði verið mögulegt sem bæjar- presti í miklum önnum. Fyrirlesarinn, út- varpspredikarinn og háskólamaðurinn náði margra eyrum, en sem biskup var honum tekið með opnum örmum af meiri hluta þjóð- arinnar. Sem biskup var hann ekki síst kunn- ur sem afburða kennimaður. Gilti einu hvaða flokk menn fylltu eða hvar menn stóðu. Sem slíkur breytti hann viðhorfum margra til kirkjunnar. Bókaútgáfa Mönnum er kunnugt um hversu afkasta- mikill höfundur Sigurbjörn Einarsson hefur verið. Bækur hans eru margar og um margs konar efni. Ræðu- og hugvekjusöfn hans eru fleiri en annarra presta íslensku kirkjunnar - og líklega frá upphafi. Sammála munu flestir um, sem nokkum tíma hafa heyrt Sigurbjöm eða lesið bækur hans, að þær þjóna erindinu um fögnuð. Bókum Sigurbjarnar verða ekki gerð skil í stuttu máli og verður aðeins hugað að því tímabili sem hann var tengdur Hall- grímssöfnuði, fimmta áratugnum. Því tengj- ast einkum tvö ræðusöfn: I nafni Guðs2 og Meðan þín náð33 og greinasafnið Draumar landsins, sem gefur hugmynd um skoðanir Sigurbjarnar á hlutverki íslenskrar þjóðar, menningu og trú. Meðan þín náð gefur ljósa mynd af predikun hans í kirkju, en Draumar landsins er fremur útlegging hans á stéttun- um. Draumar landsins er áhugaverð bók og kemur á óvart nú, þegar hún er dregin út úr bókaskápnum fimm áratugum eftir útgáfu. Þar er að heyra máttuga rödd í ólgu og sam- félagi fimmta áratugarins. Þar er lykill að skilningi þess, hvers vegna Sigurbjörn var svo elskaður af mörgum, sem létu þjóðfélags- mál til sín taka, en einnig hvers vegna hann varð umdeildur. Þar er og skýring þess af hverju margir vildu gera kennimanninn, Sig- urbjörn, að alþingismanni. En væntanlega hefði hann haft af því starfi minni hamingju en ama, vanlíðan og erfiði. Islenska kirkjan hefði og farið mikils á mis. Draumar landsins er fremur ræða torgsins en predikunarstóls- ins. Vert er að beina fólki til þessarar bókar, því hún er vel guðfræðilega grundvölluð, með klassískt mið varðandi réttlæti í samfélaginu og er rismikil vörn fyrir íslenskt þjóðemi og trúarlega þjóðernisvitund. Hvernig predikað Áður en hugað er að einkennum í prentuð- um ræðum Sigurbjarnar Einarssonar, og þá sérstaklega í Meðan þín náð, er ástæða til að geta um ræðuhátt, stílbrögð og málfar, sem er ærið og merkilegt skoðunarefni. Predikun- arháttur hans er oftar en ekki tematísk textaútlegging. Sigurbjörn dregur út eitt meginstef eða stefjabúnt úr textanum, sem hann gerir að aðalefni. Hann leyfir sér þó aldrei ótrúmennsku við guðspjallið eða Bibl- íutextann, heldur lyftir stefinu eða meginefni með því að draga inn í ræðu sína önnur atriði viðkomandi texta, svo það verður skýrara og meitlaðra eftir því sem á predikunina líður. Málefni hverrar predikunar eru mörg, og hann leyfir sér að ræða samtíð sína, dægur- mál, siðferðileg úrlausnarefni, höfuðkenning- ar kristninnar o.s.frv. en aldrei þó þannig, að rammi textans sé sprengdur eða týndur. Ofl- ugur kennimaður sem Sigurbjörn gæti auð- veldlega hafið sig til flugs frá texta, farið mikinn í einhvers konar andlegu millilanda- flugi. En það leyfir trúnaður hans við heim Biblíunnar ekki. Predikanirnar eru engar til- raunir með þanþol trúar eða tilheyrenda. Þær eru biblíulegar. Þegar margt er sagt og mikinn farið, sem er fremur einkenni en und- antekning á þessum ræðum, þá er talað úr heimi trúarinnar, glímunnar við Guð, úr spekisafni og lífsreynslu eða kannski betur sagt Guðsreynslu Ritningarinnar. En ef það er hinn biblíulegi heimur, sem Sigurbjörn eys af með fögnuði, þá er viðmælandinn nútíma- maður tuttugustu aldar, með beyglur sínar, á hraðaflótta undan sjálfum sér, skynsemi sinni, samvisku, réttlætiskröfum, á flótta frá Guði, sem allt hefur lagt í sölur fyrir þennan gallagrip, manninn. Sigurbjörn færir hinn biblíulega heim í samræðu við samtíma sinn, heldur samtali árangursríku, vegna þess hversu vel hann fótar sig í báðum heimum. Hann hefur reynt sannleik þeirrar trúar, sem Biblían tjáir, hann fylgir Jesú eftir, sem er uppfylling hennar. Því verða predikanirnar trúverðugar, fluttar af sannfæringu þess, sem hefur verið höndlaður og því meinar sjálfur allt sem sagt er. Mál og myndir Það, sem kitlar málunnendur og gefur ræðunum bæði litaraft og mátt, era nýyrði, hnyttni, meitlaðar setningar, hlý og kærleiks- rík írónía og málsháttamálfar, sem gerir þessa texta afar læsilega. „Heppinn hrappur er alltaf borinn á gullstóli almenningsálitsins, ef svikin eru aðeins nógu stórkostleg og ósvífin.“4 „En ekki myndi neistinn sjást, ef enginn væri eldur“ (124-25). „Þú getur verið þjófur í leyndum hugans, þótt þú sért víta- laus að lögum. Þú ert ekki barn Guðsríkis, þótt þú sért boðlegur samfélagsþegn“ (178). „Pólitíkusar nútímans eru allt eins slóttugir og foringjalið Gyðinga forðum. Óvinurinn lærir svo sem af reynslunni" (127). í predik- un um kraftaverkið í Kana segir: „Hjónabönd geta ekki síður bilað sakir óhófs en skorts" (88). Og í anda allt annarra Kana segir hann: „I Hollywood er sagt, að allt geti komið fyrir - nema eitt: Þar er aldrei haldið silfurbrúð- kaup“ (89). í umfjöllun um afstöðu til Jesú (Lúk 11:14-28) afmarkar Sigurbjörn þrjá hópa: í fyrsta lagi talar hann um hugsunar- leysingja, í öðru lagi eru til andlegir lausingj- ar og í þriðja lagi eru hatursmenn Jesú (117). Ræðan er nærgöngul. Spurningarnar þyi'last upp: Hver er ég, hver ert þú? Ertu hugsunar- laus, lausamaður í andlegum efnum, á sífeld- um hnotskóg eftir einhverju furðulegu og óvenjulegu eða ertu hatursmaður Jesú? Dýptarlestur textans vekur íhugun, sem varðar hvern sæmilega óbrenglaðan mann. í þessari ræðu segir Sigurbjörn fyrir munn eins hóps manna: „Kristindómurinn er að vísu góður, en ekki nógu góður, ekki eins og hann ætti að vera. Það þarf að breyta honum. Mannkyninu er þó alltaf að fara fram. Það veit þó væntanlega eitthvað meira í dag um líf og dauða, um Guð og mann, en þessi 2000 ára gamli „meistari" frá Nazaret og fákunn- andi fylgismenn hans. Vér vitum þó líklega eitthyað meira um synd og sekt, um ábyrgð og alla aðstöðu manhsins í alheimi nú en t.d. Marteinn Lúther, sem er dáinn fyrir 400 ár- um. Oss sem þekkjum Darwin og Edison og Einstein, hlustum á útvarp og ökum í bílum og höfum fundið upp penicillin, oss hæfir blátt áfram ekki, að Guð virði oss svo lítils að bjóða upp á sama veg til hjálpræðis og mönn- um, sem kunnu ekki einu sinni að bursta tennurnar"! (121-22). En Sigurbjörn veit að: 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. APRÍL 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.