Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 5
ALLRAHEILAGRAMESSA Hallgrímskirkju 2/11 52, stendur skrifað neðst á þessari teikningu eftir Magnús Jónsson prófessor. Predikaranum þótti prófessorinn heldur niðurlútur undir predikuninni og hafði áhyggjur af honum. Eftir messuna kom í Ijós hversvegna Magnús hafði grúft sig niður, en Sigurbjörn fékk að halda afrakstrinum. „Keipóttur og illa artaður ki-akki fær aldrei það, sem hann vill, hvað oft, sem honum er fengið það, sem hann heimtar" (122). Það eru víst orð að sönnu og þú kannast við það, ef þú hefur reynt að fullnægja óskum hins ofalda. Sigurbjörn minnir á, að mannshjartað er svipað nú og fyrr, í gleði sinni, í synd og sælu, í ást og hatri. Móðirinn lætur eins að barni sínu, elskhuganum er líkt innanbrjósts og fyrir öldum, morðinginn, þjófurinn, sælker- inn, svíðingurinn og kúgarinn eru áþekkir innvortis. Við fæðumst ekki með hátíðlegri hætti en áar okkar og eddur. A banasænginni erum við væntanlega í sömu sporum og þau. Bílar, tækni og tannburstar breyta engu um hver við erum. Þetta dregur Sigurbjörn allt upp og ræðan skilst. Andstæðuhlýja Andstæður koma oft fyrir og stundum í bland við íróníu, sem aldrei verður köld í meðfórum Sigurbjarnar. I ræðu á sunnudegi milli nýárs og þrettánda segir og með vísun til flótta hræddra foreldra með nýfæddan Jesú: „Almættið á flótta fyrir ámátlegum leppkóngi, hin himneska alvizka í felum fyrir fólslegu ráðabruggi hans, hinn eilifi kærleik- ur hrakinn í útlegð af kórónuðum, sálsjúkum fanti! Unaðsraddir engla boða fæðingu guð- legs ríkiserfingja, hirðar og vitringar hylla hann, en rétt í sömu andrá er þessi himneski prins kominn á asna lengst út í eyðimörk og enginn fjöldi himneskra hersveita kringum hann eins og á jólannótt, aðeins einn engill er nefndur og hann laumast til Jósefs í draumi með flóttafyrirmælin" (63). Jesús nam staðar á hraðferð sinni til Jer- ússalem, staldraði við til að sinna blindum og vesælum manni við veginn og Sigurbjörn spyr okkur, hvort við höfum tíma til að tala við Guð?: „Til að mynda á morgnana, áður en dagsverkið byrjar? Fimm mínútur frammi fyrir augliti hans, - það er líklega of mikið fyrir flesta af þesari vinnusömu kynslóð. En flestir hafa tíma til þess að lesa blaðið sitt eða blöðin. Eða á kvöldin? Verður ekki lítill tími aflögu til þess að minnast hans?.Og svo er allt þetta þindarlausa kapphlaup við tímann vitatilgangslaust, því að það endar á einn veg fyrir oss öllum, tíminn nær þér og mér og vér gefumst upp og hann fleygir oss fram af brot- inu, ofan í hylinn mikla og sökkvir oss og heldur síðan áfram, áfram, eins og vér hefð- um aldrei verið til, en dropafall þess lífs, sem vér lifðum, bergmálar inn í eilífðina á eftir oss þeirri spurningu, hvaða stundum vér vörðum til þess að treysta sambandið við Hann, sem minntist tímans blindu barna og lagði sjálfan sig í sölur til þess að þau fengju sjón, eilífan bata, eilíft líf‘ (113). Er hægt að nýta sér andstæður með öllu skýrara móti í þágu hins góða málstaðar? Sigurbjöm þekkti vel ræðutækni Jóns Vídalíns, meistara predikunar hverfulleikans. Fyrr og síðar má sjá í ritum Sigurbjamar andstæður, sem ætlað er að glenna upp augu manna gagnvart hinu ótrygga lífi og hæpinni stöðu þeirra. Dæmi um þetta er: „...allt, sem eftir oss liggur í hinum sýnilega heimi, týnist með kulnuðum eða logandi hnetti út í tómið, með jörð, sem hefur lokið ætlunai-verki sínu og verður köld og dimm og líflaus eyðistjarna á öræfaslóðum geimsins, eða blossar upp og hverfur samstundis. En yfir oss hvílir annað og meira en hverfulleiki duftsins, sem vér lif- um í og fæðumst og nærumst af. Yfír oss hvílir auglit hins eilífa og orð hins eilífa í náð og í dómi.“5 Líkingar og umræðuefni Sigurbjarnar koma oft á óvart og þá er gjarnan stutt í hnyttni eða fyndni. „Líf flestra manna er lík- ast kirkjusvefni. Þeir sofa þangað til sagt er „amen“. Þá hrökkva þeir upp. En þá er um seinan að heyra eilífðarboðskapinn og taka á móti blessuninni frá Drottni. Þannig vaknar margur þá fyrst, þegar dauðinn nálgast og segir sitt amen yfir lífi þeirra.“G Slíkur texti skemmtir, en undir er djúpur hylur myrkrar alvöi-u. Aðferðin er hin sama og í Vídalín- spostillu, kímni er beitt, sem opnar. Kjölsogið er íhugun. Sálgseslupredikun Annað afar einkennandi stílbragð predik- ana Sigurbjarnar, sem allir gera sér grein fyrir og finna til er hin einkalega notkun „ég“ og „þú“ fornafnanna. Saga Jesú er ekki forn saga, sem einhverjir urðu vitni að í týndri tíð. Sú saga er um þig. Saga baráttu Guðs er ekki almenn saga alheimsins, eða smáþjóðar í fyrndri fjarlægð. Hún er saga þín. Dæmi úr heimi Biblíunnar, sagnir af kraftaverki, af ótrúlegum atburðum, af stjórnmálum eða vandkvæðum eru allt í einu innanhúsmál þitt, varða samskipti þín við maka þinn, börn, vinnufélaga, stöðu þína, leyndustu hugsanir þínar, fýsnir, best földu leyndarmál þín og grafin gull hjarta þíns. Predikun Sigurbjarn- „Lífflestra manna er lík- ast kirkjusvefni. Þeir sofa þangað til sagt er „amen “. Þá hrökkva þeir upþ. “ Sigurbjöm Einarsson. ar verður svo áleitin vegna þessarar aðferðar hans að beina ræðu sinni í farveg einkasam- tals tveggja vina. Það gengur upp vegna þess, að predikarinn er trúverðurgur. Hann hefur ljóslega glímt við hinn biblíulega boð- skap, hann er sannfærður um að þessi saga varðar þig í þínu ástandi og er lausn á vand- kvæðum þínum. Vegna þess hversu innlifað- ur Sigurbjörn er bæði biblíulegum heimi og stöðu nútímamannsins, verður þessi persónu- lega aðferð svo sterk. Ræðan hættir að vera hlutlæg, utan manns, ópersónulegt viðfangs- efni, eitthvað sem menn geta metið og vegið í rólegheitum. Hún verður knýjandi, einkalegt eða persónulegt trúnaðarmál, sem verður að taka afstöðu til, bregðast við sem manneskja en ekki út frá hlutverki, málstað, þjóðerni, pólitík eða einhverri hyggju. Ræður Sigur- bjarnar verða því sálgæsla í söfnuði, og predikarinn staðgengill Guðs, en ekki ein- hver upplesari almennra tíðinda eða trúar- legra veðurfrétta um miðja nótt. Hverri predikun í kirkju er ætlað að setj- ast í sál tilheyrenda, hverri ræðu er ætlað að vera heimfærsla. Margir predikarar, ef þeir þá snúa til baka úr flugi sínu, og lenda ekki í villum einhvers staðar í ókunnu eða fjarlægu landi andans, draga saman lærdóminn í sam- antekt í lokin. En ræður Sigurbjörns eru sí- felld samræða, sífelld heimfærsla, sífelld samspeglun og samsplæsing þín og þinna að- stæðna og ræðu Guðs. í því er hið mikla gildi fólgið. Vegna þess eldast þær svo vel, eru orðnar klassík, eitthvað sem við getum leitað til og leyft að upplýsa lífsbaráttu okkar og trú nú og áfram á nýrri öld. Guð og flóltamaður Þegar reynt er að greina meginstefin í predikun Sigurbjarnar Einarssonar kemur margt til álita, en mér sýnist að þau séu eink- um tvö: Það er Guð annars vegar og maður- inn hins vegar. Sá maður er á flótta undan sjálfum sér, skynsemi sinni, samvisku, köllun og jjar með einnig Guði. I predikun um týnda soninn kemur skýrt fram, að báðir synirnir eru týndir og á flótta. Annar var heima en fjarlægur föðurnum samt. Hinn var týndur í útlöndum. Sigur- björn dregur þessa flóttamenn saman í sam- nefnaranum sem ert þú og ég: „Er Guð þá ekki sæll, hinn ríki, voldugi konungur al- heimsins? Nei, ekki á meðan þú ert ekki sæll, ekki á meðan hann vantar þig, ekki á meðan hann, Guð þinn og Faðir, er þér ekki annað en nafn, óljós grunur, reikul þrá - á meðan er Guð hryggur, hryggur yfir þér. Það er fylgzt með þér úr himnunum. Mennina skiptir svo litlu, hvernig leið þín liggur, hver afdrif þín verða, hvernig líf þitt fer. Það skiptir Guð svo miklu. Því að Guð elskar. Hann er hirðirinn, sem finnst hann missa allt, ef hann missir einn“(165). Þetta ræðubrot segir býsna mikið um þessa tvennu eða fléttu, manninn og Guð. Síðar í sömu predikun segir og dregið er saman: „Jesús ætlaði öllum að sjá sjálfa sig sömu augum og hann sá þá. Hann sagðist vera kominn til þess að leita hins týnda og frelsa það. Hverra leitaði hann ekki? Hann leitaði allra, vildi frelsa alla. Allir voru týndir í augum hans, frávilltir. Vér sjáum mannkyn- ið í mynd hinna tveggja bræðra. Guð er Fað- irinn, vér börnin hans.“(167-68). „Sagan um glataða soninn bh'tir ekki sannleik sinn til fulls nema í skugga krossins. Þar sérðu gleggst, að sagan er einnig um þig. Og þú lof- ar Guð fyrir fullkomna soninn, sem gjörðist bróðir glataðra og fórnaði sér til þess að hjálpa þér heim“ (169-70). Gefast upp - ávinna allt Það er margt sagt um mennskuna, um flótta mannsins og sjálfsblekkingu. Raunar eru ræður Sigurbjarnar gríðarlega öflugir kastarar, sem beint er að hvers konar hrófatildrum er við komum okkur upp í blekkingaræði. Predikanirnar eru vel til þess fallnar að láta renna af mönnum, rífa af okk- ur spjarirnar, opinbera sjálfumgleði okkar, hroka, hversu kengbogin við erum í sjálf okk- ur, eins og Lúther orðaði það. Við erum engu minni fíklar en hinir sjúkustu í bullandi af- neitun, ef við viðurkennum ekki uppruna okkar í Guði, ef við viðurkennum ekki van- mátt okkar gagnvart hinum mestu og stærstu spurningum um sjálf okkur og heim- inn, ef við þiggjum ekki lausnina og göngum leiðina. Þessu lýsir Sigurbjöm með um- hyggju, nærfærni en ákveðni, vegna þess að viðmiðið er skýrt, ljóst, og altækt: Guð biður menn að hætta að flýja staðreyndir, hætta að elta mýrarljós, hætta að rugla, hætta að stjórnast af tilbera í lífinu, hætta að reyna í eigin mætti og biður menn að stoppa, viður- kenna og þá jafnframt ávinna allt, líf, ham- ingju, tilgang, sanna mennsku - trúa á Guð. Þar með er mannlýsingin ekki sálfræði, fíkilsfræði, túlkunarfræði, meðferðaraðferð eða heimspekikenning, heldur kristindómur, játning um hvað reyndist honum, já milljón- um fyrr og síðar, lausn alls vanda, tjáning þess að Guð er, Guð elskar, Guð leitar þín, gefst ekki upp, svíkur aldrei. Saga Jesú er staðfesting þessa á allan hátt, í orði, verki, í öllum litum og tilbrigðum. Trúartónar og tilbeiðslulitir Vegna gerðar, máls, ritháttar og efnis- inntaks hafa predikanir Sigurbjarnar ríku- legt listrænt gildi. Þær eru trúarleg tónlist og trúarleg myndlist, engu síður en trúarleg- ar bókmenntir. Þessar ræður eru myndræn- ar, þó ekki myndskreyttar því þær eru ekki skraut eða gylling. Þær eru svo hljómmikil tónlist, að við hæfi er að njóta þeirra og hlusta grannt eftir ómavinnslunni. Vegna samþættingar hins listilega og vitlega fær hin tvöfalda túlkunaraðferð ræðnanna að verka, að afmynda og uppbyggja. Þær slíta af þér blekkingarvefinn og íklæða þig raunsæi á sjálfan eða sjálfa þig og gefa þér spjarir von- ar og trúar - veita þér samband við upp- sprettu lífsins, Guð. Hugleiðingar Sigur- bjarnar fyrir 50 árum eiga sér samfellu í boð- skap hans síðar. I þeim er margt að finna, sem hefur verið gaumgæft og þróað í síðari predikunum. Fyrir fimmtíu árum sjáum við kímblöð þeirra predikana sem biskupinn flutti síðar, stef sem voru endurútsett, minni sem voru endurtúlkuð. Skilaboð frd Guði Þúfuklerkurinn litli austur í Meðallandi, sem predikaði upp í vind, út yfir mýri og til nokkuð baldins barnasafnaðar varð að kenni- manni. Þegar hefja skyldi byggingu stærstu kirkju íslendinga, Hallgrímskirkju, dró hann saman eðli hins kirkjulega starfs: „Vér viljum fara til að byggja. Að byggja upp - það er einkennið á starfi kristinnar kirkju. Byggja upp og græða. Musterin, sem vér reisum, eru aðeins tákn og tæki þeirrar uppbyggingar mannssálnanna, sem oss er falið að inna af hendi.“7 Þegar hann lauk prestsþjónustu sinni ári síðar sagði hann og í sama anda: „Vinir, Hallgrímssöfnuður! Ég hef viljað nota þessa stund til þess að minna á dýrmæt sannindi út frá guðspjalli dagsins. En jafn- framt hefur sú bæn búið mér í huga, að þér mættuð einhvern tíma verða vottar mínir um það, að ég hafi flutt yður kenningu, sem ekki var mín, heldur þess, sem sendi mig. Annars væri dvöl mín hjá yður til einskis orðin nema verra væri.....Eg átti að verða bænheyrsla þessarar huldu bænar hjarta þíns. Hafi það ekki orðið, þá er sökin mín. Þá hef ég brugð- ist þér. Þess eins bið ég þig: Láttu það ekki henda þig að halda þess vegna að Guð hafi brugðist þér, að Kristur leiti þín ekki, að þú getir ekki fundið hann. Það er beiðni mín til allra í Hallgrímssókn, sem mál mitt heyra, að þeir láti engan gjalda vanrækslu minnar, engan stéttarbróður, ekki söfnuðinn, ekki kirkjuna, sízt Krist og sálu sjálfs sín“ (bls 80- 81). Heimildir: 1 Sigurbjörn Einarsson, Draumar landsins, (Reykjavík: Þórhallur Bjarnason, 1949), 9-28. 2 Sigurbjörn Einarsson, í nafni Guðs, (Reykjavík: Bókagerðin Lilja, 1944). 3 Sigurbjöi-n Einarsson, Meðan þín náð: Predik- anir, (Reykjavik: Bókaútgáfan Fróði, 1956). Vitnað er til síðutals þessarar bókar i megin- máli. 4 Sigurbjörn Einarsson, í nafni Guðs, 6. Sláandi er saga peningaseðilsins, sem fjallað er um í sömu predikun bls. 10. 5 Sigurbjöm Einarsson, í nafni Guðs, 14. 6 Sama rit, 20. 7 Sigurbjöm Einarsson, í nafni Guðs, 23. Höfundurinn starfar ó Biskupsstofu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. APRÍL 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.