Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 6
HIÐ ALSJAANDI AUGA Næstkomandi laugardag, 11. apríl, verða liðin 70 ár frá fæðingu myndhöggvarans Gerðar Helgadóttur. Af því tilefni verður op >nuð viðamikil sýning á verkum lista- konunnar í Gerðarsafni í Kópavogi. HULDA STEFÁNSDÓTTIR fjallar um verk þessa frumkvöðuls þrívíðrar abstraktlistar hér á landi. AÐ ÞESSU sinni verður lögð áhersla á að sýna vinnuferli listakonunnar og síðasta tímabilið í ferli hennar, svokölluð egypsk verk. Vinnuferill Gerðar var ekki langur en afköst hennar þeim mun meiri, því aðeins liðu 30 ár frá því að Gerður hóf nám við Handíðaskólann í Reykja- vík og þar til hún lést langt um aldur fram að- eins 47 ára gömul. Hún kom snemma fram sem fullþroskaður listamaður; einbeitt og fylgin sjálfri sér og list sinni. I sem fæstum orðum má segja að ævi sinni hafí Gerður varið til markvissrar leitar að kjarna lífsins. Trúarþörf hennar og þrá eftir mystík var alltaf sterk og undir lok ferilsins virðist hún hafa fundið upp- lifun sinni farveg í hinu alsjáandi auga. Hvílíkur kjarkur og áræði sem bjó í þessari ungu konu sem að loknu tveggja ára námi við Handíðaskólann og sumri í fjörunni í Laugar- nesi hjá Sigurjóni Olafssyni heldur 19 ára göm- ul út í heim til náms í Flórens á Ítalíu. Eftir tvö ár þar þykja henni hefðbundnar aðferðir högg- myndagerðarinnar vera farnar að þrengja að listsköpun sinni. Gerður afræður að halda til Parísar, þungamiðju listheimsins á þeim tíma, en í Frakklandi bjó Gerður að mestu leyti það sem eftir lifði ævi sinnar. í París opnaðist henni nýr heimur nútímahöggmyndalistar og þess „að virkja tómið“, bæði umleikis myndina og, það sem síðar varð eitt helsta höfundarein- kenni verka Gerðar, virkjun tómarúmsins inn- an höggmyndarinnar. Hvort sem var í gifs eða járn, sem Gerður náði snemma mikilli færni í að meðhöndla, og síðar gler, brons og mósaík, þá braut listakon- an upp hin stífu geómetrísku form og blandaði sveigðum lífrænum formum svo léttleikinn og hreyfingin varð meiri. Geómetrísk abstraksjón setti svip sinn á list Parísarborgar á árunum milli 1945 og ‘55. Gerður tilheyrði þessum hópi listamanna sem fram komu undir nafninu Réa- lités Nouvelles. Hún uppgötvaði fyrst járnið þegar hún sá yfirlitssýningu á verkum spánska myndhöggvarans Julio Gonzales og sá að það hentaði vel þeim fíngerðu formum sem hún sjálf sóttist eftir. Annar áhrifavaldur var danski myndhöggvarinn Robert Jakobsen. Hún tengdi saman málmþynnur með vír og málaði svartar. Smám saman verður léttleik- inn enn meiri. Járnþynnurnar hverfa svo eftir standa þræðirnir einir og mynda ofurfínlegan strúktúr í tóminu, verk sem takast á loft í svif- um frá 1952.1 þessum viðkvæmnislegu skúlpt- úrum Gerðar kemur hvað skýrast fram sú ídealíska fegurð og jafnvægi sem hún sóttist svo eftir. A þessum tíma kynnist hún glerlist og fer að þreifa sig áfram með gerð þess konar verka sem hjálpa henni að drýgja tekjur sínar. Notkun glersins og ljósbrotssteina skilaði sér einnig inn í skúlptúra hennar og síðar steyptar lágmyndir í egypskum stíl eftir langþráða heimsókn Gerðar til þessa fyrirheitna lands. Myndhöggvaramir Svava Björnsdóttir og Kristinn E. Hrafnsson hafa umsjón með upp- setningu sýningarinnar í Gerðarsafni ásamt safnstjóranum Guðbjörgu Kristjánsdóttir. Þau hafa unnið mikla heimildarvinna fyrir sýning- una og legið yfii’ Ijósmyndum sem sýna verkin í þeirri framsetningu sem listakonan sjálf kaus þeim auk þess sem viðgerðir hafa farið fram á einstökum verkum. Þannig hafa upprunalegai’ undirstöður verkanna, ýmist úr tré eða steypu, O EGYPSKU verkunum frá síðasta tímabilinu í list Gerðar er gert hátt undir höfði á sýningunni. o SVAVA Björnsdóttir, Guð- björg Kristjánsdóttir og Kristinn E. Hrafnsson hafa umsjón með uppsetningu sýningarinnar. Hér eru þau innan um nokkrar af járn- kompositionum Gerðar. © FESTING frá 1956. Létt- leiki og hreyfing allsráðandi í alheimssýn listakonunnar. o HLUTI úr verki án titils frá árinu 1956. Járn og glerkristall í miðju. o FRÁ einkasýningu lista- konunnar í Arnaud galleríinu í París árið 1952. Á þennan hátt kaus Gerður að setja fram verk sín. Morgunblaöið/Ásdís verið endurgerðar og í kjallara safnsins verður sett upp hilla lík þein-i sem Gerður raðaði smærri verkum sínum inn í á einkasýningu sinni í galleríi i Odenkichen í Þýskalandi árið 1970. Gerður kastaði ekki til höndunum við gerð vinnuteikninga, hvort sem voru mósaíkvegg- myndir eða kirkjugluggar og þai’ nýtur sín vel næmt litaskyn hennar. „Með því að líkja sem mest eftir framsetningu Gerðai’ sjálfrar á verk- um sínum verður nálgunin við þau allt önnur og við sjáum þau í öðru ljósi,“ segir Guðbjörg. „Það býr svo margt í hst Gerðar Helgadóttur sem enn hefur ekki verið vakin athygli á og ég nefni að gaman væri að sýna sérstaklega öll kirkju- listaverkin eða draga fram náttúrusýn listakon- unnar. Gerður á skilið að verkum hennar sé gef- inn nánari gaumur því hún var tvímælalaust frumkvöðull þríviðrar abstraktlistar hér á landi og með því einn merkasti íslenski höggmynda- listamaður á þessari öld.“ 6 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. APRÍL 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.