Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 7
ÞRJU ERLEND VERK í EIGU LISTASAFNS ÍSLANDS í Listasafni íslands stendur yfir sýning undir heitinu ERLEND VERK í EIGU SAFNSINS og kemur ánægjulega á óvart hvað þessar mynd ir spanna langt tímaskeið, frá Hendrik 1575 til Roni Horn van Balen, f. i, f. 1954. AGNES Slott-Möller: Guðrún syrgir Sigurð Fáfnisbana, 1901. TREGRÓF KVENNA JÚLÍANA GOTTSKÁLKSDÓTTIR Guðrún syrgir Sigurð Fáfnisbana heitir eitt þeirra málverka sem eru á sýningu Listasafns íslands á erlendum verkum í eigu safnsins. Það er eftir dönsku listakonuna Agnesi Slott-Moller og er frá árinu 1901. Efnið er sótt í Guðrúnarkviðu ina fyrstu og sýnir myndin Guðrúnu Gjúkadóttur í hópi sex kvenna sem mynda hálfhring framan við dánarbeð Sigurðar, en lengst til vinstri í myndinni standa tveir karlmenn. Guðrún er í kirtli og hinar konurnar í möttli þar yfir, með gyllt ennisbönd og armbauga. Að baki þeim liggur lík Sigurðar, sveipað grárri blæju, og er beður hans prýddur máluðum dýramyndum á hliðum og útskurði á stólpum við höfða- og fótagafl. Athöfnin virðist sett á svið á verönd þar sem sjá má skreyttar veggþiljur, en í baksýn gnæfa snæviþakin íjöll. Höfundur verksins, Agnes Slott-Moller (1862-1937), er sennilega fáum kunn hér á landi, þótt hún hafí verið virk í dönsku listalífi um aldamótin síðustu. Ásamt eig- inmanni sínum, málaranum Haraldi Slott-Moller, var hún í hópi þeirra listamanna, sem aðhylltust symbólis- mann í lok síðustu aldar og stofnuðu Den frie Udstill- ing árið 1891 sem andóf gegn sýningunum á Charlottenborg. Ekki verður þó sagt að hún og maður hennar hafi átt samleið með hinum róttæku listamönn- um Den frie, er á leið og áhrifa impressjónismans fór að gæta í verkum þeirra. Að mati þeirra hjóna var markmið listarinnar háleitara og sögðu þau skilið við hópinn árið 1900. í hrifningu sinni á ftalskri list frá fyrri skeiðum endurreisnar áttu þau þess í stað and- lega samleið með prerafaelítunum ensku og tileinkuðu sér hugmyndir þeirra um fegurðina og hinn upphafna húmanisma miðalda þar sem tryggð og fórnfús ást voru taldar til helstu dyggða. Agnes hreifst snemma af dönskum miðaldakveðskap og sótti sér þangað efni sem og í sögu þjóðar sinnar. Afstaða hennar til myndefnisins var bókmenntalegs eðlis sem gerði að verkum að söguefnið og hinn móralski boðskapur var eigingildum málverksins mikilvægara. Málverk Agnesar á sýningunni í Listasafninu er gott dæmi um hneigð hennar fyrir goðsöguleg viðfangsefni og háleitar hugmyndir um hlutverk listarinnar. Efni þess er sótt í harmkvæði konu þar sem segir frá Guð- rúnu Gjúkadóttur sem sprungin af harmi sat yfir Sig- urði dauðum. Grét hún ekki sem aðrar konur, þótt jarl- ar kæmu til að hugga hana og konur segðu henni harma sína. Var það ekki fyrr en Gullrönd Gjúkadóttir svipti blæjunni af Sigurði að Guðrún grét og tók að rekja raunir sínar. Ast Guðnínar, tryggð og harmur eru túlkunarefni Agnesar. í útfærslu sinni hefúr hún reynt að gefa myndefninu fornaldarblæ með ýmiss konar skreyti sem minnir á fornan búnað í því augna- miði að upphefja fornöldina fremur en skapa trúverð- uga mynd. Enn fremur eykur samhverf myndbygging- in, með Guðrúnu í miðjum hring kvenna sem allar beina athyglinni að henni, á upphafningu efnisins. Sama á við um snævi þakin fjöllin í bakgrunni þar sem birtist rómantísk sýn um hina ægifögru náttúru sem táknmynd þess er ögrar manninum, en göfgar hann jafnframt. FRELSANDI AFL GRÍMUNNAR ÓLAFUR GÍSLASON Myndin „Gríma“ eftir Egil Jacobsen frá árinu 1945, sem nú er til sýnis á Listasafni íslands, sýnir okk- ur málverkið sjálft sem grímu á milli hins ytri og innri heims málarans. Egill Jacobsen (f. 1910) var einn af brautryðjendum abstraktlistar í Danmörku og gerði fyrstu „Grímumynd“ sína þegar árið 1935. Það va eftir fyrstu námsferð hans til Parísar það sama ár, þar sem hann hafði m.a. kynnst verkum Picassos, ekki síst „Ung- frúnum frá Avignon". Eftir það varð gríman undirstaðan í öllu æviverki Jacob- sens, sem spann- ar meira en hálfa öld. Mynd Picassos frá árinu 1907 byggðist á áhrif- um frá trúarleg- um afrískum grímumyndum, en markaði jafn- framt leið hans frá formlegri eft- irlíkingu til hreinnar form- byggingar kúbismans. Hjá Jacobsen varð gríman að burða- rás fyrir sjálf- sprottna dramat- íska tjáningu í formi og litum, án nokkurrar tilvísunar í trúarlegt inntak. Gríman felur um leið og hún sýnir, hún snýr út á við gagnvart umheiminum og inn á við gagnvart þeim sem ber hana. En fyrst og fremst er hún hjá Jacob- sen lykillinn að sjálfsprottinni tjáningu sem er frjáls og óheft og stendur alþýðulistinni nærri. Jacobsen var einn af aðstandendum tímaritsins Linien, sem fyrst kynnti abstraktlist í Danmörku á 4. áratugnum. Arið 1941 hóf hann ásamt með þeim Asger Jom, Ejler Bille, Carl Henn- ing Pedersen og Svavari Guðnasyni útgáfu tímaritsins Helhesten, sem lagði grundvöllinn að hinu mikilvæga nor- ræna framlagi til COBRA-hreyfingarinnar. Cobra-hreyf- ingin varð mikilvægasta framlag norður-evrópskra myndlistarmanna til heimslistarinnar á eftirstríðsárunum og félagarnir í samtökunum áttu það sammerkt að vilja slá striki yfir alla akademíska hefð, afnema skilin milli hámenningar og lágmenningar og leita annars vegar í al- þýðulistina og hins vegar í hina sjálfsprottnu tjáningu, sem væri óheft af þeim kennisetningum er skapað höfðu gjá milli stétta og þjóða í Evrópu á fyrri hluta aldarinnar. Cobra-málararnir í Danmörku vom mótaðir af tilvistar- stefnu Kierkegaards og af alþjóðahyggju marxismans, en vom um leið afar frábitnir allri kreddutrú. Ef grímumyndir Jacobsens em bornar saman við þá hliðstæðu, sem finna má í verkum Picassos frá stríðsárun- um, kemur í ljós að hin afmynduðu andlit Picassos lýsa oft angist og upplausn persónuleikans meðan grímu- myndir Jacobsens eru fullar af lífsgleði og leiftrandi lita- samsetningu, sem verður oft munúðarfull um leið og hún vísar sterkt til danskrar hefðar, ekki síst þar sem græni liturinn er ríkjandi. Það era sömu grænu blæbrigðin og við sjáum í landslagsmálverkinu hjá aldamótakynslóðinni dönsku. Það er kannski erfítt fyrir ungu kynslóðina í dag að ímynda sér það frelsandi afl, sem fólst í verki Cobra- málaranna. Það var eins og þeir hefðu uppgötvað nýjan skapandi orkubrunn í undirvitundinni og málverk þeirra var á sínum tíma bæði frelsandi og byltingarkennt, um leið og það kveikti nýja bjartsýni og trú á sköpunarmátt mannsins í kjölfar stríðsins. Jacobsen var prófessor við Listaakademfuna í Kaupmannahöfn á ámnum 1959-1973 og voru allmargir íslendingar nemendur hans. Listasafn íslands á þijú málverk eftir Jacobsen og em tvö þeirra gjöf málarans til safnsins til minningar um vin hans, Svavar Guðnason. STÆRÐFRÆÐI FORMS OG FLATAR ÓLAFUR GÍSLASON Einn af fágætum gimsteinum í eigu Listasafns íslands er lítið málverk frá árinu 1945 eftir franska málarann Auguste Herbin (1882-1960), sem túlka má sem mikil- vægan vitnisburð um þróun evrópskrar myndlistar um miðbik aldarinnar. Myndin er byggð á hreinum geometrískum formum og mettuðum hreinum litaflötum, og á sínar sögulegu rætur annars vegar í kúbismanum, þar sem mikilvægi fyrirmyndarinnar í málverkinu hafði vikið fyrir formbyggingu og litasamspili, hins vegar í nýj- um hugmyndum um samfélagslegt hlutverk myndlistar- innar í kjölfar heimsstyrjaldarinnar sfðari. Myndlistin átti að láta af allri einstaklingsbundinni tjáningu, og samfé- lagslegt hlutverk hennar var ekki heldur fólgið í því að draga upp myndir af pólitískum goðsögum í nafni sósíalr- ealismans, heldur átti hún að móta hið nýja samfélags- lega umhverfi mannsins á grundvelli nánast vísindalegrar þekkingar á formum og litum. Sjálfur hafði Her- bin gefið út bók um rannsóknir sínar á þessum fyrirbærum. Á grandvelli þeirra hafnaði hann boð- um franska kommúnista- flokksins um póli- tískt goðsögumál- verk, þótt hann væri flokksfélagi. Herbin málaði út frá formfræði- rannsóknum sfn- um þar sem leikið er á formræna eiginleika litarins og litræna eigin- leika fonnsins. Eins og við vitum, þá geta litir verið bæði bjartir og dimmir, heitir og kaldir og byggja þar að auki á gagnkvæmum andstæðum fiögurra grunnlita úr litrófi regnbogans. Utan þess standa svo svarti og hvíti liturinn sem hinar fullkomnu andstæður. Litirnir hafa jafnframt rýmiseiginleika sem tengja þá forminu. Dimmir fletir hafa tilhneigingu til að dragast saman og bjartir fletir þenjast út. Samdráttur er jafnframt formlegur eig- iuleiki femingsins á meðan þríhymingur og hringur hafa tilhneigingu til að þenjast út. í gamalli táknfræði stendur femingurinn fyrir efnið, þríhyrningurinn fyrir hugsunina og hringurinn fyrir andann, alheiminn eða eilffðina. tít frá þessum fræðum vann Herbin fræðilega aðferð til þess að mála myndir er byggja á hreinu sjónskyni. Þær vísa ekki út fyrir þá sjónrænu skynjun sem þær miðla, það er enginn bakgrunnur og forgrannur, engin fyrirmynd eða ytri tilvfsun, inntak myndarinnar er allt fólgið í yfirborði hennar sem miðlar fullkomnu jafnvægi, er byggir á sam- spili þeirra eðliseiginleika sem hann hafði fundið í grunn- formunum og gmnnlitunum. Aðferð hans á að einhverju leyti skylt við þær fræðilegu reglur er lágu til grundvall- ar tónfræðinni, og hann vildi reyndar einnig tengja form- in og litina við bókstafina rétt eins og skáldið Rimbaud hafði gert í (jóði fyrir aldamótin sfðustu. Myndir Herbins voru á sfnum tfma í hrópandi andstöðu við „taschismannn11 og það formleysumálverk sem blómstraði í Frakklandi eftirstríðsáranna og tengdist tilvistarstefn- unni hugmyndalega. Það var einnig í andstöðu við Cobra- málverkið sem varð til eftir stríð í norðanverðri álfunni. Formhyggja Herbins hafði mótandi áhrif á stóran hóp ís- lenskra myndlistarmanna sem menntaðist f Frakklandi á 6. áratug þessarar aldar. Það var Hörður Ágústsson sem sá um kaupin á verkinu af málaranum á sfnum tfma, en Gunnlaugur Þórðarson lögfræðingur hafði milligöngu um fiármögnun kaupanna. EGILL Jacobsen: Gríma, 1954. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. APRÍL 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.