Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 10
JARLHETTUR. Útsýni af Pokakerlingu, jökulöldu innan við Gullfoss. ÚR ÁRBÓK FERÐAFÉLAGS ÍSLAWPS 1998 FJALLAJARÐIR OG FRAMAFRÉTTUR BISKUPSTUNGNA Arbók Ferðafélaqs Islands 1998 kemur út um bessar mundir og fjallar um svæðið efst í Biskupstungum þeirra. Brúaró er í útmörkum að vestanverðu, svo og af- réttarmörk milli Laugardals og Biskupstungna inn í Haga- fell, síðan Langjökull inn að Hvítórvatni, en Hvító er í út- mörkum að austanverðu. A þ essu svæði eru m.a. Lamba- hraun og Uthlíðarhraun, Haukadalsheiði og Framafréttur Biskupstungna. Að auki nær bókin til fjallajarðanna; bæjaraðarinnar fró Eri-Reykjum að Brattholti. Bókarhöf- undur er Gísli Sigurðsson, blaðamaður Lesbókar, og hefur hann einnig tekið Ijósmyndirnar að langstærstum hluta. LANGJÖKLULL, Innsta-Jarlhetta og jökullón innan við fremri hnjúkaröðina. Málverk eftir bókarhöfundinn á forsíðu árbókarinnar. Jarlhetfur Jarlhettur sjást víða af Suðurlandi, enda ber þessa hvassbrýndu tinda við hvíta bungu Langjökuls. Þeir hafa orðið til á sprungu, sem liggur samhliða jökulröndinni eins og hún er nú og telst þessi jarðmyndun ný- leg, eða frá síðasta ísaldarskeiðinu. Þessi röð tignarlegra en mishárra tinda er 15 km löng frá vesturöxl Einifells og inn fýrir Innstu-Jarlhettu, sem jafnframt er hæst þeirra, 1084 m. Á annarri sprungu í sömu átt, en spölkomi framar, eru sjö tindar, allir lægri. Vestastur þeirra, og sá eini sem stendur alveg sér, er Staka-Jarlhetta uppi á Skerslum og framan við Stóru- Jarlhettu. En tilsýndar verða þessir sjö tindar ekki greindir frá þeim þrettán sem standa í aftari röðinni, enda skammt á milli þeirra. Jarlhettur eru með sérstæðustu fjöllum á ís- landi og jafnframt myndrænar með afbrigðum og gildir það jafnt fyrir þá sem munda mynda- vélar og hina sem mála landslag. Meðan lands- lagsmálverkið var ráðandi tízka í myndlist á fyrriparti aldarinnar voru Jarlhettur þó ekki uppgötvaðar. I staðavali málaranna ríkti einnig tízka; menn máluðu útsýnið frá Þingvöllum og Húsafelli viðstöðulaust, en Jón Stefánsson var einn af fáum sem málaði nokkrar olíumyndir af Jarlhettum. En Jón var ekki að mála „portret" af fjöllum, heldur að stílfæra með lögmál myndlistarinnar í fyrirrúmi. Þessvegna er varla hægt að segja að Jarlhettumar þekkist á málverkum Jóns. Sjálfur hef ég málað Jarlhetturnar ótal sinn- um og þær hafa sézt á einn eða annan hátt á flestöllum sýningum mínum. Mér hefur alltaf fundizt að sjálfur kjami landsins birtist þama í allri sinni nekt og dýrð; jökulbunga Langjökuls á bak við röð hvassbrýndra tinda, sem standa þarna eins og höggmyndir á sýningu. En for- gmnnurinn í þessari mynd er hinsvegar grjót; óendanlegt og fjölbreytt grjót. Á stómm svæð- um er varla stingandi strá. Eg gæti heldur ekki hugsað mér það öðmvísi á þessum stað, til dæmis grasi vaxið eða öðrum gróðri. Við eigum víða land í eyðingu, sem beinlínis verður að græða upp. En berar klappir, urð og grjót, er öðmvísi fegurð og þar er ekkert sem eyðzt get- ur. Þannig er umhverfið í kringum Jarlhettur. En hvaðan nýtur fegurð og tign Jarlhettanna sín bezt? Það er spurning sem ég hef oft velt fyrir mér og farið í ýmsa leiðangra til þess að fmna svarið. Gagnstætt því sem við mætti bú- ast, nýtur sú fegurð sín bezt úr talsverðri fjar- lægð og þá sunnan frá. Uppi á Pokakerlingu, ofan við Gullfoss, er ágætur útsýnisstaður og þaðan nýtur öll röðin sín vel, innanfrá og vestur á Hagafell og Brekknafjöll. En Jarlhettur njóta sín líka vel úr mun meiri fjarlægð, til dæmis frá Gýgjarhóli eða af Skerslum, ofarlega í Hmna- mannahreppi þegar farið er um Brúarhlöð. Þegar ekinn er vegurinn frá Sandá vestur að Hagavatni, er aftur á móti eins og Jarlhettur lækki eftir því sem maður kemur nær þeim. Það er eins og þær víki sér undan. Þá er þess að gæta að bunga Langjökuls, sem nauðsynleg er í þessa mynd til þess að hún verði sem áhrifamest, sést bezt úr töluverðri fjarlægð. Þegar nær kemur skyggja tindar Jarlhettanna alveg á jökulinn, ekki sízt frá veginum út að Hagavatni. Jarlhettur - hvemig stendur á þessu nafni? Því hafa menn oft velt fyrir sér og hefur löng- um verið slegið föstu, að tindamir séu kenndir við þann eina jarl sem nokkru sinni var á ís- landi: Gissur Þorvaldsson. Raunar var Gissur einn af Haukdælum, sonur Þorvaldar í Hmna, sem var sonur Gissurar Hallssonar í Haukadal. Víst þykir að Gissur jarl hafí í skamman tíma átt Haukadal á 13. öldinni, en Haukadalsland náði þá inn alla Sandvatnshlíð og þarmeð yfír Jarlhettusvæðið. Þórhallur Vilmundarson pró- fessor telur, að örnefnið hafí upphaflega verið Járnhettur, þá raunar borið fram Jamhettur, og hafi það síðan breytzt í Jarlhettur. Járnhett- ur vom að sjálfsögðu hjálmar og fær sú samlík- ing vel staðizt, því margir kollar Jarlhettanna hafa lögun sem minnir á hjálm. Aðeins vestasta og jafnframt syðsta fellið í röðinni, Einifell, svo og þrír tindanna hafa fengið sérstök nöfn. Áður er nefnd Staka- Jarl- hetta framan við meginröðina. Sunnanvert við miðja röðina er sú sem mest ber á og heitir frá fornu fari Stóra-Jarlhetta (943 m). Þeim mæta manni og ferðagarpi Jóni Eyþórssyni þótti það ekki nægilega tilkomumikið og vildi nefna tind- inn Tröllhettu; ömefni sem að minnsta kosti hefur ekki skotið rótum í Biskupstungum. Samt hefur það sést í bókum og á nýju korti Landmælinga Islands. Einifell er 494 m hátt og í því eru grastorfur svo til upp á brúnir og einir, ef vel er að gáð; sumstaðar þó brattar skriður. Norðan að fjall- inu og vestur fyrir það rennur Farið. Á eyrun- um, stuttan spöl frá sæluhúsinu, er skásta vað- ið á Farinu; þó með nokkuð stórgrýttum botni. Þegar fjallmenn ríða þar yfir á haustdögum, er vatn í kvið og straumurinn þungur; þar telst þó að sumarlagi fært jeppum og öðmm stómm bíl- um. í árbók Ferðafélags íslands 1961 flokkar Haraldur Matthíasson tinda Jarlhettanna ým- ist í topphettur eða stromphettur eftir lögun; stromphettumar þá með hamrabeltinu efst. Þær em raunar aðeins þrjár. I þessari 37 ára gömlu umfjöllun Haraldar er margt skemmti- legt og skarplega athugað og heldur sínu gildi þótt tímar líði. Skammt frá sæluhúsinu fellur Jarlhettukvíslin fram á eyramar og síðan út í Farið. Hún getur verið lækur, hún getur verið skaðræðis vatnsfall og hún getur þornað til fulls. Vatnasvæðið er í dalnum norðan við Jarl- hettur; sá dalur er mestan part urð og grjót með jökulröndina á aðra hlið. Vatnsmagnið f eftir snjóbráð úr jöklinum og leysingu í dal um. Þegar sú leysing er yfirstaðin síðla suma fer vatn mjög þverrandi í kvíslinni og mar haustið hefur farvegurinn verið þurr. Kvosin milli Jarlhetta og jökuls, Jarlhett dalur sem í seinni tíð hefur verið nefndur s\ þrengist þegar kemur inn að Stóra- Jarlhett þá skagar fell eða múli fram úr jöklinum se myndar stórgrýttan þröskuld og verður þai rauninni dalbotn, en upptakalækir Jarlhett kvíslar ná miklu innar. Hnjúkar Jarlhettanna frá Einifelli að Stór Jarlhettu eru sex talsiná; enginn þeirra höir um girtur. Hnjúkurinn ofan við sæluhúsið 513 m og fara þeir síðan hækkandi; sá se næstur er Stóru- Jarlhettu er 685 m. Þeir e allir brattir; berar skriður niður undir jaf sléttu og í dimmviðri verða þeir afar dökl ásýndum og litskrúðugir verða þeir aldrei, et einu sinni í sólskini. Næst í röðinni er Stói Jarlhetta og gagnstætt hinum er hún strom hetta, svo notuð sé skilgreining Harald Matthíassonar. Það er bæði stærðin og form hamrabeltið efst og síðan brattar skriðum; sem mestan þátt eiga í því að Stóra-Jarlhet er tilkomumest, þótt ekki sé hún hæst. En ht hennar er þó allnokkur, eða 943 m samkvæi nýjustu kortum. Framan frá að sjá er Stóra-Jarlhetta eins keila í lögun. Hamrabeltið efst, sem mest svip setur á hana, rýfur þó keiluformið. I þegar komið er í Jarlhettudal, eða fram m Jarlhettum ofan af Skálpanesi, sést að Stói Jarlhetta er talsvert óregluleg í lögun, einki, þó hamrabeltið. Það er ekki samfellt og því Stóra-Jarlhetta vel kleif, einkum austan- vestanfrá. En skriðurnar eru lausar og það hvergi auðvelt uppgöngu. Sé gengið upp, e langleiðina upp að vestanverðu, blasir við i komumikið útsýni vestur yfir fjalllendið ui hverfis Hagavatn og vestur á Hlöðufell Skjaldbreið. Fljótt á litið gæti virzt, að gos sem myndaði Stóru-Jarlhettu, hafi um síðir n uppúr jökli. En það var ekki svo, segir Þorle ur Einarsson jarðfræðingur. Þrátt fyrir hami beltið efst, sem myndar strompinn, er móber fjallinu upp á efsta tind. Svipmíkið wmhverfi Innan við Stóru-Jarlhettu er skarð og þar auðveld leið inn á grýtta og gróðurvana sl upp að jökulröndinni. Innan við skarðið e tveir mun lægri hnjúkar, 806 og 871 m. Þar fj ir innan rofnar röðin á rúmlega kílómet spildu. í slakka nokkra innar hafa orðið til jc ullituð lón og má sjá á gamla herforing ráðskortinu, að jökullinn nær alveg að ei þeirra. Síðan hefur sú breyting orðið, að jöki brúnin hefur hopað um 2 km frá því sem h< foringjaráðskortið sýnir og nú er þar st< svæði jökullaust, sem oft er afar dökkt ásýr um. Þar er langstærsta lónið, ljósbrúnt á liti og er áhrifamikið að sjá það í sambúðinni 1 hvassbrýnda tinda sem girða fyrir það að fra: anverðu og rísa upp undir 200 m yfir það. Inn er annað lón, dekkra á litinn, þar sem bratt jökulsporður teygist fram vestan við Innsl Jarlhettu, en það þriðja og minnsta, sem jal framt er dökkmórautt á litinn, er í þröngi krók innan við þennan hæsta hnjúk Jarlhe anna, þar sem annar jökulsporður er. Þessi I eiga sér ekki sjáanlegt frárennsli, en fyrir ut jökulvatnið safnast í þau leysingarvatn og I leysir ekki snjó að fullu fyrr en komið er lar fram á sumar. Jökullónin við Jarlhettur eiga það sameig legt að þau sjást ekki fyrr en að þeim er kom einkum tvö þau innri. Þarna er ævintýrala sem í dimmviðri sýnist vera í svarthvítu, en 1 SJÁ BLS 12 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. APRÍL 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.