Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 15
Á LEIÐ inn á Bláfellsháls í 15-20 stiga frosti. í baksýn sjást Jarlhettur. LEIÐANGURSMENN byggja snjóskýli. um jarðnr beljar sjóðandi vatn sem spýtist út úr snarbröttum hlíðum og giljum með ógur- legum dunum og dynkjum. A páskadag er ákveðið að ganga ájökulinn. Við erum snemma á ferli og þegar gengið hefur verið frá tjöldunum er lagt af stað með nesti til eins dags. Leið okkar liggur upp eftir árfarvegi Jökulkvíslar sem öll er lögð traust- um ís og snævi þakin eins og rennislétt marmaragólf, en undir fótum okkar beljar mórautt jökulvatnið. Eftir tveggja tíma göngu erum við komnir austur fyrir Blá- gnípu. Það er allmikið fell sem gengur 2-3 km uppí jökulinn og falla skriðjöklar niður með því að austan og vestan. Héldum við upp eystri jökulinn og gengum í nokkra tíma norður eftir bungu jökulsins. Þoka lá á bung- unni. Stefndum við þá vestur eftir jöklinum og komurn niður á skn'ðjökulinn fyrir vestan Blágnípu. Fengum við prýðilega skíðabrekku alveg niður á jafnsléttu. Heim í tjald komum við um kvöldið eftir að hafa farið um 40 km.“ Eftir þessa miklu göngu var slegið upp veislu í tjöldunum. „Það er komið undir miðnætti. Uti á snjó- gai-ðinum stendur 300 kerta snjóluktin sem Jýsir upp tjaldbúðirnar en inni logar á 200 kerta luktinni. Hitinn þar er 20-30 stig, við sitjum í mjúkum sætum og hlustum á dynj- andi söng og hljóðfæraslátt utan úr heimi, á borðum eru steiktar rjúpur með sósu og sultutaui, bacon og egg og annað góðgæti. Við lifum hér eins og á fyrsta flokks hóteli og látum okkur líða vel. Við erum með öllu óþreyttir, stæltir, kátir og sólbrenndir og teygum í okkur háfjallaloftið í nætur-kyrrð- inni.“ Ferðarlok Heimferðin gekk áfallalaust en var erfið A annan i páskum fóru þeir í Hvítámes og gistu þar. Síðan gengu þeir í einum áfanga þaðan yfir Hvítárvatn og Bláfellsháls að Geysi. Þá hafði veðrið snúist til hins verra, því síðustu tvo dagana gerði asahláku og versnaði þá færið mjög. Urðu þeir að vaða langan spöl í krapi upp að ökkla. Mátti engu muna að þeir yrðu að skilja farangurinn eftir er nær dró byggð. Tryggvi endar frásögn sína með þessum orðum: „Mér er sem ég heyri sumt fólk segja - Skárra er það nú bjeað uppátækið að vera að príla upp um regin fjöll ogjökla í stað þess að halda hátíðina heilaga í heimahúsum -. En þessu og þvílíku skal þannig svarað: að fyrir þá sem miklar kyrrsetur hafa eru slík ferða- lög ómetanleg heilsubót og gerir menn að nýjum ogheilbrigðarimönnum.“ Það er óhætt að segja að ferð þeirra félaga vakti athygli. 2. apríl birti Morgunblaðið langt viðtal við Tryggva þar sem hann rakti ferðasöguna í stórum dráttum. Fyrirsögn og fyrsta málsgrein blaðsins voru svohljóðandi: „Sjö menn eyða póskafriinu á Hofsjökli Fyrstir til að ganga á jökulinn að vetrarlagi Sjö menn úr „Litla skíðafélaginu“ munu vera fyrstu menn sem ganga á Hofsjökul að vetrarlagi. Þeir komu hingað aftur til bæjar- ins í fyrrakvöld og höfðu þá verið 8 daga á ferðalaginu. Tryggvi er, eins og raunar allir ferðafjelagar hans, kolbrúnir eftir háfjallasól- ina. Hann lætur hið besta yfir ferðinni og rómar mjög fegurðina í vetrarríki Hofsjökuls og Kerlingarfjalla." Arið 1944 ritaði Halldór Laxness grein, sem hann nefndi Er kalt á íslandi? Hún kom síðan út í ritgerðarsafni hans Sjálfsögðum hlutum árið 1946. Til gamans er hér birt nið- urlag greinarinnar sem er svohljóðandi: „Til er félag í bænum, Litla skíðafélagið, sem ferðast stundum í mestu fárviðrum vetr- arins uppum jökla og óbygðir sér til skemt- unar. Maður skyldi ætla að þetta væru ein- hverjir annálaðir hreystimenn, sjálfkjörnar þjóðhetjur, nokkurs konai- landpóstar nútím- ans, en fjarri fer því, þetta eru pappírsbúkar úr ofnstofum, kontóristar, búðarmenn. Þeir slá upp tjöldum sínum á jöklum og liggja þar sólarhringum saman í stórhríð ef því er að skipta, - og það kemur ekkert fyrir þá nema þeir eru heldur hressari þegar þeir koma of- an en þegar þeir fóru upp. Þeir hafa lært að búa sig í fjallaferðir." Hofsjökull er og hefur ekki verið í alfara- leið. Hann blasir við í fjarska af tveimur fjöl- förnustu fjallvegum landsins, Kili og Sprengi-sandi, en ögrar fáurn til nánari kynna að sumarlagi, enda vel varinn af vatns- miklum ám og brunasöndum. En aftur á móti þeysa menn nú fram og aftur um Hofsjökul í vetrarferðum á vélknúnum farartækjum á örskotsstund. Tími Tryggva og félaga hans er löngu lið- inn, og kemur ekki aftur. En ekki sakar að lyfta einstaka sinnum upp tjaldi fortíðarinnar og kynnast þeirri aðstöðu og tækjum sem menn höfðu þá tiltæk. Það ætti að auka skiln- ing og kenna okkur að meta betur það sem við höfum. FJOLLIN SÁLOG ÁSÝND EIGA KRISTJÁN ÁRNASON SÖLVI HELGASON Ég sé þig rölta hægt í hlaðið, Upp á móti ætíð braustu hærur öldungs blakta síðar. aldar þinnar valdi ströngu. Rósum prýdda ritjublaðið Upp að skera af því hlaustu réttir fram til nýrrar tíðar. ævilanga píslargöngu. I fegurðar- og frægðarþorsta Hefðir þú í heiminn getinn fjötruð var þín sálin kvalda. hundrað árum verið síðar, Þoldi ei þitt raup og rosta vísast er þú værir metinn ræfildómur snauðra alda. virðing mesta Sléttuhlíðar. JÓN ÓSMANN Mér hefur búið svásan seið, sjáið þið himnaljósin? Heillar mig til sín heim á leið Héraðsvatnanna ósinn. Bak við rekkjunnar bleiku tjöld bíður mín dýrasta rósin. Hvílan stóð reidd í hálfa öld, hylurinn djúpi - ósinn. EYÐIBYLIÐ Enginn kemur útúr bænum ókunnugum gesti feginn. Engin spurul augu stara er hann lötrar neðan veginn. Aldrei framar ferðalúinn fótur inn á gólfið stígur. Þögnin yfir rústum ríkir, rjúpa upp úr kjarri flýgur. Ekki framar fréttir .spurðar, ferðamanni gisting boðin. Máttugur er að minna á sig, mína að sæng ég kjósi. Seiðir hann mig, seiðir hann mig - sveipur í dökkum ósi. Engum lengur þörfum þjónar þúfnakargi sinuloðinn. Enginn kann nú eyktamörkin eða fjallið rata mundi. Naumast færi neinn að reisa nónvörðuna sem að hrundi. Eyðast merki mannabyggðar, mosavaxnar gamlar þústir. Lengi mun þó grasið grænna gróa um sauðahússins rústir. UTAN VIÐ HÖFÐAHÓLA Utan við Höfðahóla hálfvegis þekki ég bæ. Hann stendur stilltur og prúður á ströndinni yst við sæ. Þá vor um íshafíð andar öðlast hann líf og sál. Sumarlangt um hann svífa sundurleit tungumál. Svo þegar grösin sölna í sölunum verður hljótt. Þá blessa ég yfír bæinn og býð honum góða nótt. Kristjón Árnason er fæddur 1929 aS SkarSi í Lundarreykjadal, en eftir uppvöxt í foreldrahúsum á Stálpastöðum í Skorradal, fluttist hann að Kistufelli i Lundarreykjadal og bjó þar til 1975. Þá flutti hann norður í Skagafjörð og hefur síðan átt heima á Skálá í Sléttuhlíð, í fæðingarsveit Sölva Helgasonar. Frá barnæsku hefur hann fengist við að yrkja og vöktu athygli vísur hans í minningarblaði Morgun- blaðsins um Halldór Kiljan Laxness. Ekki er síður ástæða til að benda á Ijóðabók frá hendi Kristjáns. Hún heitir „Fjöllin sál og ásýnd eiga" og kom út 1994. Ur henni eru Ijóðin valin sem hér birtast, en bókin var uppseld og ófáanleg þar til nú að önnur prentun hennar er komin út. Kristján hefur mest starfað við smíðar þau 23 ár sem hann hefur búið nyrðra og m.a. byggði hann íbúðarhús á Skálá, þar sem hann hefur verið einbúi. Vegna eftirmælavísnanna um Halldór vildi Kristján taka fram, að ekki hefði hann kunnað að meta skáldskap nóbelsskáldsins á yngri árum sínum, en með aldri og þroska hafi snilldin í verkum Halldórs orðið sér Ijós. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. APRÍL1998 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.