Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 9
felur í sér fágætt tækifæri til að ná fram um- bótum í skipulagi höfuðborgarinnar. Af þeim kostum sem nefndir hafa verið að undanförnu eru það helst tveir sem uppfyllt gætu þetta skilyrði, Laugardalurinn og austurbakki Reykjavíkurhafnar. Staðsetningu tónlistarhúss í Laugardal samkvæmt fyrirliggjandi tillögu Guðmundar Jónssonar er unnt að rökstyðja út frá línulegri þróun miðborgar Reykjavíkur til austurs, inn með Suðurlandsbraut, Ármúla, Skeifunni og Faxafeni. Svæði þetta hefur á undanförnum árum verið að breytast úr óhrjálegu iðnaðar- hverfí í miðstöð fjái-mála og viðskipta, þvert ofan í allar skipulagsáætlanir. Helsti galli þess er að umferðarskipulag er í ólestri og fátt í umhverfínu gleður auga þess fjölda sem þar sinnir daglegum erindum. Miðlæg staða svæð- isins innan borgarlandsins er líkleg til að festa það enn frekar í sessi sem útvíkkun miðbæjar- ins, verkstæðishúsin munu þá smám saman víkja fyrir reisulegri byggingum. Kostir á greiðri samgöngutengingu við gamla miðbæ- inn í vestri og atvinnusvæði á Ártúnshöfða í austri opnar möguleika á samhangandi, línu- legum miðbæ í Reykjavík eftir endilöngu nes- inu á næstu öld. Bygging tónlistarhúss í þess- um hluta borgarinnar myndi verða mikil lyfti- stöng og menningarauki fyrir aðliggjandi svæði. Miklu hefur verið kostað til að gera Laugardalinn aðlaðandi sem útivistarsvæði og er hann að verða almenningsgarður á heims- mælikvarða. Sjálf lóðin er hentug og tilbúin til byggingar um leið og fjármagn fæst. Glæsileg teikning liggur fyrir og ekki þarf að réttlæta það að verja dýrmætu söfnunarfé tónlistar- fólks í að endurhanna húsið á öðrum stað. í samræmi við óskir um aukið vægi ráðstefnu- halds hefur arkitekt hússins nýlega sýnt fram á að koma má fyrir viðbótarsölum til ráð- stefnuhalds í hliðarálmu út frá sameiginlegu anddyri, án þess að slíkt rýri hina upphaflegu hugmynd. Ef nauðsyn krefur er nægilegt svig- rúm fyrir hótelbyggingu á auðu svæði til hlið- ar, miðja vegu milli tónlistarhúss og Laugar- dalshallar. Hinn kostinn, staðsetningu á austurbakka Reykjavíkurhafnar, má rökstyðja út frá mark- miðum um eflingu gamla miðbæjarins. Hann samrýmist vel þeirri hugmynd sem nú er unn- ið að um kjarna menningarstofnana í kvosinni norðanverðri, með gagnasöfnum borgarinnar í Tryggvagötu 15 og nýrri listamiðstöð í Hafn- arhúsinu við hliðina. Tilkoma ráðstefnu- og tónlistarhúss við höfnina gæti orðið lyftistöng fyrir verslun og þjónustu í miðbænum þar sem húsið yrði í þægilegu göngufæri. Nálægðin við höfnina og hafíð býður upp á heillandi útsýni og skemmtilegar andstæður. þrátt fyrir aug- ijósa kosti eru einnig annmai-kar á staðsetn- ingu tónlistarhúss við höfnina. Með lagningu Geirsgötu var hafnarbakkinn slitinn úr tengsl- um við miðbæinn og úr því er ekki auðvelt að bæta, jafnvel ekki með göngubrú. Heillandi framtíðarmöguleikar felast í útvíkkun miðbæj- arins út að hafnarbakkanum, en til þess að svo megi verða þarf að finna viðunandi lausn á flóknum skipulagsvandamálum eins og um- ferðarleiðinni fram hjá miðbænum. Varast ber að hefja framkvæmdir við eina byggingu án þess að fyrir liggi heilsteypt skipulagshug- mynd um framtíðartengsl hafnar og miðborg- ar. Illa staðsett mannvirki á borð við Faxa- skála og Geirsgötu mega ekki leiða til mála- miðlanalausnar á skipulagi svæðisins, gera verður ráð fyrir að þau megi víkja, þótt síðar verði. Enda þótt sýnt hafi verið fram á að tón- listarhús hliðstæðrar gerðar og í Laugardaln- um geti vel rúmast á austurbakka hafnarinnar er líklegt að endurskoða þurfí heildarhug- mynd byggingarinnar að meira eða minna leyti þar sem aðstæður í umhverfi eru ólíkar. Kostnaður vegna endurhönnunar hússins er því óhjákvæmilegur. það er á ábyrgð núlifandi kynslóðar að leiða tónlistarhúsmálið til lykta með þeim hætti að sómi sé að um langa fram- tíð. Tveir vænlegir kostir eru í stöðunni. Að reisa tónlistarhús með fullkominni aðstöðu fyrir ráðstefnuhald í Laugardal á grundvelli verðlaunatillögu Guðmundar Jónssonar arki- tekts. Eða að öðrum kosti fela sama höfundi að hanna nýtt ráðstefnu- og tónlistarhús við austurbakka Reykjavíkurhafnar í samræmi við nýjar áherslur í skipulagi miðborgarinnar. Aðrar lausnir sem kynntar hafa verið, um tón- listarhús sem viðhengi við Hótel Sögu eða í neðanjarðarhelli undir Öskjuhlíð, eru hvorki til þess fallnar að hafa jákvæð áhrif á þróun Reykjavíkur til framtíðar né heldur á ímynd hennar sem höfuðborgar með menningarlegan metnað. Hafa ber í huga að tónlistarhús í Reykjavík er eitt mikilvægasta verkefni síðari ára á sviði byggingarlistar. Það yrði vanvirða við þessa grein lista ef gengið yrði fram hjá lögmætum vinningshafa úr einu norrænu byggingarsamkeppninni sem haldin hefur ver- ið hér á landi og verkið falið öðrum hönnuðum eftir krókaleiðum. Höfundur er arkitekt og deildarstjóri byggingarlistar- deildar Listasafns Reykjavíkur. MIKILVÆGI TON- LISTARUPPELDIS IÞESSU landi eru starfandi rúmlega 70 tónlistarskólar, þar af 9 í Reykjavík (auk 6 sem eru á styrkjum) en 15 alls á stór-Reykjavíkursvæðinu. Alls stunda yfír 12 þúsund nemendur nám í tónlist- arskólum landsins, þar af ca. 3.200 í Reykjavík. Þeir eru reknir samkvæmt lögum frá árinu 1985. Kjarni þessara laga er, að sveitarfélög greiða launakostnað tónlistarskólanna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Launagreiðslur vegna tónlistar- skólanna í Reykjavík voru á ái-inu 1997 rúm- lega 300 milljónir ki’óna. Þetta er tölfræðilegi ramminn. Hvað felst á bak við hann? Til hvers er samfélagið að styrkja tónlistarskóla? Hver er tilgangur og markmið með starfsemi tónlistarskólanna? Eru tónlistarskólar tískufyrirbæri? Er að- stöðumunur hvað tónlistarnám varðar eftir landshlutum eða búsetu? Er tónlistarnám for- réttindanám hinna efnuðu? Skilgreining menntunarinntaks skólakei-fis- ins í heild hefur breyst með breyttum tímum. í þjóðfélagi sem er mjög hröðum breytingum undirorpið breytist markmiðasetning skóla- halds einnig. Hinar gömlu traustu stoðir menntunarinnar, þ.e. að læra að lesa, skrifa og reikna, eru reyndar eftir sem áður nauð- synlegar, en þær einar fullnægja ekki lengur menntunarþörfum sí- breytilegs samfélags. Menntunar- framboðið hlýtur að verða fjöl- breyttara og margþættara eftir því sem samfélagið breytist meira og hraðar og verður flóknara. Ný menntastefna menntamálaráðu- neytisins sem kynnt er þessa dag- ana endurspeglar þessa staðreynd. í gildandi aðalnámskrá grunn- skóla, almennum hluta, segir m.a., að skólinn skuli stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. Hér er sett fram sú kenning, að enginn geti náð alhliða þroska né alhliða menntun, nema tillit sé tekið til þeirrar hneigðar og frumþarfar einstaklingsins að læra að umgangast listræn fyrirbæri, fræðast um þau, fá útrás íyrir sköpunarþörf sína og læra að leggja sjálfstætt gildismat á list- ræn fyrirbæri; í stuttu máli, læra að njóta þess sem fagurt er, ekki sem gagn- rýnislaus og viljalaus neytandi heldur sem virkur einstaklingur sem kann að taka afstöðu grundvallaða á yfirsýn og innsæi. Hvernig sinnir hinn almenni skóli þessum menntunarþætti? Ymsar listgreinar eru kenndar í skólum landsins. Þær eru að minnsta kosti á stunda- skrám nemenda. Þessar listgreinar eiga það sameiginlegt, að þær eru tiltölulega einangr- aðar í námskrám skólanna. Með þessu er ekki átt við að ekki sé ýmislegt vel gert í þessum efnum. Vissulega á sér víða stað frjó listræn viðleitni í skólum. En listræn starfsemi, eða í víðari skilningi, faguruppeldi, getur tæplega borið mikinn árangur í nokkrum einangruðum tímum á viku. Listakennsla eða faguruppeldi er hægfara þróunarferli sem byggist á sívaxandi reynslu af listrænum íyrir- bærum og viðfangsefnum. Árangursríkt fagur- uppeldi ætti að vera samþætt daglegu lífí og starfi nemenda í skólunum. Tónmenntauppeldi er hér engin undantekn- ing. Meginmarkmið tónmenntakennslunnar í skólunum stefna að því að gera nemendur færari um að njóta tónlistar af greind, skiln- ingi og tilfinningu og að þeir verði um leið gagnrýnir njótendur sem geri sé grein fyrir hlutverki og stöðu tónlistar í samfélaginu. Ef almenna skólakerfið sinnti tónmennta- uppeldi nemenda sinna betur og meir en það gerir eða getur gert núna, ef til væru nægir kennarar og góð aðstaða í gi-unnskólunum er sennilegt, að tónlistarskólar landsins væru ekki eins yfirfullir og raun ber vitni. Samfé- lagið styrkir tónlistarskólana m.a. vegna þess að þeir sinna vanræktum þætti í almenna skólakerfinu. Þörf, löngun og áhugi á tónlist- arnámi í þessu landi er ótvíræður og einu stofnanirnar sem veita raunverulega þjónustu í þessu tilliti eru tónlistarskólarnir, fyrir utan þá grundvallarfræðslu um tónlist og tónlistar- iðkun (þ.e. tónmennt), sem nemendur fá og stunda í grunnskólum landsins og þá einka- EFTIR STEFAN EDELSTEIN Almennar hugleiðingar um faguruppeldi og um hlutverk og tilgang tónlistarskóla tíma í hljóðfæraleik sem þeir geta sótt til ým- issa kennara. Beinn tilgangur og markmið með starfsemi tónlistarskólanna er því að sjá börnum, ung- lingum og raunar fullorðnum einnig fyrir þeim möguleika að iðka tónlist, þ.e. að læra á hljóðfæri og stunda ýmsar greinar tónlistar- innar svo sem tónfræði, tónlistarsögu o.fl. og auk þess að leika á hljóðfæri með öðrum og taka þátt í hljómsveitarstarfi og kórstarfi þar sem slíkt er boðið fram. Almennt má orða þennan tilgang þannig, að hlutverk tónlistar- skólanna sé að veita nemendum sínum alhliða tónlistarmenntun og stuðla á þann hátt bæði Ljósm.Morgunblaðið/Golli. I LJOS hefur komið að tónlistarnám virðist einnig stuðla að því að nemendum gangi betur í öðrum námsgreinum. Myndin er úr Tón- skóla Sigursveins. að tónlistarmenntun einstaklingsins og tón- listarmenningu samfélagsins í heild. Samfélag okkar einkennist m.a. af því að alls kyns framboð af skemmti- og afþreying- arefni getur gert einstaklingana óvirka. Sjálf- stæð smekkmótun og myndun gildismats hjá einstaklingnum, hvort sem um er að ræða börn, unglinga eða fullorðna er í hættu vegna þessa framboðs. Því óvirkari sem þessir við- takendur eru því líklegra er t.d. að svokallað- ur skemmti- eða afþreyingarvarningur seljist. Það er einn veigamesti þáttur í tónlistar- uppeldi að þroska hæfileika bama og unglinga til sjálfstæðs músíkalsks gæðamats, sem byggist á þekkingu efnisins. Einungis á þann hátt geta böm og unglingar tekið sjálfstæða og óháða afstöðu til tónlistarframleiðslunnar sem neytendur í staðinn fyrir að láta stjómast af tísku- og neyslulögmálum. Þessum mark- miðum reyna tónlistarskólamir að sinna í starfi sínu. Tónlistarkennsla í tónlistarskólunum er því mikilvægt mótafl gegn þeirri óvirkni sem svo mjög einkennir samfélag okkar. Nemendur tónlistarskólanna eru virkir í hljóðfæraleik, þeir læra að hlusta á virkan hátt og greina tónlist, taka þátt í skapandi tónlistarathöfnum og verða smátt og smátt gagnrýnir þátttak- endur, bæði á eigin sköpun og tónlistarflutn- ing, svo og gagnrýnir neytendur þess sem aðrir skapa og flytja. Vissulega er þetta hæg- fara þróun, en hún byggist á sívaxandi reynslu og þroska einstaklingsins. Faguruppeldi, þar með talið tónlistarupp- eldi, krefst tíma. Árangurinn kemur oft ekki í Ijós fyrr en seint og síðar meir. Skapandi sjálfstjáning á sviði lista er eitt mikilvægasta tæki sem fyrir hendi er til að öðlast aðgang að því sem fagurt er og til að fá sinn tilskilda skammt af lífsfyllingu. Tilveruréttur tónlistar- skólanna byggist m.a. á þessu. Tónlistarskólar eru því síður en svo tískufyrirbæri heldur fyrst og fremst nauðsynlegur vettvangur skapandi starfs á sviði tónlistar sem allt of lít- ið er sinnt innan ramma almenna skólakerfis- ins, af hinu opinbera framboði eða af hinum almenna neyslumarkaði. I framangreindu máli hefur verið fjallað um tilgang tónlistaruppeldis. Þessu til viðbótar ætti að nefna, að rannsóknir og athuganir undanfarin ár og áratugi benda til þess, að vel skipulögð tónlistarkennsla geti haft í för með sér yfirfærsluáhrif á önnur námssvið, m.ö.o. nýst nemandanum í öðru námi en tónlistar- námi. Hér er átt við, að í tónlistamámi eru þættir á borð við minni, einbeitingu og að- greiningarhæfni þjálfaðir kerfisbundið og markvisst. Einnig eru fínhreyfingar hjá börn- um þjálfaðar með ástundun hljóðfæraleiks. Síðast en ekki síst eru nemendur sem stunda tónlistarnám sífellt að samþætta einingar í heildir, bæði með því að skapa sjálfir tónlist og endurskapa tónlist annarra með tónlistar- flutningi sínum. Því verður ekki neitað að aðstöðumunur er eftir landshlutum og búsetu hvað tónlistar- nám varðar. Skortur á sérmenntuðum kenn- urum háir mjög starfsemi margra tónlistar- skóla úti á landsbyggðinni. Kennsluframboð margra smærri tónlistarskóla er takmarkað. Þótt ekki sé hægt að segja beint, að tónlistar- nám sé forréttindi hinna efnuðu er það eigi að síður staðreynd, að það er alldýrt og getur orðið töluverður fjárhags- baggi fyrir efnalitlar fjölskyldur að kosta börn sín til tónlistarnáms. Þetta misrétti er ekki hægt að leið- rétta til fullnustu nema allur rekstrarkostnaður tónlistarskóla yrði greiddur af hinu opinbera og tónlistarnám væri ókeypis, en vafa- laust er langt í það að líkt paradís- arástand skapist í þessu landi. Kostnaður við launagreiðslm' vegna tónlistarskólanna er mörg- um sveitarfélögum orðinn þyrnir í augum þótt upphæðin í sjálfu sér sé ekki mikil. Hún er brotabrot af því sem varið er til skóla- og fræðslumála í heild og hún er einnig aðeins smábrot af því sem varið er til menningarmála al- mennt. Þeir sem gagnrýna tilverurétt tónlistarskólanna og finnst starf- semi þeirra munaður sem hægt sé að vera án ættu að hugleiða, hvort við í þessu landi höfum ekki einblínt of lengi og um of á mikilvægi fjárfestingar í steinsteypu og fiski, hvort mannlífið sjálft, tækifæri einstaklings- ins til skapandi starfs og hæfni hans til að njóta þess sem fagurt er, þ.á m. gildi lista í líf- inu, hafi ekki farið halloka vegna þeirrar áherslu sem við höfum lagt á mikilvægi svo- kallaðrar uppbyggingar og neyslu undanfarna áratugi. Þeir skyldu einnig hugleiða að sá sægur vel menntaðra tónlistaimanna sem hefur haldið og heldur uppi blómstrandi tónlistarlífi þessa lands, hvort sem rætt er um tónskáld, tónlist- ar- og tónmenntakennara, hljóðfæraleikara, söngvara, kórstjóra, sinfóníuhljómsveit, óperu o.s.frv., hófu flestir sína tónlistargöngu í tón- listarskólum landsins áður en þeir leituðu út fyrir landsteinana og öfluðu sér frekari menntunar. Tónlistarskólarnir eru einnig oft mikil lyfti- stöng fyrir menningarlíf viðkomandi sveitar- félags, kaupstaðar eða bæjar. í sumum tilvik- um eru þeir hinn eini og sanni burðarás menningar, lista, skemmtunar og félagslífs. (Má benda á að nýjar kannanir sýna að þörf sé á að stórauka fjölbreytni í menningar- og mannlífí landsbyggðarinnar vegna þess að það er staðreynd að margir vilja flytja á höf- uðborgarsvæðið vegna hins auðuga mannlífs og menningai'lífs en ekki aðeins af atvinnuá- stæðum.) Tónlistarskólarnir eru ekki munaður sem þjóðin hefur ekki ráð á. Öllu heldur ætti að búa mun betur að þeim. Tónlistarnám er sjálf- sagður þáttur í menntun allra, jafn sjálfsagð- ur og það að læra að lesa, eða læra að verða læs á umhverfi sitt í víðasta skilningi þess orðs. Þessi orð eru sérstaklega sögð í ljósi þess að ýmsar blikur eru á lofti í málum tón- listarskólanna, sérstaklega í Reykjavík. Höfundur er skólastjóri Tónmenntaskóla Reykjavíkur og í stjórn STÍR - Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. MAÍ 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.