Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 15
KRÝSUVÍK fyrir sunnan Kleif- arvatn er magnþrunginn stað- ur. Heitir hverir vella, gróður- inn öðru vísi og lyktin engu lík. Meira að segja er hljómkviða náttúrunnar ekki sú sama og annars staðar, hún er öðru hvoru rofín af hvæsandi og bullandi hverum. í myrkri er staðurinn enn ógnarlegri en í dagsbirtu, þá rísa upp úr myrkrinu klettaborgir sem helst líkjast tröll- um sem bíða þess að leysast úr álögum og hremma hvern þann sem vogar sér að ferðast um þessar slóðir. A þessum stað gerði lista- maðurinn Sveinn Björnsson sér vinnustofu og málaði stórbrotnar myndir af landslaginu við Kleifarvatn og fantasíum, hugarheimi sem byggðist á huldufólki og andlitslausum sjó- mönnum sem glímdu við þann gula. Hér segir frá síðustu heimsókn sögumanns til vinar síns. Bifreið þýtur eftir Kiýsuvíkurvegi haust- dag einn. Eg er á leið að hitta Svein Björns- son sem dvelur í Krýsuvík. Tilefnið er að kenna honum á tölvu sem listamanninum hafði áskotnast. Hann vildi vera maður með mönnum og tolla í tískunni, ritvélin gæti ekk- ert nú tii dags miðað við það undratæki sem tölvan er. Þegar komið er að hverasvæðinu í Krýsu- vík blasir við fagurblátt hús með hvítu þaki. Ekki sérlega stórt um sig en með háu og miklu risi sem á er stór suðurkvistur. Þaðan má til suðurs sjá litlu kirkjuna í Krýsuvík og gamlan kirkjugarð við hana. Umhverfis húsið hans Sveins er afgirtur garðskiki og er húsið í miðju hans. Aðkoman að húsinu er eins og annað í Krýsuvík, hrjóstrugt en mikilfenglegt. Gras og annar gróður fær að spretta átölulaust og óhindrað. Sjálfsagt myndi vel slegið gras vera stílbrot á þessum stað, svo listamaðurinn lætur náttúr- una hafa sinn gang. Framan við húsið eru listaverk, útskornir trédrumbar og tilhöggv- inn mikilúðlegur steinn þar sem stórkallalegt andlit starir á aðkomumann. Þarna blasir einnig við ofnsáta mikil um sig og sérkennileg gerð úr gömlum ryðguðum pottofnum sem staflað hefur verið upp á hvern annan. Sveinn Björnsson húsráðandi í gamla ráðs- mannshúsinu í Krýsuvík stendur í útidyrun- um, brosandi út undir eyru eins og hann er venjulega þegar hann hittir vini sína. Brúnn og sællegur breiðir hann út faðminn og býður gest að gera svo vel. Við göngum saman inn í húsið. Eg tek eftir því að göngulagið hefur breyst, hann stingur aðeins við. Eg spyr hann um heilsufarið. Sveinn vill ekkert um það tala og gerir lítið úr veikindum sínum. Hann sé með einhvern smáseiðing í öðrum fætinum en segir að það sé ekkert sem orð er á gerandi. Sveinn ákveður að við byrjum á því að líta yfir nýjustu myndirnar hans. Hann er alltaf jafn- hróðugur yfir nýja stílnum sem hann kallar svo, endurteknar láréttar breiðar spaðastrok- ur þvert yfir myndflötinn. Aftur og aftur líða strokurnar yfir myndirnar. Alveg óumræði- lega einfalt form en samt svo mikilfenglegt. Myndirnar eru allt að einu íjarska misjafnar, litasamsetningin margbreytileg og þrátt fyrir allt er hver mynd annarri ólík. - Þetta eru litirnir í Krýsuvik, segir Sveinn. Það blikar í auga og hláturinn er stutt undan. Hann rifjar enn einu sinni upp hvernig hann datt niður á þennan stíl. - Eg var búinn að leita að þessu árum sam- an, svo fann ég það allt í einu þegar ég var héma útivið og horfði niður í jörðina. Þá sá ég litina í umhverfinu birtast með þessum sér- staka hætti. Yfir hverri mynd er haldnar hrókaræður, hún metin og vegin, ýtt til hliðar, tekin fram aftur, sett til hliðar og enn aftur tekin fram. Hughrif hverrar myndar eru skilgreind og listamaðurinn riíjar upp í hvernig skapi hann var hverju sinni þegar einstakar myndir voru málaðar. Nafngiftir myndanna eru einnig óvenjulegar, Tjarnir I, Tjarnir II, Bláfúga. Ein myndin er því næst eingöngu máluð með gulum lit, hverju skyldi hún lýsa? - Auðvitað páskum, maður, svarar Sveinn. Auðvitað, hvílík aulaspurning. Sveinn segist vera að mála myndir á sýn- ingu sem hann ætli að vera með í Gerðarsafni eftir nokkra mánuði, allt nýjar myndir. Hann segir kíminn að þær verði allar svona. Hann bætir við og nú alvörugefinn að hann sé búinn að brjótast út úr fantasíunni og það séu myndir fortíðarinnar. Hann sér undrunar- og spumarsvip á viðmælanda sínum og svarar spurningunni án þess að hún sé borin fram. - Heldur þú að ég fari að sýna einhverjar gamlar myndir, spyr hann hneykslaður. Það er víst áreiðanlegt að Sveinn Björnsson er einfaldlega engum líkur, hvorki í listinni né sem persóna. Ein myndin vekur sérstaka athygli, hún sker sig úr, ólík öllum öðrum. Af henni skín drungi og dimma, jafnvel feigð. ÆVISAGAN SEM EKKI VAR FÆRÐ ( LETUR EFTIR SKÚLA EGGERT ÞQRÐARSON Frásögn af heimsókn til Sveins Björnssonar listmálara í Krýsuvík, tölvukennslu og byrjun á ævisögu. SVEINN Björnsson (t.h.) og greinarhöfundurinn. Á milli þeirra er mynd Sveins, Embættismaðurinn. - Um hvað er þessi mynd? - Ég málaði þessa mynd þegar ég var eitt sinn að koma frá lækninum. Krabbinn hafði ekkert gefið eftir, eins og ég hafði vonast til. Ég var ansi langt niðri eftir það viðtal. Myndin sýnir ástand sálarinnar þá. - Hvernig ertu á sálinni núna? - Ég gæti verið betri og ætla mér að verða það - þögn. - En nú komum við upp í eldhús og fáum okkur eitthvað. Við göngum upp í rishæð hússins. Stiginn er þröngur snúinn steinstigi með steyptu handriði. Teppið á honum er óneitanlega ólíkt öðrum teppum, mismunandi teppamunstur á hverju þrepi, og því engin trappa eins. Sveinn hafði eitt sinn fengið kunnan kaupsýslumann til að greiða sér andvirði málverks með því að teppaleggja stigann með þessum hætti. Það sem Sveini dettur í hug. Leið okkar liggur inn á skrifstofuna þar sem tölvan horfir Iíflausum skjánum framan í okkur. Eldhúsið verður að bíða enn um sinn. Kennslan stendur yfir í röskan klukkutíma. Nemandinn segir þetta vera talsvert erfitt. Margt sé að muna og það hafi aldrei verið hans sterka hlið að fást við tæki og tól. - Ég var með sömu ritvélina í 25 ár í lög- reglunni og gat aldrei lært að stilla vélina, dálkastillinn eða hvað það nú heitir. Ef ein- hver annar en ég fór í hana þurfti ég alltaf að fá strákana til að stilla vélina upp á nýtt. Hann bætir við daufur í dálkinn: - Mér sýnist að tölvan sé talsvert flóknari en ritvélin. - En þú gast yfirheyrt „góðkunningjana" þótt þú kynnir ekki að stilla ritvélina, segi ég til að hressa karlinn við. - Það var nú líkast til og fengið þá til að játa allan djöfulinn. Sveinn hlær hrossahlátri og tekur bakföll í stólnum. Hláturinn snögghættir. - Þetta voru nú samt bestu grey, margir hverjir, og sumir þeirra urðu vinir mínir. Það er orðið skuggsýnt þegar Sveinn kveð- ur upp úr með að þetta sé orðið gott. Við Við brunum frá húsinu í I haustmyrkrinu. A leiðinni I tölum við um eftirlæt- I isumræðuefni okkar; myndirnar hans. Við bindumst fastmælum að hittast aftur að tveim vikum liðnum. Þá ætlum við að vinna meira í ævisöguyfirlitinu. slökkvum á tölvunni og göngum til eldhússins þar sem listamaðurinn hellir upp á könnuna úr brúnleitu hveravatni. Ég spyr Svein hvað hann ætli að fara að skrifa. - Ég byrjaði á því að skrifa greinar í Morg- unblaðið fyrir fáum árum og ætla að halda því áfram. Ég er svona aðallega að nöldra um dómsmál. - spyrjandi: - Ég veit þú hefur lesið þær? - Jújú, en mér finnst þú oft vera óþarflega hvassyrtur. Mér finnst líka að þú eigir að hafa greinarnar færri og vanda meira til þeirra. Sveinn verður hugsi og við sitjum lengi þegjandi í rökkvuðu eldhúsinu. Sveinn glímir við að kveikja sér í pípu, það vill ekki almenni- lega loga í henni þó hann hlúi að glóðinni með eldspýtustokk. Loksins tekst honum að fá eld- inn til að loga í tóbakinu. Um langa hríð heyr- ist ekkert hljóð nema snarkið í pípunni. Við sitjum þegjandi hvor í sínum hugarheimi. Það er gott að þegja með Sveini. Hann rýfur skyndilega kyrrðina. - Það er rétt hjá þér, kannski borgar það sig ekki að vera of dómharður - þögn. - Svo langar mig nú til að skrifa ævisöguna... eða fá einhvern til þess. - Mér líst vel á það hjá þér. Ég held að það sé löngu orðið tímabært að ævisagan þín verði skrifuð. Meginmáli skiptir hver heldur á pennanum, best er að fá vanan rithöfund til • þess. Þannig myndi listamaður orðsins skrifa um listamann myndlistarinnar. - Sveinn þegir við en ég spyr hann eftir nokkra stund: - Hvern hefur þú í huga? - Svosem engan sérstakan, - hikar aðeins - helst ég sjálfur, með smá aðstoð - þögn. - Kannski myndir þú geta sett niður á blað ein- hveria byrjun? - Eg??? - Bara svona smáyfirlit um kafla og hvað ætti að vera í hverjum. - Farðu nú hægt, ég er ekki rithöfundur. - Nei, en þetta er bara fyrir mig til að átta mig á og þú ert svo helvíti klár að setja hlut- ina upp svona skipulega - þögn. - Má ekki byrja á einhverju. - Verðum við ekki að hugsa þetta eitthvað betur? - Ég er ekki viss um að það sé mikið svig- rúm til þess... Það gæti verið að ég hafi ekki alveg eins mikinn tíma og ég hef stundum vilj- að láta. - Breytir um tón. - Nú skellum við okkur í þetta. - Núna?? Sveinn er lagður af stað að tölvunni aftur, sest við skrifborðið og kveikir á vélinni, opnar nýtt skjal rétt eins og hann hafi aldrei gert annað og ski-ifar: Sveinn Björnsson, ævisaga, efnisyfirlit: - Hérna, nú tekur þú viðl! Sveinn skellir upp úr um leið og hann stendur upp úr stólnum og stjakar mér í hann. Hlátur Sveins er einlægur og andlitið ljómar af gleði. Við ræðum hvað á daga hans hefur drifið og smám saman verður til kaflayfirlit um mögu- lega ævisögu. Þetta er alvörumál í huga Sveins og hláturinn er nú hvergi nálægur. - Ég vil að einn kaflinn heiti „Guð drap krabbann“ segir Sveinn. - Heldur þú að Hann sé búinn að því? - Ég veit það ekki, - þögn - ætli það komi ekki í ljós næsta vor. Ég geri eins og Sveinn leggur fyrir, prenta út ævisöguyfirlitið og rétti honum. - Þetta er fínt núna, ég ætla að verða þér samferða. Ég þarf að fara inn í Reykjavík og hitta hana Birgittu mína. Hún bauð mér í kvöldmat. Það er langt liðið á kvöld og því löngu kom- ið fram yfir kvöldmatartíma þegar við tygjum okkur til ferðar. Sveinn fer úr málarasloppn- um sínum og leggur á stólinn í vinnustofunni og gengur frá húsinu. Ég finn hvað honum finnst gott að vera í Krýsuvik. Þar varð ekki einungis til afdrep listamannsins heldur um leið afdrep einfarans. Honum finnst best að vera einn í húsinu, segist ekki geta haft neinn yfir sér þegar hann málar og á þeim stundum verða til hans bestu myndir, þegar Sveinn er einn með hulduverum og álfum. Einmitt þess vegna þegar hann skynjar fegurðina fæðást í myndlistinni finnst honum vera fallegt í Krýsuvík, enda er löngum vitað að fegurðin er oft á tíðum bundin minningum. Við brunum frá húsinu hans Sveins í haust- myrkrinu. A leiðinni tölum við um eftirlæt- isumræðuefni okkar, myndirnar hans. Hann segir mér einnig frá uppvexti sínum og þeim jarðvegi sem myndimar hans eru sprottnar úr. Við bindumst fastmælum að hittast aftur að tveim vikum liðnum. Þá ætlum við að vinna meira í ævisöguyfirlitinu og hann ætlar að segja mér frá unglingsárunum. Vikurnar tvær urðu að tveimur mánuðum. Þá loksins gátum við vinirnir hist. Við töluð- um um myndir málarans og óslökkvandi ástríðu hans til að mála. Það var þá orðið ljóst að kaflinn „Guð drap krabbann" myndi ekki vera í ævisögunni sem einhvern tímann verð- ur skrifuð. Það leyndi sér heldur ekki að Sveinn myndi ekki eiga þess kost að taka sjálfur þátt í ævisögurituninni. Hann var ekki einu sinni viss um að honum myndi endast aldur til að sýna í Gerðarsafni. Með hörkunni og óbilandi viljastyrk tókst honum fárveikum að setja upp þá sýningu. Það varð svanasöng- ur hans, ótvíræð sönnun þess að hann var á hátindi ferils síns. Hann andaðist í Reykjavík 28. apríl 1997, daginn eftir að sýningunni í Gerðarsafni lauk. í Krýsuvík bíður málarasloppurinn enn á stólnum í vinnustofunni og auður strigi þess að verða að listaverki. Listamaðurinn hafði verið kallaður heim af velli um miðjan dag. Umhverfið er eins og hann skildi við það, rétt eins og listamaðurinn hefði brugðið sér frá eitt andartak. Höfundurinn er lögfraeðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. MAÍ1998 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.