Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 17
 * Vi BENEDIKT Erlingsson sviðsetti bardagann við Knafahóla úr Njálu með aðstoð 14 vaskra karla úr hópi ráðstefnugesta. Það mœtti halda að áhugi á norrænu miðaldaefni hlyti að vera af hinu góða en svo vandrœðalaust er pað pó ekki. en grundvallarspurningin er eftir sem áður: „Hvernig á að fá fólk til að lesa sögurnar?" Sú spurning var áleitin í máli margra ráðstefnu- gesta. Útlendingar þurfa góðar þýðingar, en ís- lendingar þurfa góðar útgáfur og þá helst út- gáfur af ýmsu tagi, þannig að bæði börn og fullorðnir finni eitthvað við sitt hæfi. Og þá er kannski engin goðgá að útbúa stytta texta, en einmitt slíka úrvinnslu benti Heimir Pálsson á að margir væru tortryggnir á. „Á íslandi eru fornbókmenntirnar heilagir, sannir textar, en vandinn er að fólk er lifandi og þarf lifandi texta. Við erum of hrædd við að miðla efninu þannig að allir fái eitthvað við sitt hæfi,“ sagði Heimir. Kristinn Jóhannesson hnykkti á því sama og minnti á að á tækni- og vísindasviðinu væru einfaldaðir textar í raun forsenda fyrir innsýn almennings inn á flókin svið. Og hvers vegna ætti það sama ekki að gilda um forn- bókmenntirnar? Svanhildur Óskarsdóttir, lektor í London, benti á að góð leið til að styðja við og ýta undir skilning á Islendinga- sögum væri að nota ýmsa aðra miðaldatexta, til dæmis alls kyns fræðitexta, til að miðla sýn inn í hugarheim Islendingatexta. Bókmenntir, ekki sagnfræði í máli sínu kom danski rithöfundurinn Poul Vad inn á að nútímafólk læsi íslendingasögur sem bókmenntir, ekki sagnfræði. Bæði stíll þeirra, tónn og írónía væri auðskilið nú- tímalesendum, en einnig efni þeirra eins og ástarsögur sagnanna. „Bókmenntir þurfa að vera allt um kring til að vera lifandi. Fyrst og fremst þurfa þær að vera lesnar, líka af rit- höfundum, og í verkum þeirra geta þær lifnað á ný.“ Pað var því einkar vel til fundið að auk Vads tóku þarna til máls þeir Kittelsen og Br- ingsværd, en einnig danski rithöfundurinn Ib Michael, sem hefur skrifað um miðaldir, og svo Svava Jakobsdóttir, sem bæði hefur notað norrænt goðsagnaefni í Gunnlaðarsögu en einnig beitt skáldlegu innsæi á túlkun goð- sagna. Einnig var á það minnst að teikni- myndasögur væru tilvalin miðlunarleið. Brugðið ó leik með arfinn Enn ein aðferð til að hleypa lífi í fornbók- menntirnar er í leikhúsinu, eða með orðum Benedikts Erlingssonar leikara „að leika sér með arfinn". Þau orð lét hann rætast fyrir framan ráðstefnugesti. í stað þess að halda fyrirlestur um uppfærslu sína á Gunnlaugs sögu Ormstungu, sem hann og Halldóra Geir- harðsdóttir fluttu ráðstefnugestum á eftir- minnilegan hátt, gerði Benedikt sér lítið fyrir og setti á svið bardagann við Knafahóla úr Njálu með aðstoð 14 vaskra karla úr hópi ráð- stefnugesta. Leikararnir voru undurfljótir að setja sig inn í hlutverkin, fylgdu fyi'irmælum leikstjórans, en bættu heldur betur við. Flutningur bardagans var með miklum tilþrif- um og glæsibrag, er náði hámarki er Kol- skeggur, í líki Heimis Pálssonar, drundi: „Eigi þarftu á að líta, jafnt er sem þér sýnist, af er fóturinn." Það er þvi úr ýmsum hugmyndum að moða fyrir þá sem koma vilja fornsögnunum á framfæri. Erlendis eiga fornsögurnar erindi sem hluti af bókmenntaarfi heimsins. Heima fyrir gildir annað og meira. Þar snúast forn- sögurnar og fornbókmenntirnar ekki aðeins um bókmenntaarf heimsins, heldur arf ís- lendinga sjálfra. Eigi hann að erfast sem ann- að en skinnskræður á safni verður hann að vera meira en tylliræður á hátíðisdögum. Fornbókmenntimar eru að mörgu leyti undir- staða tungumálsins, sem er svo fjarskalega bundið bókmenntunum að hefði Freud þekkt íslendinga hefði hann örugglega verið upp- teknari af bókmenntabindingu þeirra en móð- urbindingu karlmanna. Islenskan er mun bundnari bókmenntunum en tungumál al- mennt. Það er engin ástæða til dómsdagsspá- dóma, en ef bókmenntirnar eru ekki lesnar rofnar þessi binding og um leið lokast dyrnar á fortíðina, sem varðveitt er í fornbókmennt- unum. Ráðstefnan veitti gott tækifæri til að hugleiða hvernig skjóta mætti fætinum milli stafs og hurðar. ÖNNUR TÍÐ OG SVÆÐI RIFBJERGS Klaus Rifbjerg hefur sent frá sér 120 bækur á fjórum áratugum auk þess að vera mjög áberandi í danskri menningarumræðu. Að mati ARNAR OLAFSSONAR er framlag hans misgott. Nýjustu bækur Rifbjergs eru smásagnasafnið Onnur tíð og Ijóðabókin Auð svæði. KLAUS Rifbjerg er lík- lega kunnastur danskra skálda á íslandi. Það er bæði vegna vinsælda skáldsögu hans Anna, ég Anna frá 1969, en sjálfsagt líka vegna þess hve áberandi Rifbjerg hef- ur verið í þjóðfélagsumræðum, m.a. um skáldskap og umfjöllun um hann. Það er hann enn, en auk þess einhver afkastamesti rithöfundur sem ég þekki til, hefur birt a.m.k. 120 bækur á fjórum áratugum. Ég hygg að fáir hafi yfirsýn yfir það allt, og ekki hefi ég lesið nema brot af þessu. Með þeim fyrirvara verð ég að segja, að það var mjög misgott. Ljóðin fannst mér best, en þær skáldsögur sem ég hefi lesið eftir fyrrnefnda Önnu eru ansi sviplitlar. Og það held ég stafi af markvissri stefnu, en ekki af hæfileika- leysi eða sjálfsánægju. Þetta kemur skýrt fram í nýjasta smásagnasafni hans, Önnur tíð (Andre tider), frá 1997. Þar segir frá hversdagslífi fólks, sem ekki sker sig úr fjöldanum. Verði það fyrir áföllum, þá eru það algeng áföll, svo sem að missa maka eða stöðu, jafnvel að verða fyrir líkamsárás. Við- brögð persónanna eru eins og við mátti bú- ast, og sagt frá öllu á fremur hversdagslegu máli. Nú er það auðvitað virðingarverð stefna að forðast ýkjur og hasar, sem fólk hefur í ríkum mæli í sjónvarpinu, en reyna þess í stað að skrifa verk sem varða lesend- ur, þannig, að þau fjalla um þeirra líka. En satt að segja verða þessar smásögur í heild lítt minnisstæðar. Sumt er þó myndrænt grípandi í þessum textum, t.d. fyrsta sagan, sem heitir bara Hamingjan. Þar gerist ekki annað en að kona vaknar og minnist upphafs hjónabands síns: „Bíll hafði vakið hana, þannig var það næstum hvern morgun, og hún teygði úr sér og hlustaði á hann ski-ölta yfir steinlagða þrönga götuna niður að firðinum. Glampi - e.t.v. frá framrúðu vörubílsins - barst yfir loftið og var bros hennar og ekki bros henn- ar. Hún brosti. Sæng um fótlegginn og sval- inn við hælinn sem stendur út úr er munaður, og munaður seytlaði niður yfir hana. En það voru heldur engir. orð um það, það var aðeins þessi tilfinning og óendanleg útvíkkun og faðmandi öryggi samtímis. An þess að hreyfa sig færðist hún út yfir rauð þökin, sá gula húsveggina, skynjaði blikuna á firðinum, hófst upp yfir hann, kom auga á beykibjartar eyjar við sjóndeildarhringinn, fann þytinn af hvítum skýjabólstrunum sem strukust fram hjá eyrum hennai- og sneri aftur til sjálfrar sín þama í morgunbirtunni...“ Oft reyna Ijóðskáld að grípa augnablik, sem gjarnan er venjulegt, reyna að miðla skynjun þess. Og nú á útmánuðum birtist svo ný ljóðabók Rifbjergs, Terrains vagues. Titillinn er franskur, enda tilvitnun í texta eftir Victor Hugo, sem lýsir mótum borgar og sveitar, undarleg og ljót svæði. Á íslensku mætti þá bókin heita Auð svæði, og sjálfsagt er að skilja þetta í yfirfærðri merkingu, að hún fjalli um mörk vitundarinnar. Eins og svo oft áður hjá Rifbjerg eru bemskuminn- ingar áberandi, myndræn lýsing á dæmi- gerðu umhverfi þessara tíma, á hlutum sem þá settu svip á það, en nú em horfnir. Þetta em „opin ljóð“, rökleg frásögn eða lýsing á einfóldu máli, og auðskilin, a.m.k. á yfirborð- inu. En stundum speglast einn vemleiki í öðmm og jafnvel þriðja, en skilningur les- enda á ljóðinu myndast einhversstaðar á milli þessara speglana. I eftirfarandi Ijóði em þannig einhver tengsl, samsvömn á milli örvera í smásjá, og þess sem messa snýst um. Þá skiptir líka máli, að við berum öll þessar örvemr með okkur, óskynjanlegar, en umræddar messur em fram- andlegar venjulegu lúterstrúar- fólki svo sem mælanda og um- hverfi hans. Það er dæmigert fyrir þessar vísanir Rifbjergs til fortíðarinnar, að þær em ævin- lega hlutbundnar, enda þótt þær muni vera ókunnar mörgum ef ekki flestum dönskum lesend- um, þannig munu sérnöfnin tákna dansskóla á 5. áratug ald- arinnar í æskuhverfi Rifbjergs, Amager. Það skiptir líka máli að „terra incognita" merkir óþekkt land á vísindamálinu gamla, lat- ínu, með þessum stflblæ færast strákamir inn í órofa vísinda- hefð margra alda. Tannskaf Faðir eins vinarins var læknir og átti öíluga smásjá og þar sem hann hafði ánægju af að opna okkur leyndarmál veraldarinnar og fór með okkur í allar kirkjur borgarinnar þar sem mismunandi trúarstefnur komu fram fannst honum líka að við ættum að sjá það sem \nð t.d. bárum með okkur í munninum af sýklum og örverum svo við skoðuðum tannskaf, eigin uppskeru og skrúfuðum upp og niður þangað til allt stóð skínandi skýit og ólýsanlegur dans birtist augunum eðluball villtara en það sem nokkurn tíma sást hjá Elly Pogge eða Freddie Hansen á meðan gormgerlar opnuðu faðminn vonglöðum klasasýklum oghófu tangó, svo sefjandi að maður fylltist losta og öfund hefði ekki þegar orðið Ijóst að hér var horft beint niður í hið óstýranlega allt sem maður annars með opnum augum hafði tök á og drottnaði ySr en ekki hér ekki með augunum beint stíft að þessari terra incognita stækkaðri einhverju sem maður sjálfur bar með sér hvort sem maður vildi eða ekki og sem var víst eðlilegt og hvorki vai' hægt að berjast gegn né sigrast á, sama hve mörgum túpum af tannkremi var klesst á burstann og hve mikið var skolað ogspýtt En það víkkaði sjóndeildarhringinn og á meðan grísk-rétttrúaði karlakórínn í Breiðgötu keppti við messudrengina í rómversk-kaþólsku kirkjunni neðai' ígötunni dansaði fram hulinn her bak við höfuð þeirra og mítrur og reykelsisker og sama hve mikið maðurreyndi var ekM alveg hægt að skera úr hvort það var guð eða fjandinn sem birtist hé KLAUS Rifbjerg LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. MA( 1998 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.