Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS - MENNING LISTIR 20. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI EddukvæSin eru komin út í nýrri heildarútgáfu. Gísli Sigurðsson sérfræðingur á Stofmin Árna Magnússonar sá um útgáfuna. I samtali við Hildi Einarsdóttur segir hann bókina sniðna fyrir þá sem vilja nálgast kvæðin og skyggnast inn í það munnlega menn- ingarumhverfi sem þau lifðu í að fornu. Jordi Savall hefur náð heimsfrægð fyrir að kynna verk gleymdra tónskálda fyrri tíma. Asamt konu sinni, sópransöngkonunni Mont- serrat Figueras stofnaði hann Hesperion XX hópinn, og einnig hefur hann stofnað hljómsveitirnar La Capella Reial de Cata- lunya og Les Concert des Nations. Veðurbækur Árið 1859 var gefið út á Akureyri lítið kver með veðurspá komandi árs og varð það vinsæl lesning. Höfundurinn var Benedikt ívarsson, sem lengst af var vinnumaður, kotbdndi og húsmaður, en kunni ýmislegt fyrir sér, þ.á.m. fingrarím. Einstaka menn skrifuðu veðurbækur og þær elztu sem varðveizt hafa eru veður- bækur Jóns Jónssonar prests á Núpufelli 1748-1830. Um veðurbækur skrifar Davíð Olafsson. Skól I sem hugsjónamaðurinn Guðmundur Hjaltasou stofnsetti og rak á Þórshöfn var athygisverð tilraun. Þar var byrjað með tvær hendur tómar aldamótaveturinn 1900 og þóttu kennsluaðferðir nýstárlegar. Um skóla Guðmundar Hjaltasonar skrifa Björk Axelsdóttir og Þorlákur Axel Jónsson. Matur í hugleiðingu um íslenska matarmenningu segir Hallgerður Gísladóttir: „Pirringur- inn gagnvart þeim þögla meirihluta Is- lendinga sem kjamsar grámyglulegan þorramatinn án þess að skammast sih - meira að segja af nautn- jaðrar við ör- væntingu. Hallgerður á hér við gagnrýni kunnra matgæðinga og sælkera, en ís- lensk matarmenning er ekki einföld, því íslendingar í útlöndum láta líka senda sér Lindu buff, ópal og prins póló með hangi- ketinu og harðfisknum. FORSÍÐUMYNDIN: Á forsíðunni er hluti verks tékkneska málarans Milan Kunc; Borgarást (1994), en verk eftir hann eru á sýningu, sem verður opnuð í Norræna húsinu í dag. Tvær aðrar myndlistarsýning- ar verða opnaðar á Lisfahátíð í dag og er fjallað um þessar sýningar allar á síðum 1 ó og 17. ÞORGEIR SVEINBJARNARSON LEYSING Ég hafðiþolað harðan vetur. Hugarvötn mín lögð, og sérhver lind í klaka kropin. En kuldasárin opin. Elztu menn mundu ekkí aðra eins, tíd. Og það væii þannigénn, efþú hefðír ekldrisið, sól mín hiíð. Égman þitt milda skin. Ég fann íhjarta veðrabrigði og veðurdyn. Svo kom þíða. Sjatnaði snjór ogsöng ífossi, brast í sundur brjóstsins fjötur. Hann bráðnaði íþínum kossi. Hjarnið leysti marga daga og margar nætur. Lækir byltust. Bjbrgin jarðfóst bi'Ugðu sér á fætur. 0, sól míu blíð, þú brýtw klakahjúp. Mín unga ást erþeyríhlíð, og þrá mín fellw framafbrún í feginsdjúp. Þorgeir Sveinbjarnarson, 1905-71, kvaddi sér hljóðs með Vísum Bergþáru 1955, þa fimmtugur. Stoar komu út tvær tjóðabækur eftir hann, þar sem skáld- ið fjallar um ástina, mannleg samskipti, náttúruna og hlutdeild hennar í Wi okk- ar. Hann starfaði sem forstjóri Sundhallar Reykjavikur um órobil. RABB SIGMUND Freud taldi Woodrow Wilson Bandaríkja- forseta mesta fífl aldarinnar og þótt dýpra væri leitað í liðinni tíð. Freud hélt því fram að aðeins í Bandaríkjunum gætu slíkir menn komist til valda vegna þess að landið hefði alla 19. öldina verið friðað frá raun- veruleika umheimsins. Freud áleit reyndar að bandarískt þjóðfélag væri „risavaxin mistök" og þær hugmyndir sem þar hefðu þróast í hinni sögulegu einangrun veru- leikafirrtar, einskis nýtar og hættulegar umheiminum. I friðarsamningunum árið 1919 töldu sumir samningamannanna sig vera að semja um frið til eilífðar. Þeim varð tíðrætt um þá „nýju heimsmynd", sem þeir héldu sig vera að skapa. Með Versalasamn- ingunum, sem voru hugarsmíð Wilsons, for- seta Bandaríkjanna, voru þrjú heimsveldi leyst upp í frumeindir sínar og hin myrku ógnaröfl þjóðernishyggjunnar leyst úr læðingi með óhugnanlegum afleiðingum. Öflugasta stórveldið og hugmyndafræðilegt bakland samninganna hljóp síðan frá þess- ari vægast sagt ábyrgðarlausu tilraun hinna pólitísku conquistadora. Frá því hinum „endanlegu" friðarsamningum var lokið árið 1919 hafa yfir 200 milljónir manna látið lífið í stríðsátökum, útrýmingarbúðum og þjóðernishreinsunum. Þeir sem vilja reisa sjálfum sér minnisvarða í alþjóðastjórnmál- um reynast oftar en ekki stórhættulegir umheiminum. Verk ábyrgðarlausra stjórn- málamanna elta mannkynið áratugi og ald- ir. Þegar Balfour lávarður, skömmu fyrir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, lofaði gyðingum griðlandi í Palestínu var það aðeins tilraun til þess að tryggja Bandamönnum stuðning gyðinga í Mið-Evr- ópu. Þetta þjónaði þá stundarhagsmunum Breta en heimurinn glímir enn við afleiðing- arnar 80 árum síðar. BANDALAG KJAFTASKANNA Það varð hlutverk Breta og Frakka að taka að sér það vandasama verkefni að fylgja Versalasamningunum eftir án stuðn- ings hinna bandarísku hugmyndafræðinga. Það kom fyrst og fremst í hlut Breta að tefla þá blindskák sem fylgdi í kjölfarið án þess að þeir hefðu til þess tæki eða afl að tryggja frið og stöðugleika í Evrópu. Getu- leysi Breta til þess að vernda friðinn milli heimsstyrjaldanna endurspeglast í fram- kvæmd Locarno-sáttmálans frá árinu 1925. Þróunin sem á eftir fylgdi sýnir okkur af- leiðíngar þess að ábyrgjast friðinn en hafa ekki styrk til þess að geta gert viðeigandi ráðstafanir ef honum er ógnað. Grundvallaratriði Versalasamningsins var að tryggja öryggi Frakklands gagnvart endurreisn Þýskalands. Aðalinnihald Locarno-sáttmálans var loforð um að Frakkland, Þýskaland og Belgía ógnuðu ekki landamærum hvert annars. Rínar- héruðin skyldu vera vopnlaust svæði. Locarno-sáttmálinn var frá upphafi ekkert annað en innihaldslaus skuldbinding, gefin eingöngu vegna þess að enska stjórnin taldi að aldrei myndi á hann reyna. Þýskaland var veikt og óvopnað, slitið sundur af innri togstreitu. Við stjórnvölinn var hinn skyn- sami og samningalipri Gustav Stresemann og við þær aðstæður töldu Bretar sig ekki hafa neitt að óttast. Frá 1919 höfðu Bretar skipulega dregið saman herafla sinn, sér- staklega landherinn, en öflugur landher var forsenda þess að vernda Frakkland fyrir hugsanlegri árás. Arið 1933 var breski her- inn, að mati eigin hershöfðingja, ófær um að takast á við jafnvel annars flokks and- stæðing utan Evrópu. Það beið þvi taktískra andstæðinga að ganga á lagið og Adolf Hitler mat stöðuna rétt þegar hann sendi þýska herinn inn í Rínarlönd hinn 7. mars árið 1936 og braut þannig Locarno- sáttmálann. Frakkar vildu ekki aðhafast neitt án stuðnings Breta, sem vegna skuld- bindinga í öðrum heimshlutum töldu sig ekki færa um að veita aðstoð. Hitler fékk sínu framgengt og leiðin til seinni heims- styrjaldarinnar var greið. Nú í lok blóðugustu aldar mannkynssög- unnar er enn talað fjálglega um nýja heims- mynd. Sú heimsmynd hefur að vísu ekki víkkað mikið því enn virðist hún ekki ná út fyrir Evrópu. Aldrei hafa jafn margir talað jafn mikið og jafn óljóst um öryggismál álf- unnar. Eftir að Varsjárbandalagið leið und- ir lok var um tvo kosti að velja í öryggis- málum Evrópu, að leysa Atlandshafs- bandagið upp og koma öryggismálunum á nýjan grundvöll með aðild allra aðila eða að finna bandalaginu nýjan tilgang. Síðari kosturinn var valinn og Atlantshafsbanda- lagið er fyrsta hernaðarbandalag veraldar- sögunnar sem ekki er beint gegn ákveðnum andstæðingi, heldur einhverri óskilgreindri ógn framtíðarinnar og á þá hver að taka það til sín. Það þarf því ekki að koma á óvart að Rússum sé brugðið. Það hefur aldrei verið ljósara en í dag að stórveldi eru heiminum nauðsynleg. Nú þegar aðeins eitt risaveldi er eftir í heimin- um er það greinilegra en nokkru sinni áður hvílík kjölfesta Bandaríkin eru í alþjóðamálum. Atlantshafsbandalagið stendur og fellur með risanum í vestri sem einn getur látið í té viðeigandi fjármagn og herstyrk. Umheimurinnn hangir nánast í pilsfaldinum á „hinum risavöxnu mistökum" sem Freud nefndi svo. Allt er undir því komið að risinn hverfi ekki öðru sinni til innhverfrar íhugunar og láti umheiminn lönd og leið. Akvörðun ríkisstjórnar Band- aríkjanna um að útvíkka Atlantshafsbanda- lagið með því að bjóða Póllandi, Ungverja- landi og Tékklandi aðild virðist benda til þess að hún hafi dregið lærdóm af sögu 20. aldarinnar, þ.e. að það þjóni hagsmunum Bandaríkjanna best að stuðla að stöðug- leika í Evrópu, þar sem tvær heimsstyrjald- ir hafa brotist út. En í ljósi reynslunnar má ekki taka á sig slíka ábyrgð nema alvara liggi að baki, staðfóst ákvörðun um að standa við skuldbindingar sínar. Loforð þýðir meira en að borga fyrir vopn handa nýjum meðlimum og vernd flughers ef á þá verður ráðist. Sagan segir okkur að friður í Evrópu er lífsspursmál fyrir öryggi Band- aríkjanna sjálfra. Ef bandalagið á að vera trúverðugt verður það að hafa yfir að ráða öflugum landher sem er fær um að verja hina nýju bandamenn og hægt er að flytja austur á bóginn með skömmum fyrirvara. Aðeins sterkur og reiðubúinn herafli getur sýnt að alvara sé að baki. Bandaríski herinn er í dag engan veginn fær um að taka á sig slíkar skuldbindingar. Mistökin frá lokum fyrri heimsstyrúildarinnar virðast vera að endurtaka sig. Á meðan Bandaríkjastjórn skipuleggur stækkun Atlantshafsbanda- lagsins heldur hún áfram að skera niður út- gjöld til hermála, sem dregur úr trúverðug- leika utanríkisstefnu hennar. Bandalag sem ekki er byggt á öflugum herstyrk mun aldrei koma hinum nýju bandalagsþjóðum til hjálpar ef á þau verður ráðist. SÍíkt bandalag er bandalag kjaftaskanna, hug- arsmíð veruleikafirrtra stjórnmálamanna, bandalag sem á endanum vinnur gegn bandalagsríkjunum sjálfum og elur á tor- tryggni þeirra sem skildir eru út undan. ÁRNI ARNARSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. MAÍ 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.