Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 4
Myndlýsingar/Andrés Andrésson ÞORRABLÓT. Meðal aðfluttra bæjarbúa virðist hafa komið upp löngun í sveitamatinn sem þeir ólust upp við. Átthagafélög riðu á vaðið og fóru að auglýsa íslenskan mat á árshátíðum sem smám saman urðu að þorrablótum. „ILLA FÓR MATUR MINN" IGREININNI „Eg gæti étíð þig" í ritínu Flögð og fögur skinn gerir dr. Dagný Kristjánsdóttir tvflryggju feðraveldisins að umræðuefni þar sem kvenlegu gildin eru - líkami, náttúra, nálægð, tilfinningar en ekki skynsemi, fjarlægð, menning og andi, sem eru þau karllegu. Hún spyr: Hvar kemur hin lífsnauðsynlegi matur inn í þessa tvflryggju. Tilheyrir hann menningu eða náttúru? „Illa fór matur minn, ég át hann", sagði kerlíngin. Þetta þurfa matarháttafræðing- ar að horfast í augu við. Þessi venjulegasti mat- ur, einvörðungu til viðhalds og eldaður á hlaup- um af til þess gerðum konum, hann bara hverf- ur - tilreiddur, inn um munninn, gegnum líka- mann og í endurvinnsluna hjá móður jörð. Þetta náttúrulega ferli - hlaðið holdlegum tilfínning- um og nálægð - þykir alla jafna ekki fréttnæmt nema fleira hangi á spýtunni. Við höfurn tíl dæmis minna af heimíldum um matargerð í eldri tíð hér á landi en í nágrannalöndunum vegna þess að hér var engin hirð. En matarhátt- um við hirðir fylgir jafnan viðhöfn af margvís- legu tagi, þar á meðal karlkyns kokkar. Við vit- um líka að íslenskir höfðingjar héldu karlkyns bryta og ölgerðarmenn í gamla daga þó að lágstéttarkonur sem að litlu er getið hafí verið drjúgastar við alþýðlega eldamennsku. Það hef- ur jafnan verið svo að eftir því sem „menningar- hliðin" kemur meira við sögu matar - og þar á ég við alla viðhöfn fram yfír hreina næringu - því meiri athygli. Og þeim mun líklegra að rekast á karlpeníng í kríngum katlana. Á nýliðnum þorra hafa að vanda átt sér stað kátlegar umræður um „þorramatinn" svo- kallaða - matarrétti sem íslenskar aðstæður hafa þróað í aldanna rás. Það er eins og rumski einhverjar sárar taugar í viðkvæmum sálum þegar þetta efhi ber á góma á meðan meðaljón- inn fær einfaldlega vatn í munninn. Tveir and- ans menn af karlkyni, Steingrímur Sigurgeirs- son á Morgunblaðinu og Guðmundur Andri Thorsson sem skrifar í Dag tjáðu sig meðal ann- arra í ár um villimennskuna sem felst í því að leggja sér til munns rétti af þessu tagi. Enda á ferðinni menn sem telja sig þekkja mörkin á milli hámatarmenningar og lágmatarmenning- ar. Hámenningin er það alþjóðlega, dýra, viður- kennda af þeim sem eru „toppurinn" í heimin- um í dag - forríkum vesturlandabúum. Lág- menningin er alþýðumenning eigin þjóðar. Pirr- EFTIR HALLGERÐI GÍSLADÓTTUR Pirringurinn gagnvart þeim þögla meirihluta íslendingg sem kjamsar grámyglulegan þorramatinn án þess að skammast sín - meira ao segja af nautn - jaðrar vio ör- væntingu. Tilraunir matarmenningarvitanna - ár eftir ár - til að lyfta þjóoinni úr sínum villimennskudíkjum og í hinar alþjóðlegu hæðir koma fyrir lítið._______ ingurinn gagnvart þeim þögla meirihluta ís- lendinga sem kjamsar grámyglulegan þorramatinn án þess að skammast sín - meira að segja af nautn - jaðrar við örvæntingu. Til- raunir matarmenningarvitanna - ár eftir ár - til að lyfta þjóðinni úr sínum vfllimennskudíkjum og í hinar alþjóðlegu hæðir koma fyrir lítíð. A þeim er helst að heyra að engir nema íslending- ar hafi látið sér tíl hugar koma að salta, reykja, súrsa, kæsa eða þurrka nokkurn skapaðan hlut eftir að menn fundu upp frysti og kæli. Fóru þar fyrir lítið pikklesar, bakkalár, ostar, skinkur, beikon, saltsíld og pylsur af ýmsu tagi t.d. pepp- eroni svo að dæmi séu nefnd. Litleysi er ein af röksemdunum gegn þorramatnum og myndi sú efalítið falla um sjálfa sig ef það sem í hlut ætti stæðist réttu viðmiðin. Sumum þykja kannske kæstir ostar(ensku og þýsku orðin um ost, cheese og kase eru skyld kæstur á ísl.)gæsalifr- arkæfa, tröfflur, ostrur eða rússneskur kavíar ekki sérlega litprúðir réttir - en verðið og um- búnaðurinn sem hafður er við neyslu þeirra bætir þetta alveg upp. Hins vegar eru vegir tískunnar órannsakanlegir og ekki alltaf á vísan að róa með það hvað ber að agnúast út í. Þannig hafa tískusveiflurnar stundum lyft fátækrarétt- um á stall svo sem rússnesku rauðrófusúpunni (borseh), sem flutti með landflótta Rússum til Frakklands upp úr byltingu og varð þar að rómuðum sælkerarétti sem nú er þekktur um allan heim. Á öldunum eftír landafundina miklu var í tísku að skopast að matarháttum þeirra sem ekki voru í samræmi við matarhámenningu samtíðarinnar. Ferðamenn skrifuðu fyndnar og rasískar lýsingar á mataræði annarra þjóða til að skemmta þeim sem heima sátu - þetta var hluti af andrúmslofti nýlendustefnunnar og afar vinsælt. Margt af því sem þá var háðulega leilrið hefur síðan fengið uppreisn æru, jafnvel komist í himinsængurnar hjá títtnefndri elítu. Við fór- um ekki varhluta af þessu, það eru til magnaðar lýsingar á matar- og drykkjuháttum f slendinga frá þessum öldum. Lítum á dæmi úr ferðabók Dithmar Blefken sem kom fyrst út árið 1607: „Ekki geyma íslendingar vínfóng þau eða bjór, sem þeir kaupa af löndum okkar, heldur fara þeir bæ af bæ og heimsækja hverjir aðra og drekka allt upp án þess að nokkuð sé fyrir það goldið. Sem þeir drekka syngja þeir um hetjudáðir forfeðra sinna. Ekki syngja þeir eft- ir neinni vissri reglu eða lagi, heldur hver með sínu nefi. Ekki telst sæmandi, að neinn standi upp frá drykkjuborðum til að kasta af sér vatni. Verður þá heimasætan eða einhver önn- ur kona að gæta borðsins og taka eftir, ef ein- hver gefur henni bendingu. Hún réttir þá að hinum sama kopp undir borðið.Meðan þetta fer fram rýta hínir eins og svín, svo að ekki heyrist hvað fram fer." Þetta er hins vegar úr grein um þorramat frá árinu 1998: „_fengur yrði að því ef einhver mann- fræðingur leitaði svara við því hvers vegna ís- lendingar borða ekki líka ullina af sauðfénu. En skepnan skyldi ekki etin með glöðu bragði. Mikið virðist lagt upp úr því að gera það sem þungbærast að borða hana; hið Ijúffenga kjöt hennar er ekki haft á boðstólnum, en þess í stað gert að snæða hin ótrúlegustu líffæri sem gædd hafa verið fjölbreytilegu óbragði. Þessu er síðan skolað niður með Svarta dauða sem er það nafn sem íslendingar hafa gefið spíra með kúmeni útí - og halda að sé snafs - en brenni- vínið hefur einmitt þá verkan að magna mjög upp óbragðið í stað þess að deyfa það." - Þarna er greinilega meira um fjariægð, menningu og anda en hold náttúru og nálægð svo vitnað sé til kynbundinna gilda hér að fram- an. Jafnvel brennivínið er allt of klúrt fyrir Guð- mund Andra.- Virðing fyrir þjóðlegum sérkennum hefur töluvert vaxið síðan Blefken var og hét en þar erum við aftarlega á merinni og ekki síst hvað þetta svið varðar sbr. fyrrgreindar umræður. Sumir vflja endalaust brjóta og brenna - sér- staklega það sem minnir á „menningarstig" er viðkomandi telja sig hafa yfirgefíð - eins og þeir sem lengst hafa gengið fram í því að jarða allt hér sem er frá því fyrir stríð. Er skemmst að minnast baráttunnar um Bernhöftstorfuna og Fjalaköttinn. Og fyrst að við erum farin að tala um hús - eiga viðhorf á borð við þau sem hér hefur verið lýst e.tv. rætur sínar að rekja til þess að það er svo stutt síðan að íslendingar komu út úr torfhúsunum (sem vel á minnst eru afar sérstakt og merkilegt framlag okkar til húsagerðarlistar í heiminum). Sumir þurfa stöðugt að minna á að þeir séu skriðnir lengra frá þeim en aðrir. í þessu samhengi kemur til hugar ungur Indíáni sem sat með mér í fyrir- lestrum um frumbyggja Ameríku við Manitoba- háskóla um miðjan áttunda áratuginn. Vel stöndugir borgarar af engilsaxnesku bergi brotnir höfðu fóstrað piltinn frá barnsaldri. Þeim hafði samt ekki tekist að má af honum ættarmótið, þrátt fyrir hátískuholningu leyndi sér ekki hver kauði var inn við beinið. Hann fann sig þráfaldlega knúinn til að gera athuga- semdir um aumingjaskapinn og villimennskuna í þessu volaða ættfólki sínu og benda á það hvað hann sjálfur stæði sig vel. Hann væri sko ekki „einnafþeim". Guðmundur Andri Thorsson og Steingrímur Sigurgeirsson eru sammála um að þorramatur sé til vitnis um niðurlægingarskeið þjóðarinnar, líklega hið ógurlega „prefrig" skeið, eða tímabil- ið fyrir daga ísskápsins. Sennilega hafa þeir ekki áttað sig á því að ísöld sú hin góða sem nútíma kælitækni skóp byrjar ekki hér svo mik- ið seinna en hjá „menningarþjóðunum". Og að meðal þeirra eru matarréttír verkaðir með „prefrig" aðferðum víða vinsælasta sælgæti og síður en svo á niðurleið enda póstmódernískir tímar og mörgu fer fram í senn. Geymsluaðferð- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. MAÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.