Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 7
eftir að Allir heimsins morgnar sló í gegn, séu eitthvað varanlegt, eða er hér aðeins um tískubólu að ræða? Jordi: Það getur varla verið tískubóla öll þessi ár. Nú eru sjö ár síðan geisladisk- urinn kom út og eins og Manuel de Falla sagði aðspurður um tískufyrirbrigði, „Þegar eitthvað endist lengi, þá er það ekki lengur tískufyrirbrigði“. Tónlist er eitthvað meira en tíska, hún er nauðsyn og fólk á öll- um aldri á Spáni, í Portúgal og Frakklandi upplifir þessa tónlist af mikilli ástríðu og áhuga. Þetta er óafturkallanlegt. Þú heldur ekki að um sé að ræða tónlist fyrir minnihluta? Jordi: Alls ekki. Þessi tónlist, eins og hvaða tónlist sem er, þarf ekki að halda á neinu sérnámi til þess að njóta hennar. Það eina sem þörf er á er fegurðarskyn. Fegurðar- skynið er eitthvað sem hægt er að þróa. En ef böm upplifa ekki tónlist í umhverfi sínu, missa þau tilfinninguna fyrir henni. Eg minni alltaf á að tónlistin er fyrsta tungumál mannsins. Aður en bamið skilur orðin, skilur það tilfinninguna, þökk sé tónfallinu. Þetta er það sem allt mannkynið á sameiginlegt. En hver er munurinn á söngtækni fyrri tírna, Montserrat, og þeirri tækni sem beitt er nú í dag? Montserrat: Munurinn liggur í þekkingu þess tíma . Um er að ræða mismunandi tækni, mikið rétt, en hægt er að læra mikið af báðum. Ég lærði klassískan söng og held að öll sú tækni sem ég lærði í tónlistarskólanum hafi komið mér að miklum notum. Síðar hef ég þurft að auka á þekkingu mína á endur- reisnar- og barrokktímabilinu með því að lesa mér til um þau og liggja í fræðiritum. En um- fram allt hef ég lært af reynslunni. Tæknin við söng á miðöldum, endurreisn eða á bar- rokktímabilinu er mjög margvíslegs eðlis, þó að grunnurinn byggist á öndun og hvernig röddinni er varpað fram. Tæknin er í sjálfu sér ekkert flóknari. Hún er nátengd innsæi söngvarans, hvort hann upplifir tónlistina á réttan hátt. Það sem allir verða að hafa vald á er víbrató og tilfinningin, það þarf að kunna að koma til skila lit raddarinnar í samhengi við textann. Þetta er langur vegur en ekki ófær. Hvað hefur þessi tónlist fram að færa fyrir áheyrandann í dag? Montserrat: Þetta er mjög fersk tón- list þar sem nóg rými er fyrir per- sónuleika og túlkun flytjandans og tjáskipti við áheyrandann. Hún býður upp á spuna og nýbreytni innan síns ramma. Þetta er heill heimur, lítt kannaður, sem veitir okkur innsæi inn í uppruna okkar og fólk fyrr á öldum. Þetta er tónlist sem læt- ur engan ósnortinn, þó að hann sé sprenglærður í tónfræðum. Hún talar beint til hvers og eins. Jordi: Söngur völvunnar, lagstúfur frá 13. öld, gregorískur söngur, verk frá 15. öld, sér- hvert tímabil á sér þúsundir laga, takta og dansa. Og hvað getur þetta veitt okkur? Fyrst og fremst fegurðarskyn, sem er upp- spretta allrar hamingju. Sú mannvera sem upplifir tónlistina á tílfinningalegan hátt er hamingjusöm og það að vera hamingjusöm er frumréttindi mannverunnar, annars væri lífið tilgangslaust. I gegn um tónlistína er hægt að upplifa allt þetta. Áður en tónlistin var álitin listform var litíð á hana sem lækningar- meðal. Það að syngja og dansa, fyrir utan listrænt gildi sem það kann að hafa, er fyrst og fremst grundvallaratriði fyrir heilsuna. Manneskja sem hvorki kann að syngja né dansa er ófullkomin manneskja, hana skortir eitthvað. í öðru lagi má skynja tónlistína sem aðferð til þess að ferðast í gegn um tímann. Þegar við hlýðum á miðaldatónlist í kirkju, er eins og við ferðumst tíl annars tíma og njót- um einhvers sem fólk þess tíma tjáir okkur, það tjáir okkur hugmyndir sínar, sál sína. Þetta er stórfengleg upplifun. Hvernig dagskrá verðið þið með á tónleik- unum á Listahátíð? Jordi: Þetta er dagskrá fyrir tríó sem sam- anstendur af söng í flutningi Montserrat, viola da gambaleik mínum og Rolf Lieslevand, sem leika mun á lútu og gítar. í raun er dagskráin eins konar yfirlit yfir arí- ur, harmaljóð og varíasjónir fyrsta barrokks- ins frá byrjun 17. aldar. Við leikum verk eftir Caccini, gítarverk eftír Gaspar Sans, Les folies d’Espagne eftir Marin Marais og verk eftír ýmsa spænska höfunda, svo sem Juan Hidalgo, Sebastian Duron og fleiri. Hvert hljóðfæri og röddin gefa til kynna margvís- lega möguleika tónlistar á þessum tíma. ALÞJOÐLEGASTI MENN- INGARARFUR OKKAR Heildarútgáfa á eddu- kvæðum ásamt skýringum er sniðin fyrir þá sem vilja nálgast kvæðin og skyggnast inn í það munn- lega menningarumhverfi sem þau lifðu í að fornu. Gísli Sigurðsson, sér- fræðingur á Stofnun Arna Magnússonar, sá um út- gáfuna og hér ræðir hann við HILDI EINARSDÖTTUR um innihald og tilurð bókarinnar. STÆÐAN fyrir því að ráðist var í útgáfu eddu- kvæða nú er meðal annars sú að öll eddukvæðin hafa ekki verið til á bók í nokk- ur ár,“ segir Gísli. „Fræði- legar forsendur hafi einnig reyst frá því að síðasta útgáfa eddukvæða var gefin út árið 1968 en fræðimenn nálgast nú kvæði sem hafa varðveist í munnlegri geymd á annan hátt en þá. Menn hugsuðu oft um eddukvæðin eins og um kvæði eftir nútímaskáld. Hugsunin var sú að villur og misminni hefðu spillt frum- gerð kvæðannna og hlutverk fræðimannsins væri að laga þessar villur í von um að endur- gera frumgerð höfundarins. Nú vinna menn út frá allt öðrum forsendum um líf og varð- veislu þessara kvæða. Menn átta sig á að munnleg geymd var lifandi og skapandi á hverjum tíma. Því voru kvæðin í stöðugri endumýjun þannig að sú gerð sem skrifuð er niður að lokum á jafnan rétt á sér og eldri gerðir og verðskuldaða athygli og túlkun eins og hún er án þess að horft sé með söknuði tíl glataðrar gerðar. Þess vegna er það til dæm- is svo að í þessari bók birti ég þær tvær gerð- ir Völuspár sem tíl eru í heilsteypri mynd en töluverður munur er á þessum tveim gerð- um.“ Gísli heldur áfram að skýra mál sitt: „Með því að nálgast kvæðin á þennan hátt er hægt að draga fram hvemig umhverfi kvæðanna endurspeglast í meðferð þeirra á söguefninu. Sum þeirra bera með sér að hafa varðveist hjá fólki sem þekktí til hirðlífs og hetjuskap- ar, önnur sýna jafnvel kvenlegra sjónarhom til sömu atburða. Þannig má til dæmis sjá tvær heilsteyptar túlkanir sem koma fram í hetjukvæðunum um Sigurð Fáfnisbana og Rínargullið. Annars vegur eru atburðir skýrð- ir með gullþorsta, heiðri og hetjuskap karl- anna en hins vegar út frá sjónarhomi þeirra kvenna sem taka þátt í atburðunum. í hinni kvenlegu sögu koma tíl dæmis fram tilfinn- ingaátök og annars óþekkt ástarsambönd með tilheyrandi afbrýðisemi sem er látin kynda undir.“ Hvemig er bókin að öðra leytí uppbyggð? Lögð er áhersla á að gefa heilsteypta mynd af Konungsbók eddukvæða sem er helsta og oft eina handrit eddukvæða. Að henni slepptri taka við samskonar kvæði sem era varðveitt heil í öðram handritum og jafnan talin til eddukvæða. Orðskýringar og útleggingar eru til hliðar við kvæðin á hverri síðu. Síðan er stuttur eftírmáli við hvert kvæði þar sem gerð er grein fyrir varðveislu, efni og fagurfræði- legum þáttum. Þá er langur inngangur að allri bókinni þar sem ég fjalla almennt um kvæðagreinina, meðal annars um það hvernig við getum nálgast fomkvæði sem voru í önd- verðu ekki ætluð til lesturs heldur flutt munn- lega, hugsanlega sungin og jafnvel leikin - að minnsta kosti flutt með leikrænum tílþrifum. f bókarlok er svo nafnaskrá." GÍSLI Sigurðsson. Morgunblaðið/Þorkell „Efni eddukvœðanna er ekki íslenskt íþeim skiln- ingi sem við leggjum í það. En kvæðin hafa varðveist og verið skrifuð hér. I tímans rás hafaþau tekið mið af íslenskum aðstœðum og hugsunar- hætti. “ Hver ætli hafi verið helstu vandkvæðin við gerð bókarinnar? „Þegar búin er til útgáfa af fornum texta með nútíma stafsetningu þá er spurningin hve langt eigi að ganga í að sýna fomar orðmynd- ir. Lesendur þurfa að fá tílfinningu fyrir að efnið er fornlegt en jafnframt verða þeir að finna að þeir ráða vel við textann. Svo vora ótal vafaatriði önnur sem þurftí að taka af- stöðu tíl. En megin línan var sú að fylgt var sömu steftiu við þennan þátt útgáfunnar og við útgáfu Grágásar hjá Máli og menningu en eddukvæðin eru í ritröðinni með íslendinga sögum og þáttum, Sturlunga sögu, Heimskringlu og Vídalinspostíllu sem hafa komið út hjá Máli og menningu og Svörtu á hvítu. Reyni oð skil|a kvæðin •ins og þau koma fyrir Gísli segir að upprani eddukvæðanna sé löngu horfinn í gráa fomeskju. Söguefnið megi þó rekja að minnsta kostí allt aftur til þjóðflutningatímans í Evrópu á 4. og 5. öld. „í eddukvæðunum varðveittust minningar af goðmögnum og hetjum eins og Atla Húnakon- ungi og fleiri sögulegum persónum sem hafa lifað samfellt með norrænum og öðram germönskum þjóðum. Það era til fom kvæði með sams konar bragarháttum og orðfæri frá Þýskalandi og Englandi sem sýnir hve eddu- kvæðin eiga djúpar rætur. Þannig eiga þau sér ekki neitt eitt upphaf heldur hafa þau þró- ast og orðið til með þessum þjóðum á löngum tíma.“ Era eddukvæðin íslensk? „Efni eddukvæðanna er ekki íslenskt í þeim skilningi sem við leggjum í það. En kvæðin hafa varðveist og verið skrifuð hér. í tímans rás hafa þau tekið mið af íslenskum aðstæðum og hugsunarhættí. Þetta er því alþjóðlegasti bókmenntaarfurinn sem við eigum.“ Gísli segir að í eddukvæðunum sé að fmna margt það besta sem hafi verið kveðið á ís- lensku og ennþá sé hægt að njóta kvæðanna og upplifa eins og þau koma fyrir. Innihald þeirra höfði heldur ekkert síður tíl okkar nú en áður. Sá siðferðisgrannur og hugmyndir um heiminn sem sé að finna í kvæðunum lýsi heilsteyptri lífssýn og hafi almennt gildi fyrir skilning mannsins á sjálfum sér. „Skipuleg hugsun fólks um heiminn og líf sitt gat af sér sköpunarsögu Völuspár, speki Hávamála og lýsingu Grímnismála á aðsetri goðanna á himinhvolfinu. Og með eddukvæð- um var bæði hægt að segja gaman- og spennusögur og þylja háalvarleg fræði um goðin,“ segir hann. „Hetjur kvæðanna urðu mönnum fyrirmynd, í þeim fullkomnuðust hinir aðdáunarverðustu eiginleikar og þar mátti líka finna persónur sem vora fullar ills hugar og verðskulduðu fyrirlitningu. Eddukvæðin skiptast nokkuð jafnt í goða- kvæði um Óðin, Þór og önnur norræn goð úr heiðni og hetjukvæði um Sigurð Fáfnisbana og fleiri hetjur. Goðakvæðin fjalla eingöngu um atburði úr lífi goðanna og varpa oft ljósi á mannlega hegðun. Hetjukvæðin gerast að mestu í mannheimum en á goðsögulegum tíma, að minnsta kosti löngu áður en tíl era vissar heimildir um atburði í norðurálfu. Enda þótt nöfn nokkurra sögulegra persóna eigi sér samsvöran í hetjukvæðunum hafa kvæðin lítíð sagnfræðilegt gildi því að þar er efninu steypt saman í sagnaheim sem lýtur eigin lögmálum. Textínn geymir líka mikla þekkingu á fortíðinni og þeirri heimsmynd sem menn höfðu þá og töldu mikilvægt að varðveita. í goðsögunum eru menn líklega að búa sér til aðferð við að tala um himinhvolfið og gætu verið að lýsa stjömumerkjunum, dýrahringn- um og hreyfingu reikistjarnanna. Um allan heim era til goðsögur til að tala um stjam- himininn eins og menn þekkja best úr grískri og rómverskri goðafræði. Samar og Kyrra- hafsbúar nota einnig goðsögur í þessum til- gangi. Það er því mjög líklegt að goðakvæðin hafi verið hlutí af þessum þekkingarheimi þótt erfitt sé að finna lykilinn að honum.“ Gisli segir að sú vinna sem liggur að baki þessari nýju útgáfu á eddukvæðum sé að hluta tíl uppsöfnuð vinna síðastliðinna 17 ára. „Ég hef gefið út stök kvæði í skólaútgáfum, skrifað greinar og flutt fyrirlestra um þau auk þess að kenna þetta efni í nokkur ár. Ég var því kominn með töluverðan efnivið þegar ég fór að vinna skipulega við þessa útgáfu. I þeirri vinnu hef ég orðið að velta við hverjum staf og ígrunda hvemig hann er til kominn. Það hefur ekki áður verið gefm út lestrarút- gáfa þar sem frumheimildimar hafa verið svo lítíð leiðréttar. Ég hef lagt áherslu á að reyna að skilja kvæðin eins og þau era tíl okkar komin. Ég forðast umræðu um höfunda og aldur einstakra kvæða en skýri ólík einkenni þeirra með tíllití til mismunandi umhverfis og með hliðsjón af munnlegu hefðinni sem þau era sprottín úr. Ég vona að þessi útgáfa á eddukvæðunum komi til móts við þann mikla áhuga á fombók- menntum sem nú er í þjóðfélaginu og hjálpi fólki að njóta þeirrar einstöku upplifunar að geta lesið svo gamlan texta á sínu móðurmáli og þannig kynnst framandi menningu sem ís- lenskan er okkar eini lykill að.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 23. MAÍ1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.