Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 9
HEIMILISFÓLKIÐ á Ytri-Brekku, þar sem Guðmundur var með farkennslu áður en hann byrj- aði með skóiann á Þórshöfn. Fremri röð: Sigtryggur Vilhjálmsson, Sigríður Davíðsdóttir hús- freyja á Ytri-Brekku, Vilhjálmur Guðmundsson Ytri-Brekku, Óli Pétur Möller, Davíð Vilhjálms- son. Aftari röð: Axel Vilhjálmsson, Árni Vilhjálmsson, Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir, Þuríður Vil- hjálmsdóttir (var nemandi í skólanum á Þórshöfn) og Jón Erlingur Friðriksson, fyrri maður Þuríðar. Myndin ertekin 1914. legri námshvöt en samkeppnina. En kærleik þenna reyni ég jafna að vekja.12 Enn eitt dæmið um sérstöðu Guðmundar er vantrúin á próf. Vorpróf voru haldin við alla bamaskóla í þéttbýli vorið 1904, en það var líka einu ári eftir að sá þeirra er engin hafði prófin var hættur störfum. Allt ber þetta vitni þeim hugmyndum, sem Guð- mundur Hjaltason hafði um skólamál. Bragi Jósepsson skrifar: ... sækir Guðmundur hugmyndir sínar víða að. Undirstöðuna fær hann úr kenningum kristindómsins og Nýjajtestamentinu og úr norrænni og íslenskri mennningarhefð. Kenningar Lúthers og Gruntvigs setja einnig sterkan svip á alla hugmyndafræði Guðmundar.13 Við vitum nú að Guðmundur Hjaltason fylgdi eftir lýðskólahugmyndafræðinni í verki, skólinn á Þórshöfn var starfræktur í anda hennar. Skólastarfíð var í takt við þá framsæknu uppeldisstefnu, sem átti eftir að setja mark sitt á skólasarf á íslandi er líða tók á öldina, hugmyndir, sem Band- aríkjamaðurinn Dewey hélt fram. Það meg- inatriði áttu þeir a.m.k. sameiginlegt, að hafna harðneskjulegum uppeldisaðferðum, vildu þess í stað vekja forvitni barnsins og ánægju yfir því að læra og kynnast umhverfi sínu.14 Guðmundur Hjaltason vildi, eins og aðrir lærisveinar Gruntvigs, mennta bömin fyrir lífið en ekki fyrir prófborðið. Kennar- inn skyldi virða börnin, hlúa að skynsemi þeirra með því að láta þau athuga hlutina sjálf og uppgötva leyndardóma tilverunnar. Nám átti að vera leikur, ekki stagl. I rit sitt „Heilræði til barnakennara“ skrifar Guð- mundur: Ætíð sé í allri kennslu eitthvað nýtt, eitt- hvað sem að gjörir geðið glatt og hlýtt Ennfremur: Fylg þú þeim um fjöll og dal með fróðleiks- tal, horf með þeim á himinljós og holtarós.15 IJppeldishugmyndir af þessu tagi voru byltingarkenndar í samfélagi þar sem mikil- vægast var í lífsbaráttunni að börnin vend- ust vinnu og skólinn varð að sama skapi að vera harður heimur, sem krefðist aga og árangurs. Færi allt vel yrðu laun námsins góður efnahagur, virðing og völd. Stuðn- ingsmenn Guðmundar gerðu góðan árangur kennslunnar að úrslitaariði í umsögnum sín- um, þó var mælanlegur árangur ekki aðal- atriði í þessari nýju menntastefnu 20. aldar. Á íslandi varð stefna hinna gömlu gilda ofan á enn um hríð. Ekki var á öðru von en sum frjókorn þeirrar lýðmenntahreyfingar sem Guðmundur Hjaltason var fulltrúi fyrir féllu í grýtta jörð. Hvers vegna hætti barnaskól- inn á Þórshöfn störfum vorið 1903? Fyrst er að nefna fjárhagsástæður. Hreppsnefnd og skólanefnd réðu Guðmund til barnakennslu og gerðu honum þannig kleift að sækja um og væntanlega hljóta, í hlutfali við fjölda nemenda, styrk af því fé er fjárlög alþingis veittu til sveitakennslu. Ekki er Ijóst hvemig greiðslum hlutafélags- ins til skólans var háttað. Foreldrar barn- anna greiddu fyrir kennsluna, fjórar krónur á mánuði sagði Arnljótur vorið 1901. Tekju- tapið, sem hefur fylgt fækkun nemenda, hlýtur að hafa verið tilfinnanlegt. I ævisögu sinni segir Guðmundur: Af því að ég var efnaður og lengi einhleypur Sagan af tilraun Guð- mundar Hjaltasonar til pess að starfrœkja barna- skóla á Þórshöfn í byrjum 20. aldar varpar Ijósi á þá erfiðleika sem íslenskt skólakerfi átti við að etja og hvernig ástatt var pegar landinu voru sett fræðslulög. og fékk gott kaup við heyskap og jarðabæt- ur og konan svo nægjusöm og barnið bara eitt, þá komst ég af með þessi aumu kennslukjör. En hefði ég verið fátækur fjöl- skyldumaður - hvað lá þá annað fyrir en hreppurinn?16 I öðra lagi megnaði skólinn á Þórshöfn ekki, vegna þess hvernig samgöngum hlaut að vera háttað og kostnaðar við uppihald fjarri heimili sem af því leiddi, að uppfylla þarfir héraðsins fyrir menntun bama. Ekki gátu öll börn farið til Þórshafnar daglega, síst þau yngstu, og það hefur verið takmörk- um háð hversu margir gátu komið bömum fyrir á heimilum þar. Þess vegna lifði gamla fyrirkomulagið áfram. Ekki er að sjá í heim- ildum að vesturferðir og fátækt hafí verið beinar orsakir þess að skólinn lagðist niður eins og Bragi Jósepsson segir,17 þó auðvitað hafi hvomgt létt undir. Hreppsnefndar- mönnum þótti fjárhagsstaðan rayndar svo góð haustið 1901 að þeir ræddu á fundi að „kaupa verðbréf'.18 Sjálfur skrifaði Guð- mundur í ævisögu sína um fækkun nem- enda: Nýr umgangskennari var kominnn í sveitina og honum tekið af mörgum með fögnuði nýungagirninnar.19 Loks er hægt að geta sér þess til að undir það síðasta hafi ekki lengur verið tiltakan- lega kært á milli heimamanna og Guðmund- ar. Þegar hann fluttist burtu færðu Keld- hverfingar honum gullúr að gjöf og fluttu honum þakkarávarp fyrir kennslun fyrmrn. Hann segir í ævisögunni að „menningarþrá" Langnesinga hafi verið lítil og þar hafi hann einskis saknað nema séra Arnljóts og svo hússins og garðanna, sem hann hafði haft svo mikið fyrir. Þar á Guðmundur við tvo kálgarða er hann kom upp við hús sitt. Skólaskýrslumar benda einnig tii þess að Guðmundur hafi sætt gagnrýni, a.m.k. er vottorð Arnljóts Ólafssonar traustsyfirlýs- ing vorið 1902: Eftir þekking minni á kennslu herra Guð- mundar Hjaltasonar að undanförnu get ég vottað að hún hefur haft hinn bezta árangur, og fulltreysti því að sama muni nú vera.20 Heimildir um kennslu Guðmundar á Langanesi og Langanesströnd em allar á einn veg. Til eru vitnisburðir frá maímánuði 1899.21 Sr. Jón Halldórsson á Skjeggjastöð- um talar um „stakan áhuga og lipurð við kennsluna, og starf hans því borið góðan árangur". Valdimar Magnússon á Bakka segir að Guðmundur hafi sem kennari „unn- ið sér hylli allra“. Jón Sigurðsson Oddviti í Höfn segir 12. maí 1899: „Kennari þessi hef- ur reynst hinn bezti og fullkomnasti.“ Ljóst er að Guðmundur Hjaltason var sérkennilegur maður og hreinskilinn. Hann gat verið sem góðvildin holdi klædd, þegar böm vora annars vegar. Hann gat líka verið kuldalegur og skapharður við annað fólk, t.d. áheyrendur á fyrirlestri sem hann hélt á Akureyri, og höfðu þeir þó greitt aðgangs- eyri.22 Skrif um persónu Guðmundar og skapgerð hafa í sjálfu sér ekki aðra þýðingu en þá að minna okkur á að engin opinber stofnun var til þess að „sætta“ kennarann og notendur menntakerfisins. Ekkert skrifræði þar sem regla, skynsemi og nytsemi eiga að stjóma úrlausn mála og við emm orðin vön. Hafi skóli Guðmundar ekki verið í samræmi við hugmyndir foreldra barnanna um góðan skóla, vom þeir í fullum rétti að finna nýja lausn sem þeim líkaði. Og það gerðu þeir, hverjar sem hinar eiginlegu ástæður hafa verið. Skarð var fyrir skildi eftir brotthvarf Guðmundar af Þórshöfn. Hreppsnefndin ræddi árið 1905 „um kostnað við fundarhús- byggingu fyrir hreppinn í sérstöku sam- bandi við barnaskólabyggingu". Kosin var nefnd í málið. Og það þurfti að kenna börn- unum. Á almennu hreppsþingi þá um haust- ið færði fundarritari til bókar: Var rætt um barnakennslu og skorað á þá menn, sem vilja koma börnum sínum til kennslu að gefa sig fram sem fyrst og þeim mönnum, sem vilja takast barnakennslu á hendur, að láta hreppsnefndina vita það -,23 Sagan af tilraun Guðmundar Hjaltasonar til þess að starfrækja bamaskóla á Þórshöfn í byrjum 20. aldar varpar ljósi á þá erfið- leika sem íslenskt skólakerfi átti við að etja og hvemig ástatt var þegar landinu vom sett fræðslulög. Norður-Þingeyjarsýsla var skólalaust samfélag og lög landsins vom ekki miðuð við þarfir skóla, engin skóla- skylda og fé til greiðslu kostnaðar var ekki tryggt. Tilvist skólans var háð velvild not- enda, eða réttara sagt foreldra þeirra, og hún var háð því að almannavaldið, hrepps- félagið og landstjómin, beittu sér. Saga þessa skóla er jafnframt saga nýbreytni í kennsluháttum, sem var langt á undan sinni samtíð. Barnaskólinn var hluti af sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar, Arnljótur Ólafs- son var gamalreyndur í því stríði og Guð- mundur Hjaltason var liðsmaður þeirrar hreyfingar er vildi búa til frjálsa þjóð úr þeim efnivið er aldamótaæskan var. Tilvísanir í heimildir: 1 Saga Menntaskólans á Akureyri 1880-1980. 1. bindi. Ritstjóri Gfsli Jónsson. Akureyri 1981, bls. 117. 2 Gjörðabók hreppsnefndar Sauðaneshrepps 1896 - 1921. HRP - 63 - 3. Héraðsskjalasafn Suður-Þingeyj- arsýslu og Húsavíkurkaupstaðar. 3 Guðmundur Hjaltason. Ævisaga Guðmundar Hjaltasonar skráð af honum sjálfum. Rvík. 1923, bls. 169-160. 4 Skjalasafn landshöfðingja, sveitakennarar, Kng- eyjarsýsla 1900-1905. Þjóðskjalasafn íslands. 6 Gjörðabók hreppsnefndar Sauðaneshrepps 1896- 1921. HRP - 53 - 3. Héraðsskjalasafn Suður-Þingeyj- arsýslu og Húsavíkurkaupstaðar. 6 Skjaiasafn landshöfðingja, sveitakennarar, Þing- eyjarsýsla 1900-1905. Þjóðskjalasafn íslands. 7 Manntal 31.12.1900. Þjóðskjalasafn fslands. 8 Sbr. Skjalasafn landshöfðingja, sveitakennarar, Þingeyjarsýsla 1900-1905. Þjóðskjalasafn íslands. 9 Vitnað eftir minni i ummæli Þuríðar Vilhjálmsdótt- ur kennara, Svalbarði, sem nú er látin. 10 Sbr. Skjalasafn landshöfðingja, sveitakennarar, Þingeyjarsýsla 1900-1905. Þjóðskjalasafn íslands. 11 Guðmundur Finnbogason. Skýrsla um fræðslu barna og unglinga veturinn 1903-1904. Rvík. 1905, bls.51. 12 Skjalasafn landshöfðingja, sveitakennarar, Þing- eyjarsýsla 1900-1905. Þjóðskjalasafn íslands. 13 Bragi Jósepsson. Lýðháskólamaðurinn Guðmund- ur Hjaltason og ritverk hans. Rvík. 1986, bls. 16. 14 Sbr. John Dewey. Hugsun og menntun. Gunnar Ragnarsson þýddi. Tilraunaútgáfa. (Rannsóknar- stofnun Kennaraháskóla íslands.) 1994. 15 Guðmundur Hjaltason. Heilræði til bamakennara og barnavina - hin stærri. Landsbókaasafn íslands, 2743, v8. 16 Guðmundur Hjaltason. Ævisaga ..., bls. 159-160. 17 Skjalasafn landshöfðingja, sveitakennarar, Þing- eyjarsýsla 1900-1905. Þjóðskjalasafn ísiands. 18 Gjörðabók hreppsnefndar Sauðaneshrepps 1896 - 1921. HRP - 53 - 3. Héraðsskjalasafn Suður-Þingeyj- arsýslu og Húsavíkurkaupstaðar. 19 Guðmundur Hjaltason. Ævisaga..., bls. 161. 20 Skjalasafn landshöfðingja, sveitakennarar, Þing- eyjarsýsla 1900-1905. Þjóðskjalasafn ísHEIMILIS- FOLKIÐ á Ytri-Brekku, þar sem Guðmundur var með farkennslu áður en hann stofnaði skólann á Þórs- höfn.lands. 21 Skjalasafn landshöfðingja, sveitakennarar Norð- ur-Múlasýslu 1894-1899, Þjóðskjalasafn íslands. 22 Sbr. Guðmundur Hjaltason. Ævisaga... , bls. 149, 155,159. 23 Gjörðabók hreppsnefndar Sauðaneshrepps 1896- 1921. HRP - 53 - 3. Héraðsskjalasafn Suður-Þingeyj- arsýslu og Húsavíkurkaupstaðar. Björk er kennari í Mosfellsbæ, en Þorlákur kennir við Menntaskólann á Akureyri. LAUFEY DÍS EINARSDÓTTIR FLATEYJAR STRAUM- AR Rétt við aldanna rót roðans sólsetrið brann þar ég festi minn fót æska í blóði mér rann Inn við fjallana fang foldin lífskraft mér gaf Nú mér gæfunnar gang gefur ólgandi haf Rétt við víðáttu væng vaggar gleðinnar rún Par er ævinnar sæng sett á hamingju brún Inn við sumar og sól er sérhvern dag mér í hlær þar ég byggi mitt ból blóm á sál minni grær Rétt við seiðandi straum, er skellur eyjunum á Ég lifi dásemdar draum dafnar ástin mér hjá Neisti guðs í mér grær geislar Ijóma í sál Von í huganum hlær hjartans brennur mitt bál. Höfundurinn er húsmóðir og fyrrverandi sjómaður. GUÐJÓN SVEINSSON VORSYN Komdu til mín káta mær kysstu mjúkt á dofnar tær augnljós þín lýsi skær svo lyng og völlur grói. Syngi á vötnum svanafjöld sólbjört, kyrrlát undrakvöld, þá tekur fiðlan fagra völd - fífusund og mói. Yfir klakans kalda þel klingir rödd þín, þýtt og vel, eg á fingrum feysknum tel er fyllist allt af blómum. Bíð við gluggann, gömul sál, geymi í hjarta funabál... Fram við djúpan ægis ál andrá full af hljómum. - Komdu til mín káta mær kysstu það er dó í gær svo af landi losni snær og lindir bláar syngi. Ungur þá ég aftur verð út í bláinn stefni ferð; sálin býr að góðri gerð: grjóti, sól oglyngi. Árdagurinn signir sverð, syngur af afl’ og kynngi. Höfundurinn er skáld á Breiðdalsvik. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. MAÍ 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.