Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 11
+ ASTARNÓTT, olía á striga, 1927. MITT LITLA Mont Blanc, 1922. MÁLVERKIÐ: Fagra garðyrkjukonan (Sköpun Evu) 1923. Olía á léreft, 77 1/8x44 7/8. Málverkið var á sýningunni úr-kynjuö list í Haus der Kunst í MQnchen 1937 og týndist. Myndefniö var lista- manninum hugstætt og til eru nokkrar endurgeröir, sem hann vann löngu seinna. a u varðandi þrykk ýmiss konar, krafs, núnings og X klippimynda. i- Það er eitt, þá tilgangurinn er einungis að rífa n niður með gildi sjálfrar athafnarinnar að mark- miði, annað að rífa niður af nauðsyn fyrir það að sagan er með og að baki athöfnum gerandans og ferlið þannig upplifað og náttúrulegt. Þessir menn byggðu list sína á fortíðinni og höfðu ríka kennd til hennar, þrátt fyrir allt. Þeir höfnuðu henni ekkd þótt kenningasmiðir mótuðu slagorð líkt og „í listum er engin leið til baka" og „fígúr- an er dauð". Það hefur nefhilega lengi verið vitað, að sá sem afneitar fortíðinni verður að endurtaka hana, en þar með er ekki sagt að viðkomandi skuli dýrka hið liðna né lifa fyrir liðna tíð, heldur vera allt í senn meðvitaður um fortíðina, með báða fætur í nútíðinni og opinn fyrir framtíðinni. Allir þessir þættir eru vel merkjanlegir í list Max Ernst, og hann málaði meira að segja hárómantískar algyðislegar landslagsmyndir á mörkum þess yfirskilvitlega og á stundum mjög skreytikenndar. Hér var hann að vissu marki undir áhrifum frá landa sín- um, hinum mikla málara rómantíska tímabils- ins, Caspar David Friedrich, sem gaf mönnum það ráð að loka efnislegu augunum, þá fyrst yrði mynd hins andlega auga sýnileg. Þegar Ernst frétti, að við bruna Glerhallarinnar í Múnchen 1931, hefðu 9 málverk Caspars Davids eyðilagst, lá við að hann legðist veikur, svo mjög sem hann tók það nærri sér. Konurnar urðu margar í lífi Marx Ernst, yfir honum var þokki hins fámáluga hægláta manns en spurulla augna, er bjuggu yfir einhverjum innri seið og dulmögnun. Þær hrifust ekki ein- ungis af magnþrungnum myndverkum hans, heldur einnig manninum að baki þeirra. Franska skáldið Paul Eluard sendi Gölu konu sína til Ernst með orðunum: hvað getur maður gert meira fyrir vin sinn en að senda honum konu sína sem maður elskar ennþá. Á tímabili varð úr þríhyrningur, og þau ferðuðust mikið saman, meðal annars til Indókína, en seinna varð Gala ástkona Salvadors Dalís, músa og fylginautur hans allt lífið. Önnur eiginkona Ernst, sem hann kvæntist 1927, var Marie- Berthe Aurenche, sem var nýkomin af stúlkna- heimili og fyrir tilstilli foreldranna á leið í hjónasæng með efnuðum málafærslumanni, er eignalaus listamaðurinn nam hana á brott. Var í fyrstu eftirlýstur af yfirvöldunum, en foreldr- arnir sættust við málarann og hjónabandið ent- ist til 1937. Sama ár tók hann saman við breska málarann og skáldkonuna Leonoru Carrington og flutti með henni til Suður-Frakklands. Max Ernst var samsettur maður og gat verið hrjúfur í garð eiginkvenna sinna, fann ekM til- gang í þessum hjónaböndum, varð leiður á þeim og yfirgaf þær. f samtali við Jimmy son sinn sagði hann eitt sinn og lagði í róminn; „Sérhver kona hefur sköp, en hjá fæstum eru þau í sam- bandi við heilastöðvarnar. Flæktu aldrei radd- böndum og heilabúum saman... Ást getur orðið verst allra kynsjúkdóma." Er seinni heimsstyrjöldin braust út var Max Ernst í undarlegri aðstöðu, í Frakklandi var hann fjandsamlegur útlendingur, en í Þýska- landi úrkynjaður og útskúfaður listamaður. Hann var tekinn fastur og sat í tvennum fanga- búðum, en Eluard tókst að fá hann lausan. Er þýskar hersveitir ruddust inn í Frakkland, var hann aftur tekinn fastur og settur í búðir, en tókst að flýja, er tekinn fastur aftur og nú af Gestapó, en flýr aftur. Enn nýtur hann vina sinna, sem útvega honum pappíra til Bandaríkj- anna, og vegabréfslaus flýr hann yfir Spán til Lissabon, og flaug þaðan til New York 14. júlí 1941. Var um tíma í innflytjendabúðum, en Peggy Guggenheim tekst að fá hann lausan og greiðir götu hans á allan hátt, og fyrr en varir er hún orðin þriðja eiginkona hans. Hjónaband- ið entist ekki nema í ár, kannski var það ein- ungis til málamynda til að gera Ernst löglegan í landinu, því nú tekur hann saman við brezka málarann og skáldið Doretheu Tanning, sem var 21 ári yngri en Ernst. Hún varð svo fjórða eiginkona listamannsins 1946, og þá var hann loks kominn í heila höfn og þau lifðu saman til æviloka og höfðu mjög örvandi áhrif hvort á annað. Byggðu sér hús í Sedona í Arizona þar sem Ernst gerði marga og eftirminnilega skúlptúra. Hafi hjónabandið við Peggy Guggen- heim ekki beinlínis verið málamyndahjónaband, hefur Dorothea Tanning óvefengjanlega verið stóra ástin í lífi Ernst sem engu eirði því hann kynntist henni þegar hann aðstoðaði við sam- setningu sýningar á málverkum kvenna í hinum nafntogaða sýningarsal Peggyar, Art of This Century, List á þessari öld. Nú varð Max Ernst aftur að fara að berjast fyrir lífi sínu, því lítill markaður var fyrir mynd- verk hans, en 1947 vann hann óvænt samkeppni fyrir framan nefið á Dalí og Delvaux varðandi listaverk í kvikmynd. Þó gengu sýningar sem hann hélt ekki sérlega vel og sumar beinlínis illa. Hann gerðist amerískur ríkisborgari 1948, en eitthvað skorti á að hann festi rætur. Evrópa freistaði og hann leigði sér vinnustofu í París 1950, flutti svo alfarinn til Frakklands 1953 og varð franskur ríkisborgari 1958. París var þá aftur orðin miðja listar hans og þó þau Dorothea settust að í Suður-Frakklandi, var hann jafnan með vinnustofu í borginni. Árið 1954 verður vendipunktur í lífi listamannsins, því þá fær hann heiðursverðlaunin á Tvíær- ingnum í Feneyjum og um leið má segja að and-listamaðurinn hafi orðið klassískur. Frá þessu ári lá leiðin upp á tindinn og Max Ernst var virtur og dáður síðustu 25 ár lífs síns, lést í París 1976. + LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. MAÍ1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.