Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 12
irffc-- |tj Vilu' ofV' —'2^~U $ 'í$. :zS-r* 'fUrx^. % \V£&> VEÐURBÓKUM EFTIR DAVÍÐ ÓLAFSSON Með skráningu veðurbóka var sagt skilið við hið al- gilda og óumbreytanlega í heimsmyndinni, en þess í stað kom hið mælanlega og flokkanlega. Elstu varðveittu veðurbækurnar í handritadeild eru veður- bækur Jóns Jónssonar prests á Núpufelli frá 1748-68, þær einu frá miðbiki 18. aldar. ÞAÐ er gjaman sagt að við lifum á fjölmiðlaöld og upplýsingabylting- in er á hvers manns vörum um þessar mundir. Hver tími hefur sína eigin fjölmiðla og upplýsinga- veitur og á 19. öld var ritað mál mikilvægasta boðleið upplýsinga til fróðleiks og skemmtunar, hvort sem var á prenti eða í handritum. Opinberri menningu var gjarnan miðlað með prentuðum bókum og blöðum en samhliða var einhverju sem kalla má alþýðumenningu dreift í handrit- um sem annað tveggja voru lánuð til lestrar eða uppskrifta eða að skrifarar fjölfölduðu og seldu. Handritadeild Landsbókasafns er uppfull af hvers kyns skrifuðum skræðum sem færa manni heim sanninn um það að hér var um virka boðleið menningar að ræða. Skiptingin í alþýðumenningu og opinbera menningu orkar jafnan tvímælis og oft smitar þar á milli. Þó er það eitt helsta einkenni alþýðumenningar að hún er þögguð niður og lítt sýnileg. Hennar verður eiginlega ekki vart fyrr en hún er viður- kennd af hinni opinberu menningu sem innlim- ar hana eða blandast henni á einhvem hátt. Um miðja 19. öld gerðist það að alþýðleg veð- urvísindi smeygðu sér inn fyrir vébönd form- legrar menningar. Þrátt fýrir að ísland væri þá lítt fram gengið á hinni kapítalísku braut voru það nú markaðsöflin sem drógu þessa hjátrú fólksins fram í dagsljósið, já og þéttbýlið. Árið 1869, löngu fyrir daga Veðurstofu íslands kom út á Akureyri lítið kver sem innihélt veðurspá komandi árs. Útgefendur voru þeir Jón Jóns- son Borgfírðingur og Friðbjöm Steinsson; höfundur var Benedikt ívarsson. Spádómar Benedikts vom svo útbreiddir í uppskriftum að rétt þótti að prenta þá árið 1858 til að svara eft- irspum. í handriti kostaði almanak með veður- spá 18-16 skildinga en prentaða útgáfan var seld á 4 skildinga. Veðurspádómar Benedikts birtast meðal annars í handritum Tómasar Jón- assonar á Veturliðastöðum í Fnjóskadal þar sem þeir eru bomir saman við tíðarfar í Fnjóskadal. í dagbókum Bjöms Gíslasonar bónda í Búlandsnesi er dagatal Benedikts varðveitt ásamt 19 ára gömlum dagbókum. Vafalaust er skrifuð dagatöl Benedikts víðar að finna í handritum á Landsbókasafni og á skjala- söfnum víða um land. Benedikt ívarsson fæddist árið 1831 á Ey- vindarstöðum í Sölvadal. Foreldrar hans vora ívar Jónsson bóndi á Torfum í Hrafnagils- hreppi og Guðfinna Sigurðardóttir kona hans. Þau hjónin vora bammörg og í manntalinu 1845 era 6 böm þeirra á heimilinu á aldrinum 7-15 ára, Benedikt elstur. Fjölskyldan flosnaði upp af Torfum ári síðar, hjónin höfðu yngsta bamið með sér en hin dreifðust um sveitir Eyjafjarðar, sem niðursetningar og síðar vinnuhjú. Páll Eggert Ólason titlar Benedikt skáld í æviskrám sínum en lengst af var hann vinnumaður, kotbóndi eða húsmaður. Jónas Rafnar lýsir honum svo í Eyfirzkum sögnum: „Benedikt var vel að sér í mörgu. Hann orti ýmislegt, sem ber vitni um talsverða hag- mælsku. Voru það aðallega tækifærisvísur, sem því miður munu flestar vera gleymdar. Hann var skrifari góður, kunni fingrarím og reiknaði og ritaði almanök fyrir marga í firðinum. Lét hann þá oft fylgja veðurspádóma, svo sem þá var títt og var því af almenningi oftast kallaður Benedikt spámaður."1 Benedikt kvæntist Sigríði Ólafsdóttur árið 1863 og eignuðust þau fjögur böm. Sögur ganga af því að Benedikt hafi verið óblíður í skapi við fjölskyldu sína og skildu þau hjónin skömmu áður en Benedikt lést en þá var hann orðinn hreppsómagi. Sam- kvæmt kirkjubókum Saurbæjarsóknar lést Benedikt spámaður úr holdsveiki 11. ágúst 1880 á Krónustöðum í Saurbæjarhreppi, 48 ára að aldri. Árið 1859, þegar dagatahð kom út, var hann vistráðinn að Möðrufelli í Grandarsókn, 28 ára gamall. jönssonar á NúpufeWi- Jóns ItuKns IllUItlS hcfor 30 daga. 31 d«ga. S. 17. veíur 18. ðg htii hclur 1. Aoatan- 2. ákt 8. í. h>c% 4. þoku og 5. rignlngu, 6. oítnn 12. r. 7. aublagur 8. hlýlnda- 9. vinður S. 10. cg gút>- 11. rilri 12. íncb 18. »d|- 13. v. 14. skini. 15. pnt eptlr 16. »kára- 9. r, 16 golur inc8 17. þokum, 18. siilð 8. 19. og nictor 20. ktclutn; 91. slban meiri 29. Hgnlngar 10. v. 23. og 24. hlýrra 25. meb S. 96. danipnfullu 27. Íoptí, en 28. jafnabar- 29. lega þoku 11. r. 30. og Ttetu. ■ ii I>oko- 7. r< 2. Jopt 3. ðg 4. siild; 8. 5. ivo fagurt 6. rebnr meb 7. su&Iœgum 8; vindi, 8. r. 9. »61- lO.ikinl il. og S. IL 12. hlýindum; 13. sfóah 14. kaldara 16. og haf- 19. mikill 30. «cm 14. r. 21. blaádaat 22. þoku- 23. kxlu, S. 24. sfild og 25. norban 26. átt; svo 27. rigniog 15. r. 28. mtb 29. kulda 30. og siormi & 81. á norlan. ÁRIÐ 1859, löngu fyrir daga Veðurstofu íslands kom út á Akureyri lítið kver sem innihélt veðurspá komandi árs. í þessu litla kveri er tíðarfari hverrar viku lýst í meitluðum setningum og er spáin byggð á gam- alli þjóðtrú um tunglöld og hringrás náttúrann- ar. Á nítján ára fresti ber kvartilaskipti tungls upp á því sem næst sama vikudag og sú trú fylgdi að því yrði veðurfar hið sama á 19 ára fresti. Eitthvað var árafjöldinn á reiki eftir því sem Jónas Jónasson frá Hrafnagili segir í ís- lenskum þjóðháttum: „Sú trú hefir verið sum- staðar, og er enda enn, að sama tíðarfar komi alltaf tuttugasta hvert ár. Hafi maður því tutt- ugu ára gamla dagbók, getur maður vitað um veður á hverjum degi fyrirfram.“2 Páll Bergþórsson segir hvort tveggja hafa þekkst að veðurreynd yrði sú sama á 19 og 20 ára ffesti og ber þar fyrir sig Jónas sem nefnir 20 ár og Þórð Tómasson safnvörð á Skógum sem lýsir fyrirbærinu svo: „Veðurspádómar voru samdir árlega og gengu jafnvel kaupum og söl- um engu síður en skrifuð almanök. Þeir byggðust á 19 ára gömlum dagbókum og þeirri trú, að veðurreynd yrði hin sama 19. hvert ár. Nefndist það tímabil Tunglöld."3 Þessi háttur TIL SJÁVAR og sveita voru menn - og eru enn - háðir tíðarfarinu. 1830 og þaðan til ársloka 1875 eftir Björn Jóns- son ritstjóra á Akureyri. Björn hefur ritað veð- urbækumar upp í eina bók, sennilega eftir handritum Ólafs og Torfa. Veðurbók Torfa Sveinssonar hef ég ekki fundið í eiginhandarriti en veðurbók Ólafs Eyjólfssonar er varðveitt í handritadeild Landsbókasafns. Báðir skrifuðu þeir Torfi og Ólafur almanök fyrir aðra sem varðveitt era í handritadeild Landsbókasafns. Ólafur Eyjólfsson fæddist 24. nóvember 1787 í Fagraskógi. Hann bjó um tíð á Uppsölum í Eyjafirði en dvaldist síðan lengi hjá mági sin- um, Sigfúsi Jónssyni á Syðra Laugalandi. Hann skrifaði þar upp margt rímna og kvæða, meðal annars eftir Sigfús, og skipta handrit með hans hendi í handritadeild Landsbókasafns tugum ef ekki hundruðum. Einnig skrifaði hann upp mik- ið af almanökum fyrir bændur norðanlands og nokkur slík era varðveitt í Handritadeild Landsbókasafns. Árið 1809 skrifar Torfi Sveinsson eftirfarandi hugleiðingu með almanaki sem hann skrifaði fyrir sr. Jón Jónssson á Möðrufelli, og varpar hún nokkru ljósi á hugmyndir manna um veð- urspádóma í upphafi 19. aldar: „Sama er að segja um Veður Spána, hún er sama og ársins 1790, því að Stjörnumeistarar hafa plagað að láta hana vera hina sömu 19. hvört ár. Enn af því að meira mundi marka það veðráttufar, sem var hér hjá oss fyrir 19 og 38 áram, enn í Kaup- mannahöfn uppá komandi árs veðrafar, vil ég hér til aðgæslu setja Veðráttufar áranna 1790 og 1771 eftir því sem það féll í hveijum mánuði þessi sömu ár, hér í Eijafirði.“G Ekki era veðurspádómar tunglaldar bundnir við íslenska sveitamenn og þeirra hjátrú, eins og sjá má af skrifum Torfa bónda á Klúkum. í evrópskri menningu höfðu dagatöl mikið víðtækara hlutverk en nafn þeirra ber með sér, að telja dagana. Árlega prentuð almanök byrj- uðu að koma út í Þýskalandi rétt upp úr 1500 og breiddust þaðan út norður á bóginn og voru þau fyrstu prentuð í Danmörku um miðja 16. öld. Þessi almanök urðu fljótlega hið mesta þarfaþing, uppfull af ffóðleik og skemmtan. Danski fræðimaðurinn Karen Schousboe segir í formála að danskri dagbókaskrá að skráningar á veðurfari, sem er algengasta efni dagbóka, séu sprottnar úr jarðvegi bændahandbóka (bondepraktika) og veðurbóka. Svonefndar jólaskrár gegndu þessu hlutverki hér á landi og einnig þekktist hugtakið Búrapraktica. I hand- riti sr. Jóns Erlendssonar frá miðri 17. öld seg- ir að í Norður-Evrópu sé sá háttur hafður á að gætt sé að veðri um hina 12 daga jóla og af því megi sjá „alla ársins skikkan, bæði veðurfar, grasvöxt, grass og koms notkun, ávöxt, frjó- semi, stríð, hallæri, hungur, sjúkdóm og dauða.“7 Þetta segir sr. Jón að hafi og borist hingað til lands að fomu. Samkvæmt fyrr- nefndri danskri skrá var þessi siður við lýði þar í landi í það minnsta til loka 18. aldar. í umfjöll- un um danskar dagbækur segir Bjame Stok- lund að almanök innihaldi dagatal, upplýsingar um kirkjulegar hátíðir og gang himintungla, og bætir svo við: „En almanökin innihéldu einnig beina spádóma, nefnilega um veðrið. Veðurskil- yrði hvers mánaðar voru dregin saman svo að bóndinn vissi hverra veðra væri von. Slíkar „langtímaspár" mátti finna í almanökum háskólans til ársins 1832."8 Sú skynjun á tímanum sem kemur fram í veðurspádómum byggðum á tunglöld er athygl- isverð. Hringrás náttúrunnar er fyrirmynd allr- ar skynjunar á heiminum. Þó árið sé liðið í ald- anna skaut kemur það alltaf aftur, að minnsta kosti að þessu leyti. Loftur Guttormsson lýsir gekk mann fram af manni meðal forfeðra Þórð- ar og teygði anga sína til æskuára hans á fyrri hluta tuttugustu aldar: „Veðurfræði fólksins sem ég ólst upp með, stóð á gömlum merg. Sveinn Tómasson [f. 1856] hélt dagbækur og samdi veðurspádóma áram saman að hætti frænda sinna og forfeðra."4 Guðmundur Guð- mundsson bóndi og bókbindari, Taðhól í Nesj- um, gerði veðurspár eftir gömlum dagbókum og lét eitt sinn þessa vísu fjúka með: Lítið ganga vill í vii veðrið heill kann banna. Krókloppinn í kafaldsbil klóraði ég spádómana.6 Veðurspá Benedikts fyrir árið 1859 var því síður en svo ný af nálinni né hans uppfinning. Sjálfur hafði Benedikt selt slíkar spár í upp- skriftum og fylgdi þar gamalli hefð. Handrit Lbs 311 8vo inniheldur veðurbækur þriggja manna sem ná yfir tæp 100 ár; frá 1783-1819 eftir Torfa Sveinsson bónda á Klúkum, þá eftir Ólaf Eyjólfsson á Syðra-Laugalandi til ársins VEÐURSPAR FYRRI ALDA 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. MAÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.