Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Qupperneq 13
„ENGiNN póstanna hefur lýst yfir fylgi við altæka afstæðishyggju, a.m.k. mér vitanlega. Frumherji þeirra, Friedrich Nietszche, taldi allar heimsmyndir túlkanir. Heimurinn gæti verið heilaspuni." Myndin er eftir bandaríska myndlistarmanninn Alex Grey. PÓSTAR GISTA ÍSIAND KRISTJÁN KRISTJÁNSSON OG PÓST-MÓDERNISMINN EFTIR STEFÁN SNÆVARR hefðbundinni heimsmynd almanakanna svo: „Eins og víða annai-s staðar sáu upplýsingar- sinnar í Danmörku sér oft hag í því að bera fram nýtt vín á gömlum belgjum. Þetta kemm' vel fram í útgáfu almanakanna. Hin hefðbundnu, sem haldið var áfram að gefa út langt fram eftir 18. öld, bii'ta heimssýn sem er ósnortin af kópemisku byltingunni: tíminn fylg- ir ekki línulegri rás heldur gengur í hring til eilífðar, og rúmið birtist sem lokað kerfi með jörðina í miðju; maðurinn er sýndur í eðlislægu og óbreytilegu sambandi við umheiminn (macrocosmos) skv. reglum stjörnuspekinnar.“9 Almanök með veðurspám standa þannig sem tákn hefðbundinnar heimssýnar, andstætt al- manökum með minnisfærslum og dagbókum sem í eru skráðir þættir úr tilvera einstaklings- ins. Við þessa breytingu færist eigandi alman- aksins úr stöðu viðtakanda yfir í stöðu geranda og skriftin framlengir möguleika einstaklings- ins til að átta sig á eigin lífi. Skilin þarna á milli era þó fráleitt skýr því stór hluti almanaka með minnisfærslum inniheldur einnig veðurspá og eins og fram hefur komið lifði trúin á tunglöld góðu lífi fram undir síðustu aldamót og jafnvel lengur. Þrátt íyrir að bændur á Islandi hafi ekki kastað trúnni á tunglöld fyrr en við upphaf 20. aldar þótti mönnum á upplýsingaröld heldur langsótt að eins viðraði í Kaupmannahöfn og Eyjafirði. Því skyldu veðurspádómar byggjast á veðurreynd hvers héraðs og því héldu menn sínar eigin veðurbækur til að byggja spárnar á frekar en að skrifa upp almanök Kaupmanna- hafnarháskóla. Til sveita réð dagleg veðrátta miklu um hey- skap að sumrinu og að vetrinum var mest um vert að beit héldist fyrir búpening sem lengst. Sjór var stundaður á opnum bátum og því var það spuming um líf eða dauða hvort veður hélst skaplegt meðan á sjóróðri stóð. Veðurspádóm- ar almanakanna eru vottur um þetta, en leiða má að þvi líkur að ný skynjun á framrás tímans og eðli náttúruaflanna hafi kallað á að menn héldu sínar eigin veðurbækur í stað þess að treysta á fomar spár. Með skráningu veður- bóka er því að vissu leyti sagt skilið við hið al- gilda og óumbreytanlega í heimsmyndinni og í stað þess kemur hið mælanlega og flokkanlega. Elstu varðveittu veðurbækurnar í handrita- deild era veðurbækur Jóns Jónssonar prests á Núpufelli frá 1748-1768, þær einu frá miðbiki 18. aldar. Hins vegar eru til veðurbækur 12 manna frá 1777-1830 og af þeim níu fyrir aldamót. Á 18. öld héldu ýmsir embættis- og fræðimenn veðurbækur. Jafnvel eru dæmi um eins konar veðurannál eins og þann sem varðveittur er úr Eyjafirði og nær yfir árin 1600-1867 ásamt dagbókum frá síðari hluta 19. aldar. Ritun veðurbóka tengist vafalaust vís- indabyltingunni og upplýsingarstefnunni og nær hápunkti árið 1839 þegar Jónas Hallgríms- son lagði til í Hinu íslenzka bókmenntafélagi að hafin yrði skráning reglulegra veðurbóka um allt land, m.a. með eftirfarandi rökum: „Vér Is- lendingar höfum til skamms tíma ekki átt kost á að bera ættjörð vora í þessu tilliti [þ.e. varðandi vísindalega veðui'fræði] saman við önnur lönd, svo að vér til að mynda getum með sannindum sagt hvað hér megi þrífast og hvað ekki, því oss hefir að kalla gjörsamlega vantað réttar sagnir um veðráttufar vort.“10 Ég vek sérstaklega athygli á orðalaginu „vantað réttar sagnir“ sem andsvari náttúrufræðingsins gegn spádómshindurvitnum og merkidögum sem um miðja 19. öld virtust enn ríkja í bændasam- félaginu íslenska. Afrakstur tillögu Jónasar er veglegt safn veðurbóka frá áranum 1841-1877. Þau alþýðuvísindi sem fram koma í ritun og útgáfu veðurspádóma Benedikts Ivarssonar eru nátengd opinberum hugmyndum um veður- far. Nauðsynlegur grunnur slíkra spádóma er ritun veðurbóka eða dagbóka. Trú á algilda veðurspá Kaupmannahafnarháskóla hefur fyrir löngu verið vai'pað fyrir róða en trúin á veður- reynd tunglaldar hefur blandast boðskap upp- lýsingar og síðar rómantíkur um mælingar og skrásetningu. Það getur verið varhugavert að líta á opinbera menningu og alþýðumenningu sem andstæðinga sem eigi í stöðugu stríði. í deiglunni krauma gamlar kreddur sem eitt sinn töldust vísindi, nýjar uppgötvanir, reynsla kynslóðanna, afturhaldssemi og framsækni. Hitamælar og loftvogir breyta en útrýma ekki gömlum veðurboðum í einu vetfangi heldui' aðlagast ný tækni þeirri vitneskju sem fyrir er. 1 Jónas Rafnar, Eyfirskar sagnir, bls. 175. 2 Jónas Jónsson, íslenskir þjóðhættir, bls. 139. 3 Þórður Tómasson, Veðurfræði Eyfellings, bls. 26. 4 Þórður Tómasson, Veðurfræði Eyfellings, bls. 10. 6 Þórður Tómasson, Þjóðhættir og þjóðtrú, bls. 111. G ÍB 647 8vo - Almanak sr. Jóns Jónssonar á Möðrufelli, ski-ifað af Torfa Sveinssyni bónda á Klúkum. 7 Árni Björnsson, Tímatal. íslensk þjóðmenning VII, bls 96. 8 Bjame Stoklund. „Om bondedagbager og -regnskaber. 1800-árens bondedagbager". Bondedagboger, bls 15-17. 9 Loftur Guttormsson, ,3ókmenning á upplýsingaröld. Upplýsing í stríði við alj)ýðumenningu“. Gefið og þegið. Afmælisrit 61 heiðurs Brodda Jóhannessyni sjötugum (Reykjavík 1986), bls 251-252. 10 Ritverk Jónasar Hallgrímssonar II. Bréf og dagbæk- ur, bls 246. Höfundurinn er nemi í sagnfræði. Póstarnir og greiningarspekin HELSTI andskoti „póstanna" á íslandi er Kristján Krist- jánsson, stórefnilegur ungur heimspekingur. En Kristján fer oft offari og eru skrif hans um póst-módernis- mann misjöfn að gæðum. Heimspekingurinn ungi er stundum í kokhraustara lagi og einfaldar gjaman flókin mál meira en góðu hófi gegn- ir. Honum er tamt að lýsa heimi heimspek- innar eins og Zaraþústra trúarmönnum veröldinni. Annars vegar eru öfl myrkursins, hins vegar ljóssins. Birtunnar megin er „bresk-bandaríska umræðuhefðin“ en „póst- amir“ og allir þeirra árar em börn myrkurs- ins. Þeir síðarnefndu em spraðurbassar og hálfgerðir kjánar, þeir bresk-bandarísku yf- irvegaðir og vísindalegir. Bresk-bandarísku greiningarspekingamir (analytical philosophers) hafa öðmm hnöppum að hneppa en að ræða dellu póstanna, segh' Kristján. Þetta er beinlínis rangt. Bandaríski heimspekingurinn Richard Rorty heldur nafni Derrida mjög á lofti og greiningar- spekingar á borð við Joseph Margolis og Hil- ary Putnam ræða kenningar póstanna af mikilh alvöra. Kristján gefur í skyn að meint áhugaleysi greiningarspekinga á póst-módemisma sýni að hann sé lítils virði. En hér tekur Kristján mennina, ekki rökin, áhugaleysi um kenn- ingu gerir hana ekki ranga. Kristján slær líka undir beltisstað er hann talar eins og sú staðreynd að pósturinn Paul de Man var gyðingahatari á yngri ámm geri spekimál hans vond. Einn af framkvöðlum greiningar- spekinnar, Gottlob Frege, var harðsvíraður gyðingafjandi fram í andlátið án þess að framlag hans til rökfræðinnar verði minna fyrir vikið. Kristján talai' eins og allir greiningarspek- ingar séu unnendur skynseminnar og óvinir afstæðishyggju. Enn misstígur Kristján sig illa. Rorty er mikill andstæðingur skynsemis- hyggju og menn á borð við Margolis, Nelson Goodman og Thomas Kuhn hneigjast til af- stæðishyggju. Kuhn segir að ekki sé hægt að tala um eiginlegar framfarir í vísindum. Vís- indamenn fyrri tíma lifðu í öðmm heimi en starfssystkini jiein-a í dag, ekki sé til neinn altækur staðall fyi-ir vísindalega þekkingu. Hún sé bundin stað og tíma. Kuhn er því á svipuðu róli og þeir póst-módemistar, sem telja vísindin eingöngu félagslegt sköpunar- verk, enda vitna þeir fjálglega í hann eins og Kristján reyndar viðurkennir. Hann segir að póstarnir slái um sig með tilvitnunum í grein- ingarsinna á borð við Kuhn án þess að skilja kenningar þeirra. Þessa staðhæfingu verður Kristján að rökstyðja með dæmum, annars verður hún ekki tekin alvarlega. Andlegt skyldmenni Kuhns, vísindaheim- spekingurinn Paul Feyerabend, boðaði anar- ldsma þekkingarinnar. ,^AIlt er tækt“ (anyt- hing goes) var vígorð hans, foreldrar eiga að ráða því hvort böm þeirra læra stjörnu- spáfræði eða stjömufræði. Engin lifandi leið er að sanna yfirburði „alvöm“ stjörnufræði yfir „astrólógíu“ og öðm kukli, engin hug- mynd eða aðferð hefur sjálfgefna yfirburði yfir aðrar. Aftur sjáum við dæmi um grein- ingarspeking sem hugsar með líkum hætti og póstarnir vondu og ljótu. Kristján gefur í skyn að póstarnir eigi einkarétt á siðferði- legri afstæðishyggju. Það er líka rangt. Sú stefna innan greiningarspekinnar sem nefn- ist „samfélagshyggja" (communitarianism) er náskyld afstæðishyggju póstmeistaranna. Forvígismenn samfélagshyggjunnar gagn- rýna nútíma einstaklings- og alhyggju (uni- versalisma). Samfélagsinninn Michael Walz- er segir að samfélög eigi að vera eins og klúbbar þar sem bannað er að reka meðlim- ina. Á móti kemur að þeir ráða því hverjir fá inngöngu. Samkvæmt þessu er Islendingum ekki heimilt að gera landa sína landræka en þeir mega ráða því hverjir fá að flytjast til landsins. Póstarnir geta altént boðið Walzer velkominn í sinn klúbb. Póst-módernismi og meginlandsspeki Fjölyrðum ekki um Walzer en víkjum aft- ur að Kristjáni. Hann ásakar póstana um kjölfræði en gerir sig sekan um slíkt hið sama er hann segir að þeir telji að ritað mál hafi komið á undan mæltu máli. Kristján gerir gys að þeim, vita ekki allir að menn fundu ekki upp ritmálið fyrr en löngu eftir að þeir tóku að tala? En Kristjáni yfirsést að Derrida talar um „frumskrift" (arche-écrit- ure), alls ekki „skrift“ í hversdagslegri merk- ingu orðsins. Kjarni málsins er sá að tung- umálið hefur eiginleika sem sjást betur ef við greinum ritað, ekki talað mál. Textar em margræðir og ekki bundnir á klafa vitundar- innar. Þessi era einmitt einkenni alls tung- umáls, segir Derrida. Ritað mál hefur rök- legan forgang fram fyrir mælt mál þótt hið síðarnefnda sé eldra.1 Derrida er því hyggn- ari en Kristján hyggur. Ég ætla mér ekki þá dul að fara ofan í saumana á torskildum kenningum póst- meistarans franska í þessari stuttu grein. Þó má nefna að Derrida er tæpast óvinur skyn- seminnar. Mér virðist hann telja skynsemi og andskynsemi jafnréttháar. Hvorug hefur röklegan forgang, þær geta ekki án hvor annarrar verið fremur en jing og jang sam- kvæmt austrænni speki. Hvað um það þá er- um við Kristján fremur vopnabræður en fjandmenn. Við emm sammála um að aJtæk afstæðishyggja sé sjálfskæð, þ.e. leiði til þversagna. Kristján rekur þann rakaþráð í einni greina sinna og hirði ég ekki um að endursegja viskumál hans. Rökfærslan er mnnin frá Platóni og hefur þýsld heimspek- ingurinn Jiirgen Habermas beitt henni í gagnrýni sinni á „póstana". Nefna má að Habermas þessi er meginlandsspekingur (continental philosopher), ekki greiningar- sinni, og sýnir sú staðreynd vel hversu ein- fóld mynd Kristjáns af heimspeki er. Hann talar stundum eins og meginlandsspekingar séu vangefnir óvinir viskunnar. Ekki bætir úr skák fyrir Kristjáni að eng- inn póstanna hefur lýst yfir fylgi við altæka afstæðishyggju, a.m.k. mér vitanlega. Fmm- herji þeirra, Friedrich Nietszche, taldi allar heimsmyndir túlkanir. Heimurinn gæti verið heilaspuni, „heimurinn er landslag hugar þíns“, svo vitnað sé í skáldið Kristján Karls- son. Gallinn er sá að túlkunarhyggjan bygg- ist líka á túlkun, engu hlutlægari en aðrar. Þekkingin er líklega blekking, ef ekki af- stæð, en kannski er okkur gefið að höndla sannleikann, segir póstmeistarinn þýski. Hvað sem því líður verður rökfærsla Nietszches tæpast kennd við öfgafulla af- stæðishyggju. Lokaorð Kristján gerir vel í að verja málstað skyn- seminnar. En vörn hans mætti vera ögn skynsamlegri, ögn sanngjarnari í garð and- stæðinganna. Án sanngirni má skynsemin sín lítils. 1 Þetta segir Derrida beinum orðum i fyrstu neðanmáls- grein fjTsta kafla Ritfræðinnar (De la grammatologie). Derrida: Om grammatologi (do.þýð.), Kaupmannahöfn 1970, bls. 77. Höfundur kennir heimspeki við háskólann í Björgvin í Noregi og er rithöfundur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. MAÍ 1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.