Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 14
BRUÐKAUPSVEISLA OG 36 SILFURSKEIÐAR EFTIR JÓNÍNU VIGDÍSI SCHRAM Pétur í Engey taldi börnum sínum helst fullkosta að giftast nánum skyldm^ um. Engeyjarsystkinin voru heitin frændsystkinum í Skildinganesi og giftingin fór fram 27. nóvember 1835. Var öllu tignasta fólki sem til náðist hérlend- E is boðið til veislu í Klúbbnum við Aðalstræti, en gjöf frá konunglegum embættismönnum var _____fálega tekið._____ AFJÓRÐA tug nítjándu aldar bjó í Engey einn hinna gildustu útvegs- bænda hér um slóðir, Pét- ur Guðmundsson. Faðir hans, Guðmundur Jóns- son, hafði verið lögréttu- inaður og búið í Örfirisey og Skildinganesi, sjósóknari að sjálfsögðu. Tveir synir Guðmundar gengu skólaveg, Otti Effersö, sem varð sýslumaður í Gull- bringu- og Kjósarsýslu og víðar, og Jón Effersö sem hraktist til Færeyja sökum þess, að hann gekk í lið með Jörundi hunda- dagakonungi. Gekk hann hér um með korða og byssu á valdatíma Jörundar og hafði vopn sín óspart á lofti, er hann rak erindi húsbónda sms. Hefur hann verið auknefnd- ur greifi í íslenskum sögum og sögnum. Tveir Örfiriseyjarbræðra gerðust bændur, Pétur í Engey og Gísli í Hrisakoti í Brynju- dal, en systu- þeirra, Margrét, var gefin Þórði dannebrogsmanni í Skildinganesi syni Jóns á Háteigi á Akranesi, Einarssonar prests Torfasonar í Kjós. Pétur hefur snemma þótt mjög mannvæn- legur, og var honum ungum að aldri gefin Ólöf, dóttir Snorra bónda hins ríka í Engey, Sigurðssonar. Höfðu forfeður hennar búið í Engey mann fram af manni. Þau Pétur settu fyrst bú í Skildinganesi, en fluttust síðar í Engey. Gerðist Pétur uppgangsmaður mikil] og umsvifamikill útvegsbóndi, er leit stórt á sig og hélt til gildis við hvern sem var. Þau hjón eignuðust mörg börn og valdi faðir þeirra handa þeim maka að sínu skapi. Árið 1835 voru fjögur börn hans trúlofuð samtímis, þrjár dætur og einn sonur. Ein dóttir hans, Guðríður, hafði þó boðið fóður sínum birginn, neitað tveimur mönnum, sem honum var geðfellt, að ættu hana, án þess að segja orð um, hvað ylli, en valið sér sjálf ungan stúdent, Þorgrím Arnórsson, er síðar varð prestur í Þingmúla. Varð þar ekki um þokað, þótt foreldravaldið í Engey væri ríkt. Fálát skaprík og ósveigjanleg sór hún sig í ættina og fór sínu fram. Önnur dóttir, Hall- dóra, var trúlofuð snikkarasveini, „mann- tötri", er Jón Erlendsson hét, og munaði þó n\jóu, að stúlka af öðru sauðahúsi en útvegs- bændadæturnar - hin léttlynda og fríða þjónustustúlka í gildaskálanum í Reykjavík, Málfríður Sveinsdóttir, yrði þar hlutskarp- ari. En foreldrar piltsins tóku í taumana, og Málfríður sigldi síðar með sjálfum stiftamt- manninum til kóngsins Kaupmannahafnar eftir mörg og ekki áfallalaus ævintýri í hin- um íslenzka höfuðstað. Myndlýsing/Freydfs Kristjánsdóttir ÞEIR Pétur ( Engey og Þorður í Skildinganesi voru samt ekki svo skyni skroppnir, að þeir skildu ekki mætavel, hvar fiskur lá undir steini. Að vfsu brutu þeir odd af of læti sfnu og leyfðu bömum sfnum að taka við silfurskeiðunum, svo að forðað yrði veisluspjöllum og hneyksli. Hafa foreldrar Jóns ef til vill hugsað svipað um bæjarstúlkurnar og annar maður um svipaðan vanda: „Nokkrar stúlkur, að ytra áliti ekki svo snoppuófagrar, en hreint að segja, þó ég ei lasti neina þeirra, mun þar þó verið hafa misjöfn gimbur í mörgu fé." Loks voru tvö Engeyjarsystkini heitin frændsystkinum í Skildinganesi, börnum Þórðar dannebrogsmanns og Margrétar systur Péturs. Átti Guðmundur Þórðarson að fá Guðrúnar eldri Pétursdóttur, en Jón Pétursson Guðrúnar Þórðardóttur. Sýnir þetta makaval vel stórlæti Péturs í Engey. Hann taldi börnum sínum helst fullkosta að giftast nánum skyldmennum. Var það mjög algengt á þessum tíma í ættum, sem þótti sér fátt samboðið. Þau frændsystkinin voru gefin saman 27. nóvember 1835, og var morgungjöf beggja brúðanna fjörutíu speslur, en mágarnir feður þeirra, voru svaramenn. Nú reið á, að þetta systkinabrúðkaup færi fram með rausn, sem ættinni mátti verða virðing að, og var efnt til veizlu mikillar í gildaskála Reykvíkinga, klúbbstofunni. Var þangað boðið öllu tign- asta fóUri, sem til náðist nærlendis, „og kvað svo rammt að, að biskupinn var þar lfka". Þótti þetta stórfenglegasta brúðkaupsveisla, sem haldin hafði verið í Reykjavík um langt skeið. Boðsgsetir voru áttatíu, auk þeirra sem slæddust að síðar, og mjög kappsamlega veitt, enda kostaði veislan þrjú hundruð ríkisdali. Það voru ærið mörg kýrverð. Sýnd- ist þetta allt horfa til mikils vegs. Stórmenni það sem boðið hafði verið, hef- ur vafalaust kunnað að meta góða veislu. En það kunni samt ekki að þiggja boð bænda eins og hjá jafhingjum væri. Það hæfði ekki, að útvegsbændur gerðu sér svo dælt við konunglega embættismenn og danska kaup- menn. Því höfðu þessir höfðingjar tekið sig til eftir vandlega fhugun á því, hvað sómdi að gera, og skotið saman allvænni fúlgu silf- urpeninga. Nú var það of ber móðgun að gefa brúðhjónunum, er slíka og þvílíka veizlu héldu, peninga. Þess vegna voru tutt- ugu og fjórar matskeiðar og tólf teskeiðar smíðaðar úr silfrinu, og var þessum borðbúnaði skipt á milli brúðhjónanna. Þeir Pétur í Engey og Þórður í Skildinga- nesi voru samt ekki svo skyni skropnir, að þeir skildu ekki mætavel, hvar fiskur lá und- ir steini. Að vísu brutu þeir odd af oflæti sínu og leyfðu börnum sínum að taka við silfurskeiðunum, syo að forðað yrði veislu- spjöDum og hneyksli. En fálega var þessu tekið og þunglega um gjöfina talað eftir á. Engeyjarfólki og Skildinganesfólki þótt eng- inn heiður að henni. Hún var nefnilega tákn þess, að gefendurnir töldu sig standa skör ofar í mannfélagsstiganum en þeir, sem stýrðu skipum á fískimið, jafnvel þótt þá skorti hvorki efni né höfðingslund til þess að slá upp rausnarlegri veizlu. Árin liðu og brúðhjónin, sem áttu silfur- skeiðarnar til minningar um það, að embættismenn landsins telur útvegsbændur ekki sfna jafningja, eignuðust börn og buru. Pétur Guðmundsson bjó áfram búi sínu í Engey og lét hlut sinn hvorki á sjó né landi. En í stórlæti sínu var hann ekki laus við þann vankant, er þá var á mörgum hraust- um dreng - drykkjuskap. Marga svaðilför hafði hann farið á sjó og jafnan gengið með sigur af hólmi. Miðvikudagskvöldið 22. sept- ember 1852 ætlaði hann að damla á árabát milli Reykjavfkur og Engeyjar og hafði með sér sonarson sinn ungan. Þetta var hinum aldna vfkingi, sem lengst af hafði á sætrjám flotið, ekki mikil dirfskuför. Nokkru síðar voru tíðindi skrifuð vestur á Snæfellsnesi: „Pétur í Engey, okkar besti almúgamað- ur, fór kenndur á smábáti með sonarsyni sínum og gat ei bjargað sér vel... þó landi næði. Var það því svo hrapalegt, að hann svona skyldi skolast burtu í bátnum, en drengurinn var ekki svo fær að hann kæmist lengra en upp í fjöruna til að segja frá afa sínum. Myrkur var líka komið." I Þjóðólfi segir, að hann hafi drukknað á leið úr Engey. Dimmt var og gekk að vont veður, og hvolfdi bátnum undir eynni. Hafi piltinum skolað á landi og skreið hann heim undir bæinn og fannst þar um kvöldið. Lík Péturs rak á Akranesi mánuði síðar, en var jarðsett í Reykjavík. Svo lauk ævi útvegsbóndans, sem storkaði embættismannastéttinni með dýrðlegri veislu en hún taldi sig geta þegið, án þess að láta gjald koma fyrir. Já - og við almúgann kenndu þeir hann enn, þótt hann bæri höfuð og herðar yfir suma þá sem þóttust hafa komist nokkrum þrepum hærra í metorða- stiganum. Þessa frásögn fann ég í fórum móður minnar, Láru Jónsdóttur Schram, að henni látinni og veit ég ekki hvaðan hún hafði fengið hana. ÞORVALDUR SÆMUNDSSON SÖNGUR VOR- BOÐANS Ég leit þig einn vordag, er sóJ gyUti sæ; það var söngur í lofti og kliður og angan í blænum þann morgun í maí; frá marnum barst hóglátur niður. Hve augun þín blíðu þá blikuðu skær sem blómin í vorsólar ijóma. Um grundirnar mjúku lék vorgolan vær. Allt virtist sem losnað úr dróma. Þú komin varst sunnan úr suðrænum geim til sólbjartra dala ogheiða. Frá ströndunum fjarlægu stefndirðu heim til stórfengra öræfaleiða. Um háloftsins vegu með sumri og sól þú sveifst ySr hafdjúpin víðu að njóta þess yndis að eiga þér ból og una hér sóídægrin blíðu. Hér vildirðu una á upprunans slóð við indælu fjatívötnin bláu og syngja á heiðunum ástijúfan óð, þar eitt sinn sporin þín lágu. I morgunsins Jjóma mér söngstu þann söng, er sál minni gleðikennd veitti, um síunga daga og sólkvbldin löng, er sænum íroðaglóð breytti. Svo flaugstu á brott út í bláheiðan geim sem blærinn, erþýtur um vengi. En víst mun ég seint gleyma sóngvunum þeim, er söngstu mér hijómbtítt og lengi. VOR Enn tendrar vorið vaxtarmagnsins eíd og vekur allt til tífs með geislum sínum. Það gefur hmdi grænan, mjúkan feld og gtítar það með títabrigðum fínum. Ogjörðin, sem í vetur fönnin fól og frostið nísti langar, dtínmar nætur, hún ljómar nú í bjartri sumarsól tík sætíi mey, sem árla rís á fætur. Já, vorið, það er guðdómsmætti gætt, það gróðrarhöndum fer um naktar brekkur og getur auðnir fögrum kuftí klætt og kveikt ])au log, sem nóttin ekki slekkur. Það blómgast allt við vorsins vaxtarmátt, þá vikin burt er kuldatíðin stríða. Hve fagurt íjómar himinheiðið blátt og hlýlega' andar sunnangolan þýða! Höfundurinn er kennari ú eftirlaunum. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTiR 23. MAÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.