Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 15
SEÐ HEIM að Eiðum. AUSTIÐ 1948 kom ég fyrst í Eiðaskóla, 13 ára sveinstauli úr Fljótsdal. Þarna var allt nýstárlegt, fjöllin, landslagið, húsakynnin og fólkið. Stelp- urnar voru dularfullar verur, og fjarðastrákar eins og annar kynþáttur. Ein fyrsta minning- in frá skólavistinni er sú, að náungi einn neðan af fjörðum sneri sér að mér óforvarindis, og gaf mér vel úti látinn kinnhest. Ekki var það af ill- vilja, heldur var það hans aðferð að skóla mig til. Þarna var fjölbreytt og margslungið mannlíf sem heimalningur úr sveit hafði gott af að kynnast. Á þessum árum vaknaði kynþráin, og í þessum skóla upplifðu margir fyrstu ástina, sem jafnan verður eftirminnileg. Frá Eiðum fórum við ekki einasta með margvíslegan fróð- leik og handlagni, heldur líka töluverða reynslu í mannlegum samskiptum, því að heimavistar- skóli er spegilmynd þjóðfélagsins. Reiðarslag Þessi hálfgleymdi og löngu fyrirgefni kinn- hestur rifjaðist upp þegar ég í apríl sl. las auglýsingu þess efnis, að ríkið hefði ákveðið að leggja formlegt skólahald á Eiðum niður, og óskaði eftir tillögum um framtíðarstarfsemi skólans. Það var óneitanlega reiðarslag, fyrir Héraðsbúa og alla Austfirðinga, og gamla Eiðamenn ekki síst. Þó aðdragandinn væri að vísu orðinn nokkuð langur, var það eins og vanalega, að náðarhöggið kom okkur í opna skjöldu, og þar sannaðist enn hið fornkveðna, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef- ur. Eg held að fyrstu hughrifin verði best túlkuð með eftirfarandi vísu úr kvæði Guð- mundar Böðvarssonar: Hver minning tók að skína, ég gleymdi stund og stað, qg stillti hörpu mína. Eg minntist vorsins bjarta og kvæði þetta kvað, með klökka þökk í hjarta. Líklega geta margir Eiðanemar tekið undir þetta, en því miður eru fæst okkar skáld, og geta ekki sætt sig við orðinn hlut með því að yrkja erfikvæði. En hvað er þá til ráða? Elðavlnafélag Komið hefur til tals að stofna félag til varnar skólanum og til að leggja á ráðin um endur- reisn hans, Eiðavinafélag. Vilhjálmur Einars- son íþróttakappi og fv. skólameistari er for- göngumaður þessa félagsskapar, og hefur hann þegar ritað hvatningargrein um málið í Austra. Stofnfundur hefur verið boðaður á Eið- um, laugardaginn 29. maí næstkomandi. Ekki er að efa að margir munu gegna því kalli. Eiðanemar frá upphafi Alþýðuskólans skipta nokkrum þúsundum. í bók Ármanns um Alþýðuskólann eru skráðir um 2.800 nemendur fram til ársins 1982, og við það má bæta a.m.k. 500 sem hafa dvalið þar síðan. Þótt margir séu horfnir yfir móðuna miklu, er ekki fráleitt að ætla að Eiðanemar „í fullu fjöri" séu um 2.500. Þeir eru að sjálfsögðu dreifðir um allt land, en mikill meirihluti mun þó eiga heima á Austur- landi. Þessi fjölmenni hópur getur verið mikið afl, ef hann beitir sér með samhæfðu átaki. Það hefur fyrr verið ráðgert að leggja Eiða- skóla niður, og áður hafa verið stofnuð samtök til verndar honum. I eftirfarandi línum verður stiklað á stóru í sögu Alþýðuskólans. Heimildir eru „Eiðasaga" Benedikts Gíslasonar frá Hof- teigi, gefin út á 75 ára afmæli skólans 1958, og „Alþýðuskólinn á Eiðum" eftir Ármann Hall- dórsson, sem út kom 1983, í tilefni af aldaraf- mæli hans. Búnaðarskólinn varð alþýðuskóli Alþýðuskðlinn á Eiðum er jafngamall sjálf- ANDINN FRÁ EIDUM EFTIR HELGA HALLGRIMSSON Þann 29. maí nk. er boðaour stofnfundur Eiða- vinafélagsins til varnar skólanum og til ao leggjg á ráðin um endurreisn hans. Ætla má ao Eioanemar í fullu fjöri séu um 2.500 oq betta fólk ber sterkar oq stæði íslensku þjóðarinnar. Hann var stofnað- ur með sérstökum lögum frá alþingi 27. ágúst 1917, en tók ekki til starfa fyrr en haustið 1919. Á Eiðum hafði áður verið rekinn búnaðarskóli, frá 1882 til 1918. Hann var í eigu og ábyrgð Múlasýslna. Arið 1917 var ákveðið að afhenda „Landssjóði" skólann og allar eignir hans, gegn því að ríkið starfrækti þar búnaðarskóla eins og á Hólum og Hvanneyri. Ríkið þáði gjöf- ina, en breytti skólanum í „alþýðuskóla", (hinn eina með pví nafni) og létu Austfirðingar það gott heita. Það er því á áttræðisafmæli skólans, sem hann er endanlega lagður niður. Fyrsti skólastjóri alþýðuskólans var ráðinn Ásmund- ur Guðmundsson, þá prestur í Stykkishólmi, og gegndi hann því starfi til 1928, er séra Jakob Kristinsson tók við af honum. Stýrði hann skól- anum til 1938, er Þórarinn Þórarinsson tók við embættinu, en hann hafði þá verið kennari skólans um 8 ára skeið. Þórarinn lét af skóla- stjórn 1965, og hafði þá setið lengst allra skóla- stjóra Eiðaskóla, eða 27 ár. Andinn fra Eiðum Það kom að sjálfsögðu í hlut Asmundar að móta anda og stefnu hins nýja skóla. Það er sá andi þjóðfrelsis, félagshyggju og fræðslu, sem hugsjónamenn 18. og 19. aldar höfðu skapað, vitsmunalegur skilningur og siðferðilegur þroski - ræktun lands og lýðs - en jafnframt með ákveðnu trúarlegu inntaki. Stefnuskráin er nánar útfærð í fyrstu skólasetningarræðu hans, sem birt er í Eiðasögu Benedikts (bls. 260-272). Jakob og Þórarinn fetuðu dyggilega í fótspor hans og ræktuðu þessa hefð enn frek- ar. Það er „andinn frá Eiðum", sem yfirskrift þessa spjalls á að vitna um. Á því er enginn vafi, að hann hafði djúpstæð áhrif á flesta nem- endur skólans, a.m.k. á meðan umgetinna hðfuðskörunga naut við. Mannvit, manntak og manngöfgi, sem Þórarinn kallaði „emmin þrjú", var inntak þessarar stefnu. Vitanlega voru það ekki eingöngu skólastjór- ar sem ræktu þetta uppeldishlutverk. Margir af kennurum skólans tóku þátt í því af lífi og sál. Nefna má t.d. Guðgeir Jóhannsson, sem hóf kennslu á Eiðum 1919, og hjónin Benedikt og Sigrúnu Blöndal. Benedikt hafði verið kenn- ari við Búnaðarskólann í áratug, og tengdi því skólana saman. Þau hjón vildu sveigja skólann meira að lýðskólaforminu, með því m.a. að leggja niður próf. Það leiddi til þess að leiðir þeirra og Eiðaskóla skildu 1924, og þau stofn- uðu nýjan skóla í Mjóanesi, er síðan varð upp- haf Húsmæðraskólans á Hallormsstað. Þóroddur Guðmundsson skáld frá Sandi kenndi við skólann 1935-1944, en þá tók Ár- mann Halldórsson við af honum, sem öllum er að góðu kunnur. Einhver eftirminnilegasti kennari skólans og mesti eldhuginn í þeirra hópi var Þórarinn Sveinsson frá Kirkjubóli í Norðfirði, kennari frá 1935 til 1972, sem í ára- tugi var lífið og sálin í íþróttastarfi Aust- firðinga. Síðast en ekki síst ber að geta Hall- dórs Sigurðssonar, sem var smíðakennari skól- ans frá 1949 til 1965, og tókst að hefja handiðn og verknám að nýju til vegs og virðingar. Eiðasambandið Á þriðja starfsári Alþýðuskólans var stofnað félag kennara og nemenda, sem hlaut nafnið Eiðasambandið. Hlutverk þess var að halda við tengslum eftir að nemendur yfirgáfu skólann. Ásmundur skólastjóri bar fram tillögu um félagið í skólaslitaræðu 10. maí 1921, og á „Eiðamóti" um sumarið var það formlega stofnað. „Eiðasambandið er félag nemenda Eiðaskól- ans, eldri og yngri, og kennara hans. Grund- vallarlög þess eru fáorð, og hin skráða stefnu- skrá aðeins ein stutt setningv „Við viljum leit- ast við að efla kristna trú." En flestir sam- bandsmenn munu líta svo á, að þeir vinni í anda kristindómsins ávaílt, er þeir ljá góðu málefni stuðning. Stjórn sambandsins skipa þrír menn ... Sambandið heldur einn fund ár- lega, fyrsta laugardag íjúlí. Ekkert árstillag er lögskipað. Blað gefur sambandið út, sem Eiða- kveðja heitir. Allir sambandsmenn fá hana, hvort sem þeir sækja fimdi eða ekki. Hún kem- ur út einu sinni á ári." Þannig skrifar Sigurður Helgason rithöfund- ur frá Grund í Mjóafirði, í grein í blaðinu Kjal- nesingi 1931, sem tekin var upp í Eiðasögu Benedikts (bls. 440). Sigurður ræðir nokkuð um störf félagsins að ýmsum framfaramálum, en telur þau ekki skipta meginmáli, heldur: „... sá hugsjónaneisti, sem sambandið og mótin kveikja og móta í sédum meðlima sinna. Pað frækorn dyggða, sem það sáir og hlúir að, sú trúartilfínning sem það vekur og viðheldur, sú auðgun tilfínningalífsins, sem mótunum fylgir. Petta eru hin óskráðu og ósýnilegu störf Eiðasambandsins." Myndasafn Morgunblaðsins Hinir árlegu fundir Eiðasambandsins voru kallaðir Eiðamót. Þeir voru haldnir fyrstu helgina í júlí, og stóðu oftast í tvo og jafnvel þrjá daga. Á Eiðamótum var fjölbreytt dag- skrá af fræðslu- og skemmtiefni, og skipuðu erindi og umræðufundir þar mikinn sess. Yms- um menningarmálum fjórðungsins var þar fyrst hreyft, og sambandið lét sér jafnan mjög annt um vöxt og viðgang Eiðaskóla. Eftir 1925 var söngur Eiðakórsins fastur liður á mótun- um. Tímarit félagsins, Eiðakveðjan, kom fyrst út 1921, og síðan nokkrum sinnum til 1930. Fyrri blöðin voru „stensileruð" í Eiðaskóla, og eru nú varla læsileg, en þau síðustu voru fjölrituð í Reykjavík. Þar eru frásagnir af Eiðamótum, ferðasögur, og náttúrulýsingar, í bland við greinar um trúmál, dyggðir og lífsviðhorf. „Hugmyndaheimurinn sem þar birtist, er afar ólíkurþeim viðhorfum sem nú sýnast ríkjandi", ritar Armann (bls. 90). Eiðamótin voru haldin með nokkrum hléum til 1940, en þá var undirbúin stofnun Ung- mennasambands Austurlands (UMSA), er síð- an breyttist í Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA). Það er því eins konar arf- taki Eiðasambandsins, enda hefur miðstöð þess jafnan verið á Eiðum, og þar byggði það íþróttavöll sinn á fimmta áratugnum. Eiðahólmi Eiðahólmi er í Eiðavatni, skógi vaxinn frá fornu fari. Ungmennafélagið „Þór" í Eiðaþing- há, stofnað 1909, hafði gert hann að sam- komustað sínum, byggt þar ræðustól og bekki úr torfi og grjóti, lagt stíga um hólmann, og hafið þar plöntun ýmissa trjátegunda, m.a. bergfuru, sem nú myndar stæðileg tré í hólm- anum og setur svip á hann. Líklega er Eiða- hólmi fyrsti „náttúrugarður" á íslandi, en því miður fór hluti af samkomustaðnum undir vatn 1935. Hólminn varð þegar í upphafi aðsetur Eiðamótanna að hluta til og átti fegurð hans og gróðursæld ekki litinn þátt í þeim rómantísku tilfinningum, sem ríktu á þessum fundum. Árið 1917 kom skáldið Stefán G. Stefánsson í hól- mann og orti þá kvæðið ,Að Eiðum". Eiðahólmi varð eins konar tákn þeirra hug- sjóna, sem Eiðasambandið var fulltrúi fyrir og þegar var drepið á, en þar á meðal var skógræktin. Síðustu árin unnu Eiðamótsmenn við plöntun í skógargirðingu við Húsatjörn, sem fyrst var komið upp 1927, og síðan stækkuð 1939, þegar allt ásalandið neðan Eiða var girt. Það varð stofn hins nýja Eiðaskógar, sem nú breiðir sig um ásana. Hann hefur þó að mestu vaxið sjálfkrafa upp. Ef til vill er „and- inn frá Eiðum" þar að verki. Að taka i tryggðahnúkana „Og hann nemur ekki staðar á Eiðum, einum saman, hinn ósýniíegi andi, í sínu hlutverki. Land hans eru slóðir Eiðamanna, hversu vítt sem þær liggja, og verður með því að meira eða minna leyti land fólksins. Þetta sannar saga skólans ... En hann hefur alltaf tekið í tryggðahnúkana á Austurlandi. Ósýnilegur andi hefur átt sam- bandsleiðir í hjörtum manna heim að Eiðum; hann hefur oftar en einu sinni skorið upp herör, tii þess að fylkja liði um skólann, eins og þegar gera átti Eiða að fávitahæli eftir 1930, og atttaf hafa sambandsleiðirnar við skólann reynzt öruggar. Fólkið var fyrir aðhitta - á Eiðum." Þessi hvatningarorð Benedikts frá Hofteigi úr bók hans Eiðasögu (bls. 445) læt ég vera endapunktinn á þessu spjalli. Vonandi reynist „andinn frá Eiðum" enn vera við lýði. Látum það sannast, að enn sé „fólkið fyrir að hitta - á Eiðum". Höfundur er náttúrufræðingur og býr á Egilsstöðum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. MAÍ 1998 15 C

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.