Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 17
TILGERÐAR- LAUSAR MANNAMYNDIR TILRAUN með tilgerðarleysi er heiti sýningar á mannamyndum Ágústs Pedersens (1908-1990) í Listasafni ASÍ, Ásmundarsal, við Freyjugötu. Sýningin, sem er framlag Félags íslenskra myndlistarmanna, FÍM, til Listahátíðar að þessu sinni, verður opnuð í dag, laugardaginn 23. maí, kl. 16 og stendur til 5. júní. Sýning á verk- um Agústs verður í Ásmundarsal og í arinstofu safnsins, en í gryfju verður opnuð sýning á mannamyndum barna sem þátt tóku í Listasmiðju Listahátíð- ar. „Mannamyndir Ágústs Pedersens hafa þá sérstöðu að í látleysi sínu og einfaldleika ná þær að lýsa persónuleika og jafnvel kækjum einstaklingsins frem- ur en ytra útliti hans, en jafnframt eru einhver ytri einkenni persónunnar dregin það skýrt fram að öllum er ljóst hverjum er verið að lýsa," segir í til- kynningu frá FÍM. Styrkur Ágústs felist ekki hvað síst í næmri litameðferð og hvikulli pensilskriftinni, sem ásamt máðum útlínum ljái verkum hans þoku- kenndan blæ birtu og veðurfars sem minnir okkur á æskust öovar listamanns- ins, Vestmannaeyjar. Ágúst nam við Myndlistarskólann í Reykjavík 1946-53 og var aðalkennari hans þar Þorvaldur Skúlason. Hann málaði jöfnum höndum landslag og mannamyndir. f tilefni af sýningunni gefur FÍM út bækling með grein um mannamyndir Ágústs eftir Halldór Björn Runólfsson listfræðing. Þar er að finna margar litljósmyndir af völdum verkum listamannsins. Mannamyndir barna Afrakstur vinnu 30 barna á aldrinum 5 til 11 ára í Listasmiðju, þar sem mannamyndin var höfð að þema, verður til sýnis í gryfju safnsins. Unnið var með mannamyndina á fjölbreytilegan hátt, í mismunandi efnivið, s.s. málverk, pappamassa og leir. Sjálfsmyndir, mynd- ir af nánum ættingjum, frægum persón- um og ímynduðu fólki, er meðal þess sem fyrir augum ber á sýningunni. Börnin eiga það sameiginlegt að hafa áður verið á myndlistarnámskeiðum Tómstundaskólans. Guðbjörg Lind Jóns- dóttir og Sara Vilbergsddttir höfðu um- sjón með sýningunni. Sýningarnar verða opnar frá kl. 14 til 18 alla daga nema mánudaga. ÞÁTTTAKENDUR í Listasmiðju barna sýna mannamyndir í gryfju safnsins. FRÁ sýningu á verkum Ágústs Pedersens í Ásmundarsal. Morgunblaðið/Ásdís AKVARELLUR HAFSTEINS AUSTMANNS AKVARELLUR frá árunum 1988 til 1998 eftir listmálarann Hafstein Austmann verða á sýningu í Stöðlakoti sem verður opnuð í dag, laugardaginn 23. maí, og er framlag sýning- arsalarins til Listahátíðar. Vatnslitamynd- irnar á sýningunni eru fjölmargar og hafa fæstar þeirra verið sýndar hér á landi áður. Hafsteinn Austmann lauk^ námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1954 og stundaði framhaldsnám í París. Hann hefur haldið 20 einkasýningar og . tekið þátt í fjölda samsýninga víða um heim. Meðal verka á sýningunni eru vatnslita- myndir Hafsteins frá sýningu listamannsins í Hróarskeldu í vor, frá sýningu í Noregi, í Mexíkó og mynd sem valin var á almanak með verkum norrænna vatnslitamálara. „Þetta eru verk sem ég hef haldið svolítið fyrir sjálfan mig," segir Hafsteinn. „Myndir sem ég baksaði lengi við en hef nú ákveðið að sýna." Frá upphafi listferils síns hefur Haf- steinn haldið tryggð við abstraktlistina og unnið verk sín samhliða í olíu og akvarellu, - vatnslitinn gjarnan fyrir hádegi, eins og til að hita upp fyrir átökin við olíuna síðari hluta dags. Olíkt olíumálverkunum segir hann vatnslitamyndir sínar ljúfar og róm- antískar. „Þegar unnið er í olíu er endalaust hægt að bæta í og mála yfir, en öðru máli gegnir um vatnslitinn," segir Hafsteinn. „Hann ræður sér mikið til sjálfur og annaðhvort heppnast svo myndin eða ekki." HAFSTEINN Austmann við uppsetningu sýningar sinnar í Stöðlakoti. Morgunblaðið/Ásdís LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. MAÍ1998 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.