Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 19
SÍVAKANDI STREYMI TIMANS TÖJ\LIST Iðnð Tríd Reykjavíkur, Martíal Nardeau og félagar fluttu tdnverk eftir Dvorák, Copland, Shankar, Piazolla, Taira og frumfluttu nýtt verk eftír Jón Nordal. Miðvikudaginn 20. maí. MEÐ þessum miðnæturtónleikum, sem með hléi voru tveir og hálfur tími að lengd, var Iðnó í raun opnað sem tónleikahús og í því tilefni gaf borgarstjórn Reykjavíkur húsinu nýjan flygil, sem þarna var notaður í fyrsta sinn. í fyrsta sinn er ef til vill rangnefni, því Iðnó á sér langa sögu, þar sem tónleikar falla saman við annað merkilegt efni sem þar hefur verið flutt. End- urgerð þessa merkilega húss hefur tekist hið besta en fyrir tónleikahald er rétt að höfð séu í huga nokkur atriði. Það er ófært að hafa hangandi svonefndar „drapperingar", því þær drepa ferli hljóð- bylgna, þannig að það hljóð sem fer inn í sviðið kemur ekki þaðan út aftur. Sem sagt, nefndar „drapperingar" drekka í sig hljóðið og sviðið verður að mestu dauður hljómsvari, þögult baksvið, er rændi t.d. píanóíð allri enduróman, svo það var „undarlega þurrt á manninn". Nauðsynlegt er, ef Iðnó á að vera gott tón- leikahús, með lifandi enduróman, að gera svo um sviðið að það verði virkur þátttakandi í hljómguninni (hljómgun samanber tímgun). Þá má ekki gleymast, að húsið sjálft er mjög lifandi. Þess vegna þarf að kenna þeim er þar ganga um sali, t.d. í eldhúsi og hliðarsölum, að harðhæla ganga hljómar um allt húsið og get- ur verið truflandi bæði fyrir flytjendur og gesti, eins og reyndar átti sér stað að þessu sinni. Morgunblaðið/Aml Sæberg MEÐ þessum miðnæturtónieikum var Iðnó í raun opnað sem tónleikahús Þögn innsviðsins var mjög áberandi í flutn- ingi Dumky-tríósins, eftir Dvorák, þannig að mjög mikil firrð var í hljómþátttöku píanósins, sem var slæmt, því flutningurinn var sérlega góður. Dumka (aðíhuga) er sagt upprunalega vera ballaða frá Úkraínu, þar sem skiptast á íhugandi hægir þættir og hraðir en þó trega- fullir þættir. Það sem er sérkennilegt við Dumky-tríóið (fleirtalan) er að það er að formi til ekkert skylt sams konar verkum frá þess- um tíma, sem flest voru í sónötuformi, með sínum hægu þáttum, skersóum og finale- rondóum, en skiptist í sex „dumky-dansa". Að því leyti til er verkið frumlegt og tónmálið því ekki „sinfónískt" unnið. Flutningur tríósins var mjög fallega mótaður og oft meistaralega góður í hægu hugleiðingunum, þar sem sam- spil Guðnýjar Guðmundsdóttur og Gunnars Kvaran var oft glitrandi fallegt, er einnig gild- ir fyrir samleik Peters Máté. Tónþurrð sviðsins var mjög áberandi í Dúói fyrir flautu og píanó eftir Aaron Copland, sem flutt var af Martial Nardeau og Peter Máté. Þetta er frekar dauflegt verk og með einhverj- um hætti búið til án viðvistar nokkurs listfeng- is, en var m'jög vel flutt. Tónþurrðin kom þannig fram, að það var eins og flautuleikar- inn stæði fyrir framan pappírsþil og í fjarska heyrðist í píanói. Þar sem tónleikarnir voru allt of langir hefði sem best mátt sleppa þessu verki, því tveggja og hálfs tíma miðnæturtón- leikar eru ekki góðir fyrir kvöldsvæfa hlust- endur. Eftir hlé var flutt „morgun-raga", tónverk eftir Ravi Shankar, er hann samdi fyrir flautu- snillinginn Rampal. Það sem er sérkennilegt við indverska „raga"-tónlist, er að slík verk eru ávallt í sömu tóntegund. I þessu verki eftir Shankar er aldrei farið út fyrir ákveðinn tón- stiga, þannig að verkið í heild er mjög „staðbundið", sem að vísu gerir það heilstætt. Leikur Martial Nardeau og Elísabetar Waage var glæsilegur og náðu þau að túlka þann þokka sem þessi sérkennilega tónlist Shankars býr yfir. Martial Nardeau og Pétur Jónasson fluttu tvo þætti úr sögu tangósins eftir Piazolla, en hann hefur reynt að yfirfæra tónmál tangósins frá bindandi danstónmáli yfir í eitthvað sem í raun tilheyrir evrópskri tónlistarhefð. Þetta er þokkafull tónlist og var mjög vel flutt af þeim félögum. Synkronie, eftir japanska tónskáldið Yoshihisa Taira, er meistaralega vel gert til- raunaverk fyrir tvær flautur og var flutningur Martial Nardeau og Guðrúnar Birgisdóttur í , sönnum Listahátíðargæðaflokki. Þarna gat að heyra þrástefjun, alls konar tónmótunarað- ferðir, sem oftlega voru einnig leikur með hljóðfall og tal-innskot, er voru skemmtilega notuð sem eins konar stunur og áreynsluhljóð, líklega svipuð þeim og heyra má í japanskri glímu. Tónleikunum lauk með frumflutningi á nýju verki eftir Jón Nordal, hljóðlátu og líðandi fal- legu tónverki, er skiptist í nokkur einleiksat- riði, með einstaka samspilsþáttum á milli. Heiti verksins er ,Andað á sofinn streng" og þar vitnað í ljóð eftir Snorra Hjartarson. Tónskáldið segir að yfir verkinu sé „rökkur- stemmning í anda vögguvísu". í raun er öll tónlist einrödduð, hvort sem raðað er saman tónum eða blæbrigðum, og það sem umfram er er þá aðeins umbúnaður og því er slík stemmning, sem einkennir verk Jóns, búin því sem skiptir máli, þ.e. þeirri hugleiðingu, sem fólgin er einleiksstrófum verksins, að „anda á sofinn streng svo hljómur hans vakni" en þó með þeirri gætni, eins og heyra mátti í niður- lagi þess, er píanóið hvislaði: „Góða nótt." Flutningur Guðnýjar, Gunnars og Máté var í heild sérlega fínlega mótaður og gæddur þeirri alvöru, sem þetta hljóðláta verk er svo rflrt af. Einhvern veginn settist það að í huga undirritaðs, sem má vera vegna vanans, að þessi hægláta en samt viðburðaríka tónsmíð eigi sér ósamda kafla stærri gerðar, er stæðu með þessari fallegu vögguvísu til beggja handa. Ef til vill er þessi hugmynd orðin til vegna einkunnarorða þeirra er Jón sækir til Snorra og yfirskriftar tónleikanna, er mynda eins konar samfellu, því í Iðnó er það sagan sem andar á sofinn streng sinn og vekur með Ifljómi sínum sfkvikt streymi tímans, til þátttöku í hin- um óskilgreinanlega samsöng fegurðarinnar. Jón Ásgeirsson FRAMURSKARANDI LIST OG HÖNIMJN Þjððminjasafnið KIRKJUKLÆÐI MARGRÉTAR II Opið alla daga frá 11-17. Til 7. júní. Að- gangur 300 krónur. Sýningarskrá 1.200 krónur. ÞAÐ verður að segja eins og er, að sýning kirkjuklæða sem hannað hefur Margrét Þórhildur Danadrottning kom rýninum mjög á óvart. Ekki einasta verltin sjálf heldur einnig aðkoman að sýningunni, því hinn svonefndi Bogasal- ur hefur fengið andlitslyftingu og hana meira en lítið væna. Hefur verið málað- ur hátt og lágt, að auk er komin ný gólf- klæðning og gerir þetta alla aðkomu mun lífmeiri. Og þrátt fyrir að málning- in sé grá virkar salurinn mun stærri í þessum nýj'a búningi, og er hér komið gott dæmi um að hvítt er ekki alltaf besta lausnin eins og margur hérlendur hefur á heilanum. Þá er þessi sýning svo fagmannlega og vel sett upp að með fádæmum er og hefur maður þó margt frábært séð í rýminu, sker sig á vissan hátt úr öllum framkvæmdum öðrum á þessum stað. Sýningargripunum níu vel fyrir komið svo kirkjuklæðin njóta sín hvert og eitt svo sem best verður á kosið. Frekar óvenjulegt að byrja listdóm á þenn- an hátt, en viðbrigðin við að koma inn í salinn voru svo mikil að þau sitja enn í sinninu. Loks er sýningarskráin þess eðlis að rétt er að halda þessari þulu aðeins áfram, því skilvirk- ari vinnubrögð og fagmannlegri hönnun hefur naumast sést á landi hér og fyrir það eitt og sér er hún hinn eigulegasti gripur og markar vonandi tímamót. Að baki hennar standa rit- stjórinn Annette Stabell, hönnuðurinn Mette Mourier og Prentverkið Oddi hf. sem hafa ásamt Ijósmyndurunum unnið afar gott verk. Drottningin, sem er með menntuðustu þjóðhöfðingjum sem nú eru uppi, hefur löng- HLUTI af biskupskápu Helsingjaeyrar- stiftis, bakhlið 1986. um skilið gildi lista svo sem fleiri úr konungs- fjölskyldunni. Má hér helst nefna úr sænsku móðurættinni þá Prins Eugen, sem var snjall málari, einnig var Sigvard Bernadotte ekki síður drjúgur sem hönnuður silfurgripa. Báð- ir jafnframt fagurkerar fram í fingurgóma. Þetta var fullt starf hjá þeim og til viðbótar reisti Prins Eugen höllina Waldmersudde, sem nú er safn verka hans og ýmissa annarra sænskra myndlistarmanna úti í Djurgárden í Stokkhólmi, auk þess sem þar eru settar upp mikilsháttar listsýningar. Þá ættu þeir sem komið hafa í Rosenborgarhöllina í miðri Kaupmannahöfn og enn frekar Frederiks- borgarhöllina í Hillered að geta gert sér grein fyrir því hve dönsku konungsfjölskyldunni hefur verið annt um að vera hvergi eftirbátur evrópska háaðalsins í listrænum efnum. Óþarfi að fjölyrða meira um það hér og ei heldur um dönsk áhrif á íslenzka kirkjulist, en þeirri hlið eru gerð prýðileg skil í nokkrum ritgerðum í skrá, sem að auk eru mjög upplýsandi, hæfilega langar og á vel skiljanlegu máli. Margrét drottning hefur í vaxandi mæli snúið sér að listsköpun á undan- fórnum áratugum, þannig að svo er komið að nú er það henni tilvistarleg nauðsyn, eins og Annette Stabell orðar það í sýningarskrá. Hátignin hefur reynt fyrir sér á ýmsum sviðum, mest þó í málverkinu en einnig vatnslitum, lýsingum ýmiss konar, grafík og list- iðnaði. Það fyrsta sem ég sá eftir drottning- una var mynd í húsi málarans Vietors Brockdorffs úti í Charlottenlund seint á sjötta áratugnum, og löngu seinna steinþrykk á verkstæði Hostrup Peder- sen og Johansens í Valby, auk mynda í blöðum og tímaritum. I ljósi þessara kynna minna af listsköpun hátignarinn- ar þykir mér borðleggjandi að hún hef- ur náð lengst í gerð tórkjuklæða. Ein- faldleiki þeirra er sláandi auk þess sem þau eru svo vel útfærð handverkslega að vart verður betur gert. Þá hlið hafa að vísu annanst lærðir fagmenn með drottningunni, en þannig verða iðulega fegurstu kirkjuklæðin til, samvinna listamanns og þjálfaðra fagmanna. Dönsk kirkjulist á sér langa og merka sögu og eru gotnesku kalkmálverkin frá 14. og 15. öld sýnu merkilegust. Eftir siðaskiptin var hvítkalkað yfir þau en á seinni tímum hefur markvisst verið unnið við að fjarlægja kalkið og hafa þá undursamlegar myndir frá tímum kaþólskunnar verið að birtast, á stundum mjög vel varðveittar, en annað hefur verið reynt að gera við eftir föngum. Danir geta þannig státað af ríkri hefð í kirkjuskreyting- um og hvað hönnun kirkjuklæða drottningar- innar áhrærir er hún í góðu samræmi við danska hefð á sviðinu. Það sem öðru fremur vekur athygli er hinn mettaði einfaldleiki sem er svo fullkomlega laus við þá væmni, skreyti og ofhlæði sem stundum einkennir slík klæði. Og þar sem kirkjurnar sjálfar eru sem sýn- ingarsalir slíkra klæða er mikilvægt að þau séu í góðu samræmi við innviði þeirra og taki FJÓLUBLÁR messuhökuli, framhlið. Dóm- kirkjan í Árósum 1993. ekki of mikið í, auki þær af upphöfnum hátíð- leika en skeri ekki of mikið í augu. Þótt hefðbundnar leiðir séu þræddar í gerð klæðanna kemur persónulegur svipur lista- mannsins fram, bæði hvað efnis- og litaval snertir, og á þeim rúmum tveim áratugum sem hátignin hefur hannað kirkjuklæði hefur yfirbragð þeirra þróast til meiri formræns skýrleika og sjálfstæðis. Það er yfirmáta mikilsvert að hafa fengið þessa sýningu hingað á Listahátíð og vonandi verður hún til að tengja danska og íslenzka listhönnun sterkari böndum. Að minnsta kosti ætti hún og framkvæmd hennar að verða ís- lenzkri listhönnun lyftistöng á fleiri en einu sviði eins og fram kemur í upphafi rýninnar. Annað sem framkvæmdin undirstrikar er að sýningarsalir þjóðminjasafna geta verið gæddir aðdráttarafli, léttleika og þokka. Og nú liggur leiðin í Þjóðminjasafnið, til að skoða list Margrétar Þórhildar, sem var síðust til að vera borin til erfða á íslandi. Bragi Ásgeirsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 23. MAÍ1998 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.