Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/Kristinn GUÐMUNDUR Emilsson pakkar niður í geymslurýminu sem Námur höfðu yfir að ráða. „Ég er aftur á hrakhólum með verkin!“ AÐ VAR í byrjun árs 1987 að Guðmundur Emilsson, þáverandi framkvæmdastjóri íslensku ^hljómsveitarinnar, óskaði eftir ^^■mánaðarleyfi frá störfum til að velta vöngum yfír hugsanlegu langtímaverkefni hljómsveitinni til handa. Ekki lagðist hann þó undir feld en leiddi hugann að menningarsögu þjóðarinnar eins og hún kynni að koma mönn- um fyrir sjónir við aldamótin 2000. Hugsaði Guðmundur stórt og fljótlega kviknaði hug- mynd að verkefni, sem allerfitt var að skii- greina í fyrstu en tók smám saman á sig heild- stæða mynd. Verkefninu valdi hann nafnið Námur og kynnti fyrir stjórn Islensku hljómsveitarinnar að mánuði liðnum. Lá Guðmundi þetta á hjarta: Hvers höfum við orðið vísari á Islandi undanfarið árþúsund í andlegum og veraldleg- um efnum? Lagði hann til að listamenn yrðu fengnir til að glíma við þessa víðfeðmu spurningu út frá . sögu lands og þjóðar. Sá hann fyrir sér þríeyki, tónskáld, myndskáld og orðskáld, sem myndi sameina krafta sína og fjalla um tiltek- inn atburð eða atburði á jafnmörgum öldum Islandssögunnar, frá landnámi til okkar tíma. Alls 36 listaverk, tólf ljóð eða bókmenntaverk, tólf myndverk og tólf hljómsveitarverk. Af- rakstur hvers hóps á, samkvæmt skilgreining- unni, að mynda listræna heild, er þó beri hverjum einstökum listamanni vitni. „Námur eru því menningarsöguleg og list- pólitísk yfirlýsing,“ segir Guðmundur. „ís- landssagan hlýtur, alveg eins og nútíðin og framtíðin, að vera yrkisefni listamanna. Með Námum eru þeir hvattir til að grafast fyrir um fortíðina - nema þjóðararfinn líkt og málm úr jörðu á öld mikilla erlendra áhrifa." Að sögn Guðmundar er ekki skilyrði að listamennirnir staldri aðeins við stórviðburði, ’ heldur eru þeir einnig hvattir til að leiða hug- ann að lífí, kjörum og hugsun almennings - hinna nafnlausu manna sem byggt hafa þetta harða land. „Vitaskuld hefur þó lista- maðurinn sjálfur alltaf síðasta orðið um yrk- isefnið." Stefndi Guðmundur í öndverðu að því að verkefninu yrði lokið árið 2000 - við hæfi væri að miða langtímaverkefni af þessu tagi við slíka ögurstund. Þá verða 2000 ár liðin frá fæðingu frelsarans, 1000 ár frá kristnitöku á íslandi og 1000 ár frá landa- fundunum miklu í vestri. Námur Einars Ben. En hvers vegna Námur? „Nafnið, Námur, vísar ekki tO náma Salómons konungs, þótt þær hafi ugglaust geymt mikil verðmæti í eina tíð, heldur til náma Einars Benedikts- sonar upp af Hafravatni, en hann lét sig, sem kunnugt er, dreyma um að vinna þar gull úr jörð sem aftur vakti ómælda kátínu þeirra er sáu um efasemdir og úrtölur í þá daga. Lengi var vitað að einhversstaðar í sveitinni væri hola í jörðu eftir námagröft Einars en árið 1987, þegar ég var að velta þessu fyrir mér, var hún týnd með öllu. Ég leitaði meira að segja að henni sjálfur á þessum árum, fór í reiðtúr um Þormóðsdal og nágrenni. En svo fannst hún óvænt síðar og það kætti mig óneitanlega, ég leit á það sem jarteikn í þessu sambandi - sem hvatn- ingu að handan.“ Námur og óþrif eru eitt og Guðmundur kveðst hafa verið undir það búinn að vaða mold og aur áður en hann fyndi gullmolann. „Ég gerði mér strax grein fyrir því að þetta yrði talsvert moldvarp. Eg veit líka að námaslys eru tíð og námur eiga það jafnvel til að hrynja, lokast með öllu. Undir það var ég líka búinn. Verkefni til þrettán ára á alltaf á hættu að hrynja á leiðinni. Menning- arstarf er áhættuiðja." Allt þetta útskýrði Guðmundur fyrir stjórn íslensku hljómsveitarinnar á sínum tíma. Viðbrögðin voru eigi að síður jákvæð. Hann var hvattur til að leggja upp í þessa för. Guðmundur lét ekki segja sér það tvisvar - tók þegar til óspilltra málanna. Fékk hann val- inkunna listamenn til liðs við sig og í desem- ***■ ber 1987 kom afrakstur fyrsta áfanga verkefn- isins fyrir augu og eyru almennings. Flutt var kantatan Landnámsljóð, fyrir tenór og hljóm- sveit, eftir Þorkel Sigurbjörnsson við sam- nefnt ljóð Sigurðar Pálssonar. Guðmundur stjómaði frumflutningi. Við sama tækifæri af- hjúpaði Gunnar Öm myndlistarmaður mál- verk sitt Sjáðu jökulinn, maður! Vettvangur tónleikanna var Hallgrimskirkja, sneisafull af fólki. Kristján Jóhannsson tenórsöngvari var í broddi fylkingar. „Þetta var vel af stað farið. Okkur var forkunnarvel tekið,“ segir Guð- mundur. I verkefninu rekur hver öldin aðra og sem dæmi um annað þríeyki nefnir Guðmundur skáldið Illuga Jökulsson, sem skrifaði um aftöku Jóns biskups Arasonar og sona í Skál- holti árið 1550. Tónskáldið var Mist Þorkels- dóttur, sem samdi kantötu fyrir tenór og hljómsveit við ljóðið, og Kristján Jónsson list- málari, sem lagði til sjö málverk, en sjö högg þurfti til að losa höfuð frá búki biskups. Eða svo segir sagan. Leiðin er orðin löng og viðurkennir Guð- mundur að sitthvað hafi gengið á. Fyrsti bak- hjarlinn, Islenska hljómsveitin, hætti starf- semi fljótlega eftir að Guðmundur var ráðinn tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins árið 1989. „Þegar það gerðist var ekki um annað að ræða en halda áfram með Námur einn síns liðs. Það gerði ég og hef unnið jafnt og þétt að verkefninu til þessa dags í frístundum mín- um.“ Átta ára þögn Lítið hefur þó farið fyrir Námum í seinni tíð og segir Guðmundur að það kæmi sér ekki á óvart ef fólk héldi að verkefnið hafi fyrir margt löngu lognast út af. „Það hefur lengi verið hljótt um Námur. Ég hef ekki rætt um þær opinberlega í átta ár. Það stafar hins veg- ar, öðru fremur, af því að maður er alltaf rag- GRAFIÐ í NÁMUM FORTÍÐAR Námur er umfangsmikið verkefni, þar sem í 36 orðskáld, myndskáld og tónskáld, innlend og erlend 1, koma við sögu. Yrkisefnið er Island, saga lands og þjóðar, öld fyrir öld, frá landnámi til okkar daga. ORRI PÁLL QRMARSSON ræddi við upphafsmann verkefnisins og umsjónarmann, Guðmund Emilsson, sem á sér þann draum að efnt verði til veglegrar uppskeru- hátíðar í Reykjavík árið 2000. ur við að tjá sig um stóra drauma, af ótta við að þeir verði ekki að veruleika. Nú tel ég aftur á móti óhætt að vekja máls á verkefninu á nýj- an leik, þar sem ég finn að jálkurinn er orðinn heimfús!“ Segir Guðmundur grunnhugmynd Náma ekki hafa tekið breytingum í áranna rás en hins vegar þanist nokkuð út af menningar- sögulegum orsökum. „Það var í París, þar sem ég var staddur á farandsýningu um menningu og landafundi víkinganna, forfeðra okkar, um árið, að upp fyrir mér rann ljós: Þessir menn fóru mun víðar en mig hafði órað fyrir. Þeir sigldu, því sem næst, um öll heimsins höf fyrir þúsund árum, ekki aðeins rænandi og ruplandi eins og sagt er, heldur ekki síður í viðskipta- og menningarerindum, og komu á ótrúlegustu staði, svo sem fornbókmenntir okkar skýra frá. Heimsmynd þeirra var engin smásmíði. Þeir voru heimsborgarar og gjaldgengir menn. Mér varð ljóst að upprunaleg hugmynd mín var of þröng - ég sá ekki heiminn fyrir fjöllum. Fyrir vikið víkkaði ég skilgreininguna og kom mér í sambandi við erlenda listamenn, fulltrúa hinna fjölmörgu viðskiptalanda for- feðra okkar sem við nú á tímum hraðans segj- um að séu „framandi" og hljómar líkt og öfug- mælavísa. Tyrkland er ágætt dæmi.“ Fyrir vikið munu Námur, þegar upp er staðið, samanstanda af listaverkum, sem til hafa orðið beggja vegna Atlantsála. Annar helmingurinn kemur héðan, en margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar hafa lagt verkefninu lið, en hinn hlutinn er sóttur í smiðju erlendra listamanna. „Þetta gefur verkefninu óneitanlega meiri vídd og eykur trúverðugleik þess,“ segir Guðmundur. Sam- heiti félagsskaparins er Námafélagið. Fjöldi verka, smárra og stórra, hefur safn- ast upp á þeim ellefu árum sem liðin eru frá því Guðmundur lagði á jálk sinn. Ber hann sjálfur ábyrgð á varðveislu verkanna og neitar því ekki að hafa lent í hrakningum með þau. „Gott dæmi er Perla eftir Leif Breiðfjörð, verk sem nefnt er eftir skipi Danakonungs, er Jón Indíafari sigldi á suður um höf, en verkið vegur um hálft tonn. Þetta er einn vandinn af mörgum við varðveislu verkanna. Og enn er ég á hrakhólum með þau!“ Námur eru vel á veg komnar. Helmingur hljómsveitarverkanna hefur þegar verið fluttur opinberlega, jafnmörg ljóð og mynd- verk verið flutt eða kynnt í einhverjum skiln- ingi. Lokaverkin eru öll í vinnslu, hér heima og erlendis og verða sýnd og frumflutt innan árs. En með hvaða hætti verður verkefnið leitt til lykta? „Ég sé fyrir mér sólbjartan sumardag árið 2000,“ segir Guðmundur. „f listasafni nokkru, vonandi í Reykjavík, einni af menningarborg- um Evrópu. Að þá verði efnt til uppskeru- hátíðar Náma. Myndverkin tólf verða saman komin í fögrum sal og í öðrum samliggjandi sal 36 portrettmyndir sem Guðmundur Kr. Jóhannesson ljósmyndari hefur gert af öllum listamönnunum sem lagt hafa hönd á plóg- inn, en myndröð hans er mikið listaverk, útaf fyrir sig. Ég heyri einnig í anda hljómsveitarverk- in tólf, flutt á fernum tónleikum, kannski yf- ir helgi, þrjú og þrjú í einu, í réttri röð, frá landnámi til okkar daga. Kannski verða þau flutt af lettnesku fílharmóníusveitinni en ég hefi nýverið tekið við stjórn hennar - hver veit? Kannski önnur hljómsveit komi við sögu. Jafnframt heyri ég í huga mér ljóðskáld- in tólf flytja verk sín á ljóðavöku. Það verð- ur ævintýri líkast." Geislaplata og bók Ennfremur lætur Guðmundur sig dreyma um að af þessu tilefni verði gefin út geislaplata með tónverkunum, og litprentuð listaverkabók, með myndum af listaverkun- um, þar sem ljóðin verði einnig að finna og portrettmyndirnar, auk viðtala við lista- mennina, sem Guðmundur hefur sjálfur safnað saman, að ógleymdri þeirra eigin umfjöllun um verkin. „Þá hygg ég að frum- rit og afrit af Ijóðunum og tónverkunum í eiginhandarriti höfunda sé einnig efni í sýn- ingu við þetta tækifæri eða síðar." Aukinheldur vonar Guðmundur að Ríkisútvarpið efni til dagskrár af þessu til- efni, en það hefur hljóðritað öll hljómsveit- arverkin fram að þessu. Hin verða hljóðrit- uð næsta vetur af lettnesku fílharmóníu- sveitinni í Rígu. „Eins bind ég vonir við að sjónvarpið sýni verkefninu áhuga áfi-am, en þar á bæ voru menn svo djarfir að slást með í þessa ævintýraför strax árið 1987 og hafa tekið upp alla tónleikana til þessa. Hrafn Gunnlaugsson á heiðurinn af þeirri ákvörðun. Eru þessar sjónvai'psupptökur þegar orðnar einstök heimild um marga af okkar fremstu tónlistannönnum.“ Vissulega er draumur stór. En þetta er ekki allt! „Niðurlag draumsins er að þjóðin þiggi verkin 36 að gjöf frá listamönnunum öllum, höfundum og flytjendum, sem skipta tugum og hundruðum þegar upp er staðið. Skilyrðið er aðeins eitt - að hún hýsi verkin sómasamlega og til frambúðar!" Ljóst má vera að Námur er verkefni sem ekki er daglegt brauð í menningarlífi þjóðar- innar. Hugmyndin er frökk, aðdragandinn langur, umfangið mikið. Verður þetta ekki dýrt? „Það segir sig sjálft að það mun kosta átak að binda fagran endahnút á Námur og vilji menn deila því verki mpð mér myndi það vissulega létta róðurinn. Ég er því opinn fyrir öllu. Það er hins vegar ekki kjarni málsins nú, heldur hitt, að ljúka þessu verkefni. Ég vona að forsjónin leyfí mér það! Hvort fer fyrir þessum námum eins og þeim sem áður eru nefndar skal ósagt látið. En í Njálu segir: Eigi dugir ófreistað. Ég geri þau orð að mínum í þessu samhengi og í þeirri von að þjóðin vakni fyrr en síðar til fullrar vitundar um gildi menningararfleifðar sinnar og sýni það í verki en ekki eilífum músaraustri." 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. MAÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.