Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 3
LESBðK MOHei MÍI AÐSINS - MENNING LISTIR 22. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI Strandlengjan nefnist sýning Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík á Listahátíð. Sýnd eru 24 verk meðfram ströndinni, frá Fossvogi og allt vestur í Sörlaskjól. Verkin eru afar fjöl- breytt að inntaki og efnisvali og þeim hef- ur verið komið fyrir við hlið göngustígsins sem liggur meðfram ströndinni og þús- undir Reykvíkinga eiga jafnan leið um. Þannig segjast myndhöggvarar vilja leggja áhersla á höggmyndina sem eðli- legan og sjálfsagðan hluta umhverfisins og ekki hvað síst á mótandi hlutverk hennar 1 samfélaginu. Svikahrappar og lygamerðir er heiti á grein eftir Þór- hall Vilmundarson prófessor og kemur hún í framhaldi af grein Þórhalls um kistu Kveld-Úlfs í Lesbók á síðasta ári. Þar var fjallað um veiðitækið kistu og þess getið um leið að fleiri tæki hefðu verið notuð til lax- og silungsveiða í ám og vötnum hér á landi. Þórhallur víkur hér að nokkrum slíkum veiðitækjum. Indversk tónlist hefur þróast um aldir og er gerólík þeirri vestrænu eins og greinarhöfundurinn, Ása Briem, útskýrir. Þessi tónlist byggist fyrst og fremst á tveim þáttum, lagli'nu sem er sungin eða leikin á cinleikshjjóðfæri, og hinsvegar á hryn. Þessi tónlist snýst ekki um fjölröddun, hljómagang, tóntegunda- skipti eða annað sem alþekkt er í vest- rænni tónlist. Forsiðumyndin: Á forsíðunni er myndin Spænsk hefðarkona eftir Federico García Lorca, en hann hefði orðið 100 óra í gær föstudaginn 5. júní. Á blaðsíðum 4 og 5 er fjallað um Lorca og birt Ijóð um hann, auk þess sem Ijóð eftir hann er birt hér til hliðar.' FREDERICO GARCIA LORCA DAUÐI UM MORGUN JÓHANN HJÁLMARSSON ÞÝDDI Nótt með fjögur tungl og eitt tré með einn skugga og einn fugl Eg leita að sporum eftir varir þínar á höruncli mínu Lindin kyssir vindinn án þess að snerta við honum Ég held á Neiinu sem þú gafst mér í opinni hendi eins og vaxsítrónu sem er nærri hvít Nótt með fjögur tungl og eitt tré Análaroddi snýst ást mín I gær, 5. júní, voru liðin 100 ór síðan Federico García Lorca, eitt af höfuðskáldum aldarinnar, fæddist (Granada á Spáni. RABB GEGN NÁTTÚRUNNI / SÍÐASTA mánuði var frétt í Morg- unblaðinu um endurheimt votlendis austur í Biskupstungum. Mokað var ofan í skurð sem grafinn var með handafli fyrir 1940 og átti að þurrka upp Dagmálatjörn og umhverfi hennar í landi jarðarinnar Múla. Það var talið merki um stórhug og fram- farir þegar ráðizt var í að ræsa fram tjörn- ina; skurðgröfur voru þá ekki komnar til sögunnar. Nú, 60 árum síðar, er blaðinu snúið við; skurðinum lokað í þeirri von að tjörnin fyllist og fuglalíf dafni eins og áður var. Breytingarnar, bæði þar og annarsstaðar í sveitum, eru meiri en nokkurn gat grunað fyrir svo sem tveimur áratugum. Á stríðs- árunum, þegar vélaöld hélt innreið sína með jarðýtum og skurðgröfum, sáust menn ekki fyrir með allt þetta afl á valdi sínu; jarðýturnar látnar jafna út merkar húsa- rústir og mannvistarleifar að óþörfu, en vítt og breitt um landið voru mýrar ristar í sundur með skurðum og ekki flögraði að neinum að það væri annað en framfara- spor. Það var það líka í fyrstu. Nú, löngu síðar, er auðvelt að fordæma alla framræslu votlendis sem hugsunar- lausar og skaðlegar aðgerðir gegn náttúr- unni og lífríkinu. Á votlendum jörðum þóttu skurðir samt eins og hver önnur himnasending á sínum tíma. Þeir sem harma votlendið núna þekkja líklega ekki þá miklu breytingu til bóta, sem varð við ýmis algeng störf í sveitum með tilkomu skurðanna. Margir þeirra sem nú eru komnir yfir sextugt og ólust upp í sveitum, muna daglegt brask við að koma hestum yfir mýrarsund með fúakeldum og kvik- syndi. Oft voru menn blautir í fætur, en yf- ir keldurnar varð að fara, bæði við fjárstúss og ýmsa flutninga, þar á meðal með heybandslestir. Eftir framræslu var hægt að ganga þetta sama land þurrum fótum; það þóttu ánægjuleg viðbrigði, en vitaskuld tóku menn eftir því að fuglar eins og mýrispýta, jaðrakan og stelkur höfðu flúið á aðrar slóðir og blessaðar pöddurnar sem sáust synda í mýrarrauðanum hafa ugglaust dáið út í þessum uppþurrkuðu mýrarsundum. Við höfðum ekki áhyggjur af því þá og ég minnist þessi ekki að neinn gerði tjónið á lífríkinu að umtalsefni fyrr en Halldór Kilj- an Laxness skrifaði fræga ádrepu um hern- aðinn gegn landinu. Þá var líka Ijóst að menn höfðu farið offari í uppþurrkun; ræst fram hvort sem þess þurfti með eða ekki. Sjálfvirkt styrkjakerfi átti sinn þátt í því. Skammsýnin reið ekki við einteyming fremur en fyrri daginn. Alveg fram á átt- unda áratuginn var trúað á vöxt og út- þenslu í landbúnaði án takmarka. Helzt átti að rækta landið milli fjalls og fjöru og þurrka upp hverja mýri. Þetta var eins og hvert annað fjárfestinga- og framkvæmda- fyllirí og allir þekkja hversu sársaukafullir timburmennirnar hafa verið. Nú skal blað- inu snúið við; mokað ofan í skurðina að nýju í þeirri von að mýrarrauði sjáist þar aftur í keldum og að þar verði aftur fund- inn sá eilítið súri þefur með ívafi af sætum mýrgresisilmi. Það sem er gott fyrir brún- klukkur í keldum er gott fyrir Iandið og náttúruna segja menn nú. Hernaðurinn gegn landinu heldur samt áfram. Mýrarstykkin milli skurða sem eng- in þörf reyndist á til ræktunar hafa víða orðið svo fyrir barðinu á ofbeit hrossa að illilega stingur í augu. Bændur hafa tekið hross í hagagöngu og ófáar jarðir hafa beinlínis verið seldar hestaeigendum úr þéttbýlinu. Græðgin tekur völdin; græðgi þeirra sem eiga landið og láta við gangast að því sé misþyrmt. Raunar er lítt skiljan- legt að hestamenn skuli sjálfir una við slíkt, unnendur hesta ætlum við að hljóti einnig að vera náttúruunnendur. Framræsla mýra án þess að nokkur þörf sé á og nagaðar þúfur eftir hross eru þó bara smáhernaður gegn landinu á móti því sem nú er fyrirhugað og kjörnir fulltrúar okkar á Alþingi standa að. Þá er átt við hugmyndir um frekari stóriðju með virkj- unum, uppistöðulónum, vegakerfi og raflín- um á svæði norðaustan Vatnajökuls, þar sem eru einstæðir náttúrufjársjóðir í stærstu samfelldu auðn Evrópu. Til þess að hægt verði að stórspilla þeirri auðlind var- anlega skal beitt þeirri gulrót að bjóða stóriðju-auðhringum raforku á svo lágu verði að þeir láti freistast. Ósnortin víðerni öræfanna með útsýni til jökla er án efa einhver mesta auðlind sem við eigum. Ef við eyðileggjum þessa auð- lind fyrir margfalt minni hagsmuni, verðum við ekki annað en brjóstumkennanlegir aul- ar í augum heimsins og því meir sem lengra líður. Hætt er við að áhrifamiklir þrýstihópar verktaka og margskonar fræðinga ýti á pólitíkusa, sem jafnan sjá skammt fram fyrir nefið á sér. Til réttlætingar tala menn um „mannauðinn" sem verði að fá verkefni við hæfi. Sízt af öllu skulum við gera lítið úr mannauði og þeim miklu skurðum sem hann kann skil á að grafa með nýjustu tækni, en ekki má nýta þessa þekkingu þannig að verkin verði harmsefni síðar meir. Ofan í þá skurði verður ekki eins ein- falt að moka og mýraskurðina. Ef helzta framtíðarsýn íslenzkra stjóm- málamanna er að koma upp sem flestum stóriðjuverum og nýta hálendið til orkuöfl- unar, þá er sú framtíðarsýn dapurleg, en fyrst og fremst röng. Það er hún vegna þess að samkvæmt marktækum skoðana- könnunum er meirihluti landsmanna á móti henni og ýmsir kostir eru nú til tekjuöflun- ar sem ekki voru til fyrir fáum árum. Má í því sambandi minna þá á, sem ekkert sjá annað en „undirstöðuatvinnuvegi“, að út- flutningur hins nýja og smáa íslenzka hug- búnaðariðnaðar nam rúmlega hálfum öðr- um milijarði á síðasta ári. Mér hefur alltaf virzt að lítið fari fyrir stórum hugsjónum og framtíðarsýn hjá ís- lenzkum pólitíkusum, heldur láti þeir stjórnast af þrýstingi og hagsmunum. Margir óttast að það sé einnig hagsmuna- pot á bak við „tertusneiðalögin“ sem lamin voru í gegn af lítt skiljanlegu kappi enda þótt skoðanakönnun bendi til að 70% þjóð- arinnar séu þessari skipan andsnúin og áskoranir um frestun kæmu frá margskon- ar samtökum um náttúruvernd, náttúru- fræðingum, Ferðafélagi íslands og leiður- um í öllum dagblöðunum. Á það var ekki hlustað en vinnubrögð af þessu tagi eru svo óviturleg og gerræðisfull að fyrr eða síðar hljóta þau að koma í bakseglið hjá þeim sem að þeim standa. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 6. JÚNÍ1998 3 - i. i,: 1111 -; m - 11'; 115 j 3' 11: s ( j \ •,;,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.