Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 4
FEDERICO García Lorca. Var hann fórnarlamb samkynhneigðar eða stjórnmálaátaka? FEDERICO GARCÍA LORCA - ALDARMINNING García Lorca var tónskáld orðanna. Hver lína í Ijóð- um hans og leikritum hefur sinn tón, skrifar ÖRNOLFUR ARNASON um þetta ástsælasta skáld Spánar sem var í senn frumlegt og þjóðlegt. FEDERICO García Lorca var tón- skáld orðanna. Hver lína í ljóðum hans og leikritum hefur sinn tón. Mér flnnst meira að segja prósi Lorca óma eða kliða. Kannski þetta sé einmitt ástæðan fyrir því að skáldið sneri sér ungt að leik- ritagerð fremur en öðrum bók- menntagreinum. Texti Lorea er eins og nótur. Það þarf að flytja hann, túlka og syngja. Lorca er ástsælasta skáld Spánar á þessari öld, í senn frumlegur og þjóðlegur, sannur Andalúsíumaður með djúpar rætur í heimi sagna og náttúru, og það eykur enn á dýrðar- ljóma nafns hans, gerir hann næstum að dýr- lingi, að hann féll ungur fyrir morðingjum í upphafi borgarastyrjaldarinnar á Spáni 1936. Það er mikið um að vera um allan Spán í tilefni af aldarafmæli Lorea. Leiksýningar, upplestrar, konsertar og myndlistarsýningar hófust strax í upphafí ársins í mörgum borg- um. Konungshjónin voru við athöfn 16. júní í húsinu sem Lorca fæddist í, og eru þau heið- ursformenn nefndar þeirrar á vegum Lorca- stofnunarinnar í Madrid sem skipuleggur og samræmir hátíðarhöldin. Afmælisdaginn sjálfan, 5. júní, verða athafnir sleitulaust í fæðingarbæ Lorca frá morgni og fram á nótt. Samkvæmt hinum snjalla og vandaða ævi- söguritara, Ian Gibson, raulaði Federico í frumbemsku lög, meira að segja áður en hann lærði að tala og varð strax hugfanginn af tónlist, einkum gítarleik. Hann tók snemma að læra á píanó og það var ekki fyrr en hann var orðinn 15 ára sem hann fór að fást við að setja orð saman í hljómkviður, svo vitað sé. Þegar ég sit hér í Granada á steinvegg, sem laghentir múslímar hlóðu fyrir a.m.k. sjö hundruð árum, og hlýði á ómþýðan söng vatnsins sem bunar hvarvetna kringum mig í rennum og gosbrunnum, niður brekkur og dalverpi, er létt að skilja hvernig þessi und- urfagra borg hefur getið af sér svo marga snillinga á listasviðinu. Sýprus, palisander og pálmar standa eins og tröll, ýmist einsömul eða í þyrpingum á milli fornra mannvirkja, sem flest eru rauðbrún á lit en sum grá. Þau rauðbrúnu voru reist af Márunum, sem réðu fyrir þessu landi í næstum átta hundruð ár, en hin gráu, með svip endurreisnar eða gotnesk- um, eru frá kaþólsku kóngunum og hinum voldugu afkomendum þeirra, Karli I og Fil- ippusi II, sem hröktu villutrúarmennina burt með miskunnarlausri hörku vopnavalds og rannsóknarréttar. Yfír blöndu gróðurs og grjóts gnæfir svo Snæfellið mikla, Sierra Nevada, sem dregur huga hvers manns til himins, lyftir andanum í hæstu hæðir. Áður en Federico García Lorca futtist hing- að til Granada 11 ára að aldri, bjó fjölskylda hans í hjarta gróðursælustu sveitar héraðsins, á sléttunni La Vega, í Fuentevaqueros u.þ.b. 15 kílómetra frá Granadaborg. Þar fæddist Federico hínn 5. júní 1898, fyrstur barna Federicos García Rodrigez, efnaðs landeig- anda, og konu hans, Vicentu Lorca Romero, fátækrar kennslukonu af lágum stigum, sem sennilega hefur verið af gyðingaættum frá borginni Lorca í Murcia-héraði, um 200 km LEIKKONAN Margarita Xirgu og Lorca, 1934, og Lorca árið 1927 með skáldbróður sínum, Rafael Alberti, sem enn lifir háaldraður, sá eini af hinni fraegu Kynslóð 27. hér fyrir austan. Það er nafnið sem vekur þennan grun um austurlenskt ætterni, því að margir gyðingar skiptu um ættarnafn til að leyna uppruna sínum og forðast ofsóknir, og þeir tóku þá oft upp nafn borgarinnar. I Lorca var einhver stærsta gyðingabyggð Spánar á 16. öld. Feeddur með silfurskeið i munni Langafi Federicos Gareía Lorca, Antonio García Vargas, og bræður hans voru farnir að láta talsvert að sér kveða um miðja nítjándu öldina. Langafínn giftist frægri fegurðardís af sígaunaættum. Federico hafði mikinn áhuga á sögu sígauna og menningu og fjallar einn frægasti ljóðabálkur hans um Romany-fólkið, Tataraþulurnar. Afí skáldsins, Enrique García Rodriguez, komst í verulegar álnir, og sama er að segja um bræður hans sem einnig voru víðfrægir um allar sveitir fyrir hæfíleika á ýmsum sviðum tónlistar, bæði sem hljóð- færaleikarar, söngvarar og skáld. Tónlistar- hæfíleikar virðast hafa verið víða í föðurætt Federieos, bæði hjá körlum og konum. Don Federico, faðir skáldsins, hafði búið fjórtán ár í barnlausu hjónabandi og misst fyrri konu sína, Matilde Palacios, áður en hann gekk að eiga Vicentu Lorca. Federico talar oft um myndina af Matilde á stofuveggn- um, þessa alvarlegu „sem hefði getað orðið móðir hans“. Manni verður hugsað til óbyrj- unnar Jermu, þótt hún væri óneitanlega af annarri stétt en García-fólkið. Móðir skáldsins, síðari kona don Federicos, var óvenjulega vel gefin og væn kona. Þess má sjá merki til dæmis í því að þótt hún hætti kennslustörfum er hún giftist landeigandan- um, þá kenndi hún hundruðum af fátæku sveitafólki að lesa, sennilega einkum konum sem nutu mjög takmarkaðrar kennslu á þess- um tímum. Annan sið hafði hún, sem hún tók reyndar upp frá tengdamóður sinni, a.m.k. meðan fjölskyldan bjó á La Vega, og það var að lesa hátt í eldhúsinu fyrir granna og hjú uppúr ýmsum nýútkomnum bókmenntum, til dæmis skáldsögum Victors Hugo. Víst er að hið nána samneyti fólksins í Fuente Vaqueros varð til þess að sveinninn Federico kynntist högum og orðfæri allra stétta sem oft var fullt af myndlíkingum úr náttúrunni og sveitastör- funum, og þar er grunnur hins hljómmikla og mergjaða máls sem einkennir leikrit hans og ljóð. Federico var með slæmt ilsig og var annar fótur hans styttri en hinn. Hann gat því ekki tekið þátt í öllum leikjum krakkanna, gekk reyndar hálfhaltúr alla ævi og enginn hefur minnst þess að hafa séð hann hlaupa. Fyrir utan tónlistargáfuna, þótti hann kostulegur í tilsvörum þótt feiminn væri. Hann átti um fjörutíu systkinabörn í Fuente Vaqueros, og var í miklu uppáhaldi hjá öllum ættingjum. Hann naut því ánægjulegrar bernsku í náinni snertingu við náttúruna, enda er augljóst af öllum skáldskap hans hvað honum þykir vænt um náttúruna og hvað hann er meðvitaður um að manneskjan er bara hluti af henni og skip- ar þar sinn sess í samspili við dýr, plöntur, jörð og veður. O, hann Federico! Eitt sinn var ég á ráðstefnu um leikritaþýð- ingar sem haldin var í Póllandi. Þetta var undir hnignandi sól kommúnismans sáluga. Eg deildi matborði með langelsta þingfulltrú- anum sem var spænskur. Þetta var fínlegur og bráðlaglegur öldungur, grannvaxinn og af- ar glæsilega til fara. Hann hét José Antonio Rubio Sacristán, en vildi að ég kallaði sig Pepe, eftir að hann bauð mér dús. Þegar við Pepe vorum búnir að spá í dásemdir komm- únismans í tvo daga og við höfðum skemmt okkur við að gá hvort við gætum fundið mun- inn á því sem kallað var kaffi og te, en var sama sullið, fræddi hann mig á því að það væri leiðinlegast við elllina að missa alla vini sina. Fóstbróðir sinn, sem hefði heitið Charlie Chaplin, væri dáinn, og kærasti æskuvinur- inn, Federico García Lorca, hefði verið drep- inn fyrir næstum fímmtíu árum. í ævisögu kvikmyndaleikstjórans Luis Bunuels, „Síðasta andvarp mitt“, segir: „Þeg- ar ég kom með lestinni frá New York til Hollywood, hverjir skyldu þá standa á braut- arpallinum til að taka á móti mér nema þeir félagar Charlie Chaplin og Pepe Rubio.“ Því er ég að segja frá þessu, að Pepe Rubio er eini maðurinn sem ég hef kynnst persónu- lega, sem var vinur og félagi Federicos. Pepe var með honum, Bunuel, Alberti, Dalí, Aleix- andre og hinum af „Kynslóðinni ‘27“ á stúd- entagarðinum fræga, Residencia de Estudi- antes, eða „Resi“ eins og hann er kallaður. Og þarna sem við sátum yfir þurru brauði og súrri sultu kommúnismans í höll, án aðals, ut- an við Varsjá, bað ég Pepe að lýsa því hvernig Federico hefði verið á sokkabandsárum þeirra í Madrid. Pepe sagði að Federico hefði ekki verið beinlínis laglegur, en þó borið mikinn svip, 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. JÚNÍ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.