Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 6
Sá atburður gerðist að þeir bræð- ur voru á einni veislu, Eysteinn konungur og Sigurður konung- ur.“ Frásögnin sem fylgir á eftir þessum orðum er ekki tímasett né staðsett frekar, hún gerist á stjórnarárum Eysteins og Sig- urðar Magnússona Noregskon- unga en þeir ríktu sameiginlega í 20 ár, frá árinu 1103 til ársins 1123. Ymsir munu kann- ast við þessa frásögn úr Heimskringlu en elst er hún í eldra konungasagnariti, Morkin- skinnu, þar sem hún er 56. kafli og heitir „Mannjafnaður konunga". Um Morkinskinnu mætti hafa langt mál. Hún er elsta varðveitta íslenska konungasag- an þar sem mörgum konungum er lýst án þess að farið sé hratt yfir sögu, hafist handa á Magnúsi góða (sem varð Noregskonungur 1035) og haldið áfram fram að stjórnartíð bræðranna Sigurðar, Inga og Eysteins Har- aldssona (sem lauk á árunum 1155 til 1161). Að þessu leyti er hún fyrirmynd Heimskringlu Snorra Sturlusonar enda er þar höfð hliðsjón af henni. Morkinskinna er einnig sérstök í því að þar eru konungar ekki einir á sviðinu heldur einnig þegnar þeirra og segja má að það geri söguna þrívíða og veiti konungum dýpt sem á skortir í eldri sögum þar sem lýst er mörgum konungum eða kon- ungaröð,_t.d. norrænum konungasögum á lat- ínu og Ágripi af Noregskonungasögum en þessar sögur eru ritaðar frá um 1170 til 1220. Á hinn bóginn hefur Morkinskinnu verið gef- inn lítill gaumur þar sem höfundur hennar var ókunnur og gert hefur verið ráð fyrir því að hann hafi ekki verið frumlegur höfundur heldur aðeins ritari sem hrúgaði saman mörgum eldri sögum sem síðan hefðu týnst. En sú skoðun mun nú á undanhaldi. Það er að því leyti erfitt að nálgast viðhorf íslendinga til konungsvalds á miðöldum að íslendingar fjölluðu ekki um hlutverk kon- unga, dyggðir þeirra og stöðu innan heimsins í lærðum ritgerðum, t.d. svokölluðum kon- ungsskuggsjám (specula á latínu) þar sem beinlínis er lýst mikilvægum kostum kon- unga. Á íslandi er að vísu varðveitt þýðing á konungsskuggsjá frá um 1200 og hin norska Konungsskuggsjá (sem er þá frumsamin kon- ungafræði) er rituð síðar á 13. öld. Konunga- sögur fjalla þannig ekki beinlínis um kon- ungshugtakið en lýsingar konunga í þeim eru vitnisburður um æskilegar dyggðir þeirra og hlutverk, ekki síst ef fleiri en einn konungur er á sviðinu sem hægt er að bera saman. í Morkinskinnu eru einmitt þau skeið sögunnar fyrirferðarmest þegar tveir konungar ráða í senn (en þau eru alls sex í Noregssögunni frá 1046 til 1157) og af því má marka áhuga sög- unnar á konungsvaldi sem slíku. Eitt þeirra skeiða er samstjórn bræðranna Eysteins og Sigurðar sem ég nefndi áðan og mannjöfnuður þeirra er skýrt dæmi um hvernig sögurnar fjalla um konungsvald. Tekið er fram í upphafí að þeir séu .jafnborn- ir“ konungssynir. Ætterni skilur því ekki á milli þeirra en svo gat verið í öðrum tilvikum. Þannig sést í Morkinskinnu að Magnús góði og Haraldur harðráði eru ekki jafn góðir kon- ungar. Magnús er sonur Olafs helga, sjálfs þjóðardýrlings Norðmanna, en Haraldur að- eins bróðir Olafs og sonur Sigurðar konungs sýrs en minnt er á það öðru hvoru í sögunni. Eins er í Sverrissögu klifað á því að Sverrir sé konungssonur en ekki keppinautur hans, Magnús Erlingsson, og hið sama á við í Há- konarsögu, Hákon Hákonarson er sonur kon- ungs en ekki Skúli hertogi og aðrir sem vilja jafnast við konung. Konungssynir standa þannig næst ríkinu í íslenskum konungasögum en þó er ótvírætt að allir karlmenn af norsku konungsættinni eiga nokkurn rétt til ríkis, umfram þá sem ekki eru komnir af Haraldi hárfagra, forfóður hennar. Þannig er ótvíræður munur á Har- aldi harðráða og höfðingjanum Einari Þambarskelfi sem þó hefur marga kosti sem konungar þurfa en er aftur á móti ekki af norsku konungsættinni. Ætt er eitt af því þrennu sem konungar þurfa að státa af til að geta talist réttir konungar. Auk þess þurfa þeir að hafa lögin á bak við sig og um leið vilja lýðsins. í þriðja lagi þarf kirkjan að standa með þeim og þar með Guð. Ekki er þó þar með sagt að kirkjan sé fulltrúi Guðs gagnvart konungi. Enginn stendur milli kon- ungs og Guðs en kirkjan er eigi að síður stofnun hans og konungar þurftu að styðja hana og styrkja, annars voru þeir ekki sannir fulltrúar Guðs. Auk þessara þriggja stoða konungsvalds, ættar, laga og kirkju, þurfa konungar að vera ýmsum kostum búnir og um það snýst mann- jöfnuður Eysteins og Sigurðar. Þar kemur fram að Sigurður er sterkari og betur syndur en Eysteinn er hagari og betri í manntafli, Sigurður er vopnfær og ríður í „turniment" (eða burtreiðum) en menn sækja fremur til ISLENDINGAR í LEIT AÐ KONUNGI EFTIR ÁRMANN JAKOBSSON Konungasögur voru í öndvegi í íslenskri sagnaritun fram til ársins 1262. Þegar Islendingar ákváðu að ganga Noregskonungi á hönd höfóu þeir unnið stór- felld afrek á sviði konungasagnaritunar. Eysteins til að úrskurða um mál sín. Sigurður kveður sig orðheldnari en Eysteinn segir hann heita illu einu þannig að lítið sé gagn að því þó að hann endi það. Sigurður hefur farið til Jórdanar og vitjað grafar drottins, unnið átta orrustur og borgina í Sídon. En þess í stað setti Eysteinn „fiskimannavist að fátæk- ir menn mætti nærast til lífs og hjálpar" og kirkju þar, lét gera sæluhús í Dofrafjalli til að létta yfirferðina og góða höfn og skipalægi í Agðanesi þar sem áður var mannskaðahöfn. Eysteinn hefur látið gera höll í Björgyn og postulakirkju, Mikjálskirkju með munklífi og hann hefur bætt lögin á ýmsa vegu. Síðast en ekki síst kveðst hann hafa náð Jömtum undir Noreg „meir með blíðyrðum og viti, heldur en með ágang“ og þykir honum meira gagn að þessu en þótt Sigurður hafi brytjað „blámenn fyrir hinn raga karl“ (þ.e.a.s. íjandann sjálf- an) í Serklandi og þannig fjölgað í helvíti. Sig- urður hælir sér af því að hafa farið víða „og sá ég þig eigi þar“, eins og hann klifar á, en Ey- steinn telur sig hafa gert þegnunum meira gagn og að þeir sem þess hafi notið eigi eftir að „muna að Eysteinn konungur hefir verið í Noregi". Eysteinn og Sigurður eru tvær konungs- myndir. Sigurður er sterkur og staðfastur, Eysteinn fimur og sveigjanlegur. Eysteinn er friðsamur konungur kaupmanna og laga, Sig- urður er kurteis krossferðarkonungur og ber raunar viðurnefnið Jórsalafari. Bæði Mork- inskinna og Heimskringla draga taum Ey- steins þannig að ekki fer milli mála að hann er hin nýja konungsmynd en Sigurður hin gamla sem að vísu heldur gildi sínu að hluta en fleira þarf nú að koma til. Konungi nægir ekki að vera sterkm- og stór og jafnvel kross- ferðin er ekki nóg. Konungur þarf að gæta verslunar, laga og friðar og vera með mönn- um í daglegu amstri. Eysteinn er þannig kon- ungur allra þegna sinna en Sigurður íyrst og fremst hermanna. Má orða það svo að Ey- steinn rækti garðinn sinn. Þessi mannjöfnuður endurspeglar þar með sögulega þróun á 12. og 13. öld þegar kon- ungsvald styrktist í sessi en konungar tóku um leið á sig nýjar og veigamiklar skyldur. Sú þróun hafði í för með sér aukna áherslu á dyggðir konunga og í þessum mannjafnaði sjást allar helstu konungsdyggðir og einnig eru veitt dæmi um hvernig þær nýtast þannig að konungsskuggsjá gæti ekki fjallað skýrar um konungsvald. Konungar eiga fyi’st og fremst að vera vitrir, stilltir, sterkir og ef þeir sameina allt þetta eru þeir réttlátir. Þó að Sigurður sé sterkari hefur Eysteinn allar dyggðir konungs og er því betri konungur. Sigurður á hins vegar við „staðleysi“ eða van- stilli að stríða þegar líða tekur á ævina og fær ekki hamið skap sitt. Honum er lýst eins og geðveikum manni og þar með er hánn óhæfur konungur. Réttlátur konungur verður að vera allt í senn, vitur, sterkur og stilltur. Þá aðeins getur hann verið eftirmynd hins réttláta kon- ungs á himnum. En íslenskar konungasögur, eins og önnur kristin miðaldarit, eru rituð með því hugarfari að allir konungar séu að- eins dauf speglun af þeim eina sem er kon- ungur alls heimsins. Þeir taka því beint og óbeint mið af honum. Dyggðir konungs skipta einkum máli vegna þess að annars vegar er hann fulltrúi Guðs, hins vegar er litið á hlutverk hans sem starf og er það bein afleiðing af þróun ríkis- valds í Evrópu upp úr seinustu árþúsunda- mótum. Sú þróun sést í samtímaritum þó að í orði kveðnu sé verið að lýsa fortíðinni. Þannig er veldi Haralds hárfagra lýst eins og hann ÓLAFUR helgi. Líkneski úr kirkjunni á Kálfafellsstað frá því um 1700. Þjóð- minjasafn íslands. væri konungur á 13. öld en slíkt veldi kemur ekki heim við stöðu norrænna konunga á 9. öld, þegar Haraldur á að hafa ríkt. Þar sem sagnaritarar 13. aldar trúðu á hæðir og lægð- ir í sögunni, rétt eins og sagnfræðingar síðari alda, lýsa þeir konungsvaldi í fjarlægri fortíð eins og um fyrirmyndarkonungsríki á 13. öld væri að ræða. Síðan virðist konungsvaldi hnigna áður en það réttir við á ný. Það mun þó nær sanni að lýsing á nálægri fortíð sagn- anna, 12. öld, sé öllu raunsærri en vitnisburð- ur þeiiTa um fjarlægari fortíð sem taka ber með miklum fyrirvara. íslendingar taka að rita konungasögur af miklum móð þegar á miðri 12. öld. Fyrst í stað eru þær ágripskenndar en verða fylh-i með tímanum. Þannig er Sven'issaga rituð um 1200 og sýnir öll merki þess að sá sem setur hana saman þekki evrópska umræðu um konungsvald eins og fingurna á sér. I Morkinskinnu og Heimskringlu, sem væntan- lega eru ritaðar milli 1220 og 1230, sést svo aukinn áhugi á samskiptum konungs og þegna, einkum í Morkinskinnu. I henni eru margir þættii' um Islendinga sem fara á fund konungs og lyktar jafnan svo að konungur reynist þeim vel og þeir konungi. Má nefna sem dæmi Auðunar þátt vestfirska, Hreiðars þátt heimska, Sneglu-Halla þátt og Islend- ings þátt sögufróða. Morkinskinna hefur því veitt þeim þungvæg rök sem vildu ganga Noregskonungi á hönd en það var ekki fyrr en seinna að þjóðfélagsaðstæður veittu þeim rökum aukna þyngd. Menn hafa lengi velt því fyrir sér hverjar séu ástæður íslenskrar konungasagnaritunar og hefur margt verið tínt til. Bent hefur verið á að íslendingar hafi varðveitt dróttkvæði sem voru einstök heimild um konunga. Einnig hefur verið leitt getum að því að vegna þess að íslendingar voru taldir hafa meiri söguþekkingu en aðrir norrænir menn hafi þeir hreinlega verið pantaðir til að rita sögur konunga. Engin ein skýring hefur þótt nægja til að skýra upphaf þessarar ritunar og ekki mun þess auðið í bráð. Hér verður látið nægja að benda á að forsendan fyrir kon- ungasagnaritun eru konungar, rétt eins og forsendur helgisagnaritunar eru helgir menn - en Bjarni Aðalbjarnarson benti á sínum tíma á samhengið milli upphafs helgisagnarit- unar á íslandi og helgi Þorláks byskups árið 1198. Sama gildii- á sinn hátt um íslenskar konungasögur. Þær eru fyrst og fremst sprottnar af áhuga Islendinga á konungum og konungsvaldi og þess áhuga sér einnig stað í öðrum íslenskum bókmenntum þar sem kon- ungar koma við sögu, t.d. fornaldarsögum og riddarasögum. Fyrst í stað beinist sá áhugi ekki í sérstak- an farveg. I Hungurvöku er Gissuri byskupi Isleifssyni lýst eins og konungi og hann er sagður (með þeim orðum) vera eins og kon- ungur og byskup yfir landinu. Þar og víðar sjást merki þess að t.d. Oddaverjar og Hauk- dælir hafi haft metnað til að koma upp ís- lenskri konungsætt enda tengdust báðar þessar ætth- norsku konungsættinni. Mynd Gissurar byskups og að hluta til Jóns Lofts- sonar einnig í íslenskum sagnaritum, bysk- upasögum, Sturlungu og Kristnisögu, er mynd konungs, burtséð frá því hversu raun- hæft var að þessar sunnlensku höfðingjaættir gætu ríkt yfir öllu landinu [Þetta sýnir nú að Arnesingar hafa lengi haft nokkurn metnað]. En Islendingar setja einnig saman sögur er- lendra konungsætta og þegar Morkinskinna er rituð þarf ekki að fara í grafgötur með að það er Noregskonungur sem íslendingar eru farnir að horfa til. Árið 1262 gengu íslendingar Noregskon- ungi á hönd. Skömmu áður ritar Ólafur Þórð- arson, kallaður hvitaskáld, sögu hinna dönsku Knýtlinga en bróðir hans, Sturla, ritar upp úr 1260 sögu Hákonar Hákonarsonar Noregs- konungs. I þessum sögum sést gegnheil evr- ópsk hugmyndafræði um friðai'konunginn sem er holdgervingur laga og réttar, verndari kirkna, kaupmanna og fátækra og sá sem tryggir frið og festu í ríki sínu. Sú mynd hæf- ir enda mjög auknum skyldum konungs og vaxandi styrk ríkisvalds í Evrópu á 12. og 13. öld. En þessi áhersla á að konungar tryggi frið og veiti grið ber ekki síður þess vitni að sögurnar eru ritaðar í kjölfar mikils ófriðar á íslandi, Sturlungaaldar, þegar íslendingar eru í þann veginn að ganga Noregskonungi á hönd. Þess vegna hefur þótt mikilvægt að minna á þátt konungs í friðargæslu. Áherslan á hlutverk konungsins er svo mikil að sumum hefur þótt að Hákon og þeir Danakonungar sem Ólafur hvítaskáld hefur mest dálæti á séu fremur staðalmyndir en að þeim sé lýst af raunsæi. Það er enda víst að þessir lærðu sagnaritarar tóku mið af hlut- verki konungs þegar þeir lýstu einstökum konungum. En það á einnig við um aðra kon- unga sem lýst er í íslenskum sagnaritum. Þó að sumir Noregskonungar, t.d. Sigurður Jór- salafari, Sverrir og Haraldur harðráði, séu eftirminnilegir er þeim lýst í Ijósi hugmynda sagnaritaranna um hlutverk konungs og kon- ungsdyggðir. Megineinkenni bæði Haralds og Sigurðar er þannig að þá skortir stillingu og þar með eru þeir ekki ævinlega réttlátir. Sverrir er á hinn bóginn svo vitur að hann er grunaður um gæsku. Allir eru þeir fyrst og fremst konungar og hafa því hlutverki að gegna að vera staðgengill og ímynd hins eina fullkomna konungs, Guðs á himnum. Áhugi sagnaritai'anna á því hlutverki er drifkraftur mannlýsinganna og jafnframt íslenskrar kon- ungasagnaritunar. Konungasögur voru í öndvegi í íslenskri sagnaritun fram til ársins 1262. Þegar íslend- ingar ákváðu að ganga Noregskonungi á hönd höfðu þeir unnið stórfelld afrek á sviði konungasagnaritunar. Önnur íslensk sagna- ritun var hins vegar einnig hafin og þar áttu íslenskir sagnaritarar eftir að láta til sín taka. Undir lok 13. aldar og á 14. öld eru ritaðar merkilegar íslendingasögur, biskupasögur og rómönsur og þá taka menn saman Landnám- ur, Konungsbók Eddukvæða, Sturlungu og alfræðh-it. Á hinn bóginn hættu Islendingar að mestu að rita konungasögur. Þegnar Nor- egskonungs virðast ekki hafa haft þann skap- andi áhuga á konungum sem knúði sagnarit- ara í höfðingjaveldi til að fjalla um kon- ungs- vald í fortíðarsögum á 13. öld, næstu hundruð ár áður en Islendingar fengu konung eins og aðrar þjóðir. Bókmenntir 13. aldar voru þannig eins og bókmenntir allra tíma knúnar af mismun þess sem var og þess sem átti að vera. Heimildir: Einkum er stuðst við MA-ritgerð höfundar (í leit að konungi. Konungsmynd íslenskra konungasagna) sem lokið var í október sl. og er þetta aðeins stutt samantekt af efni hennar. Höfundur er íslenskufræðingur. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. JÚNÍ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.