Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 8
viken,23 og einnig austanfjalls í Noregi, svo sem í bæjamafninu Kattisa í Akershusfylki við suðurenda Noklevatns.24 Ivar Modéer telur, að orðið kattisa hafi borizt til Noregs á miðöldum.26 Katisa frá Finnlandi (KHL VIII). E. A. Virtanen segir, að katisur séu æva- fom veiðitæki og hafi fundizt frá bronsöld. Þær hafi einkum verið notaðar við ströndina ,í skýldum vötnum, sundum og árósum, eink- anlega við lágar engjastrendur’.26 Kattmúsará í Breiðdal Þessi lýsing á kjörlendi fyrir katisu kem- ur nákvæmlega heim við umhverfi Kattmús- arár í Breiðdal, S-Múl., en hún fellur einmitt um lágt mýrlendi til sjávar í lón (Leirurnar) innan við Meleyri, sem skýlir fyrir úthafsöld- unni á Breiðdalsvík. Furðunafnið Kattmús- ará kynni því að vera runnið frá *Kattisá (sbr. Kattisdalen, -holmen í Svíþjóð) < *Kattisuá < *Katisuá. Eftir að menn hættu að skilja hið framandlega nafn, hafi menn tekið upp á að beygja forliðinn eins og þekkt kvenmannsnöfn og gert úr honum *Kattis- ará (sbr. sennilega *Hirðis- > *Hirdis- (svo borið fram áður eystra) > Herdísarbúr ‘fjár- hirðisbúr, geymslustaður og skýli smala’, í þremur byggðum á sunnanverðum Aust- fjörðum).27 Ekki hafi menn þó fótað sig vel á forliðnum sem kvenmannsnafni og gert úr nafninu *Kattusará og þá loks hafi kötturinn stokkið á músina í huga einhvers hugkvæms og gamansams Breiðdælings. Margar kostu- legar breytingar af svipuðu tagi (þ. e. að beygingarendingu eða viðskeyti fyrri liðar samsetts örnefnis sé breytt í orðstofn) mætti nefna, svo sem Lokin- > Loðkinnuhamrar, Tundra- > Tindriðastaðir. Ámi Stefánsson hótelstjóri frá Felli í Breiðdal (f. 1927) segir mér, að silungur hafi gengið síðsumars upp í Kattmúsará og Felisá (en svo heitir efri hluti árinnar, ofan við láglendið) og hafi verið veiddur í net. Hann kveðst muna eftir allstórum silungi í Kattmúsará. í kflunum fyrir botni Leirn- anna vestur af Kattmúsará hafi verið dregið fyrir silung frá Eydölum, Felli og Ormsstöð- um, og fengust þar hestburðir af silungi. I Noregi heita víkur stundum Kat(t)isa eða Kattiserf8 og í Svíþjóð Kattisa,29 ef þar var stunduð veiði með katisu, og því kemur til álita, að víkin innan við Meleyri (Leirurn- ar), hafi verið nefnd svo, vegna þess að katisuveiðar hafi verið stundaðar í kílunum (sbr. lýsingu Árna Stefánssonar), og Katt- músaráin (< *Katisuáin) síðan dregið nafn af víkinni. Einkennilegt er til þess að hugsa, að í sömu sveit og Kattmúsará, m. a. s. sömu- megin í sveitinni (að norðanverðu), er ör- nefnið Kádísarenni. Það er í landi Þorvalds- staða í Norðurdalnum í Breiðdal, gróið svæði milli tveggja Sláttuenna í hlíðinni út og upp af bænum. Það er ekki í tengslum við veiði- stað, en að sögn Valborgar Guðmundsdóttur ljósmóður í Tungufelli (f. 1923) er það í gömlu leiðinni frá Þorvaldsstöðum um Reindalsheiði til Fáskrúðsfjarðar, en sá heiðarvegur var fyrrum fjölfarinn. Hér vaknar sú spurning, hvort þetta sé annað dæmi um upphaflegt *Katisu-nafn, til komið af ástæðum, sem nú verður ekki gizkað á. Kattisseberget heitir hæð í Kullingshéraði í Álvsborgarléni í Svíþjóð, og hefur forliðurinn verið talinn vísa til einhvers vatnsfalls í grennd.30 Ef Kattmúsar- og Kádísar-nöfnin í Breið- dal eiga rætur að rekja til katisuveiða, kann þar að vera um að ræða tiltölulega ungt og einangrað dæmi, t. d. frá seinni hluta mið- alda eða síðar. Rétt er í því samhengi að hafa í huga, að önnur aðalhöfnin á Austur- landi allt frá landnámstíð og fram á 16. öld var í næsta nágrenni Breiðdals, þ. e. Gauta- vík á Berufjarðarströnd, þar sem merkar fomleifar hafa fundizt. Þangað kunna þjóð- hættir á borð við katisuveiðar að hafa borizt skemmstu leið frá Skandinavíu. Enn fremur má hér minna á, að á síðari tímum hafa menn gert einangraðar tilraunir með veiðiaðferðir langt að komnar, svo sem veiði með hopp- ungi undir ís og með trémanni á ís, ættuðum frá Kanada.31 Furðulega fjölbreytt veiðitæki Fjölbreytni veiðitækja í ám og vötnum, sem hér hefur verið drepið á, kemur líklega ýmsum á óvart - og eru þó ekki öll kurl kom- in til grafar. En þegar betur er að gáð, er ekki að undra, þótt öllum tiltækum ráðum hafi verið beitt til fiskveiða í ám og vötnum, ekki sízt í upphafi íslandsbyggðar, á meðan menn höfðu „fátt kvikfjár, hjá því sem þurfti til fjglmennis þess, sem var,“ eins og segir í Egils sögu, enda hafði Skalla-Grímur „menn sína uppi við iaxámar til veiða,“ Odd einbúa við Gljúfurá og Sigmund við Norðurá (29. kap.),32 en í báðum þessum ám er getið um laxagildrur í fombréfum. ísland var á land- námsöld viði vaxið milli fjalls og fjöra og því víða enginn hörgull á efniviði (birki, reyni, ösp og víði) til veiðitækjagerðar á ár- og lækjarbökkum, auk þess sem grjót var oft nærtækt til stíflugerðar. Líklegt er, að eyð- ing skóga eigi mestan þátt í, að veiðibúnaður eins og merðir og teinur fléttaðar úr viðjum hafa horfið úr sögu hér á landi, sbr. að slíkur búnaður hefur hins vegar verið í notkun fram á okkar daga í skógarlöndunum austan hafs. Þar var löng hefð fyrir veiðum í ám og vötnum með ótrúlega fjölbreyttum veiði- tækjum og veiðiaðferðum, eins og áður hefur verið lýst og síðar mun enn frekar fjallað um. í annan stað verður að hafa í huga, að veiðiskilyrði hljóta að ýmsu leyti að hafa ver- ið betri í íslenzkum ám á landnámsöld en síð- ar varð. Gera má ráð fyrir, að fiskigengd í ár hafi þá verið geysimikil vegna friðunar frá örófi alda og hlýskeiðs, sem virðist hafa verið á landnámstímanum; „allt var þar þá kyrrt í veiðistgð, er þat var óvant manni,“ segir höf- undur Egils sögu (29. kap.).33 Rennsli ánna hefur og víða verið með öðram hætti en nú. Þær hafa einatt verið í fastari skorðum, sík- islegri og tærari, áður en hin mikla landeyð- ing hófst. Skógar á um fjórðungi lands (um 25 000 km2) og þéttari gróðurþekja ofan skógabeltisins og á hálendinu, svo og ófram- ræst mýrlendi, hafa temprað vatnsrennslið og gert ámar viðráðanlegri til veiða. Að sögn Guðna Þorbergssonar fiskifræðings hjá Veiðimálastofnun eru lífræn efni í ám í Skandinavíu talin um 90% af landrænum toga, en hér á landi aðeins um 10%. Hér er aftur á móti meira lífefni úr bergi, þar sem það er miklu yngra en í Skandinavíu. Hann telur, að lífsskilyrði í ánum hafi verið betri á landnámsöld en síðar varð, bæði vegna meira lífræns efnis í ánum og skjóls, sem skógamir veittu. Hreppur við Andakflsárfossa Svo sem frá var sagt í grein um kistu Kveld-Úlfs í Lesbók Morgunblaðsins 26. aprfl á liðnu ári, er bærinn Kista í botni Værangfjarðar í Norður-Noregi við vatnið Kista, en í botni næsta fjarðar fyrir norðan, Tjongsfjarðar, eru bæimir Reppa nedre og Fjölbreytni veiðitækja í ám og vötnum, sem hér hejur verið dreþið á, kemur líklega ýmsum á óvart - og eru þó ekki öll kurl komin til grafar. evre við Reppelva, þar sem hún fellur í inni- luktan fjarðarbotn, sem nefnist Reppa. Karl Rygh hugði nafnið Reppa upphaflega heiti árinnar,34 en Sophus Bugge taldi það nafn geta verið dregið af lýsingarorðinu rapp ‘hraður’, upphaflega *hrappr.ss Torp segir þá merkingu fengna að láni úr miðlágþýzku, en eiginlega sé þetta sama orð og ísl. hrappr “ublid, voldsom“ (Björn Halldórsson). Johan Svartis í Reppa nedre (f. 1940) segir mér, að fyrram hafi verið ágæt lax- og ur- riðaveiði í Reppelva hjá bæjunum. Fram til um 1920 hafi verið veitt í net í hyl um 150 m ofan bæjanna, en síðan á stöng. Veiði hafi nú minnkað vegna virkjunar, þar sem vatn hef- ur þorrið í ánni. I fjarðarbotninum, Reppa, hafi veiðzt mjög mikið af síld og þorski. Bæirnir Neðri- og Efri-Hreppur í Skorra- dalshreppi era uppi undir Andakflsárfossum. Hrepps er fyrst getið í dómi og biskupsúr- skurði 1470, þar sem Hvanneyrarkirkja er sögð eiga „alla fiskveiði í Andakílsárforsi og ofan að Hrafnagili (á mörkum Efra- og Neðra-Hrepps) ...“ Jafnframt er í dómnum greint frá því, að bóndinn á Fossum hafi veitzt með vopnum að Hvanneyrarbónda, þar sem hann hugðist leggja net í ána í Hreppslandi.30 Að sögn Ásgeirs Jónssonar frá Neðra-Hreppi (f. 1922, var þar til 1965) var lax veiddur í hyljum á móts við Neðra- Hrepp, en neðar í ánni fyrir landi jarðarinn- ar var veiddur silungur í lagnet eða dregið á, og var veiðin töluvert mikil. Fyrir Efra- Hreppslandi var laxveiði einkum í hyinum undir fossinum, en þar er nú ekki veiði, eftir að Andakflsá var virkjuð og vatninu að mestu veitt framhjá honum; enn fremur var þar veiði í Laugarfljóti neðan við fossinn og í Netnefshyl þar fyrir neðan. Vegna aðstæðna við umrædda Hrepps-bæi hér og í Noregi þykir mér freistandi að ætla, að um veiðistaðarnafn sé að ræða, Hreppr merki ‘fengsæll veiðistaður eða veiðihylur’, fremur en Veiðigildra’, sbr. sögnina hreppa ‘hljóta, fá’ (Orðab. Menn.sj.). I Noregi er Reppa bæði heiti á víkum og ám, og getur þar einnig verið um þessa merkingu að ræða. Margir norskir Repp-bæir eru við ár og ár- ósa.37 I færeysku er til repp hk. í merking- unni “lille fiskeplads" (Jacobsen/Matras/- Poulsen).38 Hreppur sem heiti landsvæðis Auk bæjarnafnsins við Andakílsáriossa kemur örnefnið Hreppur eða Hreppar fyrir sem heiti landsvæða á nokkrum stöðum hér á landi. Um er að ræða fremur lítil svæði með mismunandi landslagi og lögun: Hrepp- ur heitir mýrarsund milli mela neðan við Kvennabrekku í Dölum, hlíð í fjalli (og Hreppsflöt hjá) ofan við Skjaldvararfoss á Barðaströnd og slakki í fjalli ofan við Skriðnafell í sömu sveit. Hreppar heita ával- ar hæðir (með Hreppadölum) ofan við Hnjót í Örlygshöfn og hlíð í landi Botnastaða í Ból- staðarhlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu sunnan Hlíðarár (brekkumar á vinstri hönd, þegar ekið er frá Bólstaðarhlíð upp á Vatns- skarð til Skagafjarðar). Þessi ólíku svæði virðast eiga tvennt sam- eiginlegt: í fyrsta lagi er í öllum tilvikum samkvæmt vitnisburði heimamanna eða ann- arra kunnugra manna um haglendi að ræða. I öðru lagi era öll þessi svæði talin snjólétt, þar sem af þeim blási, þegar snjóþyngi’a er í grennd. Hafa ber í huga, að slíkar aðstæður voru mikilvægari fyrr á tíð, meðan búfé lifði meira á útigangi en síðar varð og gekk jafn- vel sjálfala í upphafi byggðar. Lítum nánar á: 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. JÚNÍ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.