Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 9
Baulusker Stækkað; svæði f Brynhildur Þorgeirsdóttir 14-GeimSteinn 16 - Connection Pekka Pyykðen Öskjuhlíð Ólafur S. Gíslason og Nana Petzet 23 - Annað hvort eða Tjaldhóll Sólrún Guðbjörnsdóttir 1 - Áning við Sörlaskjói Sólveig Eggertsdóttir 2 - Ný umferðarlög (8 skilti) Rúrí 3 - Attir Þórdís A. Sigurðardóttir 4 - íslands þúsund ár Magnús Pálsson 5 - Hrognkelsisveifa Steinunn Þórarinsdóttir 6 - Flóð og fjara Gretar Reynisson 7 - Stikur ÞórVigfússon 8 - Minjar Ragnhildur Stefánsdóttir 9 - Skynjun Jónína Guðnadóttir 10 - Stökkbretti fyrir lúna fugla Katrin Sigurðardóttir 11-Stöð Prestssker Austurvör Ólöf Nordal 12-Geirfugl Finna Birna Steinsson 13“ Á frívaktinni Borghildur Óskarsdóttir 15-Flæðisker Helga Guðrún Helgadóttir 17 - Sólstólar O C rimsstaða-, ________vör Caröa■ ' vör - Lambholsvör Kapteinsnef Hótel Loftleiðir Crofir Nautholsvik valborg Salome Ingolfsdottir-Valka 19-Kaninuhúsið \i,.s 'j' Hrafnabjörg xS \ * Hangahamar S Örn Þorsteinsson 18-Sleðinn Kristín Reynisdóttir 20 - Glerviti Helgi Gíslason 21 - Mið \ V\, Inga Jónsdóttir 22 - Steingerðar aminósýrur - baggalútar Kristinn E. Hrafnsson 24 - Héðan í frá k° KOPAVOGUR Sólveig Eggertsdóttir 2 - Ný umferðarlög (8 skilti) Þessi uppdráttur er gerður eftir uppdrætti sem unnlnn var af Landmótun ehf. I Kópavogl. STRANDLENGJAN Strandlengjan, útisýning Myndhöggvara- félaqsins í Reykjavík á ListahátíS, verður opn- uð á morgun, sunnudag, klukkan 13 við Sörlaskjól. Þetta er sýning á útilistaverkum 24 myndhöggvara og sýningarsvæðið er fimm kílómetra langt og liggur með göngustígnum á milli Sörlaskjóls og Fossvogsbotns. UMHVERFISUST OG BORGAR- LANDSLAG Umhverfislist er það sem öðru nafni er kallað „list í opinberu rými", segir GUNNAR J. ARNASON. Með umhverfislist er að öllu jöfrgj átt við skúlptúrlist, sem er komið fyrir á almannafæri, í þéttbýli, við útivist- arsvæði oq óskipulöqð jaðarsvæði, sem almenninqur hefur aðgang að. Umhverfislist er ekki list sem hefur verið færð út fyrir dyr7 heldur list sem tekur mið af tilteknu umhverfi og á heima par. HUGTAKIÐ „opinbert rými“ er óljóst og óhentugt, til dæmis þá eru listasöfn opin- bert rými, en umhverfislist á ekki heima inni á söfnum. Það orð sem lengst af hefur verið notað um list á al- mannafæri er „listskreyt- ing“. En það er allt of víðtækt, t.d. getur það átt við um málverk sem er falið inni í fundar- herbergi, auk þess sem það þykir óviðeigandi að tala um list sem skreytingu, eins og nánar verður vikið að síðar í greininni. Að öðru leyti er lítið hægt að fullyrða með vissu um umhverfislist. Ástæðan fyrir þessu er sú að sú list sem nú er kölluð umhverfislist er í raun lítið annað en framtíðaráform. Um- hverfislist er það sem okkur skortirl Hér á eftir ætla ég að rekja í stuttu máli aðdragand- ann að þessum skorti og hver viðfangsefni umhverfislistar eru. Frásögn í wmhverfi og byggingum Uppruna umhverfislistar er að leita í hrær- ingum í skúlptúrlist á sjöunda áratugnum. En myndlist í borgarumhverfí á sér náttúriega miklu lengri forsögu. Frá alda öðli hafa bygg- ingar, kirkjur, torg og skrúðgarðar verið hlaðin táknrænni og frásagnarlegri merkingu. Þjóðskipulag og heimsmynd var greypt í byggingar og skipulag þéttbýlis. Aftur á móti koma listskreytingar, eins og við þekkjum þær í dag, ekki fram fyrr en á nítjándu öld, um sama leyti og frásagnarlegt hlutverk bygginga dvínar. Stjórnmálamenn og listvinafélög reisa minnismerki um stjórn- málamenn og stríðshetjur, sigurboga og stolnar Kleópötrunálar, til að viðhalda ásýnd hefðbundins þjóðskipulags, frammi fyrir upp- lausn iðnvæðingar. Hin móderníska bylting í byggingarlist, í byrjun aldarinnar, greiddi frásagnarhætti bygginga endanlegt náðarhögg. Frásögn, táknmál og skreyting voru bannfærð af yfír- borði bygginga. Leiðir myndlistar og bygg- ingarlistar skildi. Sú tíð er löngu liðin þegar myndhöggvarar voru einnig arkitektar eða öf- ugt. Sérhæfing er svo mikil að menn tala ekki lengur sama tungumál og eiga erfitt með að skilja vandamál hverjir annan-a. í stuttu máli sagt, þá dró myndlist sig í hlé frá opinberu lífi og hvarf inn í söfn og gallerí, sérhannaðar kjöraðstæður fyrir listsköpun, þar sem lista- menn gátu farið sínar eigin leiðir án nokkurr- ar íhlutunar eða málamiðlunar. Myndlist skýtur þó áfram upp kollinum í „opinberu rými“, þ.e. á skólalóðum, við and- dyri stofnana, á hlutlausum, dauðum blettum þar sem henni verður við komið. Listskreyt- ing í opinberu rými í dag þýðir í meginatrið- um það sama og á dögum franska mynd- höggvarans August Rodins. Hún bíður enn eftir að henni sé úthlutaður stallur, að því til- skildu að eitthvað sé aflögu af byggingarfé. Skreylíngar eg pwnt Fyrst minnst er á listskreytingar þá er vert að velta aðeins íyrir sér hvað orðið hefur um hugtakið skreyting, því merking þess virðist hafa breyst talsvert. Nú er yfirleitt talað um skreytingar og skraut í niðrandi merkingu. Talað er um listskreytingar í svipuðum skiln- ingi og híbýlaskreytingar, borgir eru skreytt- ar með svipuðu hugarfari og íbúðir, með sam- safni ósamstæðra hluta, sem settir eru upp á tómlegum stöðum til punts. Fyrir nítjándu öld voru skreytingar til marks um samfellu í list- rænni sýn, sem umvafði allt umhverfið. Hvert einasta smáatriði var samtengt innan stærri heildar og varð að eiga sér stað og réttlætingu innan heildarinnar, alveg eins og allt í sköpun- arverki Guðs átti sér sinn stað og réttlætingu. Skreytingar eru alls ekkert ómerkilegar í sjálfu sér, nema þegar þeim er ætlað að vera hugsunarlaust uppfyllingarefni. Listskreyt- ingar eru afurð nítjándu aldar, og sigla í kjöl- far fjöldaframleiðslu skrautmuna og blóm- legrar listmunaverslunar. Óhóf og grautar- gerð í skreytingum á þeim tíma er til marks um það að skreytingar fara að tilheyra mun- aði í lífsháttum og tísku, frekar en umhverfis- mótun. í hugum framsækinna listamanna þá eru list og skreytingar pólandstæður. Þeir eru frábitnir þeirri tilhugsun að list þeirra sé ekki ætlað annað hlutverk en að skreyta og fegi'a byggingar, garða eða gangstéttir, og til upp- fyllingar á tómlegu útsýni. Þetta hefur orðið til þess að meðal listamanna eru margir alger- lega andsnúnir hugmyndinni um umhverfis- list. Sérhönnuð umhverfislist, eða list í opin- beru rými, hljóti ávallt að vera háð málamiðl- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 6. JÚNÍ 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.