Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 14
1 10 JÓNÍNA GUÐNADÓTTIR - STÖKKBRETTI FYRIR LÚNA FUGLA Verkið er á sjávarkambinum og snýr mót suðri. Pað byggir á vogarafli og skagar nokkuð fram yfir kambinn. Eins og nafnið ber með sér er það hugsað fyrir lúna fugla til að hvílast, bíða eftir '*• uppstreymi, stunda þjálfun með ungviðinu eða jafnvel stinga sér eftir sandsíli eða öðru góð- gæti. Verkið er litað fagurrautt, er nokkuð hátt og sker sig þannig vel frá umhverfinu. Það ætti því að vera auðvelt fyrir lúna fugla að koma auga á að einmitt þarna er kjörinn staður til að hvfla sig um stund. «13 FINNA BIRNA STEINSSON - Á FRÍVAKTINNI Útvarpsþátturinn ,Á frívaktinni“, óskalög sjómanna, var eitt vinsælasta dagskrárefni Rfldsút- varpsins um áratugi. Mörg þeirra laga sem þar voru leikin hafa orðið „klassísk", ekki síst sjó- mannalög eins og „Ship-0-Hoj“ og „Simbi sjómaður". Kveðjumar gáfu þættinum sérstakt yfir- bragð: „Gísli Jónsson á sfldarbátnum Snæfugli fær ástar- og saknaðarkveðjur frá eiginkonu og bömum. Litli kútur biður að heilsa." Ef ýtt er á rofa á verkinu verða lesnar sjómannakveðjur og eitt lag flutt. Þannig er hægt að hlusta á tíu þekkt sjómannalög frá fyrri ámm með tilheyr- andi kveðjum. 14 BRYNHILDUR ÞORGEIRSDÓTTIR - GEIMSTEINN Á litlu nesi við Grófir, mitt á milli Nauthólsvíkur og Skerjafjarðar, kennir ýmissa steina. Meðal annarra er þama manngerður steinn frá því í stríðinu. Þarna er fullkominn lendingarstaður fyrir GeimSteininn. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 6. JÚNÍ1998 11 KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR - STÖÐ Verkið dregur útlit sitt og notagildi af ferjuskála, umferðarmiðstöð eða biðskýli, þar sem veg- farandi getur - í orðsins fyllstu merkingu - komið, beðið og farið. Verkið vísar að nokkra leyti til sögu staðarins sem það stendur á, en þar var fólk ferjað til og frá Álftanesi til foma. í víðari skilningi vísar þessi komu- og brottfararstöð til strandarinnar sem mæra á milli lands og sjáv- ar, þar sem beðið er eftir þeim sem era á sjó úti, beðið eftir því að komast úr landi, beðið eftir ferjunni sem aldrei kemur, beðið eftir þeim sem aldrei snúa aftur. 12 ÓLÖF NORDAL - GEIRFUGL „Geirfugl er fugl nálega vængjalaus og hefur aldrei getað flogið. Þessi tegund er allstór, og er af henni mikil gnægð í nokkrum eyjum við Island. Þegar fiskimenn fara þangað til fuglatekju, verða þeir fyrir árásum fugla þessara, sem ráðast á komumenn í þéttri fylkingu og með feikna- krafti og troða þá niður, nema mennimir sjái við árásinni með því að drepa nokkra hina fremstu í fylkingunni. Þá snúa hinir frá og leggja á flótta, og er þá fyrirhafnarlítið að taka þá á undanhaldinu. Allir hafa þessir fuglar hvítan hring kringum augun." Oddur Einarsson, íslandslýsingar, u.þ.b. 1590. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.