Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 15
+ 16 PEKKA PYYKÖNEN - CONNECTION Ég fæst við það erfíði að lifá í tveimur löndum í einu. Hér er ég en þrái að fara aftur og sjá hitt landið og ástvinina, en þegar þangað er komið þrái ég að koma til baka. Bátarnir tákna vonir og væntingar. Þeir eru við festar en tilbúnir til farar og bíða óþreyjufullir þeirrar stundar að verða leystir úr höfn. Blái og hvíti liturinn hefur mikla þýðingu bæði fyrir Island og Finnland. 15 BORGHILDUR ÓSKARSDÓTTIR - FLÆÐISKER Núna þegar ég er að skila verkinu frá mér eru mér efst í huga ýmsar breytingar á útfærslu og þróun hugmyndarinnar. í upphafí var hugmyndin nokkuð óljós. Meðgöngutíminn langur. Erf- iðið og efnið tóku þátt í sköpuninni. Nú er hugmyndin skýi' og sýnileg. Ég hef afhent náttúr- unni verkið til umönnunar og ætla mér að fylgjast grannt með. >c 17 HELGA GUÐRÚN HELGADÓTTIR SÓLSTÓLAR Sjö sólstólar standa við laut vestan Nauthólsvíkur. Stefna og halli hvers stólbaks miðast við stöðu sólar á himni frá austri til vesturs. Þeir mynda hálfhring um eina af sex sólbaðslautum sem gerðar voru fyrr á öldinni fyrir borgarbúa sem stunduðu sól- og sjó- böð í víkinni. Verkinu er ætlað að minna á þetta ásamt því að vera áningarstaður fyrir vegfarendur sem geta gert hlé á göngu sinni, tyllt sér niður, va!-lT ið sér stól eftir stund dags og notið umhverfisins. 18 ÖRN ÞORSTEINSSON - SLEÐINN Þegar ég hjó Sleðann í Skerjafírði nú í vor í granítið gamla frá Grænlandi varð mér hugsað til listar fortíðar um leið og Sleðinn er tileinkaður börnum sem sækja hann heim. 19 VALBORG SALÓME INGÓLFSDÓTTIR, VALKA - KANÍNUHÚSIÐ Ef einhver spyr hvort búið sé að reisa spillingarbæli í Öskjuhlíð þá er ekki svo. Þó er víst að * þar takast á tvö öfl. Bleika aflið og gi'æna aflið. Jafnvel þó að arkitekt hússins hafi tekið mið af nálægri húsagerð, staðsetningu, lífríki staðarins og veðráttu, hafa borist kvartanir. Sumum þykir ekki sæmandi að húsið sé hurðalaust og það sem fram fari innandyra fari því fram fyrir opnum tjöldum! Enn öðrum þykir full mikil léttúð hvíla yfir útliti hússins. En ég sem hönnuður þess sannfæri ykkur um að þó að konur þær sem í skjóli nætur áttu rómantísk stefnumót við bandaríska draumaprinsa hafi verið kallaðar kanínur og nafn Öskjuhlíðar oft sveipað dulúð þá er tilgangur hússins einungis sá að veita minniháttar húsaskjól og bita á erfíðum stundum, gul- rót fyrir að vera til sem kanína í Reykjavíkurborg. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. JÚNÍ 1998 1 5 h

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.