Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 17
1) Skarphéðinn Jónsson bóndi í Kringlu (f. 1917) segir, að Hreppur í landi Kvenna- brekku sé vel gróið land; þar hafi ekki verið mikil snjóalög, þar sem blásið hafi af, og fé hafi þess vegna getað náð til jarðar þar, á meðan brekkurnar í kring söfnuðu snjó; hins vegar sé landið lágt og því hafi stundum myndazt svell í Hreppnum, þegar þannig viðraði. 2) Gunnar Guðmundsson bóndi á Skjald- vararfossi (f. 1924) segir, að Hreppur sé hlíð eða brekka uppi á Múlahyrnunni og Hrepps- flöt fyrir neðan. Hreppurinn viti móti suð- vestri og sé þar sólríkt. Gróður sé nú lítill í Hreppnum, en Hreppsflötin alveg grasi gró- in. Kindur hafi haldið sig þar, einkum á Hreppsflötinni. Blásið hafi af í Hrepp og oft verið autt fremst á Hreppsflötinni, þegar skaflar voru annars staðar. Sveinn Þórðar- son bóndi á Innri-Múla (f. 1927) staðfestir, að ekki festi snjó í Hreppnum og fé hafi þess vegna getað náð þar til jarðar fremur en annars staðar. 3) Gísli Gíslason bóndi á Hreggsstöðum (f. 1910) segir, að fé hafi sótt til beitar í Hrepp efst í Skriðnafellsnúpi og hafi beitin verið góð þar. Hreppurinn sé alveg fram á fjalls- enda og því áveðra í austanátt. Þar blási því af og kindur hafi getað náð til jarðar þar, á meðan meiri snjór var austar, þar sem skýlla sé. Hins vegar hafi fé ekki verið haldið til vetrarbeitar í Hreppnum, þar sem hann sé svo hátt í fjallinu. 4) Egill Ólafsson bóndi á Hnjóti (f. 1925) segir, að í suðvestanátt skafi af Hreppunum ofan við bæinn og hafí þá oft verið beitt fé á lyngið Lambadalsmegin í þeim. 5) Bjarni V. Guðmundsson á Jörva á Álfta- nesi (f. 1934, var á Botnastöðum um 1943-50) segir, að mjög góð beit hafi verið í Hreppun- um á Botnastöðum; það hafi verið höfuðkost- ur jarðarinnar, að það blés af Hreppabrún- unum og niður eftir Hreppunum, svo að hægt var að beita þar lengur en annars stað- ar. Repp í Færeyjum Samkvæmt upplýsingum frá Jóhan Hend- rik Poulsen forstöðumanni Próðskaparset- urs í Þórshöfn er í Færeyjum eitt dæmi um örnefnið Repp hk.: Norður í Reppi er sagt um hluta bithaga norður af botni Skálafjarð- ar á Austurey. Per Húsgarð bóndi í Syðri-Götu (f. 1929), sem nýtir hagann þar, segir mér, að Repp sé uppi í hlíðinni norðan við Reppsgjógv, um 1 km á lengd og um 400 m á breidd, og sé mjög gott beitiland. Það veit móti suðvestri og er því í skjóli fyrir norðaustanáttinni. í Reppi sé yfirleitt aðeins snjór í giljum. Hins vegar sé þar vestur og norður af opinn dalur til Oyndarfjarðar, og heita þar Heltnin (þ. e. Hölknin). Það land sé óvarið fyrir norðan- áttinni, og því sé þar kaldara og stundum frost og snjór og harðfenni. Þá sé féð rekið þaðan niður í Repp, af því að þar sé þá hagi. Einnig sé farið með kálfa frá Syðri-Götu norður yfir fjöllin og þeir lótnir ganga í Reppi frá Sviðhúnsmessu (2. júlí) til Mikj- álsmessu (29. sept.). Hreppur ‘fengur’ Þegar tillit er tekið til þessara aðstæðna, virðist mér frummerking landsvæðisnafnsins Hreppur trúlega vera ‘fengur’, þ. e. beiti- land, þar sem búféð getur náð til jarðar (hreppt (fengið) beit), þegar að sverfur. Merkingin væri þá hliðstæð merkingu veiði- staðar- og bæjarnafnsins Hreppur. Til samanburðar má hér hafa beitistaðar- nafn eins og Hjálp í Þjórsárdal og á tveimur stöðum í Reykjahverfi, S-Þing., svo og and- stæðuna: dalsheitið Hjálpleysa á Völlum, S- Múl. I fífáipar-nöfnum getur einnig verið stutt á milli beiti- og veiðistaðarmerkingar, ef marka má ummæli í Jarðabók Arna og Páls um Hjálparkot í Bjarnarfirði á Strönd- um, þar sem segir, að menn telji, að „fyrrum skuli fátækt fólk hafa haft þar hús og legið við Bjarnarfjarðará til silúngsveiða og hjálp- að sjer soleiðis."39 Hvað merkir hreppur ‘sveitar- félag’ upphaflega? Sem kunnugt er, hefur það vafizt fyrir mönnum að skýra nafnorðið hreppur ‘sveit- arfélag’. Menn hafa eðlilega sett það í sam- band við sögnina að hreppa. Páll Vídalín lögmaður hugði orðið dregið „af hlutskipti, hlutfalli, því sem guðirnir létu þeim gömlu eptir þeirra trú hlotnast, létu þá hreppa. Má það allvíða í Landnámu og víðar í sögunum lesa, hvernin fommenn létu sér skylt að breyta eptir öndvegissúlum og öðru, sem þeim vísaði heimildar-töku.“40 Konrad Maurer taldi, að hreppur hefði upphaflega merkt ‘lítill flokkur, sem safnað er saman í skyndi’, sbr. lat. manipulus ‘lítill hópur’, og hefði merkingin síðan breytzt úr ‘flokkur’ í ‘byggðarlag’, sbr. nafnorðið sveit, sem tók sömu merkingarbreytingu.41 Skúli Þórðarson hugði orðið hrepp e. t. v. merkja upprunalega “það, sem hver maður fékk í sinn hlut, þegar víkingar skiptu með sér ránsfeng sínum“, en síðan merkti það “hluta af landi, sem þeir skiptu milli sín í vík- inganýlendunum“. Skúli taldi, að hreppur hefði það samfélag á Islandi verið nefnt, sem minnti á víkinganýlendumar. Hreppaskipt- ingin íslenzka ætti sér upptök í fjallskilum og hreppur merkti “fengur sá af kvikfénaði, sem fæst í fjallgöngunni”.42 Hér verður að gera þá athugasemd, að í fomum lögum em hreppunum ekki ætluð nein afskipti af fjall- skilum. Enska orðið rape ‘umdæmi’ í Sussex í Englandi, sem Skúli taldi sama orð og hreppur og tók mið af í hugmyndum sínum, er í Óxford-orðsifjabók Onions talið af öðmm stofni, skylt fornensku rap, ensku rope ‘reipi’, þ. e. ‘girt landsvæði’.43 I nágrannamálunum koma orð, sem sam- svara hinu íslenzka orði hreppur, fyrir í ým- issi merkingu, og virðist hún yfirleitt geta tengzt merkingu íslenzku sagnarinnar að hreppa ‘fá’ eða nýnorsku sagnarinnar reppa ‘safna saman’ (Aasen). I nýnorsku er til repp ‘bæjaþyrping, byggðarlag’ (Aasen), ‘sjúkdómskast’ (Sv. akad. ordb.), í sænsku getur rápp merkt ‘stund; ársfjórðungur; skólaönn’ og í sænskum mállýzkum ‘stykki; byggðarlag; hluti kirkjusóknai-; tún gert úr votengi; kast’ (Sv. akad. ordb.), og í fær- eysku merkir reppur kk. ‘landsvæði’ (Jacob-« sen/Matras eftir Svabo); ‘flokkur fólks’ (seðlasafn orðabókar í Fróðskaparsetri) og repp hk. ‘augabragð’ (Jacobsen/Matras); ‘lít- ið fiskimið; óvelkomnir gestir’ (Jacob- sen/Matras/Poulsen). Ætla mætti, að merking íslenzka orðsins hreppur ‘sveitarfélag’ væri mnnið frá merk- ingunni ‘bæjaþyrping, byggðarlag’ í hinu nýnorska orði repp, sbr. sænska mállýzku- orðið rápp. En því miður er ekki vitað, á hve gömlum merg orðið stendur í þeirri merk- ingu, og í íslenzku kemur sögnin að hreppa ekki fyrir í merkingunni ‘safna saman’, en sú 4 merking virðist helzt geta legið að baki orð- inu repp ‘bæjaþyrping’. Innan héraðs og utan hrepps I einu norsku handriti landslaga Magnús- ar lagabætis (frá 1300-1320) kemur orðið reppr fyrir í ákvæði um lagastefnur, þar sem segir, að mönnum skuli gera hálfsmánaðar- stefnur „innan heraðs ok utan repps“ í stað „innan fylkis ok utan fjórðungs" í öðmm handritum, en norskum fylkjum var snemma skipt í fjórðunga, sbr. landsfjórðunga hér.44 Magnús Már Lárusson telur, að hér sé e. t. v. um að ræða minjar um forna austnorska málvenju.45 í Jónsbók, síðari lögbókinni, sem Magnús lagabætir lét semja handa ís-*" lendingum og samþykkt var á alþingi 1281, stendur á samsvarandi stað „utan hrepps ok innan heraðs“.46 Líklegra virðist, að það orðalag - sem að sjálfsögðu er miðað við ís- lenzkar aðstæður - hafi komizt inn í þetta eina norska landslagahandrit en að orðalagið sé minjar um austnorska mólvenju, sem ekki sér stað ella. Hafa ber í huga, að Jónsbók var samin í Noregi og send þaðan hingað, og hafa handrit hennar eflaust verið á sveimi í Noregi. Samskipti þjóðanna í lagasmíð voru mikil á þessum ái-um, og í landslögum Magn-'« úsar lagabætis eru ýmis dæmi um áhrif frá íslenzkum fornlögum, stundum með Járn- síðu sem millilið.47 Ekki verður því betur séð en eftirfarandi ummæli Lárusar H. Blöndal um orðið hrepp séu enn í gildi: „Heimildir eru engar um forna notkun þessa orðs annars staðar en hér á Islandi ...“ Telur Lárus enn fremur „vísast, að Islendingar hafí tekið það upp í nýrri merkingu, eins og þeir t. d. gerðu um goðaheitið.“4S Og víst er, að hreppur í merk- ingunni ‘sveitarfélag’ er íslenzkt fyrirbæri, sem á sér ekki hliðstæður erlendis.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.