Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 20
INDVERSKUR prins ásamt þjónustufólki sínu og hinum sjálfsögðu hljóðfæraleikurum. INDVERSK TÓNLIST EFTIR ÁSU BRIEM Indversk tónlist byggist fyrst og fremst á tveimur þáttum, annars vegar laglínu sem er sungin eða leikin af ein- leikshljóðfæri og hinsvegar hryn. Bygging hennar er fremur lárétt en lóðrétt og spinnst ekki um fjölröddun, hljómagang, tóntegundaskipti eða önnur grunnatriði sem eru svo mikilvæg í vestrænni tónlist. Indversk tónlist tilheyrir heimi sem er gerólíkur þeim sem við á Vesturlöndum þekkjum. Til þess að öðlast einhvem skilning á henni er nauðsynlegt að hafa innsýn í þá hugmyndafræði sem liggur að baki og myndar þennan heillandi menn- ingarheim. í vestrænni tónlist er hefð fyrir því að líta á „impróvísasjón“, sem við nefnum spuna, og „fullbúið" tónverk sem aðskilda hluti. Það að skrifa tónlist niður á blað skilur þá tónverk frá spuna. Samt sem áður vitum við mætavel að flestir menningar- heimar búa yfir kerfum til þess að skrá niður laglínur sem heilir tónleikar eru byggðir á, þótt nótnaskrift sé þar lítið sem ekkert notuð. Er sú tónlist þá samin eða impróvíseruð eða spunnin? Og hvert er hlutverk tónskáldsins í þeirri tónlist? Það er Ijóst að samband tónsmíðar, spuna og nótnaskriftar er marg- slungið. I þessari grein verður söguleg þróun ind- verskrar klassískrar tónlistar rakin í grófum dráttum. Eins verður tæpt á fagurfræðilegri hugmyndafræði, formbyggingu tónlistarinnar og skýrt frá því hvernig tónlist er kennd og varðveitt. Þessir þættir ættu að varpa ljósi á eðli indverskrar tónlistar og skapa grunninn að vangaveltum um viðteknar hugmyndir um tónverkið innan indverskrar sem og vestrænnar klassískrar tónlistar. Ritaðar heimildir Margt hefur verið skrifað um indverska tónlist. A síðari árum hafa fræðimenn menntaðir á Vesturlöndum einkum fjallað um þetta efni. Indland getur ekki síður státað af fræðiritum sem hafa verið rituð í gegnum ald- irnar og fjalla um flest sem tengist ævagöml- um menningararfinum. Þrátt fyrir að ritaðar heimildir skorti ekki getur þó reynst furðu erfítt að rekja þróun indverskrar tónlistar. Þetta á sér ýmsar skýringar. Ein er mikil- vægi goðsagna í hverju sem tengist ind- verskri menningu. Goðsögur eru notaðar til þess að útskýra og svara ýmsum siðfræðileg- um spumingum og mannkynssagan sjálf er jafnvel rakin í goðsögum. Önnur er eflaust sá fjöldi tungumála og mállýskna sem fyrirfinn- ast á Indlandi. Þrátt fyrir að sanskrít hafí á sinum tíma breiðst út, e.t.v. á svipaðan hátt og latína í Evrópu, er raunin sú að fæstir tónlist- armenn voru læsir og enn færri kunnu sanskrít. Tónlist varðveittist fyrst og fremst í munnlegri geymd og í kennslu voru skrifleg gögn lítið sem ekkert notuð. Þótt tónlistarmenn á Indlandi hripi gjaman niður útlínur lagbúta er það einungis gert til minnis og langt frá því að heilu tónverkin séu skrifuð niður í „endanlegri" mynd eins og tíðkast á Vesturlöndum. Þessi fjarlægð á milli ritaðra tónfræða og tónsköpunarinnar sjálfr- ar er m.a. það sem skilur að vestræna tónlist og indverska. í stað þess að nota bækur og ritað efni er tónlist - tækni, tónsmíðum og fræðum - miðlað á milli manna og kynslóða í formi hins sérstæða guru-shishya-parampara. Þetta er hið nána samband meistara og lærl- ings sem er homsteinn allrar tónlistarmiðlun- ar og varðveislu. Um það verður fjallað betur síðar. Þróun tónlistarinnar frá hofunum, fil hirðanna og inn i tónleikasalinn Eins og flest tónlist er indversk tónlist trú- arleg að uppmna. Hægt er að rekja hana allt aftur til annars árþúsunds f. Kr. þegar trúar- legir textar vom kyrjaðir eftir ákveðnum reglum. Hindúaguðimir vom tilbeðnir með söng og dansi og vom hindúamusterin aðal- vettvangur hvers kyns listiðkunar. Koma Mógúlkeisaranna á sextándu öld hafði mikil áhrif á indverska tónlist. Auk þess sem tónlist múslimanna blandaðist saman við þá sem fyrir var breyttist hlutverk tónlistar- innar. Múslimarair kunnu vel að meta tónlist innfæddra og réðu til sín indverska tónlistar- menn til þess að skemmta við hirðimar. Tón- listin spannst að mestu um sögur af hindúag- uðunum og hafði hingað til einskorðast við trúariðkanir í hofunum. Nú varð hún hins vegar að skemmtiefni aðalsins og hirðimar urðu vettvangur listsköpunar. Múslimamir vom ekki hluti af stéttakerf- inu og réðu því óhikað til sín tónlistarkennara til þess að læra þessa tónlist. Allt þetta varð til þess að stétt tónlistarmanna á Indlandi efldist auk þess sem vel menntaður hlust- endahópur myndaðist. Við þessar aðstæður blómstraði tónlistin. Með komu Breta á 18. öld visnaði það trausta umhverfi sem hirðimar höfðu skapað tónlistarmönnunum og menn urðu að fínna sér aðrar leiðir til þess að vinna við listsköpun sína og afla sér fjár. Enn á ný fluttist aðal- vettvangur listiðkunar, nú til tónleikasalanna þar sem markhópurinn var hinn ómenntaði almenningur. Saga vestrænnar tónlistar hefur einkennst af ótal stökkbreytingum þar sem viðurkennd- um gildum og venjum hefur verið fómað fyrir splunkunýjar stefnur. Ólíkt þessari þróun er hægt að segja að hefð indverskrar tónlistar myndi órofa heild og er það eitt af aðalein- kennum hennar. Enn í dag byggjast heilu tónleikamir upp á lagstúfum sem voru samdir fyrir þúsundum ára. Þrátt fyrir ýmsar kúvendingar í trúarbrögðum, stjómmálum og á flestum sviðum samfélagsins, hefur tónlistin alltaf haldið sínu striki. Indversk tónlist ligg- ur eins og óslitinn þráður í gegnum mjög líf- lega sögu landsins. Raunar er áhugavert að sjá hversu einkennandi það er fyrir flest sem viðkemur indverskri menningu að meðtaka, umbreyta og tileinka sér utanaðkomandi þætti sem brjóta sér leið inn í þennan menn- ingarheim. Ymis hljóðfæri hafa t.d. á síðari áram verið að ryðja sér til rúms innan ind- verskrar tónlistar, en þrátt fyrir það heldur tónlistin alltaf sínum séreinkennum sem gera hana einstaka og ólíka öllu öðra. En hvernig má það vera að tónlist sem á sér jafnlanga sögu fylgi enn sömu hugmynd- um um tónsköpun og fyrir þúsundum ára? Hvað er það sem viðheldur þessu órofa sam- hengi? Það virðist hafa verið venja að tengja störf við ákveðnar stéttir á Indlandi svo árþúsund- um skiptir. Kenningar era uppi um að aríam- ir hafí komið stéttakerfínu á fót á öðra árþúsundi f.Kr. Þetta eiga þeir að hafa gert m.a. til þess að viðhalda stöðu sinni yfir hinum innfæddu, en einhver samfélagsleg goggun- arröð virðist samt hafa verið fyrir. Þrátt fyrir að stéttakerfíð hafí seinna meir valdið alls kyns óréttlátri mismunun og grimmd, og hafi nú verið bannað með lögum, er ekki ólíklegt að það ásamt fleiru hafí stuðlað að varðveislu tónlistar Indlands í gegnum aldimar. Eðli lónlislarinnar og mikilvsogi mannsraddarinnar Indversk tónlist byggist fyrst og fremst á tveimur þáttum; annars vegar laglínu sem er sungin eða leikin af einleikshljóðfæri og hins vegar hryn. Bygging hennar er fremur lárétt en lóðrétt og spinnst ekki um fjölröddun, hljómagang, tóntegundaskipti eða önnur grannatriði sem eru svo mikilvæg í vestrænni tónlist. Laglínan er mikilvægasti flötur tón- listarinnar og er skoðuð frá öllum hugsanleg- um sjónarhomum. í þeim ritum sem fjalla um listir, fær tón- listin oft sérstaka athygli sem göfugust allra lista, og er mannsröddin sögð miðla hinum tærastu og sönnustu tónum. Tærastu, vegna þess að hún einbeitir sér að aðeins einum tóni í einu og kannar til hlítar öll blæbrigði hans, og sönnustu, vegna þess að það var manns- röddin sem miðlaði fyrstu tónunum í tónlist mannanna. Að auki er hún eina hljóðfærið sem getur miðlað texta. Þótt tónlistin hafí gegnt ýmsum hlutverk- um breytir það engu um viðteknar hugmyndir um eðli og háleitan tilgang tónlistarinnar. Það er lífsgátan sjálf sem leitað er svara við. Menn efast ekki um andlegan mátt tónlistar og trúa því að í gegnum hana geti þeir komist í snertingu við „Guð“. Þetta era flókin fræði sem endurspeglast að einhverju leyti í heim- spekilegum kenningum um eðli hljóðsins. Hljóðbylgjur eru allt í kringum okkur og era óbreytanlegt ástand alheimsins. Hljóðið er eilíft, án upphafs eða endis, og berst um allt. I þeim ritum sem fjalla um indverska tónlist er oft talað um tvær tegundir hijóðs. Annars vegar eru það óheyranlegar hljóð- bylgjur og kallast þær anahata nada. Þeim er lýst sem „óslegnum" þar sem hreyfíng þeirra orsakast ekki af neinu líkamlegu átaki. Þessar hljóðbylgjur tilheyra efra sviði andrúmslofts- ins og líkjast e.t.v. yfirtónaröð Pýþagórasar á sjöttu öld f.Kr.; samhljómi alheimsins. Þessar hljóðbylgjur eru sagðar gleðja guðina og eru aðeins heyranlegar þeim einstaklingum sem hafa náð miklum andlegum þroska. Flestum eru þessar hljóðbylgjur þó óheyranlegar og hafa þeir því lítinn áhuga á þeim. Ahata nada era hins vegar þær hljóðbylgjur sem tilheyra neðra sviði andrúmsloftsins og þær sem mennimir heyra og hafa ánægju af. Það era þau hljóð sem menn heyra er þeir leika tón- list. Þó má ekki gleyma því að um leið og hljóðbylgjur era settar af stað á neðra sviði andrúmsloftsins hafa þær áhrif á það efra. Þær berast um allar víddir alheimsins. Engu einfaldari heimspeki liggur að baki mikilvægi mannsraddarinnar í indverskri tón- list. Eitt af þeim orðum sem hvað oftast er notað um hljóð er orðið nada. Það á sér marg- ar merkingar. M.a. er atkvæðið „na“ sagt tengjast seinna atkvæðinu í orðinu prana sem merkir andardráttur. Andardrátturinn er tákn alls lífs og hver tónn sem kallaður er fram með andardrættinum, djúpt úr iðram sálarinnar, þannig tákn allrar sköpunar. Öll tónlist er því náskyld þeim grannkrafti sem alheimurinn er byggður á; sköpunarkraftin- um. Vegna alls þessa hlýtur það að vera eitt af markmiðum allra hljóðfæraleikara að líkja eftir mannsröddinni. Einn af eiginleikum mannsraddarinnar er sá að geta rennt sér á milli tóna. Á strengjahljóðfæri er þetta gert með því að renna fingrinum eftir strengnum. Sum strengjahljóðfæri, eins og t.d. sítarinn sem er líklega þekktast allra indverskra hljóðfæra, hafa bönd sem koma í veg fyrir að þetta sé hægt en í þeim tilvikum er togað í strenginn svo að einn tónn megi „flæða“ inn í þann næsta. Jafnvel trommur í indverskri tónlist, t.d. tabla-trommuparið, era ekki ein- ungis hrynræn hljóðfæri. Trommumar búa yfír slíkum fjölda af mismunandi hljóðum, eft- ir því hvemig og hvar er á þær slegið, að þær verða næstum lagrænar. Eins og áður hefur verið bent á fer mestur hluti tónlistamáms fram munnlega og menn læra fyrst að syngja laglínur og „tala“ hryn áður en farið er að kljást við hljóðfærin sjálf. Indversk tónlist býr yfir kerfi sem svipar til hins vestræna sol-fa kerfís og jafnvel á tón- leikum má heyra hljóðfæraleikara syngja laglínurnar á nótnaheitunum áður en þeir leika þær á hljóðfærin. Á sama hátt era til orð yfír hvert þeirra hljóða sem hægt er að fram- kalla á trommur. í einleiksstrófum sínum kynnir trommuleikarinn oft taktmynstrin með því að „tala“ þau áður en hann trommar. Mikilvægi mannsraddarinnar í leitinni að kjarna indverskrar tónlistar er slíkt að flestir hljóðfæraleikarar hljóta einhverja raddþjálf- un á námsferli sínum. Ekki er óalgengt að meistarar hinna virtustu hljóðfæraleikara hafi 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. JÚNÍ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.