Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 21
verið söngvarar og alls ekkert kunnað að spila á hijóðfasri lærlinga sinna. Það að læra tónlist er langt frá því að vera einungis fólgið í því að ná tæknilegum tökum á hljóðfærinu sínu og gæði tónlistar eru ekki fólgin í því hvað er spilað heldur hvernig. Það skiptir ekki öllu máli nákvæmlega hvaða nótur eru spilaðar, hvort þær eru „réttar" eða „rangar", og því til lítils að skrifa laglínur niður. Tónlistin er svo lifandi að það er ómögulegt að kortleggja hana nákvæmlega og menn verða alltaf að vera viðbúnir því að bregðast við aðstæðum. Guru-shishya-parampara Orðið guru merkir meistari eða leiðbein- andi. Rætur indverskrar tónlistar eru trúar- legs eðlis og iitið er á meistarann sem fulltrúa þess guðlega, jafnvel sem dýrling. Máttur tónlistarinnar er takmarkalaus og tónlist er iðkuð í formi tilbeiðslu. I því að helga sig tón- list felst að helga sig nýjum lífsviðhorfum og lifnaðarháttum. Þegar lærlingurinn hefur valið sér sinn meistara fórnar hann öllu öðru. Hann véfengir ekkert sem meistarinn kennir heldur ber takmarkalaust traust til visku hans og dómgreindar. Hann helgar sig full- komlega öllu því sem meistari hans er fulltrúi fyrir og miðlar seinna meir sjálfur þessari þekkingu áfram til sinna eigin lærlinga. Þetta fer mest allt fram munnlega og meistarinn kallar fram úr minni sínu það sem hann hefur lært á lífsleiðinni. Meistarinn er upphaf og endir allrar tónlistarþekkingar lærlingsins og er nokkurs konar tengiliður við aldagamla hefð. Hann kennir allt sem hugsanlega teng- ist því að vera tónlistarmaður; ekki aðeins safn tónsmíða heldur einnig andlegan mátt tónlistarinnar, tækni, tónfræði og „impróvísa- sjón“. Að auki kennir hann þá heimspeki sem liggur að baki tónlistinni, og jafnvel tónlistar- sögu og þá goðafræði sem tengist tónlist. Ailir þessir þættir mynda þá órjúfanlegu heild sem tónlistin er og því verður meistarinn á endan- um eins og foreldri sem kennir gildi og siðfræði auk tónlistarinnar sjálfrar. Til þess að geta numið allt þetta flytur lærlingurinn oft inn á heimili meistara síns og býi’ með honum árum saman. Tónlistin verður að lífsmáta. Fagurfræði indverskrar tónlistar - kenningin wm rasa Grunnur allrar fagurfræði í indverskri tón- list iiggur í kenningunni um rasa. Markmið hvers tónlistarmanns er að vekja ákveðið andrúmsloft eða tilfinningu með tónlist sinni. Þessi tilfinning er kölluð rasa og til eru marg- ar kenningar um hvernig skuli skilgreina og flokka rösurnar. Þær eru ýmist átta, níu eða tíu talsins og hvert einasta listaverk; tónverk, dans, leikverk, ljóð og jafnvel málverk og höggmyndir, á að leitast við að miðla einni ákveðinni rösu. Þó er hér ýmislegt sem hafa ber í huga. Kenningin um rasa varð til og fullmótaðist löngu áður en listgreinarnar skildust að. Þannig er oft æði erfitt að færa hana yfir á tónlistina eina sér. Dans og leikverk geta tjáð rösuna með orðum, svipbrigðum eða hreyf- ingum sem oft hafa mjög ákveðna þýðingu. Ljóð- og sönglistin nota orð, mynd- og högg- myndalistin myndir og form, en hljóðfæratón- list hefur ekkert af þessu. Hún hefur einungis tóna til þess að miðla oft mjög nákvæmlega skilgreindri tilfinningu. Það getur reynst hæpið að ætla að vekja afmarkaða tilfmningu með jafn óhlutbundinni listgrein og tónlist. í raun er einungis hægt að fjalla um þessa kenningu í sambandi við tónlist á heimspeki- iegum gi-undvelli. Hér ríkir sama fjarlægðin á milli tónfræða og tónsköpunar og drepið var á að ofan. Tónlistarmennirnir sjálfir eru þó mjög meðvitaðir um tilvist þessarra kenninga þótt þekking þeirra sé oft fremur yfirborðs- kennd. Þannig eru þessar kenningar stundum túlkaðar æði frjálslega, t.d. þannig að á há- punkti listrænnar upplifunar hljóti allar rösur að verða að einni himneskri rösu. Formbygging tónlistarinnar Nú hefur saga og þróun indverskrar klassískrar tónlistar verið rakin í grófum dráttum og þær heimspeki- og fagurfræði- kenningar sem liggja að baki henni lauslega útskýi'ðar. En hvernig eru þá raunverulegir tónleikar byggðir upp ef tónverkin eru ekki samin fyrirfram og skrifuð nákvæmlega niður fyrir flytjandann? Hvernig birtast allar þess- ar kenningar og öll þessi fræði í tónlistinni sjálfri og hvað stjómar útkomunni? Grunnhugmynd indverskrar tónlistar snýst um hugtakið raga. Þetta hugtak á sér enga samsvörun í vestrænni tónlist. Sú skilgreining sem gjaman er notuð, „það sem litar, er raga“, útskýrir fátt. Raga er ekki aðeins ákveðin uppröðun tóna í formi laglína eða tón- stiga heldur samband ótal þátta sem saman mynda ramma fyrir heilt tónverk. Rögunni skipt í nokkra hluta. Fyrsti hlutinn er hægur og fljótandi og er ekki bundinn neinum hi-yn. Einleikarinn kannar lægri svið tónstigans, skoðar hvern tón frá öllum sjónarhornum og flettir hulunni hægt ofan af rögunni. I stuttu máli sagt vinnur tónlistin sig svo upp tónstig- ann og eykur hraðann þar til hún nær há- punkti í margslungnum taktmynstrum. Hrynbygging indverskrar tónlistar er ekki síður háþróuð og margbrotin en lagræn bygg- ing hennar. Grunnhugtak hrynsins er hug- takið tala en til útskýringar má segja að tala sé hrynbyggingu tónlistarinnar það sem raga er lagrænni byggingu hennar. Orðið sjálft er oft tengt við orðið tali sem merldr klapp, en önnur hugsanleg rót þess er sú að það sé myndað úr orðunum tandava sem stendur fyrir karllægan dans guðsins Shiva, og Jasya sem táknar kvenlegan dans gyðjunnar Pai-vati, lagskonu Shiva. í raun er það í full- komnu samræmi við áðurnefnda tengingu tónlistar við grunnkrafta alheimsins því að þessi dans Shiva er einmitt táknmynd alls lífs. Mestur hluti tónlistarinnar er ekki bundinn neinum hryn. Það er aðeins í síðasta hlutan- um þegar einleikarinn kynnir til sögunnar bandish, fyrirfram saminn iagstúf, að trommarinn kemur inn og heldur tónlistinni innan ákveðinnar tölu. Eins og áður sagði er máttur tónlistarinnar mikill. Menn trúa því að ragan endurspegli allar grunnreglur híjóðs og þannig grundvall- arástand alheimsins. Þótt háleitasta markmið tónlistarinnar sé að afhjúpa kjarna tilverunn- ar má ekki gleyma því að fyrst og fremst beinist tónlistarflutningur að öðrum mönnum - áheyrendum - ekki aðeins innra sjálfi fiytj- KONA leikur á indverskt blásturshljóðfæri sem nefnist vina. Myndiner frá 1760. andans eða „Guði“. Þess vegna verður ragan að hljóma vel og gleðja eyrað. Hún verður líka að tjá einhverja tilfinningu, rasa, og hlutverk tónlistarmannsins er að draga fram og kanna þá tilfinningu. Til þess eru margar leiðir en þær eru mjög fíngerðar, hárnákvæmar og vandmeðfarnar. Það er margt sem menn þurfa að læra áður en þeir geta leikið rögu. Einn mikilvægasti þáttur rögunnar er lagræn hreyfing hennar. Ragan er kölluð fram með ákveðnum hendingum þar sem hver tónn er jafn mikilvægur og hendingin öll. Hver raga er byggð á ákveðinni tónaröð sem liggur bæði upp og niður. Menn læra þó ekki bara tónaröðina sjálfa heldur meðferð hvers tóns, mismunandi leiðir til þess að nálgast hvern tón, í hvaða röð þeir geta verið, mögu- lega lengd þeirra o.s.frv. Ákveðnir tónar tón- araðarinnar eru mikilvægastir á meðan aðrir tónar geta verið beinlínis skaðlegir rögunni og ber að nota mjög sparlega. Hver raga er einnig tengd ákveðnum árstíma eða ákveðn- um tíma dags og menn trúa því að flutningur- inn verði hvað magnaðastur ef hann á sér stað á „réttum" tíma dags eða árs. Þessum tilmæl- um er þó ekki alltaf fylgt út í æsar og oft má heyra morgunrögur fluttar á kvöldtónleikum. Með vaxandi hefð kvöldtónleika má segja að þessi „óhlýðni" hafi bjargað mörgum morgun- rögum frá því að falla í gleymsku. Af öllu þessu er Ijóst að raga er mjög flókið fyrirbæri. Óteljandi kenningar eru til en þeg- ar menn reyna að átta sig á eðli rögunnar verður að hafa í huga þá fjarlægð sem áður hefur verið minnst á og ríkir á milli fræðanna og tónlistarinnar sjálfrar. I raun er ómögu- legt að skilgreina röguna eftir einhverjum einföldum leiðum eins og tónstigum, mikil- vægum nótum eða einkennandi lagstúfum. Raga er einstök eind með óteljandi möguleik- um á tilbrigðum. Hún er lagræn heild kölluð fram með Iagrænni hreyfingu, hárnákvæmri ítónun, hreyfingu innan hvers tóns, röð tón- anna og lengd þeirra, auk óteljandi enn nákvæmari smáatriða. Öll þessi atriði má líta á sem múrsteina eða kubba sem ragan er byggð úr. Enginn þessara þátta er fastákveðinn innan rögunnar. Allir þættir rögunnar eru háðir hver öðrum - fastákveðnir aðeins innan samhengisins. Tónsmið... Ofannefnt bandish er líklega það í ind- verskri tónlist sem kemst næst því að vera tónsmíð samkvæmt vestrænni skilgreiningu. Ólíkt því sem við eigum að venjast er bandish þó ekki nákvæmlega útskrifað líkan af heilum tónleikum heldur fremur eins og beinagrind án holds og blóðs. Þetta er lítil laglína, kannski ekki nema fáeinir taktar að lengd, sem e.t.v. klukkustundarlangur flutningur er byggður á. Jafnvel þessi litli lagstúfur er ekki endilega skrifaður niður. Hlutverk bandishins er, eins og allra ann- arra þátta flutningsins, að draga fram helstu einkenni rögunnar. Bandish er oft uppruna- lega tengt ákveðnum texta. Auk laglínunnar blæs textinn tónlistarmanninum í þrjóst til- brigðum og stuttum strófum sem draga fram grunneinkenni rögunnar. Þannig verkar bandishið eins og móðurplanta sem ótal af- leggjarar vaxa út frá - uppspretta sem alltaf er hægt að sækja í og alltaf er snúið aftur til öðru hverju. Bandishið helst næstum óbreytt frá einum tónleikum til annarra á meðan aðrir þættir eru breytanlegir. Þó er ekki hægt að segja að allt annað sé spunnið. Raunin er sú að tónlistarmaðurinn hefur mjög líklega frem- ur staðlaða mynd af rögunni sem hann hefur lært af meistara sínum. Skáldagáfa tónlistar- mannsins mynda hold og blóð rögunnar í gegnum útfærslur og tilbrigði sem hann hefur fundið upp og þróað með þrotlausum æfing- NEMENDUR í indverskum tónlsitar- skóla á 18. öld. um. Þetta eru oft stuttar strófúr og tækniæf- ingar sem eru æfðar svo stíft að þær „gróa“ inn í fingur tónlistarmannsins. Þegar þær svo spretta fyrirvaralaust fram í huga hans smíðar hann þær inn í tónverldð þá og þegar. Þetta er augþóslega gerólíkt því sem er skil- greint sem tónsmíð innan vestrænnai' klassíski-ar tónlistar. Það er helst djassinn sem kemst einna næst því að vinna á svipaðan hátt. Tónsmið og spuni... I vestrænni klassískri tónlist eru skilin á milli fyrirfram samins tónverks og spuna mjög einfóld og skýr. Við lítum oftast á sem svo að sé tónlistin skrifuð niður á blað og flutt nánast eins frá einum tónleikum til annarra, megi flokka hana sem tónverk. Um leið og flytjendur spila eitthvað sem ekki stendur á blaði segjum við að þeir „impróvíseri", spinni. Þessi skýru skil eru hins vegar ekki til í ind- verskri tónlist. Orðið spuni, eða „impróvísa- sjón“, á sér enga samsvörun í indverskri tón- list. En hvers vegna viljum við þá alltaf skil- greina hana sem slíka? Líklega er það vegna þess að það sem menn heyra í indverskri tón- list eru fljótandi tónar sem hljóma ekki innan neins hrynræns ramma heldur svífa draumkennt og að því er virðist, reglulaust. Að ofanrituðu ætti að vera ljóst að alls ekki er hægt að segja að þessi tónlist sé fyrirfram samin eða kortlögð í smáatriðum fyrir tón- leika. Þess vegna getur hún ómögulega fallið í flokk eiginlegra tónverka, í vestrænum skiln- ingi þess orðs. Hún hlýtur því að falla í „hinn“ flokkinn sem er mun verr skilgreindur og spunnin tónlist tilheyrir. Indverskir tónlistar- menn eru þó oft mjög andsnúnir hugmyndinni um að tónlist þeirra sé spunnin. Þær miklu fórnir sem þeir færa til þess að geta helgað sig algerlega sínu hljóðfæri, tónlistarhefðinni og fræðunum, áralangt nám og strangar æf- ingar, leyfa ansi lítinn spuna sé öllum reglum framfylgt. Og raunin er sannarlega sú að þessi tónlist hefur sínar reglur, formbygg- ingu, aðskilda kafla og grunnstef sem tónverk er sett saman úr, á mjög svipaðan hátt og í vestrænni tónlist. Það er þó áherslumunur því að eins og minnst hefur verið á segir indversk hefð að tónlistin sjálf, þ.e. skipuleg uppröðun tóna, sé aðeins hluti af megintilgangi verknað- arins. Meiru máli skiptir hvernig er spilað en hvað; hvernig tónlistarmanninum tekst að finna í sér neista eilífðarinnar og tengjast sköpunarki'afti, „andardrætti", alheimsins. Tif þess að það sé hægt verða menn að vera vak- andi og geta brugðist við stað og stund. Flest- ir hljóta að fallast á að í þessu felst ákveðinn spuni. Aðalmisskilningurinn snýst hins vegar um það er menn halda að þetta sé reglulaus og tilviljanakenndur spuni. Svo er alls ekki eins og ljóst ætti að vera orðið. Þrátt fyrir að flytjandinn sé alltaf ábyrgur fyrir gæðum tónlistarinnar er aldrei litið á tónlistina sjálfa sem sköpunarverk eins eða neins. Menn reyna að tengjast og miðla frum- sköpunarkraftinum sem er eilífur, órjúfanleg- ur hluti af heiminum, og hvernig er hægt að. skapa það sem þegar er til? 1 þeim tiltölulega1* fáu tilfellum þar sem höfundur ákveðinnar tónaraðar er ekki gleymdur er mikilvægi hans í reynd afskaplega lítið. Það er ekki eins og á Vesturlöndum þar sem menn hafa jafn- vel verið svo djarfir að kalla flytjendur tón- listarinnar handverksmenn sem komi hvergi nærri nokkurri sköpun. 1 indverski'i tónlist mynda skáldið og flytjandinn órjúfanlega heild. Skáldið er flytjandinn og flytjandinn er skáldið. Eignarétturinn í tónlist; það að geta haldið á blaði, bent á mann og sagt: tónlistin er hans!, þekkist ekki í indverskri tónlist á sama hátt og í vestrænni. Vestrænt tónverk tilheyrir alltaf ákveðnu tónskáldi sem var uppi á ákveðnum tíma og hafði ákveðin séreinkenni. Tónverkin „ber“ því að fiytja á tiltekinn hátt. Ef grannt er skoðað er þó alltaf viss sveigjanleiki sem gerir það að verkum acf tónverk breytist frá einum flutningi til ann- ars. I fyrsta lagi er einfaldlega aldrei hægt að sjá fyrir hvert einasta smáatriði tónflutnings - flytjandinn hefur alltaf eitthvert frelsi til þess að leggja út allar þær upplýsingar sem hann hefur í höndunum. í öðru lagi halda vestræn tónskáld því stundum fram að þeir miðli guðdómlegri tónlist - að hún komi fullsköpuð til þeirra, að hún sé þegar til. Af þessu má sjá að þótt þessir tveir tónlist- arheimar séu vissulega ólíkir, eru sumar grunnhugmyndir þeirra um tónlist í raun mjög svipaðar - aðeins séðar frá mismunandf sjónarhólum. Það sem virðist eiga stóran þátt í þessum mismun er nótnaskriftin. í ind- verskri tónlistarhefð, þar sem nótnaskrift gegnir jafnlitlu hlutverki í varðveislu hennar og miðlun og raun er, myndast ákveðin nálægð á milli aldagamallar hefðar og tónlist- ar eins og hún er flutt í dag. Tíminn myndar enga gjá - þráðurinn er óslitinn. Tónsmíð og spuni eru afskaplega skyld ferli og virðast ekki endilega aðskild, andstæð hugtök eins og menn vilja svo oft túlka þau. í grein sem tónlistarfræðingurinn Bruno Nettl skrifar, kemur hann fram með þá hugmynd að þessi hugtök séu í raun hluti af sömu hug- myndinni - að á þeim sé aðeins stigsmunur en ekki eðlismunur. Hann dregur línu á milli „endanlegs“ tónverks og „hreins" spuna og segir að alla tónlist sé hægt að staðsetja ein- hvers staðar á þessari línu. Vestræn tónlist sé þá t.d. nálægt öðrum endanum á meðan ind- versk tónlist sé nær hinum. Þetta er áhugaverð og sannfærandi kenn- ing. Vestræn tónlist, sem er kannski eins nálægt þeim enda línunnar sem endar í hinu „endanlega" tónverki og hægt er, hefur í gegnum tíðina síður en svo verið laus við spuna. Barokktónlist krefst t.d. mikillar spunaleikni og eins er hægt að líta á verk nokkurra tónskálda og segja að þau séu í eðli sínu spunnin. Hér má nefna menn eins og t.d. Mozart og Schubert sem sagðir eru hafa unn- ið hratt og að því er virst hefur, oft án mikillar umhugsunar. Ef gengið er enn lengra má jafnvel segja að þótt tónverk sé flutt í hund- raðasta skipti af sama flytjanda er aldi'ei litiát á það sem eitthvað staðnað - dautt. Til þess er ætlast að tónverkið hljómi „lifandi“. Felur þetta kannski í sér kröfu um einhvern spuna? Sú gjá sem virðist ríkja á milli tónverka og spunninnar tónlistar í vestrænni tónlist er ekki til í heimi indverskrar tónlistar. Á milli tónverks og spuna liggur óslitinn, hugmynda- fræðilegur þráður. E.t.v. er þessi gjá í heimi vestrænnar tónlistar ekki eins stór og virðist í fyrstu. Þótt ákveðin útskýi'ing á tónverkinu sé viðtekin virðast hugmyndir manna um spuna mjög þokukenndar og ósannfærandi. Niðurstaðan virðist vera sú að ómögulegt sé að skilja þessi hugtök algerlega að, því að þótt tónlist hafi verið skrifuð nákvæmlega út með öllum smæstu smáatriðum felst í flutningnum alltaf ákveðin endursköpun. Það er alltaf rúm fyi’ir ákveðinn spuna. Höfundurinn hefur nýlokið MA námi í London og er greinin unnin upp úr lokaverkefninu sem fjallaði um indverska tónlist. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. JÚNÍ1998 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.