Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Blaðsíða 2
 VEGGMYND Errós úr keramfk prýðir einn vegginn í nýrri neðanjarðarlestarstöð í Lissabon. Veggmynd Errós komin upp í Lissabon LOKIÐ er við uppsetningu veggmyndar eftir Erró á nýrri neðanjarðarlestarstöð í Lissabon í Portúgal sem reist var í til- efni heimssýningarinnar. Er þetta fyrsta stöðin þar í borg sem skreytt er af al- þjóðlegum listamönnum og var Erró val- inn fulltrúi Norður-Evrópu. Myndin er 35 x 4 metrar að stærð og gerð úr keramík. Vinna við verkið hófst í september sl. þegar listamaðurinn stækkaði 20 metra stórt málverk sitt og yfirfærði í keramíkflísar. Þeirri vinnu lauk í októ- ber og beið verkið uppsetningar þar til lokið var við gerð hinnar nýju neðan- jarðarstöðvar. Stöðin ber heitið Oriente og var hveijum 12 alþjóðlegra lista- manna fenginn sinn veggur af sömu stærð til eigin ráðstöfunar. Erró vann sitt verk sérstaklega með hafið í huga. Þar má sjá m.a. ofurheljur beijast við sæskrímsli, portúgalska land könnuðinn Vasco da Gama á fleyi sínu og andarbræðurna dönsku Rip, Rap og Rup sem þeysa áfram á hraðbát í leik með blaðskellandi selum. TALIÐ AÐ YFIR 40.000 MANNS HAFI SÓTT LISTAHÁTÍÐ HAGNAPI VERÐI VARIÐ TIL ISLENSKRA HÖFUNDARVERKA FRÁ setningu Listahátíðar í Hafnarhúsinu þann 16. maí sl. AÐGÖNGUMIÐASALA á nýaf- staðinni Listahátíð í Reykjavík fór fram úr björtustu vonum að- standenda hátíðarinnar og bend- ir flest til þess að meðalsala á að- göngumiðum verði um 80%. Talið er að yfir 40.000 manns hafi sótt hátíðina. Stjóm Listahátíðar hefur samþykkt tillögu formanns um að verði hagnaður af hátíð- inni verði honum varið til að styrkja íslenska frumsköpun í listum fyrir næstu Listahátíð ár- ið 2000. „Það er Ijóst að tekjur af Listahátíð eru meiri en við höfð- um áætlað,“ segir Þórunn Sig- urðardóttir formaður stjómar hátíðarinnar. Hversu háa upphæð um er að ræða segir hún ekki ljóst enn þar sem verið sé að yfirfara alla kostnaðariiði. Hins vegar skýrði Þórann frá því að hún hefði borið fram tillögu um að umframtekjur af Listahátíð 1998 yrðu notaðar til að styrkja íslensk höf- undarverk, sem geta komið úr hvaða listgrein sem er, fyrir næstu Listahátíð sem haldin verður árið 2000 þegar Reykjavík verður ein af menningarborgum Evrópu. Nánar verði ákveðið hvemig að því verður staðið þegar uppgjör liggur fyrir. „Pyrst og fremst er um að ræða tekjur af erlendum viðburðum en þar var aðsókn mun meiri en við höfðum þorað að vona,“ segir Þórann. „Ástæðuna tel ég in.a. að megi rekja til þess að kynningarstarfið tókst mjög vel og samstarfið við fjölmiðla var sérstaklega gott. Þá tel ég einnig að val á viðburðum hafi tekist vel eins og lofsamlegir dómar sýna, listvið- burðimir spönnuðu breitt svið og náðu til margra.“ Sém dæmi um góða aðsókn nefnir hún sýningu þriggja mósambískra listamanna í Ráðhúsinu en hana sóttu um 8.000 manns. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Fold, Kringlunni Gunnella, Guðrún Elín Ólafsdóttir. Til 22. júní. Gallerí Gangur, Rekagranda 8 Robert Devriendt. Út júní. Gallerí Hornið, Haftiarstræti Tolli. Til 18. júní. Gallerí Listakot, Laugavegi 70 Sigurrós Stefánsdóttir. Gallerí 20 fm, Vesturgötu 10 Birgir Andrésson sýnir. Handverk & hönnun, Amtmannsstíg 1 Sigrún Lára Shanko sýnir silkislæður. Til 27. júní. Álafosskvos, Álafoss verksmiðjusölunni Samsýning; Asdís Sigurþórsdóttir, Björg Ör- var, Björn Roth, Hildur Margrétardóttir, Inga Elín, Magnús Kjartansson, Óli Már, Ólöf Oddgeirsdóttir, Tolli og Þóra Sigurþórs- dóttir. Gallerí Smíðar & skart, Skólav.stíg 16a Halla Ásgeirsdóttir. Til 25. júní. Gallerí Stöðlakot Guðmundur W. Vilhjálmsson. Til 28. júní. Kvennasögusafn, Þjóðarbókhlöðu Ragnheiður Jónsdóttir sýnir. Til. 1. júlí. Gallerí Sævars Karls Vasamyndir e. Erró og skúlptúrar e. Guðjón Bjarnason. Til 16. júní. Hallgrímskirkja Málverk eftir Eirík Smith. Háteigskirkja, safnaheimili á tengigangi Sýning á textflmyndverkum eftir Heidi Kristiansen. Út júní. Ingólfsstræti 8, Ingólfsstræti 8 Grænmetisleikur: Inga Svala Þórsdóttir og Wu Shan Zhuan. Til 21. júní. Kjarvalsstaðir Stiklað í straumnum. Úrval verka úr eigu Listasafns Reykjavíkur. Tii 30. ágúst. Landsbókasafn Islands, Háskólabókasafn Trú og tónlist í íslenskum handritum fyrri alda. Til 31. ágúst. Listasafn ASI Ásmundarsalur og Arinstofa: Mannamyndir Ágústs Petersen. Gryfja: Portrett barna. Til 5. júlí. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðu- holti Opið laug. og sun. ki. 13.30-16. Höggmynda- garðurinn _er opinn alla daga. Listasafn Islands, Fríkirkjuvegi 7 Kaffistofa: Grafíkmyndir Jóns Engilberts. Út júlí. Sýning á höggmyndum Max Ernst. Til 28. júní. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg Norskar konur sýna textfl og skart. Til 13. júh. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugar- nestanga Úr málmi. Örn Þorsteinsson myndhöggvari. Til 1. júlí. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu Konur, úrval úr Errósafni Reykjavíkurborg- ar. Tfl 23. ágúst. Mokkakaffi, Skólavörðustíg Jón Gunnar Amason. Sumarsýning. Gallerí Listakot, Laugavegi 70 María Valsdóttir. Til 28. júní. Norræna húsið Fígúratíf list frá Norðurl. og Þýskalandi. Nýlistsafnið, Vatnsstíg 3b Einar Falur Ingólfsson, Erla Þórarinsdóttir og Harpa Ámadóttir, auk sýningar á bók- verkum Dieters Roths. Safn Ásgríms Jónss., Bergstaðastræti 74 Sumarsýning á verkum Ásgríms. Sjóminjasafn Islands, Hafnarfirði Sumarsýning á ljósmyndum Helga Arason- ar. Stofnun Áma Magnússonar, Ámagarði v. Suðurgötu Handritasýningin Þorlákstíðir og önnur Skálholtshandrit. Til 31. ágúst. TÓNLIST Laugardagur Dómkórinn í Reykjavík syngur í félagsheim- ilinu á Hofsósi kl. 20.30. Tríó Björns Thoroddsen leikur á Jómfrúnni kl. 16-18. Karlakórinn Heimir verður með tónleika í fé- lagsheimilinu á Þingeyri kl. 16, einnig verða þeir í Isafjarðarkirkju kl. 21. Sunnudagur EPTA (Evrópusamband píanókennara) og Tónlistarskólinn í Reykjavík standa fyrir fyrirlestri og tónleikum í sal Tónlistarskól- ans í Reykjavík Skipholti 33 kl. 17. Dómkór- inn í Reykjavík syngur við messu í Hóladóm- kirkju ki. 14. Mánudagur Sumartónleikar Stykkishólmskirkju; Ágústa Sigrún Ágústsdóttir sópransöngkona og Þór- unn Guðmundsdóttir sópransöngkona ásamt Kristni Erni Kristinssyni píanóleikara kl. 21. Árni Heimir Ingólfsson verður með einleiks- tónleika í Digraneskirkju kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Fiðlarinn á þakinu, lau. 13. júní. Listaverkið, lau. 13. júní, lau. Borgarlcikhúsið Sex í sveit, lau. 13. júní, sun. LoftkastaJinn Listaverkið, lau. 13. júní, lau. Fjögur hjörtu sun. 14. júní. Bugsy Malone sun. 14. júní. íslenska óperan Carmen negra. Rokk-, salza-, poppsöngleik- ur, lau. 13. júní, fím., fös., lau. Kaffileikhúsið Hljómsveitin Heimilistónar þri. 16. júní kl. 21. Iðnó Leikhússport mán. 15. júní kl. 20.30. Tjarnardansleikur: Lýðveldisball 16. júní kl. 20. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða á netfangi fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1,103 Rvík.. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. JÚNÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.