Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Side 4
, , Ljósmyndimar tók greinarhöfundurinn. RYGJAVARÐAN (Ryvarden) er þekkt frá fornu fari. Övíst er um upprunalegt hlutverk hennar. Olíklegt er að hún sé Flókavarða. HRAFNA-FLÓKI LEGGUR FRÁ LANDI EFTIR STEFÁN AÐALSTEINSSON í Landnámu segir að Flóki hafi búist til íslandsferðar af Rogalandi.l húsi við vitann voru hengd upp handskrifuð spjöld þar sem lýst var ýmsum atriðum úr ævi Flóka. Sum þau atriði, \ jar ó meðal að Flóki hafi búið í Smjör- sundi, byggjast ekki á rituðum heimildum. IFERÐ SEM ég fór um Noreg vestan- verðan í ágúst sumarið 1997 leitaði ég upplýsinga um fyrri heimkynni nokk- urra íslenskra landnámsmanna í Nor- egi. Ég hóf ferðina á að afla upplýsinga um Flóka Vilgerðarson, fyrsta mann sem lét í haf frá Noregi í þeim tilgangi að hefja landnám á íslandi. I fyrstu grein af þremur í þessum greinaflokki verða raktar þær aðstæður sem Landnáma greinir frá um upphaf ferðar Flóka til íslands og ritaðar heimildir bomar saman við aðstæður á sögu- slóðum. í næstu grein verður sagt frá eyjunni Mostur við Hörðaland, en þaðan kom Þórólf- ur Mostrarskegg. Þar var sungin í tjaldi fyrsta messan í Noregi í kristniboði Olafs konungs Tryggvasonar. Jafnframt er sagt frá eyjaklasanum Sólundum vestur undan Sogn- sæ, en þar komu Kveldúlfur og Skallagrímur við sögu, áður en þeir létu í haf til íslands. Egill Skallagrímsson kom við á Gulaþingi og einnig í Sólundum, þar sem hann slapp með naumindum undan Eiríki konungi blóðöx. Þriðja og síðasta greinin fjallar um Ingólf Amarson og Hjörleif Hróðmarsson sem áttu heima í Dalsfirði á Fjölum, áður en þeir fóru til landnáms á Islandi. I sömu grein verður heimkynnum Gísla Súrssonar á Norður-Mæri lýst og reynt verður að bregða ljósi yfír hvernig frásagnir Gísla sögu falla að staðhátt- um í Noregi. Hrafna-Flóki leggur frá landi í Noregi í Hauksbók Landnámu (1986. íslensk fom- rit, I. bindi) segir svo um ferð Flóka frá Nor- egi: „Flóki Vilgerðarson hét víkingur mikill; hann bjósk af Rogalandi at leita Snjólands; þeir lágu í Smjörsundi. Hann fekk at blóti miklu ok blótaði hrafna þrjá, þá er honum skyldu leið vísa, því at þá höfðu hafsiglingarmenn engir leiðarstein í þann tíma í Norðrlöndum. Þeir hlóðu þar varða, er blótit hafði verit, ok kölluðu Flókavarða; þat er þar er mætisk Hörðaland ok Rogaland." Undirbúningur að ferðinni til Vesturlands- ins hófst snemma árs 1997. í frásögn Land- námu af ferð Flóka frá Noregi staldraði ég við setninguna: „Þeir lágu í Smjörsundi.“ Þar segir aðeins að Flóki og menn hans hafi legið í sundinu, en ekki hvers vegna. Til samanburð- ar má benda á að í Landnámu segir um þá Kveldúlf og Skallagrím, þegar þeir höfðu búið skip sín til Islandsferðar: „Þeir lágu til hafs í Sólundum." Þar lágu þeir, tilbúnir að láta í haf, meðan þeir biðu færis að hefna Þórólfs Kveld- Ulfssonar. Sama orðalag er notað í Gísla sögu Súrssonar, þegar Gísli og félagar hans fóru að Skeggjasonum á Flyðrunesi. Þá lágu þeir til hafs í Æsundum. Engin slík skýr- ing er gefin á dvöl Flóka í Smjörsundi. Smjör- sund liggur skammt norðan við Haugasund. Dag Austbe, sem er frá eyjunni Karmoy, sunnan við Haugasund, fræddi mig á því að í Smjörsundi væri örugg neyðarhöfn. Sundið liggur inn frá hafsvæði sem heitir Sléttan (Sletta), norðan Haugasunds. Þar er enginn skerjagarður með landi og úthafsaldan skell- ur á ströndinni af fullum þunga. Inni í sund- inu er lygn sjór þó að hafrót sé úti fyrir. Þar var fengin hugsanleg skýring á setningunni í Landnámu, sú að Flóki hefði leitað inn í Smjörsund undan veðri og legið þar. Hafi svo verið væri eðlilegt að blótið hefði verið framið í Smjörsundi. Þess ber að gæta að á sumum kortum er Smjörsund kallað Straumurinn (Straumen), eftir samnefndum bæ við sundið, og getur það valdið misskilningi. Leitin að Flókavörðu Við nánari eftirgrennslan um fólk sem þekkti til staðhátta við Smjörsund komst ég í samband við konu í Haugasundi sem heitir Marta Hagland og nú er á áttræðisaldri. Hún bjó lengi á bænum Hagland, sem liggur að Smjörsundi. Hún hafði kynnst sögninni um Flóka og för hans til íslands. Marta hafði mikinn áhuga á Flóka og vildi eindregið leggja máiinu lið. Marta sagðist hafa lært það í barnaskóla að Flóki hefði siglt út frá Smjörsundi þegar hann hóf ferð sína til Islands, og þar í sundinu væri varðan sem hann hefði hlaðið og enn væri kölluð Flókavarða. í ritinu Kulturhistorisk vegbok for Hordaland (1993, bls. 172. Ritstj. N.G. Brekke) er frá því skýrt að á bænum Straumi sé varða sem kölluð sé Flókavarða. Marta sagðist ekki hafa heyrt það fyrr en sumarið 1996 að Rygjavarða (Ryvarden), sem er nokkru norðar með ströndinni, væri kölluð Flókavarða, en það var þegar Norðmenn færðu Hafnfirðingum norskt grjót að gjöf til að byggja á íslandi eftirlíkingu af Rygja- vörðu, sem þeir töldu vera Flókavörðu. Einnig náði ég sambandi við Konrad Bárdsen, sem er mjög fróður um ísland og hefur oft komið hingað. Hann lofaði að greiða götu mína meðan ég væri í Haugasundi og sýna mér ýmislegt úr sögu staðarins og nágrennis, en þar eru miklar fornminjar frá löngu liðnum tímum, víkingaöld, jámöld og bronsöld. Sunnudaginn 10. ágúst fórum við Konrad Bárdsen að Rygjavörðu til að skoða hana. Fórum við á bíl alllanga leið norður fyrir Haugasund og þaðan niður að Mplstervág, og gengum síðan út að vörðunni. Á þessari leið er mjór malarvegur sem er bílfær, en hann er lokaður umferð til að draga úr umhverfis- spjöllum á svæðinu. Rygjavarðan er fornt fyrirbæri. Sumir telja hana vera reista á mörkum hinna fornu fylkja Rygjafylkis og Hörðaíylkis, en hún er allangt norðan við núverandi íylkjamörk. Þar er nú viti. Upprunalega varðan var rifin upp úr miðri 19. öld, en endurbyggð síðar. Rygja- varða stendur allhátt yfir sjó, á sæbröttu, klettóttu nesi. I húsi við vitann voru hengd upp handskrif- uð spjöld þar sem lýst var ýmsum atriðum úr ævi Flóka. Sum þau atriði, þar á meðal að Flóki hafi búið í Smjörsundi, byggjast ekki á rituðum heimildum. I Landnámu segir aðeins að hann hafi búist til íslandsfarar af Roga- landi. Meðal efnis sem fylgdi handskrifuðu upplýsingunum var teikning af hugsaðri brottfór Flóka frá Noregi og sýnt hvar maður teymdi kú í átt að skipi. Skipið var reyndar svo borðhátt og kýrin svo stór, miðað við manninn, að erfitt hefði verið að koma henni um borð. En teiknarinn vissi þó að Flóki hafði haft búfé með sér frá Noregi. „Þeir lógu ■ Smjörsundi" Þegar við Konrad Bárdsen komum til baka frá Rygjavörðu fórum við niður að sjó vestar- lega í Mplstervágen, sem liggur inn í land skammt fyrir norðan Smjörsund. Þar beið okkar maður með bát, Daniel Stole. Hann á fiskeldisstöð þar við voginn. Daniel flutti okk- ur á bát sínum frá Mplstervágen út á opinn sjó (Sléttuna) og þaðan inn í Smjörsund. Á Sléttunni var nokkur alda, en alveg slétt- ur sjór inni í Smjörsundi. Yst í sundinu skerst 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 13. JÚNÍI998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.