Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Page 5
SÉÐ yfir Sléttuna (Sletta) frá Rygjavörðu. Ósinn að Smjörsundi er á HARALDARHAUGUR við Haugasund, minnismerki um Harald strandlengjunni sem sést, en tveir hólmar byrgja sýn að honum. Þeir hárfagra, reist árið 1872, 1000 árum eftir orustuna í Hafursfirði. verja ósinn fyrir sjógangi. vogur inn úr því til norðurs, mjór fyrst en víkkar innar. Vogurinn er mjög gott slripa- lægi að sögn Daniels og hefur um langan ald- ur verið neyðarhöfn. Á leiðinni inn í sundið ræddum við um hvað hefði verið brýnast fyrir Flóka að gera ef hann hefði verið með fullbúið skip á leið út á haf, en orðið að leita vars í sundinu vegna veð- urs. Okkur kom saman um að fyrst mundi hann hafa komið skepnum frá borði. Til þess þurfti hann að geta lagt að landi þar sem aðgrunnt var og unnt að láta skepnur stökkva yfir borð- stokkinn og upp í fjöru. Skepnurnar þurftu að komast á haga og í vatn, meðan beðið var byrjar. Óráð hefði verið að gefa af heybirgð- um sem áttu að endast yfir hafið, meðan legið var við land. Síðan gat hann endurnýjað vatnsbirgðir ef með þurfti og eftir atvikum lagfært hluti sem á hafði reynt meðan leitað var hafnar undan veðri. Pá gat Flóki notað tækifærið til að blóta í sundinu ef biðin varð löng. Við blótsstaðinn var hlaðin varða að blóti loknu, eins og segir í Landnámu, og ef hann hefði blótað inni í sundinu væri hugsanlegt að leifar af vörðu fyndust þar enn. Þegar inn í sundið kom sigldun við framhjá hallandi, gróinni fles sem liggur alveg niður í flæðarmál. Flesin er nú ræktað tún, og þar hefur verið haga að fá fyrrum. Vatn er á þess- um stað því að þar er bóndabýli í dag, bær að nafni Straumur, sem áður er getið. Á þessum stað virðist hægt að halda skipi að landi í flæðarmáli og hleypa skepnum á land. Á flesinni sjálfri, spölkorn frá sjó, er varð- an sem Marta Hagland sagði að sér hefði ver- ið kennt að væri Flókavarða, og það er þessi varða sem sagt er frá í Kulturhistorisk veg- bok for Hordaland. Fylkjamörk milli Hörðalands og Rogalands liggja nú eftir Smjörsundi endilöngu, og kem- ur það heim við það sem segir um fylkjamörk- in í Landnámu frá tímum Flóka. I Landnámuútgáfu Fornritafélagsins vitnar Jakob Benediktsson í Oluf Rygh í Norske Ga- ardsnavne og í Germanska Namnstudier til- lagnade E. Liden, og telur að Flókavarðan sé þar sem nú heitir Rygjavarða (Ryvarden). Báðar þessar tilvitnanir má rekja til Historia Norvegica eftir Þormóð Torfason, íslenskan fræðimann á Karmpy, en sú bók var gefin út árið 1711. Þar segir Þormóður að íbúar á þessu svæði kalli Rygjavörðu einnig Flóka- vörðu. Nafnið Rygjavarða er hins vegar af því komið að fylkið Rogaland er kallað Rygjafylki í fornu máli. Benda má á að hafsvæðið Sléttan liggur milli Rygjavörðu og Smjörsunds, þannig að ófært er á milli þessara staða þegar vont er í sjó. Flóki hefði því ekki komist til Rygja- vörðu til að blóta, ef hann lá í vari í Smjör- sundi. Auk þess er hvergi lendandi við Rygja- vörðu nema í svo til sléttum sjó. Varðan stendur á nesi allhátt yfir sjávarmáli. Að nes- inu er sæbratt á allar hliðar og hvergi vært með skip þar nema í ládeyðu. Enga þeirra möguleika til landtöku sem lýst er í Smjör- sundi er að finna við Rygjavörðu. Öðru vísi horfir við um Smjörsund. Þar gæti Flóki hafa leitað vars undan veðri. Þar er örugg höfn og góð landtaka, og þar má fá haga og vatn fyrir búfé. Þar er auk þess varð- an sem nágrannar sundsins kalla Flókavörðu. Öll atriðin sem lúta að Smjörsundi geta fallið vel að texta Landnámu. Setningin í Land- námu: „Þeir lágu í Smjörsundi", og það sem þar segir um blótið og vörðuna, gæti því stuðst við staðreyndir að einhverju leyti. Fræðimenn hafa haft skiptar skoðanir á sannleiksgildi frásagnarinnar um Flóka. Sveinbjörn Rafnsson (1974,102. bls. Studier i Landnámabók. Lund) telur söguna af Flóka VARÐAN í Smjörsundi, Flókavarðan, við bæinn Straum. Myndin er tekin af sundinu. §8§i§||§| skemmtilegan tilbúning. Jón Hnefill Aðal- steinsson (1997, 21-22. bls. Blót í norrænum sið. Háskólaútgáfan) telur frásögnina af blóti Flóka hins vegar „bera þess öll merki að vera gömul og gild“. Sú staðhæfmg fellur vel að því sem hér er sett fram. Ályktun mín af því sem hér er rakið um sam- svörun texta Landnámu og staðhátta á sögu- sviðinu er sú að frásögnin af dvöl Flóka í Smjörsundi geti verið annað og meira en skáld- skapur. Um Harald hárfagra, haug hans og minnismerki Hai-aldur konungur hárfagri varð gamall maður og dvaldi löngum á Rogalandi eða Hörðalandi síðustu æviár sín. Þegar hann lést, árið 933 að því er talið er, var gerður yfir hann mikill haugur á Haugum við Karmeyjarsund. Árið 1872 var reist veglegt minnismerki yfir hann við Haugasund, til minnis um að 1000 ár voru liðin frá því að hann sameinaði Noreg í eitt ríki, við bardagann í Hafursfirði. Höfundurinn er doktor í búfiórfræði. Á síóðum Landnámsmanna í tyregi íýorðurtmri Moldé .,.r.r ,, KAUMS- C f ÐALUP^ { \ SUNNM/ERIi„y ^-7*^ ^ Þránd- heimur <3 ÞRÁND- ° : H E I M U R i— \ FIRÐAFYL|<I , '-da^lr I,, . Leikanger; gé^ai^ocNAUP P L ö N D Bergen HÖRDÁf^ Mostur Smjörsund q , ÞELAMÖRK Stavanger y "f iADAK ACÐIR lOOIqn JÓN BJARMAN UNDIR FJALLSHLIÐUM Að þekkja fjall er að eiga heima við rætur þess hafa það stöðugt fyrir sjónum halla sér upp að því nota það sem svæfil morgunsólin gefw því líf og lit sjálft byrgir það fyrir kvöldgeislana í huganum reika ég um fjárgötur fjallsins áreynslulaust leiða þær mig upp á efstu brún þaðan sér inn tii jökuls og út til sjávar í næstu sveit heitir bakhlið fjallsins öðru nafni svæfill ætlaður ókunnum snáða sem á sín leyndarmál falin í lækjargili þau hafa augu mín ekki litið því það fjall þekki ég ekki SVÖL SUMARNÓTT VIÐ SVARTÁRVATN Kaldur flötw vatnsins líkur skærum spegli blekkir auga mitt rennur saman við landið mógræna mýrarfláka vítt til blárra fjalla Farin er til hvíiu sinnw langt í austri fjalladrottning bak við brunadyngjur Gullin er spöng um enni undir hvítum faldi hefir snúið við mér baki Höfundur er prestor. LÁRUSJÓN GUÐMUNDSSON IÐRUN sigldu, sigldu nætur nökkvi nú er lag austrið brennur, ljóssins logar lýsa dag feldu mína döpru drauma djúpt ísæ - seinna, eftir sálu minni sekur ræ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 13. JÚNÍ 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.