Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Blaðsíða 7
JARÐ- FRÆÐI- LEG SÝN Myndhöggvarinn Bubbi afhjúp- ar útilistaverk sín í garði Lista- skálans í Hveragerði í dag kl. 15. ÖRLYGUR STEINN SIGURJÓNSSON hitti lista- manninn og spurði hann meðal annars um megininntakið í verkum hans. VIÐFANGSEFNI Bubba er náttúra íslands, einkum frá jarðfræðilegu sjónarhomi. Verkin níu á sýningunni, sem nefnist ÚTI og unnin hafa verið á síðustu þremur árum með blandaðri tækni úr járni, íslensku grágrýti og steinsteypu, eru hugsuð sem teikning í landslag þar sem útlínur kunnuglegra forma eru dregin fram. Dæmi um þetta em hraun- rennsli og gos, en það hangir meira á spýt- unni því kraftar jarðar og andstæður í sí- kvikri náttúrunni era Bubba hugleiknar. Þeg- ar hann lýsir sannfæringu sinni er það því lík- ast sem árekstrar meginlandsflekanna verði að einni hljómkviðu. „Eg hef alltaf unnið frá hjartanu og hef aldrei unnið hlutina til þess að reyna að selja þá,“ segir hann. Afleiðing- arnar era þær að hann á mikið magn óseldra verka, en hluti skýringarinnar á þeirri stað- reynd er sú að flest verka hans era það stór og þung að þau era ekki vinsæll söluvaming- ur. í huga Bubba er salan líka aukaatriði og það skilst betur þegar hann segir hvemig hann kom að höggmyndalistinni. Ekki eru nema fimm ár síðan hann útskrifaðist frá Nottingham Trent University með BA-prófið sitt hálffimmtugur og á útskriftarári sínu hélt hann fýrstu einkasýningu sína, en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og ÚTI er sjö- unda einkasýning hans og era þá ótaldar samsýningar hans, en þeirra á meðal er sam- sýning á vegum Royal Society of British Sculptors. „Fyrst og fremst vil ég hafa ÚTI sýninguna undir bera lofti til að fleira fólk geti notið verkanna og svo finnst mér ekki síður mikilvægt að vinna í námunda við þetta snyrtilega hús sem Listaskálinn er,“ segir Bubbi um sýningu sína. Fyrr á árinu varð hann fimmtugur og segir hann því að einnig sé sýningin afmælissýning. Sýnir öflin nð verki Það vekur óneitanlega athygli hversu tröll- aukin sum verka Bubba eru. Þau stærstu á sýningunni era þriggja metra há og hálft þriðja tonn að þyngd. „Eg hef alltaf unnið við stór stykki og verkin á þessari sýningu myndi ég segja að væru vendipunkturinn hjá mér hvað viðurkenningu áhrærir. Þótt ég hafi fengið ágætis gagnrýni að jafnaði vildi ég sýna svona stóra og mikla heild og þess vegna reyndi ég að fara ekki úr einu í annað bæði með tilliti til efnisvals og samsetningar," segir Bubbi. „Ég vil sýna að í verkunum séu ákveð- in öfl að verki sem fylgja jarðhræringum, Klofningur Morgunblaðið/Jim Smart EG HEF alltaf unnið frá hjartanu og hef aldrei unnið hlutina til þess að reyna að selja þá.“ hraunrennsli og hita.“ Hitann tjáir Bubbi með nöglum í sumum verka sinna og útskýrir hann samlíkinguna með því að minna á hvað gerist ef lófi væri lagður ofan á odda margra nagla. Viðamesta naglaverk Bubba er Landris frá 1993 en á ÚTI sýn- ingunni er verkið Klofningur gott dæmi um naglaverk. Reyndar er fráleitt ætlast til að sýningargestir skaði sig á skúlptúrunum en hugs- unin um reynsluna æs- ir tilfinningu fyrir varmaorkunni. Stöpl- amir undir verkunum era sérlega efnismiklir og hugmyndin með þeim er að skapa til- finningu fyrir stöðug- leika undir óstöðug- leika.“Með stöplunum fæst ég við samræmið á milli efnislaga líkt og ég skæri sneið inn að kviku jarðar," útskýr- ir Bubbi. Þegar Bubbi hélt sýningu í listhúsinu Fold árið 1995 sagði Bragi Asgeirsson, myndlistargagnrýn- andi Morgunblaðsins, í gagnrýni sinni að trúlega tengdist list- spíran smíðafaginu og það mætti teljast mjög svo eðlilegt, að smiður sem leggur svo seint út á braut frjálsrar myndlistar sé háður fyrri reynsluheimi, í þá veru að það taki hann drjúgan tíma að til- einka sér hin sér- stöku lögmál hins hreina, afdráttar- lausa rúmtaks. (Mbl. 25.10.95) Og víst er að húsgagnasmiður- inn Guðbjörn Gunn- arsson spratt ekki fram sem listamaður- inn Bubbi löngu fyrir þrítugt. „Þess vegna fór ég i háskélanám" „A starfsferli mínum hef ég hannað innrétt- ingar fyrir veitingahús og heimili, unnið við brúðugerð, hannað leikmyndir fyrir leikhús og kvikmyndir og stundað kennslu," segir Bubbi. Þar kom að hann ákvað að venda sínu kvæði í kross og seldi hlut sinn í stöndugu trésmíða- fyrirtæki og hélt til náms í Bretlandi. „Ég fann að ég var ekki alveg sáttur og vildi fara að vinna fyrir sjálfan mig einvörðungu í stað þess að vinna sífellt fyrir aðra, sem var raun- ar gaman út af fyrir sig.“ Eftir stóð samt að Bubbi var kominn að krossgötum og tók ákvörðun . „Þess vegna fór ég í háskólanám til Bret- lands.“ Bubbi segir að forspár kennara sinna þar ytra hafi ekki beint verið hvetjandi. „Það getur nefnilega háð manni ef maður kann „of mikið“ og þegar kennararnir sáu bakgrann- inn minn sögðu þeir mér að námið yrði mér erfitt því ég væri svo mótaður í öðra.“ Fyrstu námsárin notaði Bubbi því til að þreifa sig áfram á nýjum vettvangi og hélt aftur af hin- um þjálfaða verkmanni í sjálfum sér. „Ég var sífellt spurður að því hvers vegna ég notaði ekki tæknina sem ég kynni, en ég svaraði jafnan að minn tími myndi koma,“ segir hann. Þegar fór að síga á seinni hluta námsdvalar hans var hann valinn til að vinna með virtum breskum myndhöggvara og tók þá alvaran við eftir tveggja ára þreifingar. „Þá fannst mér smella saman það sem ég hafði rembst við í tvö ár og upp úr þessu fór ég að nota mína eigin tækni með góðum árangri í jámsuðu og grjótvinnu meðal annars. Ekki fyrr en þá fannst mér ég hafa fengið að finna sjálfan mig.“ Eftir að námi lauk hefur Bubbi farið til Skotlands þrisvar sinnum til að vinna í alþjóð- legri listamiðstöð til að læra meira í að steypa í brons og höggva í grjót. Þær utanferðir mörkuðu lokin á þá ákvörðun Bubba að sinna engu öðra en listinni og leggur hann nú verk sín í dóm almennings, sem fyrr. Náttúran verður að sögn Bubba áfram meginstefið í verkum hans þótt ekki birtist hún í jafnstórum verkum og era á ÚTI sýn- ingunni, enda eru honum fjárhagsleg takmörk sett. Hann telur sig þó lánsaman að hafa get- að framkvæmt margar hugmyndir í krafti þess að hafa verið búinn að koma undir sig fótunum áður en hann hélt út á listabrautina af fullri alvöru. i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. JÚNÍ 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.