Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Qupperneq 8
Ljósmyndimar tók greinarhöfundurinn. SYÐRI-Neslönd í Mývatnssveit. Nýja íbúðarhúsið frá 1952 og það eldra frá 1922. Hverfell, Lúdent og Búrfell í baksýn. ÞRJÁR KYNSLÓÐIR IBUÐARHUSA AÐ SYÐRI-NESLÖNDUM ISYÐRI-NESLONDUM í Mývatnssveit standa enn saman þrjár kynslóðir íbúð- arhúsa. Þau kúra hógvær á bæjarhóln- um; það elzta að hruni komið og það næstelzta verulega farið að láta á sjá. Sigtryggur Þorsteinsson frá Strönd keypti Syðri-Neslönd um síðustu alda- mót og fluttist þangað með fjölskyldu sína 1902. Þá var á jörðinni lítill torfbær með fjós- baðstofu og þrjú þrep voru upp í baðstofu, þar sem voru fjögur rúmstæði. Þar var einnig eldstó. Undir baðstofu var fjósið með básum fyrir tvær kýr. Tvennar hlóðir voru einnig í bænum, bæði í frambænum og í eld- húsi. Brunnhús er þar einnig; ágætt vatnsból sem innangengt var í. Þessi bær er nú að falla ofan. Arið 1922 var byggt reisulegt íbúðarhús og tengt gamla bænum þannig að allt var sem órofa heild. Yfirsmiður var Bárður Sig- urðsson, síðar kenndur við Höfða í Mývatns- sveit, þjóðhagasmiður. Þetta hús var fyrst með panelklæðningu að utan en var síðar klætt sléttu, zinkhúðuðu blikki til hlífðar og einangrað með reiðingi. A hæðinni eru tvær samliggjandi stofur og var hægt að opna nær alveg þilið milli þeirra. Varð þá til stærsta dansgólf sveitarinnar, enda voru haldnir dansleikir þar. Kjallari er undir stofum, en lofti skipt í þrjú kamers. I norðurhlutanum er eldhús og tengigangur upp í rjáfur. Eldunaraðstaða var fyrir tvær fjölskyldur, alls um 10 manns. Tvær eldavél- ar voru þar og mest kynt með taði. Stigi, sem Kolbeinn Asmundsson á Stöng smíðaði, lá upp á loftið. I stofunni var ekki miðstöðvar- hitun, en hitað upp með stórum óni. Arið 1952 var byggt nýtt timburhús að Syðri-Neslöndum. Það var á einni hæð, as- bestklætt. Yfirsmiður var Jóhannes Sig- finnsson á Grímsstöðum, kunnur listasmiður. Þessu húsi er haganlega fyrir komið aðeins einum metra frá eldra timburhúsinu og voru gerðar dyr úr glugga á eldra húsinu á móti bakinngangi nýja hússins til þess að stytta leiðina gegnum eldra húsið norður í gamla bæinn, þar sem kýmar bauluðu enn. I nýja húsinu var fyrst stór kokseldavél með mið- stöð, en nú er kynt með rafmagni. Þessu er öllu svo haganlega saman stillt að EFTIR BIRKI FANNDAL HARALDSSON TIMBURHÚSIÐ frá 1922, sem sambyggt var við gamla bæinn og lengst til hægri má sjá að íbúðarhúsið, sem byggt var 1952, er ekki langt undan. Vindmylla sem búin er lifa sitt feg- ursta, stendur enn að hluta til á stalli sínum. GAMLI Neslandabærinn, uppfenntur í marzmánuði, þegar frostið fór upp í 35 stig. NÝJA íbúðarhúsið í Syðri-Neslöndum, sem byggt var 1952. MJÓLKURKERRAN, gamall hestvagn, stend- ur undir fjárhúsvegg á Syðri-Neslöndum og hefur lokið hlutverki sínu. ekkert rýfur samræmið. Bæjarhólinn ber að- eins hærra en landið umhverfis. Hann er af kyni fomrar jökulurðar og því eldri en Mý- vatnshraunin sem mótað hafa Neslandstang- ann. Af bæjai’hlaði hef ég þá tilfinningu að vera staddur í miðri sveitinni, þar sem fagur fjallahringurinn nýtur sín einkar vel og hvergi betur. Byggingamar þrjár mynda saman heild sem að mínu áliti er mjög sérstök og má ef til vill tala um mývetnskan arkitektúr? Mér finnst rík ástæða til að húsfriðunamefnd skoði þessa þrenningu þingeysks sveitabæj- ar og varðveizlugildi hennar. I Syðri-Neslöndum þynnist nú óðum byggð. Þar er nú aðeins eftir ein háöldruð kona, Sigurveig Sigtryggsdóttir, f. 1906. Hún er hafsjór af fróðleik um liðna tíð og vinnur ull, allt frá lagði til fagurrar flíkm’, svo ekki gera aðrir betur. Að henni genginni á ég ekki von á öðra en að búseta falli niður þarna og eldri húsin tvö jafnist við jörðu, en yngsta húsið verður þó efalaust nýtt sem sumarhús. A Syðri-Neslöndum er nýstandsett veður- stöð, sem skráði stundum mestan kulda í byggð á íslandi síðastliðinn vetur og kemur það Mývetningum ekki á óvart; eina nótt í marz varð þar 35 gráðu frost. I slíkum kuld- um iýrri tíðar hefur ekki verið verra að hafa ylinn af kúnum til að verma sér á löngum vetrarnóttum, eða þá að hafa vatnsbólið inni í bænum. Við þetta má bæta því, að á morgun verð- ur í sunnudagsblaði Morgunblaðsins viðtal við Sigurveigu á Syðri-Neslöndum ásamt ljósmyndum sem Ragnar Axelsson, ljós- myndari Morgunblaðsins, hefur tekið. Höfundurinn býr i Mývatnssveit. I 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. JÚNÍ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.