Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Blaðsíða 14
AÐSPURÐUR af þreytu- legura sankti Pétri gat kötturinn Finnbogi ekki svarað öðru en, jú, hann hafði hagað sér svona þokkalega í nýloknu lífi. Gert sitt til viðhalds og þróunar kattastofninum. Hehehe. Verið mikill áhugaköttur um mat og reglulegar hægðir. Hann hafði verið meðhm- ur kattasamtaka fyrir auknum svefni og haft ólæknandi dellu fyrir sportveiði. Slegist þeg- ar tækifæri gafst á, pínt mýs og annan ófögn- uð og gert þessa hluti sem nú einu sinni eru innbyggðir í ketti. En aldrei stundað sjálfs- fróun og lítið drukkið. I versta lagi spilað soldið fjárhætttuspil. En með leyfi, hver var maðurinn og hvað átti hann með að leggja nærgöngular spurningar fyrir heiðvirða ketti? Var eitthvað að? En karlinn var í fýlu og svaraði ekki, þóttist upptekinn af útfylla .einhver plögg, umlaði eitthvað um „allt eru þeir farnir að draga hingað núorðið". Tautaði þvínæst eitthvað í dyrasímann og opnaði ryðgað himnahliðið. Finnboga ketti leiddist í himnaríki. Takt- lausir dýrðarsöngvar og hávaðasamar lof- gjörðir á Almáttugi var ekkert sem var hann- að fyrir hans ljónshjarta. Minningargreinar um líf og störf löngu látinna araba heilluðu hann heldur ekki. Eins og honum kæmi það eitthvað við hvað einhverjar úlfaldaætur voru að vesenast í einhverri eyðimörk einhvern- tímann! Þó gat hann viðurkennt að margar af þessum sögum voru bráðskemmtilegar og ófrumlega frumlegar. Málið var að það vant- aði allt fjör hérna. Allt líf! Var ekki hægt að gera eitthvað í þessu? En enginn þar uppi gat aðstoðað kisa í þessari tilvistarkreppu , -englar hafa svo litla innsýn í reynsluheim katta. Ekki að tala um að fá að tala við Al- máttugann sjálfann. Var upptekinn. Finnbogi sveif um ríkið í ævintýraleit þeg- ar honum tókst að laumast burtu frá himneskum skyldum sínum og í einni af ferð- um sínum sá hann Sór. Hann lá uppi á regn- legu skýi og hraut svefni hinna skrópuðu. Sór mundi ekki hvað hann hafði verið hér lengi, sirka eilífð hélt hann. Enda sosum ágætt að vera hérna, bætti hann við og geispaði. í þann tíð var maður heldur ekkert spurður. Já, hann gat alveg séð að þetta væri ekki æsi- legasti staður í alheiminum. Alveg til í að prófa eitthvað annað. Hann hafði svona þegar þú nefnir það heyrt um annan stað, þar sem ku vera mikið fjör. Fljótlega eftir gerðist atburður sem síðar varð tilefni mikttla höfuðklóranna: þeir struku! Og Almáttugur hnyklaði brýrnar. Nú er ekki ætlunin að misbjóða gáfnafari lesenda með því að halda því fram að það sé einfalt mál að ferðast um á þessum slóðum. En út- stignir úr himnarríki sáu þeir í fjarska alla regnbogans liti og þarmeð voru annars óyfir- stíganleg vandamál leyst. Með einu penna- striki. Heimdallur stóð rykfallinn við Bifröst og glennti upp glyrnur þegar hann sá til þeirra félaga. Það hafði ekki verið mikil um- ferð hér við brúna þessar síðustu og verstu aldir. Líklega var það þessvegna sem „ Heimdallur var ekkert að leggja lúmskar spurningar um sögulega bardaga og hetju- dauða fyrir Sór. En var kattarafmánin kannski einhver fólskuguðinn í dulargervi? En Sór sannfærði hann um að þetta væri samviskulaus stríðsköttur með firn af athygl- isverðum og mjög svo kvikindislegum vígum sem vitnisburð um fallegt og heilbrigt líferni. I Valhöll sátu æsir að sumbli. Höfðu víst verið lengi að. Þeir voru glaðr at sjá Sór, varla sést maður hér í ómunatíð. Og ískruðu af hlátri þegar þeir heyrðu um afstungu þeirra úr himnaríki og ófarir Almáttugs. Gott á hann, sögðu þeir og skáluðu. Kominn tími á að einhver kýldi á þetta. Höfðu aldrei skilið þegar þeim sjálfum var hent fyrir fossa og fólk fór að aðhyUast harðlínuguðinn Almátt- ug. Þeim hafði alltaf fundist hann hálfundar- legur og gamaldags og óttalegur meðalgæi eitthvað. Nú færi þetta aUt að koma hjá þeim aftur og því bæri auðvitað að fagna. Hér á eftir fylgdu minnisverðir dagar í alsælu lang- þráðar ölvímu. Eftir erfiða stórtimburmenn fór Sór að Iíta umhverfis sig í þessari fornmannaparadís. Hér var heldur minna um að vera en heimild- ir hans höfðu getið um. Þetta með kvenfólkið passaði heldur ekki alveg. Ásgarður var í megnustu niðurníðslu og virtist eins og al- menn uppbyggingarþörf ása væri í dvala. Að aðrar hvatir hefðu reynst sterkari. Stundum er það bara svoleiðis og þá er ekkert hægt að gera. Æsir vildu ekki neinar breytingar á nú- tíðinni. Hefðu annars gott af því að heyra nokkrar vel valdar staðreyndir um tilveruna, þessir lúsaskeggjar. Sór var barinn með stór- um lurk ef hann impraði á framfarahug- myndum. Nú, þeir gátu þá bara átt sig. Eina ^S^a^ i -"< Myndlýsing: Guðný Svava Strandberg SANN- LYGISAGA SMÁSAGA EFTIR ÞORSTEIN RICHTER Finnbogi sveif um ríkio í ævintýraleit þegar honum tókst ao laumast burtu frá himneskum skyldum sínum og í einni gf ferðum sínum sá hann Sór. Hann lá uppi á regnlegu skýi og hraut svefni hinna skrópuðu. áhugamál goðanna var að éta, drekka sig fuUa og endurtaka ævafornar hetju og lyga- sögur. Fara síðan í þykjustubardagaleiki og segja skyndisögur um Almáttug. Nú er frá að segja að Sór tók að leiðast tU- breytingarleysið og þetta endalausa sull og suð í gamalásunum. Hann fór að leggja á ráð- in með dáð. Einnig kettinum fannst „heldur daufleg vistin" hér í kattaóvænum heimi geitakjöts og táfýlu. Eina afþreying kisa var að elta tvo ljóta krumma uppi og slíta af þeim fjaðrirnar. En þeir mega eiga það að bjórinn var góður hjá þeim. Og svoleiðis fer alltaf í kladdann. Næst þegar vansvefta goðin voru orðin meðvitundarlítil af drykkju, laumuðust þeir útúm gat á Asgarði og héldu út í hinn stóra geim. Jú, þetta gekk allt eins og í lygisögu. Eftir vandræðalegt ráf í myrkrinu fyrir utan, duttu þeir ofan í svarthol sem af reiknings- legum afleiðingum alheimsins var staðsett þarna. Ekki ætlar frásagnari yðar að gera því skóna að það hafi verið ánægjuleg eða þægi- leg flugferð. En þó að það hafí virst sem um eilífð að ræða, leið aðeins augnablik þar til þeir komu út hinum megin. Hálfringlaðir nudduðu þeir auma afturendana og litu í kringum sig. Það eru ekki alltaf jóUn, á elds- viðnu skiltinu stóð: Helvíti. Kötturinn tók ekki annað í mál en að kíkja aðeins við, gæti vel verið að hann kannaðist við einhverja þarna inni. Eftir að hafa mútað flissandi dyrapúkum með ört minnkandi öl- birgðunum röltu þeir sér svo inn í búsali and- skotans. Það var heitt og Sór var hálf ómótt. Finnbogi var snöggur að grafa upp Behemot, yfirkisa þar neðra og fyrirmynd annarra katta. Behemot var ekkert nema almennileg- heitin, bauð uppá Whiskas og spurði hvort þá vantaði ekki djobb. Kisi leit á Sór sem yppti öxlum. Af hverju ekki? Þeir fengu tíma hjá starfsmannastjóra andskotans þar sem þeir voru yfirheyrðir og píndir örlítið. Þetta gekk fljótt fyrir sig. Finnbogi fékk titil sem hel- vískur svipulemjir og Sór átti að aðstoða við bókhald í kolamokstursdeUdinnni. Þetta var fínt. Nóg af músum og spennandi veiðilendum, svona þokkalegt úrval af læð- um. Kattsæmandi grunnlaun og svo fékk maður fast hitaálag. Hér var ekkert verið að yfirstressa sig á helvítispuðinu, „betri er skrifaður tími en unninn", sögðu þeir og glottu djöfullega. Sór fékk snemma orð á sig sem útsmoginn og einstaklega latur bók- haldsfalsari. Einhvernveginn þannig stóð á því að hann vann sig óvart niður í tign og fékk eigin aðstoðarmann. Sá hét Dolli og vUdi ekki vera séffi sjálfur, sagðist vera í pásu frá því í bUi. Sór hugsaði með sér að fyrst hann ryki svona niður í tign við að gera ekki neitt, hlyti hann að geta fengið alvöru völd við að gera eitthvað. Það heitir lógflt. Fór að kíkja á reksturinn. Sýndi áhuga og samstarfsfýsi og smitaðist opinberlega af eldmóðnum í honum Dolla. Þeir ákváðu að taka yfirhalningu á öllu heila galleríinu. Fóru að gera áætlanir um hagfræðilegar skipulagsbreytingar. VUdu fara að tæknivæða helvítis draslið og nota kraftanna í eitthvað annað. Hætta að eyða dýrmætum tíma í að pína þessar fordæmdu sálir. Hvað var uppúr því að hafa? Nota þá frekar í eitthvað uppbyggilegt. Með mark- vissri vinnu mætti t.d alveg gera ágætis óþjóðalýð úr þessum ræflum. Fá atóm á hel- vítiseldinn í staðinn fyrir kolin. Setja kola- mokarana í auglýsingadeUdina. Spara. Hugsa stórt. Breiða sig út. Gera eitthvað af viti. Ein- falda reksturinn. Setja sér skýr markmið. Stuðla að vinnuhvetjandi afstöðu. Hananú! Báðu um fund með þeim vonda tU að leggja þessar stórhuga og metnaðarfullu áætlanir fram. Sá hlustaði veluppalinn til að byrja með en hóf síðan að urra mikinn, hoppa um á gólf- inu og sparka í ruslafötuna. Svo trylltist hann. Með tilheyrandi andfýlu og froðuslefi sak- aði hann þá félaga um að vera leymlegir agentar frá Almáttugi eða jafnvel helvítinu honum AUah. Væru hér tU að henda sér út og taka völdin sjálfir. Hann var svo æstur að það þurfti að sækja vatn tU að slökkva í honum. Það eru vitni að þessu. Eftir vel útilátna um- ferð með eldvörpunni fylltist hann djöfulmóði aftur og sagði Sór fyrirvaralaust upp störf- um. Sór var sparkað á eldvarðar dyr helvítis og fljótlega eftir kom spikfeitur kötturinn á eftir, einu lífinu enn fátækari. Þeir sátu þarna úti og voru að rýna í kortið þegar þeir sáu helvítishliðið opnast aftur og aumingja Dolla koma fljúgandi út. Hann Ienti útsparkaður og viðbrenndur fyrir framan og leit spyrjandi á þá. Nú voru góð ráð ekki bara dýr, þau voru ekki.lengur til sólu. Hvað var þetta eiginlega? Gátu þeir hvergi verið? Þeir héldu að brún brún eilífðarinnar og úthugsuðu þar snilldar- legustu áætlun allra alda. Þeir myndu grund- valla og hanna trú sem var ekkert trúleg. Þar sem fólk mátti (átti) að haga sér eins og því sýndist. Það mátti líka trúa öllu sem það vildi ef það hentaði því betur. Þeir yrðu líka með fjölskylduafslátt. Fólk gat líka gefið frat í all- ar meiningar, allir voru velkomnir og hér var engum vísað frá vegna asnalegra skoðana. Það barasta gat haft þetta eins og það sjálft vUdi, þeim var alveg sama. Þegar það hafði snúið upp tánum í síðasta sinn var það vel- komið tU þeirra og mátti vera eins lengi og það vUdi. Engin inntökuskilyrði eða skrán- ingarskylda. Engar gestapóyfirheyrslur. Engar lágmarkskröfur, enginn munur gerður á góðum mönnum og illþýði. Engin flókin fræði. Afrískir halanegrar, heittrúandi á út- tálgaðar fúaspýtur, voru jafnvelkomnir og út- spekúleraðir búddískir bissnessmenn. Jafn- gott pláss hér fyrir drullusokka og staka heiðursmenn. Var þetta ekki pottþétt? Dolli sagðist hafa reynslu af stjórnunarstörfum frá fyrri tíð og auk þess vera prýðis ræðumaður. Bauðst til að endurfæðast og markaðssetja allann pakk- ann og redda þessu niður á jörðinni. Sór tók að sér að finna heppilega vídd, undirbúa hana fyrir komandi annríki og græja öllu samfara því. Finnbogi ætlaði að malbika eitthvað snið- ugt saman. Myndi svo birtast Dolla í draumi og opinbera masterpísið. Með helstu útlegg- ingum náttúrlega og undirstrikuðum áherslu- atriðum. Dolli myndi svo útbreiða kenning- arnar og kynna fræðin um veröld alla. Fá til þess aðstoð hagfræðínga, nytsamra sakleys- ingja og allra hinna. Muna eftir kvikmynda- réttinum. Nú var að bretta upp ermarnar og hætta öllu masi. Þeir fóru með Dolla að hvítum ljósgöngum, þar sem maður skráði sig inn til endurfæð- ingar. Á leiðinni rakaði Finnbogi af honum yfirvaraskeggið og Sór fræddi hann þolin- móður um árangursríka hegðun þar inni. Tíminn líður allt öðruvísi þegar maður er ekki á jörðinni. Til að forðast þreytandi út- skýringar, látum vér oss nægja að segja að eftir mismunandi jarðlegar einingar hans voru fræði kattarins allsráðandi í ótrúmálum jarðarmanna. Nýupplýstur Dolli hafði ásamt aðstoðarsöfnuði sínum unnið mikið og eigin- gjarnt starf við útbreiðsluna og lokið þeirri sóknarfléttu með glæsUegri fórn. Nú var svo komið að fólk nennti ekki lengur að ansa þokukenndu tali um eilífðarmál eða puða fyr- ir innistæðum í loðnum guðsríkjum. Ekkert 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 13. JÚNÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.