Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Page 12
ÓLAFUR THÓRODDSEN HEILL Hamingjan og þú hafíð lengi gengið sömu götu. En þegar leiti lá á milli léttirðu sporið og leitaðir hennar. Nú haldið þið, hamingjan og þú, hönd í hönd inn í töfraheim af óbornum áivm. FIRRÐ Þú sem héma sefur sérð ei út um gluggann næturfólan skuggann nálgast hús þitt skuggann, þú sérð ekki skuggann. Enginn þekkir skuggann, einn égþekki skuggann, fellur hann á gluggann, gætir þín sem sefur fyrir innan gluggann. Þú sem hérna sefur heyrir inn um gluggann anda ljóð á draum þinn eftir svartan skuggann. Og senn þú munt vaka. FRÓ Hún sólin hafði klætt sig í kjólinn silkirauðan og bauð þeim út að dansa sem beið þess sár að dauðinn senn dræpi högg á dyrnar. I rauðu æði, dansinn og dauðinn lék falskt undir á elligula fíðlu uns falleg sól við sundið sinn vin með kossi kvaddi. En syndug sól að morgni óf mynd afhorfnum vini í gulllauf blátt á foldu, það féll af lífsins hlyni er sólin vötnin signdi. Höfundurinn er lögfræðingur. HERMANN R.JÓNSSON BIÐSALUR DAUÐANS Þú sagðir mér svo margt, en samt, ekki neitt. Þú talaðir um ómerkilega hluti sem komu tilfínningum þínum ekkert við. Þú brostir að óförum þínum þótt hjarta þitt brysti í grát. Yfír kaffíbollanum léðir þú mér fyrirgefningu sem þú dróst til baka þegar ég bað þig að tala um tilfínningar þínar. Þá kom reiðin sársaukinn og óttinn sem þú þekktir svo vel voru ávallt þér samferða og gáfu þér aldrei tækifæri að vera þú sjálf. Eg bið að heilsa þér því þó þú sért farin þá gefa hugsanir mínar þér aðeins það fallega. Éggat engu breytt þú valdir þessa leið með viðkomu í biðsal dauðans þar sem reiðin sársaukinn og óttinn fylgdu þér alla þína leið á enda veraldar. Höfundurinn er verzlunarmaður. ÆÐIVERKUR DÆMI UM LÝSINGAR Á KRANS- ÆÐASTÍFLU í ÍSLENSKUM FORNRITUM RJÚ dauðsföll í íslenskum fom- sögum sem kransæðastífla gæti verið völd að um árið 950, 1150 og 1190. Dauði Finnboga stýri- manns um árið 950, var fyrsta dauðsfall af kransæðastíflu í rit- uðum heimildum. I upphafi Finnbogasögu ramma1 segir að faðir hans Asbjöm dettiáss hafi búið að Eyri á Flateyjardal, „mikill ok sterkr. Var hann nor- rænn at ætt ok ágætra manna. Kona hans var Þorgerður, systir Þorgeirs Ljósvetninga- goða.“ Áttu þeir mágar goðorð saman. Eitt sinn er Ásbjöm ætlaði að ríða til al- þingis, segir hann við Þorgerði, „en ek veit, at þú ert með bami ok mjök framat (komin langt á leið), skal þat út bera.“ Þorgerður mælti þar í móti og sagði það óheyrilegt, „en allra helzt, er yðr skortir ekki góz.“ Samt varð svo að vera. Litlu síðar fæðir Þorgerður sveinbarn „þrifligt ok fagrt mjök.“ Hún fékk menn til að bera bamið út, „sem lögðu þat milli steina tveggja ok ráku yfir hellu mikla, ok láta flesk í munn þess.“ Barnið fannst sama daginn og það var borið út. Það var alið upp af fátækum og lítilmótlegum hjónum sem unnu á staðn- um. Tókst því ekki að leyna til lengdar ætt- emi þessa dugnaðar drengs. Ekki gekkst Ás- bjöm bóndi fyrr við honum en þegar mágur hans Þorgeir Ljósvetningagoði gekk í málið. Fósturforeldrar hans kölluðu hann Urðar- kött, eins og segir: „þar sem hann var í urðu fundinn." Þá kemur að því að Urðarköttur bjargaði Finnboga stýrimanni úr skipsbruna úti á Skjálfandaflóa, þegar hann í mörg kveld hafði tekið eftir eldbjarma til hafsins. Fékk hann lánaða skútu og mannskap til ferðarinnar hjá föður sínum. Þeir koma að skipinu mitóð bmnnu. Þar var lifandi Finnbogi stýrimaður og níu hásetar, sem allir dóu eftir að þeir komu á land. Einnig bjargaði Urðarköttur talsverðu af góssi þeirra og gripum. Þá segir frá dauða Finnboga stýrimanns og þegar hann gaf Urðarketti nafn sitt. Þeir fóra „um várit ok ætluðu at heimta skuldir þeira norðr til Dala. Ríða þeir til Ljósavatns um kveldit." Næstu nótt gistu þeir hjá Drauma- Finna. Þar stendur um andlát Finnboga (s. 292): „Riðu þeir út frá Felli, ok er þeir hafa skammt riðit, mælti Finnbogi: „Næsta gerir mér kynligt." Urðarköttr sá til hans ok mælti: „Stígum af baki, því at ek sé, at þú ert fölr mjök, ok má vera at af þér hefji.“ Þeir gerðu svá, létu hestana taka niðr, ok er stund leið, bað Finnbogi þá ríða ok kvað af sér hefja, ríða þeir út á fellit ok koma undir stein einn mik- inn. Þá mælti Finnbogi: „Hér munum vér við nema, ok má vera, at hér gerist nökkut til tíð- enda í várri ferð,“ stíga af bató ok skjóta tjaldi af steininum fram. Sezt Urðarköttr undir höfut honum. Eigi sat hann lengi yfir honum, áðr en hann dó.“ Sveitabýlið Fell er talið Fremstafell í sveit- inni Kinn (Kaldakinn), Suður-Þingeyjarsýslu, en þar bjó Drauma-Finni, en hann var sonur Þorgeirs Ljósvetningagoða. Á Felli gistu þeir félagar Finnbogi stýrimaður og Urðarköttur nóttina áður en Finnbogi andaðist. I ritinu íslenskir sögustaðír stendur:2 „Finnbogasteinn stendur vestast í fellinu (þ.e. Kinnarfelli) í miðri fjailshlíð gagnvart Finns- stöðum (áður Fell).“ Síðan segir: „Eigi sat hann lengi yfir hon- um, áðr en hann dó. Finnbogi sendi Hrafn (fylgdarmann) til Fells. Kemr Finni ok grófu þeir hann þar niðr undir steininum, ok er hann síðan kallaðr Finnbogasteinn. Síðan fóra þeir í Fell.“ í helstríði sínu undir steini þessum, sem ennþá heitir Finnbogasteinn, gaf Finnbogi Urðarketti nafn sitt og öll vopn. Síðar fékk hann viðurnefnið Finnbogi rammi (sterki). Nokkur tildrög eru að andláti Finnboga, sem vel geta bent til verkja, þótt ekki séu þeir nefndir, en hann verður þó að stíga af baki og hvílast, og andast skömmu síðar. Finnbogi er nýkominn frá Noregi. Hann gæti verið á fimmtugsaldri, er hann deyr. Atburður þessi skeður á seinni hluta 10. aldar. Finnboga granar að hverju muni draga með sjúkdóm EFTIR SIGURÐ SAMÚELSSON Finnbogi stýrimaður var fölur mjög og sagði: „Hér munum vér nema, ok mó vera, at hér gerist nökkut til tíðenda í várri ferð, stíga af baki og skjóta tjaldi af steininum fram. Sezt Urðarköttur undir höfut honum. Eigi sat hann lengi yfir honum, áðr en hann dó." sinn. Urðarköttur sér að Finnbogi er mjög fölur, sem er þekkt einkenni við hjartverk (angina pectoris) og þeir þurfa að stoppa tvisvar með stuttu millibili. Allt þetta gefur grun um hjartveiki. Líklegasta dánarorsökin er kransæðastífla. Dauði Hermundar lllugasonar, Gilsbakka, um miðja tólftu öld í Bandamannasögu er frásögn,3 sem hér fer á eftir: „Líðr af vetrinn ok er vára tekr, ferr Hermundr til Hvammsleiðar, ok er hann ætlar útan, þá segir hann, at þeir munu snúa ofan til borgar ok brenna Egil inni. Ok er þeir koma útan í Valfell, þykir þeim sem strengr gjalli upp í skörðin, ok því næst kennir Her- mundr, at stingi kemr undir höndina ok æði- verkr, verðr nú heim at snúa, ok ferr frá hon- um liðit. Ferr verkrinn um síðuna, ok því meir er um sóttina, sem meir líðr upp í héraðit ferðinni, ok er þeir koma á Höggvandastaði, ok var þar allt þakit af hröfnum. Ok er hann kemr heim, var hann hafðr í rekkju, ok var farit eftir Þórði presti Sölva- syni í Reykjaholti, ok er hann kom at honum mátti hann ekki mæla. Ok er hann kom til hests síns, prestrinn, var sent eftir honum, ok kom hann öðru sinni, ok mátti ekki mæla við hann. Þó fór prestrinn ofan til gils, ok var þá hleypt eftir honum it þriðja sinn, ok lýtr hann at honum Hermundi, ok heyrir hann at hann lét í vöranum: „Fimm í gili, fimm í gili.“ Síðan andaðist hann.“ Hér ræðir um héraðshöfðingjann Her- mund Illugason á Gilsbakka í Borgarfirði. Erjur voru milli hans og Egils Skúlasonar á Borg, en aðallega jók á heiftarhug Hermund- ar, að hann var svikinn af Agli í málaferlum Odds Ofeigssonar á Alþingi um sumarið, eins og Bandamannasaga greinir frá. Þau mála- ferli stóðu á alþingi 1150 til 1155. Hermundur er á „Hvammsleið" segir þar, sem mun eiga við bæinn Hvamm í Norðurár- dal. Minnst er á örnefnið Valfell, sem óþekkt er nú. í bók Konrads Maurers (1997) um ferðalýsingu hans árið 1858 segir hann (s. 329), „at hefði þá fjallið milli Gljúfurár og Langár heitið Valfell." Það mun á leið þeirri sem Hermundur ætlaði sér að fara. Svo virðist sem Kálund (íslenskir sögustað- ir Il.b.s. 29) sé á líkri skoðun og Maurer um för Hermundar. Þarna í grennd austan Langár er gamall þingstaður Mýramanna og líklegast er að hið týnda örnefni Valfell sé ein- hvers staðar í nágrannafjallgarðinum. Ekki er ólíklegt að Hermundur hafi lagt þessa lykkju á leið sína til að komast sem leynilegast til Borgar að vestan eða sunnanverðu. Hvað varðar býlið Höggvandastaði segir Kálund í riti sínu að þar séu nú fjárhús vestan við Gilsbakka. Hermundur veikist skyndilega. Er fluttur þaðan heim og sent eftir presti í Reykholt. Ætti þetta vart að taka meira en fimm til sex klukkustundir. Síðan deyr hann skyndilega. Ætla má að hann hafi verið milli fertugs og fimmtugs er hann lézt, sem skeði hátt á sjötta tug 12. aldar. Finnur Jónsson, prófessor, skrifar ritling 1912 (Lægekunsten i den Nordiske Oldtid) um sjúkdóma fornmanna. Hann getur þar dauða Hennundar og telur hann af völdum brjósthimnubólgu, sem vafalaust stendur í sambandi við sting þann sem getið er um. Kransæðastífla var þá ektó komin á dagskrá hjá læknum. Hins vegar er tímalengdin of stutt, til þess að lungnabólga eða brjóst- himnubólga sé þarna á ferðinni. Stingurinn er undir hendinni, og er vafa- laust átt við holhöndina. Samfara honum er „æðiverkur". Þessa glögga viðbót við sjúk- dómslýsinguna bendir í þá átt að hér sé um að ræða svæsinn hjartverk (angina pectoris), sem er heiftarlegastur allra verkja í brjóst- holi. Þá ber að geta í hverjum hug Hermundur er, þegar hann veitóst. Hann ætlar að brenna inni einn mesta höfðingja Borgarfjarðarhér- aðs. Eitt mikilsvert atriði vantar í lýsinguna. Ektó er skýrt frá hvoram megin í brjóstinu verkurinn lá. Hermundur andast um miðja tólftu öld. Að öllu athuguðu tel ég líklegast að hann hafi lát- ist af kransæðastíflu. Dauði Ara Þorgilssonar slerka í lok tólftu aldar. í Sturlungu4 er getið andláts Ara sterka frá Stað (Staðarstað) á Snæfellsnesi, sonarsonar Ara fróða Þorgilssonar. Segir svo: „Ari and- aðist í Noregi. Hann gekk til með mönnum að bera langstópsrá. En með því að þeir vissu, at Ari var sterkari en aðrir menn, hljópu þeir undan ránni en Ari lét eigi niðr falla at heldr. Eftir þat tók hann sótt ok andaðist.“ Að líkindum hefir Ari verið nokkuð á sex- tugsaldri er hann andaðist, og það eftir mikla skyndiáreynslu. Hann virðist deyja fljótlega eftir þá miklu aflraun, og sennilegasta dauða- orsök er því kransæðastífla. Þegar Hvamms-Sturla Þórðarson, faðir þeirra Sturlunga, Þórðar, Sighvats og Snorra, lést árið 1183, tókust fljótlega kærleikar með ekkju hans, Guðnýju Böðvarsdóttur og Ara sterka. Dvöldu þau saman í Noregi er hann dó þar, en hún fluttist fljótlega til Islands. Sonur Guðnýjar, Þórður Sturluson, giftist Helgu, dóttur Ara og bjuggu þau á ættaróðali hans, Stað. Þau voru bamlaus. Börn Þórðar voru af seinna hjónabandi, en flest þeiri’a ut- an hjónabands. Heimildir: 1. Islendinga sögur, IX. b., Finnboga saga ramma, s. 293, 294. 2. íslenskir sögustaðir, III. b., s. 117,1986 3. Islendinga sögur, VII. b., Bandamanna saga, s. 343. 4. Sturlunga, II. b., Islendinga saga, s. 5. Höfundurinn er læknir og fyrrverandi prófessor. Kafli úr riti eftir Sigurð sem ber heitið Sjúkdómar og dauðsföll í íslenskum fornritum, og kemur væntan- lega út í sumar á vegum Bókaútgáfu Háskóla íslands. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. JÚLÍ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.