Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Blaðsíða 13
MEÐFRAM ferli sínum sem tónlistarmaður starfar Arnaldur sem kennari við Luthier tón- listarskólann, en kona hans, Alieia Aicalay, stýrir skólanum. Auk skólans reka þau hjónin hljóðfæraverslun, þai- sem boðið er upp á gít- ara og nótur fyrir gítarverk. En hvernig stóð á því að Amaldur kom til Barcelona? „Það vai- þannig að ég hafði lokið námi í Royal Northern College of Music í Manchester á Englandi eftir fjögur ár. Eftir það starfaði ég á Islandi í eitt ár og svo fór ég til Alicante, ég var þar í einkatímum hjá José Tomás. Bæði hafði ég mikinn áhuga á að læra hjá honum, þetta er mjög merkur kennari og virtur, og svo langaði mig líka til að læra spænsku. Um vet- urinn var honum svo boðið til Barcelona til að halda námskeið í Luthier tónlistarskólanum. Ég fór auðvitað með og kynntist þá Aiiciu, kon- unni minni, en hún stóð fyrir námskeiðinu. Og uppúr því flutti ég til Barcelona." - Hvernig starfsemi eruð þið með í Luthier skólanum? „Luthier er stærsti tónlistarskólinn í Barcelona sem rekinn er af einkaaðilum og sérhæfður í klassíski-i tónlist. Ástæðan fyrir því að Alicia fór út í þessa starfsemi er sú að hún hafði opnað gítarbúð og fór fljótlega að kenna í búðinni. Þetta vatt svo upp á sig, hún fór að kenna heima og fékk aðra kennara í lið með sér. Á endanum leigði hún svo þetta hús- næði sem skólinn er í núna. Frá upphafi hefur Alicia verið brautryðjandi hvað varðar nám- skeiðahald. Hún hefur fengið gestakennara til að halda stutt námskeið við skólann á skólaár- inu með reglulegu millibili, auk sumarnám- ARNALDUR Arnarson gítarleikari, kennari og verslunareigandi í Barcelona. HEF ALLTAF ÞORF FYRIR ÍSLANDSHEIMSÓKNIR Arnaldur Arnarson gítarleikari hefur nú dvalið um árabil í Barcelona, þar sem hanrt hefur getið sér orðstír sem listamaður. Hann rekur með konu sinni tónlistar- skóla og hljóðfæraverslun þar syðra. HÓLMFRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR náði tali af Arnaldi til að forvitnast frekar um bessa starfsemi skeiða. Trúlega tók hún upp á þessu vegna þess að hún leikur sjálf á gítar og hafði því greiðan aðgang að þekktum gítarleikui-um. Við fáum samt ekki bara gítarleikara, heldur höf- um við fengið marga aðra tónlistarmenn til okkar, m.a. hefur Kristinn Sigmundsson óp- erusöngvari haldið námskeið við skólann þrisvar sinnum. Við höfum komið upp mjög sterkri gítardeild við skólann, hún er okkai' sterkasta deild. Pí- anódeildin er líka góð, en ég held að það sé óhætt að segja að gítardeildin sé sú sterkasta á Spáni, a.m.k. segja það tónlistamenn á borð við Jordi Savall, en sonur hans er hjá okkur í skól- anum. Við erum með allt frá þriggja, fjögurra ára nemendum í Suzuki námi, til nemenda sem hafa lokið sínu lokaprófí frá tónlistarskólum og koma svo til okkar í svokallað „postgraduate" prógramm í tvö til þrjú ár.“ Námskeiðin laða marga að - Eru námskeiðin þá aðallega ætluð þeim sem lengra eru komnir? „Jú, það má segja það. Þessi „master class“ námskeið hafa laðað marga mjög áhugasama nemendur að, vegna þess að aðrir skólar hafa ekki boðið upp á þau. Þetta hefur haft mjög góð áhrif á kennaralið skólans. Maður getur lært töluvert mikið af því að sjá svona afburða- fólk að starfí, það er mjög hvetjandi fyrir kenn- arana. Það kemur fólk frá öllum Spáni á nám- skeiðin og margir eru kennarar við aðra skóla. Gítardeildin okkar hefur svo gott orð á sér núna að þó nokkrir nemendur í „postgraduate" prógi-amminu okkar eru starfandi kennarar við skóla annars staðar á Spáni og koma hingað einu sinni til tvisvar í mánuði. Við bjóðum nátt- úrulega upp á góða kennara, margh’ þeirra hafa hlotið verðlaun í alþjóðlegum keppnum. Við höfum haft þetta prógramm í fjögur ár og núna eru níu manns sem stunda það, af þeim einn Japani og einn íslendingur, Halldór Már Stefánsson, en hann hefur lært hjá okkur í fimm ár.“ - Segðu mér nú svolítið frá búðinni. „Eins og ég sagði þér áðan, þá rak Alicia búð ofar í götunni, en skólinn varð til út úr henni. Búðin var strax frá upphafi nokkuð sérhæfð í klassískum gítar, en bauð aðallega uppá verk- smiðjugítara, sem notaðir eru við nám. Þegar ég kom hingað datt mér í hug að auka nótnaúr- valið, sérstaklega gítarnóturnar. Við ákváðum líka að reyna að safna saman hljóðfærum frá nokkrum af fremstu gítarsmiðum Spánar og leggja áherslu á að bjóða gæðahljóðfæri. Það var ekki til nein búð á Spáni með úrval af góð- um hljóðfærum, í mesta lagi eitt eða tvö konserthljóðfæri, en ekkert meira. Þetta fór vel af stað, við erum með gríðarlega gott safn núna, og margir af þekktustu smiðum Spánar láta okkur fá sín hljóðfæri. Margir þeirra eru með tveggja til þriggja ára biðlista fyrir einka- aðila, en láta okkur alltaf fá hljóðfæri. Við selj- um töluvert erlendis, þetta er ein af stærstu búðum Evrópu sem sérhæfír sig í klassískum gítar og sennilega í heiminum. Starfsemin í þúðinni var að smáþróast þang- að til við fórum út í það að stækka búðina. Nú erum við með stórt og skemmtilegt húsnæði, sérhannað fyrir þá starfsemi sem þar fer fram, svo að viðskiptavinirnir geta prófað gítarana í næði. Aftan til í búðinni er svo lítill tónleikasal- ur sem tekur um 80 manns, en þar lék ég fyrir skömmu með strengjakvartettinum mínum. í síðastliðnum desembermánuði vígðum við nýtt húsnæði og buðum bæði okkar helstu við- skiptavinum og svo þeim smiðum sem við höf- um starfað með. Alls komu 16 smiðir, sem er mjög óvenjulegt. Ég veit ekki til þess að svona margir gítarsmiðir hafí komið saman áður, en margir þessara manna voru að hittast í fyrsta sinn. Okkur þótti mjög áhugavert að sjá hvern- ig þeir mundu bregðast hver við öðrum. Þetta tókst samt allt mjög vel. Þeir höfðu mörg orð um það sjálfir hvað þetta hafi verið ánægju- legt.“ -En fyrir utan skólastjórn og kennslu þá hefur þú líka haldið tónleika víðs vegar um heiminn. Hvað hefur þú haft fyrir stafni? „Ég hef spilað nokkuð á Spáni, í Kólombíu, Argentínu, Bandaríkjunum, Englandi, Sviss, á Norðurlöndunum og víðar. Stundum hef ég fengið nemendur í kjölfar þessara ferða minna, t.d. í Kólombíu. Ég spilaði á gítarhátíð í Bogotá og í Bucaramanga, þai’ sem ég lék á tónleikum fyrir 1.600 áhorfendur í mjög góðum sal. En það kom til okkar piltur frá Bogotá og var hjá okkur um tíma eftir það. Ég hef það fyrir sið að hafa alltaf með verk eftir íslensk tónskáld þegar ég leik á tónleikum, ef unnt er. Ég hef leikið verk eftir bæði Þorstein Hauksson, Haf- liða Hallgrímsson, Karólínu Eiríksdóttur, Jón Ásgeirsson og Atla Heimi Sveinsson. Ég hef alltaf áhuga á að kynna mér ný íslensk verk og ekki síst að kynna þau erlendis ef ég get.“ Telcið þótt i mörgum keppnum - Þú hefur líka tekið þátt í alþjóðlegum sam- keppnum. „Ég held ég hafi tekið þátt í svona 14-15 keppnum allt í allt. 1992 vann ég Fernando Sor keppnina í Róm og þetta sama ár komst ég í úrslit í keppni í New York, sem mér fannst ekki síðri árangur í rauninni. Þetta var East and West Artists keppnin sem er opin öllum hljóðfæraskipunum, hvort sem það eru einleik- arar eða samleikshópar og ekki bara gítar. Yfir 100 manns sendu inn umsókn og við vorum 52 sem urðum fyrir valinu. í undanúrslit komust 16 og svo komumst við sjö í úrslit. Það voru bara ein verðlaun í boði sem ekki voru veitt á endanum. Eftir þetta fór ég beinustu leið að spila á einleikstónleikum á Listahátíð, þannig að Jretta var hálfgert maraþon. I fyrra tók ég svo þátt í gítarmaraþoni í Sví- þjóð. Þetta voru mjög stórir tónleikar til styrktar börnum í Bosníu. Það var verið að safna fé til að kaupa gítara og önnur hljóðfæri og nótur fyrir tónlistarskóla þar.“ - Hver átti upptökin að þessu? „Bosníumaður sem heitir Miro Simic, og hef- ur verið búsettur lengi í Svíþjóð og starfað við gítarkennslu. Hann keypti fyrir nokkrum árum fyrir slikk hjá Volvo verksmiðjunum gamlan sjúlírabfl og ýmis lyfjafyrirtæki fylltu bílinn af lyfjum og öðrum hjúkrunargögnum. Síðan keyrði hann bílinn sjálfur suður til Bosníu. Eft- ir það kom hann á fót þessum styrktartónleik- um í menningarmiðstöð í Jarna. Hann bauð gítarleikurum frá nokkrum löndum og menn léku þarna einleik og dúetta og tríó og svo allir saman í lokin. Þetta tókst mjög vel. Hann ók svo sjálfur hljóðfæi’unum til Bosníu til þess að fullvissa sig um að þetta kæmist til skila. Upp á síðkastið hef ég verið að spila dálítið með Kaplan strengjakvartettinum hér í Barcelona. Þeir höfðu áhuga á að bjóða upp á efnisskrá með gítar og leituðu til mín og báðu mig um að spila með sér. Þetta þróaðist síðan út í nokkuð stöðugt samstarf. Við héldum þó nokkra tónleika á síðasta ári og það eru nokkr- ir tónleikai’ fram undan á þessu ári líka. Það er svolítið gaman að þessu. Og svo hefur mér verið falið að dæma í Al- hambra keppninni, sem er alþjóðleg gítar- keppni haldin annað hvert ár í Alcoi, en þar þurfum við að velja úr 100 manna hópi. Ég mun líka sitja í dómnefnd í keppni í Weimar á næsta ári, svo að það má segja að ég sé kominn hinum megin við borðið, farinn að dæma í stað þess að keppa sjálfur.“ - Þú ferð alltaf til íslands tvisvar á ári? „Já, ég reyni að fara alltaf í jólafrí og sumar- frí. Ég hef reynt að spila á íslandi á þeim tím- um sem ég er heima og stundum hef ég farið þess utan. í apríl 1990 spilaði ég Concierto de Aranjuez eftir Rodrigo með Sinfóníuhljómsveit Islands. Það er í eina sinnið sem ég hef spilað með Sinfóníunni. Þetta var mjög ánægjuleg reynsla, bæði hlutu tónleikarnir góðar undir- tektir og svo var samstarf við stjórnanda og hljómsveit með besta móti.“ - En nú ertu búinn að koma þér ansi vel fyr- ir í Barcelona, allt leikur í lyndi og þú ert kom- inn með fjölskyldu, hefur þú ekkert hugsað þér að flytja aftur til íslands? „Ég hef ekkert hugsað um það. Þegar ég kom hingað til Spánar ætlaði ég bara að vera eitt til tvö ár, læra málið og starfa með þessum kennara og reiknaði svo með því að flytja til ís- lands, enda hafði ég hug á að starfa þar. En svo þróuðust hlutirnir bara svona, ég kynntist hér minni konu og hóf að starfa hér. Nú erum við búin að koma upp bæði mikilli og áhuga- verðri starfsemi sem gengur vel og ekki auð- hlaupið frá henni. Hins vegar hef ég alltaf jafn- mikla þörf fyrir að koma heim til Islands, ég á ættingja þar og marga vini. Svo langar mig líka til að starfa þar, hvort sem það er við nám- skeiðahald eða tónleika. Það væri líka gaman að spila aftur með Sinfóníunni...“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. JÚLÍ 1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.