Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Page 15
STUND STRENGJANNA Onnur tónleikahelqi Sumartónleika í Skálholtskirkju rennur upp í daq með frumflutningi á tónverki eftir Hafliða Hallgrímsson tónskáld og flutt verða verk eftir rússneska tónskáldið Sófiu Gubaidulinu. LISTAMENN eru jafnan aufúsu- gestir í Skálholti og er gestkvæmt þar sem aldrei fyrr á sumrin þegar Sumartónleikar standa yfir. Að venju hefst dagskráin með erindi kl. 14, sem að þessu sinni er flutt af sr. Guðmundi Óla Ólafssyni, fyrr- þerandi sóknarpresti og prófasti í Skálholti, og nefnist Skip Guðs og fiskivötn. Að því loknu, kl. 15, flytur Khali-kvartettinn verk eftir Hafliða Hallgrímsson og rís þar hæst Prédikun á vatni fyrir strengjakvin- tett og einleiksselló. Mun tónskáldið leika einleik með Khali-kvartettinum og kontra- bassaleikaranum Dean Farrell. Hafliði samdi Prédikun á vatni upphaflega fyrir selló og orgel fyrir nokkrum árum til flutn- ings á Sumartónleikum í Skálholti og segir hann að verkið hafi farið í gegnum nokkrar breytingar síðan. „í fyrra var verkið síðan flutt í annarri útgáfu í Akureyrarkirkju og nú birtist það endursamið fyrir strengjak- vintett og einleiksselló,“ segir Hafliði. Verk- ið er tileinkað sr. Guðmundi Óla og segir Hafliði að það sé hugsað sem þakklæti til hans fyrir stuðning hans við Sumartónleika. „Mér hefur fundist stórkostlegt að hlýða á ræður sr. Guðmundar Óla úr prédikunar- stólnum og nú er komið að mér að launa fyrir mig,“ segir Hafliði. Hugmyndin að verkinu kemur úr Matteusarguðspjalli þar sem Jesús segir dæmisöguna um sáðmann- inn. Svo mikill mannfjöldi safnaðist að hon- um við vatnið að hann varð að stíga í bát en allt fólkið stóð á ströndinni. „Það má segja að andrúmsloft á tónleikum sé hliðstætt þessari stemmningu. A tónleikum er jafnan logn og rétt eins og báturinn flýtur á vatn- inu flýtur tónninn um salinn en hljómburð- urinn er óvíða eins góður fyrir þessa tónlist og í Skálholtskirkju, þar sem unnið er með talandi rödd sellósins," segir Hafliði. Nærvera Hafliða mikilsverð í Khali-kvartettinum eru James Bush sellóleikari, Farran James fiðluleikari, Emma Lively lágfiðluleikari og Sif Tulinius fiðluleikari. Þá leika með þeim þau Guðrún Óskarsdóttir semballeikari og Hilmar Örn Agnarsson orgelleikari. Tónlistarfólkið í Khali-kvartettinum segist fagna því að hafa tækifæri til þess að æfa nýtt tónverk með tónskáldinu sjálfu og segir að aðgangur að höfundum sé mun minni erlendis þar sem þau þekkja best til. „Frumflutningur nýrra verka er okkur afar mikils virði og við er- um spennt að spila með Hafliða og ómetan- legt að hafa hann á staðnum,“ segja lista- mennirnir. Khali-kvartettinn var stofnaður' fyi-ir tveimur árum og segja listamennirnir að kveikjan að stofnun kvartettsins hafi verið sameiginlegur áhugi á að víkka sjón- deildarhringinn og leita nýrra leiða í tón- list. „Á fyrstu tónleikum okkar var verk fyrir rafmagnsstrengjakvartett eftir Morgunblaðið/Halldór LISTAMENN Sumartónleika flytja íslenska og rússneska tónlist um helgina. bandaríska tónskáldið Georg Crumb og hugleiðing um sálmaforleik eftir Sófiu. Verk hennar hafa æ síðan höfðað sterkt til okkar og við höfum leitast við að flytja sem mest af þeim.“ Sófia Gubaidulina er fædd árið 1931 og þykir eitt merkasta tónskáld Rússa á síðari hluta þessarar aldar. Á næsta ári mun hún taka við Sonning-verðlaununum eftirsóttu í Danmörku. Á efnisskrá helgarinnar eru þrjú verk eftir Sófiu, Kvartett nr. 2, Rejoice fyrir selló og fiðlu og hugleiðing um sálmaforleik Bahcs: „Vor deinen Thron tret ich hiermit“. „Verkin á efnisskránni eru andlegs eðlis og í t.d. Kvartetti nr. 2 eru leiddar fram andstæður sem tjá m.a. líf og dauða, og himin og jörð, samkvæmt því sem Sófia sagði okkur eitt sinn. Þótt hún segist tjá ákveðna spennu í verkinu þegar andstæður eru tengdar saman hvílir samt ró yfir því,“ segja þau. Meðlimir Khali- kvartettsins hittu tónskáldið síðastliðið sumar á tónlistarhátíð í Tanglewood og hrifust þau af sérstæðum persónuleika hennar. „Hún hefur vissulega lifað tímana tvenna í heimalandi sínu og þegar við kynntumst henni í fyrra komumst við að því að hún leit á það sem gæði að kynnast nýjum tónverkum úr framandi menningu, því í fyrrverandi Sovétríkjunum var lítið um nýja strauma vegna einangrunarstefnu og forræðishyggju. Hún hefur samið mikið fyrir harmonikku og bandoneon og eitt af hennar sterku einkennum er hvernig hún velur alltaf nýjar leiðir í sköpun sinni og er óþreytandi í leit sinni að nýjum sjónarhorn- um. Áf þessu leiðir að tækni okkar flytjend- anna og geta eru teygð til hins ýtrasta, en á móti kemur að maður uppsker ríkulega," segir James. Á morgun, sunnudag, hefst dagskráin kl. 15 þar sem flutt verður úrval úr efnisskrá frá því í dag. Kl. 16.40 verður Hugleiðing um sálmaforleik Bachs eftir Sófiu flutt og kl. 17 verður flutt messa með þáttum úr tónverkum helgarinnar og stólvers úr fornu íslensku handriti í nýrri útsetningu Snorra Sigfúsar Birgissonar. Aðgangur er ókeypis og boðið er upp á barnagæslu að venju. SMJÖR AF HVERJU STRÁI TONÍAST Sfgildir diskar CANTELOUBE Marie-Joseph Canteloube: Chants d’Auvergne vol. 1-2. Heitor Villa-Lobos: Bachianas Brasi- leiras nr. 5 f. sópran og sellósveit.* Kiri Te Kanawa sópran; Enska kammersveitin u. stj. Jeffreys Tates; Lynn Harrell ásamt hljóðfæra- flokki(*). Decca 410 004-2 & 411 730-2. Upp- taka: DDD, London 8/1982, 9/1983 & (*)6/1984. Útgáfuár: 1983 &1984. Lcngd (2 stakir diskar); 49:36 & 50:54. Verð (Skífan): 2 x 2.099 kr. HÁSUMARIÐ er komið - tími dundurs, kæruleysis, flatmögunar og ferðalaga. Því fylgir oft langakstur um sveitir heima og í vaxandi mæli heiman, og með því að sjálfrennireiðar nútímans eru hljóðlátari en áður var og bílahljómflutningstæki betri, koma rokk, jass og kántrý ekki lengur ein til greina, þegar leggja skal land undir dekk. Rollseigendur eru því ekki lengur einfærir um að geta notið tónlistar undir stýri sem staðizt hefur tímans tönn, og m.a.s. kamm- ermúsíkin á nú góða möguleika á fjórum hjólum, þökk sé blessaðri tækninni. Jarðsagan hermir, að fyrir 10-15 milljón- um ára var gróðurfar hér á hjaranum á við það sem nú ríkir í Suðurfrakklandi. Með það í huga má vel bregða fyrra diskadæmi dags- ins á bílfóninn meðan ekið er um kald- tempraða náttúru Klakans og ímynda sér að sveitir okkar svölu séu heimaslóðir tónlistar- innar, blómleg fjallahéruð Suðurfrakklands. Enn frekar á hún auðvitað við hjá þeim lukk- unnar pamfílum sem geta eytt sumarleyfinu þarna suður í „Massif Central“ sem innfædd- ir nefna nú héraðið Auvergne, fjalllendi hins forna Languedoc, hvaðan trúbadúrarnir einu og sönnu komu, og sem færði okkur gavott- una, bourrée-inn og fleiri glaðværa þjóð- dansa er Bach, Telemann, Grieg og margir aðrir tónjöfrar sömdu við. Þjóðlögin frá Auvergne eru ekki merki- legri en önnur þjóðlög í sjálfu sér, sízt af öllu textarnir, sem ná ekki einu sinni upp í ís- lenzkar barnagælur. En í frábærum hljóm- sveitarútsetningum J.-M. Canteloubes (1879-1957) verða þau upphafin. Sú upphafn- ing er einlæg, gerð af ást á viðfangsefninu, og erfitt er að verjast vangaveltum um hvað mætti gera úr íslenzkum þjóðlögum ef álíka sundurgerðarmaður í orkestrun kæmist í sóknarfæri við þau, því óhætt er að segja að hjá Canteloube drjúpi smjör af hverju strái. En vera kann að siík edensgróska eigi síður við melgrasskúfinn harða en náttúru- allsnægtir Languedocs, sem málaðar eru glæstum litum á löngum líðandi granntónum í meistaraverki eins og smalakallinu BaiFero. Upptökur og hljómsveitarspilamennska eru það svipaðar nú til dags, að aðalvandinn er að finna útgáfuna með bezta söngnum. Auk umræddra diska var hlustað á Maríu Bayo með Tenerife-sveitinni/Victor Perez (Auvidis) og Jill Gomez með Kgl. Liverpool- fílharmóníunni/Vemon Handley (EMI), en að mínu viti stóðst engin samanburð við túlk- un Fredericu von Stade með Kgl. Fílharm- óníusveitinni/Antonio de Almeida (CBS) frá 1982 á hljóðsnældu sem því miður er farin að missa diskant. Sú útgáfa ætti að vera til á geisladiski, þótt hún fengist ekki hjá Skíf- unni þetta sinnið. Þjóðlögin frá Auvergne þarf að tjá af æskuþrótti, innlifun og barnslegri einfeldni, sem „Flicka“ hafði til að bera í ríkum mæli, og verður þar jafnvel gullrödd frú Te Kanawa stundum þunglamaleg í saman- burði, auk þess sem mezzó-parturinn er stöku sinni full-lágur fyrir sópran. Betur tekst henni upp í Bachianas Brasileiras eftir Villa-Lobos, þó að þar megi stundum greina vott af þeirri lafandi inntónun sem á til að loða við þessa annars frábæru söngkonu, og er hún raunar ekki ein um það meðal óperu- stjarna. En hljómsveitarleikurinn er príma út í gegn, eins og heyrist vel af skýrri hljóð- rituninni, og þar eð þessi útgáfa var jafn- framt sú eina sem náði yfír allar 5 „bækur“ Canteloubes, hlaut hún að verða ofan á. PROKOFIEV Sergei Prokoficv: Complete violin works. Fiðlukonsert nr. 1 í D Op. 19; nr. 2 í g Op. 63*. Sónata f. einleiksfiðlu í D ; Sónata f. 2 fiðlur í C Op. 56; Sónata nr. 1 & f. fiðlu og pianó í f og D (Op. 80 & 94a); Mars úr Ást til þriggja appelsína í umritun J. Heifetz; Cinq Mclodies Op. 35b. Frank Peter Zimmermann, fiðla; Alexander Lonquich, pianó. Fflharmóniuhljómsveit Berlín- ar u. stj. Lorins Maazels; Hljómsveitin Fílharm- ónía u. stj. Mariss Jansons(*). EMI Classics 7243 5 66605 2 6. Upptaka: DDD, Berlín 8/1987, London 3/1995 & Hollandi 8/1996. Útgáfuár: 1997. Lengd (2 diskar): 75:53 & 68:08. Verð (Skífan); 3.699 kr. SERGEI Prokofiev (1891-1953) var búinn að fá á sig vandræðabarnsstimpil, þegar hann lauk námi í tónlistarháskólanum í St. Pétursborg 1914. Slíkt hendir oft pilta sem þykja óstýrilátir í tjóðri konservatóríuhefð- ar, og má renna grun í tilefni þess út frá krassandi „prímítívísku" hljómsveitarstykki eins og Ala og Lolly (Skýtþíusvítunni, 1915) og, meira inn á við, kviksilfruðum módúla- sjónum hans, sem fylgdu honum eins og fingraför, ekki aðeins í Sígildu sinfóníunni (1916), heldur allt til dauðadags. Þær, ásamt spriklandi tilfinningu fyrir rytmískum uppá- tækjum, auk sérkennilegs útlits, hafa skapað honum svolítið klissjukenda ímynd sprellikarls, sem skyggt hefur á ótvíræða. dramatíska æð hans í vitund almennings. Á hinn bóginn leikur lítill vafi á, að trúðslegt yfirborðið hafí gert sitt til að bjarga lífi hans, meðan banvænt ofsóknarbrjálæði Stalíns lék hvað lausustum hala. Það var aðeins lítil huggun kaldhæðni örlaganna gegn, að Prokofiev náði að frétta andlát rauða harð- stjórans sama dag og hann sjálfur kvaddi þetta líf. Umrætt diskabox kvað geyma samanlögð fiðluverk Prokofievs, og vonandi stenzt það. M.a.s. er þar á meðal verk sem frumsamið vai' fyrir flautu og píanó, 2. sónatan í D- dúr Op. 94 (hér auðkennd með „a“ fyrir aftan) sem er jafnþekkt í frumgerð sinni, enda meðal hornsteina kammerverka á okkar öld fyrir flautu. Allt skínandi góð músík, glimr- andi flutt og vel hljóðrituð. Þarf ekki að hafa' mörg orð um það; safnið er hið eigulegasta, og ekki aðeins fyrir harða Prokofievunnend- ur. Meðal hápunkta í kammerverkunum fannst mér fiðludúóið Op. 56, þar sem Zimmermann leikur sjálfur báða fiðluparta, m.ö.o. „yfirdöbbar" á hljóðversmáli, og losn- ar þannig við að þurfa að deila sviðsljósi með öðrum fiðluvirtúós. Slíkir stælar em fremur fáséðir í klassíkinni en þó ekki með öllu óþekktir, og skiptir mestu, að Zimmermann tekst mjög vel upp við að „komplementera" eigið mótspil, en það er ekki öllum gefið. Tæknina hefur hann á hreinu, og þó að tónn hans geti endrum og eins jaðrað við væmni á, hægum stöðum, þar sem víbratóið er í stærra lagi, er frammistaða hans á diskasett- inu í heild einlæg og oft hrífandi. Ríkarður Ö. Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. JÚLÍ 1998 1 5.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.