Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1998, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1998, Blaðsíða 4
VERNDARDYRLINGUR ÍSLENDINGA ÞANN 20. júlí nk., á Þorláks- messu á sumar, eru 800 ár liðin frá því að bein Þorláks helga Þórhallssonar voru tekin úr jörðu og skrínlögð í Skálholti. Hann var lögtekinn dýrlingur á Alþingi og þar með fyrstur ís- lendinga til að vera tekinn í tölu heilagra manna. Arið 1984 staðfesti Jó- hannes Páll páfi II svo helgitöku hans með postullegri tilskipun. Þorláks hefur verið minnst með margvíslegum hætti á þessu ári, t.a.m. voru Þorlákstíðir fluttar á Listahátíð um hvítasunnu og þessa helgi verður mikið um dýrðir í Skálholti til heiðurs Þorláki. Æskuár og uppeldi Þorlákur fæddist árið 1133 á Hlíðarenda í Fljótshlíð, á þeim bæ þar sem Gunnar Há- mundarson hefur verið frægastur bænda. Foreldrar hans, Þórhallur og Halla, voru af góðum ættum en félítil, faðirinn hafði verið farmaður áður en hann setti bú. Þorlákur þótti ólíkur öðrum börnum í æsku sinni, hann er sagður hafa verið auðveldur í um- gengni, hlýðinn og hugþekkur hverjum manni. í Þorlákssögu, sem er ein helsta heimild um ævi hans og störf, er honum lýst þannig að hann hafi verið „ungur að aldri en gamall að ráðum.“ Ekki fékk hann mikla fræðslu í bemsku, en lærði þó saltara, þ.e. Davíðssálma, af móður sinni. Hann hefur einnig numið ættvísi að einhverju leyti og þjóðleg fræði eins og þá var títt. Snemma fór að bera á námsfýsi Þorláks og gerði móðirin sér fljótt grein fyrir hæfileikum piltsins. Fluttist hún með hann til Odda á Rangár- völlum sem þá var auðugur kirkjustaður og mikið menntasetur. Þar nam Þorlákur klerkleg fræði hjá Eyjólfi presti Sæmundar- syni hins fróða og sóttist honum námið vel og hafði Eyjólfur mikið dálæti á þessum kappsama lærisveini sínum. Samtímis Þor- láki ólst upp í Odda Jón Loftsson, sá er síðar átti eftir að verða mikill andstæðingur bisk- upsins. Fimmtán ára gamall hlaut Þorlákur djáknavígslu og hann var innan við tvítugt þegar hann vígðist til prests. Þessi ungi ald- ur ber vitni um bráðan þroska og atorku Þorláks, en stafaði einnig af tilfinnanlegum prestaskorti í biskupsdæminu. Eftir prestvígsluna tók hann að sér að þjóna litlum en fengsælum kirkjusóknum og varð honum gott til fjár og vinsælda. Gat hann sér gott orð fyrir skyldurækni við allt tíðahald sem og öll önnur störf. En eftir að Þorlákur hafði sinnt prestsstörfum í nokkur misseri og safnað farareyri hélt hann utan til Parísar og Lincoln til frekara náms. Mótun á umbrotatimum Talið er að í París hafi Þorlákur stundað nám hjá Ágústínusarmúnkum í St. Vikt- orsklaustri, sem var mikið lærdómssetur á þeim tíma. Hér hefur hann geta fylgst með atburðum sem þá voru að gerast og komist í nána snertingu við strauma og stefnur líð- andi stundar. Mikið umrót var í Evrópu á tólftu öld. Borgir tóku að vaxa og þenjast út. Samfé- lagið skiptist í fleiri stéttir og varð flóknara um leið. Krossferðir voru farnar á hendur heiðingjum og trúarhitinn var mikill meðal almennings. Klaustrin auðguðust og nýjar trúarreglur voru stofnaðar sem náðu skjótri útbreiðslu. Klerkastéttin efldist og tók að skilgreina sig sem forystuafl kristninnar og leitaðist við að setja mark sitt á allt samfé- lagið. Mikil gróska var jafnframt í mennta- lífi því að listir og lærdómur blómstruðu í skjóli kirkjunnar. En um leið áttu forystu- menn hennar í miklum deilum við veraldlega valdsmenn þar sem tekist var á um sjálf- stæði kirkjunnar og yfirráð yfir eignum hennar. íslendingar fóru ekki varhluta af þessum erjum. Snemma barst hingað til lands saga heilags Tómasar Becket erki- biskups, en hann var myrtur af útsendurum EFTIR HEIMI STEINARSSON 800 ár eru liðin frá helgitöku Þorláks biskups Þórhallssonar ÞORLÁKUR helgi Skálholtsbiskup og þættir úr ævi hans. Teikning eftir Tryggva Magnússon. STYTTA af Þorláki utan á dómkirkjunni í Niðarósi þar sem hinn helgi maður sést drottna yfir ógæfusömum andstæðingi trúarinnar. (Mynd: Ólafur H. Torfason) konungsvaldsins í dómkirkjunni í Kantara- borg. Hann var lýstur helgur maður árið 1173 fyrir hetjulega baráttu sína og naut mikillar hylli á Islandi og voru nokkrar kirkjur helgaðar honum hér. Eftir Parísardvölina hélt Þorlákur til Lincoln á Englandi og er talið að hann hafi lagt þar stund á kirkjurétt í nokkur misseri. Þegar hann sneri aftur til íslands hafði hann dvalið erlendis í sex vetur og segir í sögu hans að hann hafi haft að fararblóma lær- dóm og lítillæti og marga góða siði. Klausturlíf og biskupslcjör Þorlákur var hjá skyldfólki sínu nokkra vetur eftir að hann kom að utan. Frændur hans hvöttu hann mjög til að festa ráð sitt og kvænast. Töldu þeir hann á að biðja sér ekkju einnar ríkrar, en slíkt þótti ekki óvenjulegt á þessum tíma. Þorlákur féllst á ráðagerðina og hélt að bænum Háfi á fund ekkjunnar. En nóttina áður en honum tókst að bera upp bónorðið birtist honum maður í draumi, göfugur yfirlits og vel búinn og mælti til hans: „Veit ég að þú ætlar þér hér konu að biðja. En þú skalt það mál eigi upp láta koma, af því það mun eigi ráðið verða og er þér önnur brúður miklu æðri huguð og skaltu engrar annarrar fá.“ Skildist Þorláki að hér væri átt við kirkjuna sjálfa, brúður Krists. Lét hann því af áformum sínum og fór ekki fleiri bónorðsferðir eftir það. Hann gerðist nú sóknarprestur að Kirkjubæ á Síðu og þau ár sem hann þjónaði þar naut hann almennrar virðingar og vinsælda. Árið 1168 var stofnað kanokasetur að Þykkvabæ í Álftaveri, en svo nefndust klaustur af reglu heilags Ágústínusar. Þorlákur varð yfírmað- ur klaustursins og kom það í hlut Klængs Þorsteinssonar, Skálholtsbiskups að vígja hann til ábóta. Þorlákur undi hag sínum vel í klaustrinu og hann hélt alla ævi þeim venj- um sem hann tamdi sér þar. Hann var ást- sæll meðal alþýðu manna og andlegur faðir öllum þeim sem hann var yfir skipaður. Árið 1174 gerist það að Klængur Þorsteinsson, fimmti biskupinn í Skálholti sagði af sér embætti og var Þorlákur valinn eftirmaður hans. Þar sem ísland var hluti af erkibisk- upsdæminu í Niðarósi, þurfti Þorlákur að sigla til Noregs til að hljóta vígslu. Niðarós, sem nú heitir Þrándheimur, var einn höfuð- staður kristninnar á Norðurlöndum og þangað átti jafnan fjöldi íslendinga erindi. Ófriður ríkti milli landanna og tafðist því ferðin, en að lokum hélt Þorlákur þó í vígsluför sína og sneri hann aftur með þau boð erkibiskups að bæta siðferði manna og ryðja hugsjónum kirkjunnar braut hér á landi. Biskup á þjóðveldlsöld Á tólftu öld voru kirkjugoðar ráðandi stétt á Islandi. Þeir voru smáfurstar sem sátu að arfgengum forrétindum og drottn- uðu yfir almenningi. Valdsmenn þessir bjuggu á höfuðbólunum við rausn og stór- mennsku og ríktu yfir heilu héruðunum. Tekjur höfðu þeir af leigujörðum og kirkju- eignum og efldust þeir þannig að auði og áhrifum. Margir þessara höfðingja voru há- menntaðir og höfðu hlotið kirkjulegar vígsl- ur. Boðskapurinn sem Þorlákur biskup kom með úr utanferð sinni var á þá leið að leikir höfðingjar skyldú ekki lengur hafa forræði yfir einstökum kirkjum og jarðeignum þeirra heldur biskupar einir. Einnig bauð hann mönnum að sýna hlýðni við lög kirkj- unnar í hjúskaparmálum og láta af öllum frillulifnaði. En margir íslendingar hirtu lít- ið um fyrirmæli erkibiskups og bjuggu áfram með hórkonum sínum og neituðu að láta kirkjueignir af hendi. Af þessu spruttu hatrammar deilur, hin svokölluðu staðamál, þar sem Þorlákur átti í útistöðum við marga voldugustu höfðingja landsins. Margsinnis var lífi biskupsins stofnað í hættu þegar mótstöðumenn hans sátu fyrir honum en 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. JÚLÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.