Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1998, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Arnaldur RUNÓLFUR Birgir Leifsson. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því hann tók við starfi framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar ísiands. SINFÓNÍAN ER ÞJÓÐFÉLAGINU NAUÐSYN LEG Runólfur Birgir Leifsson lætur af starfi framkvæmda- stjóra Sinfóníuhljómsveitar Islands um næstu óramót eft- ir ótta viðburðarík ór. Segir hann |d ennan tíma, sem óumdeilanlega er mesta uppgangsskeið í sögu hljóm- sveitarinnar, að mestu leyti hafa verið ónægjulegan, þótt kjaradeilan við hljóðfæraleikara ó liðnum vetri hafi óneitanlegg skyggt þar ó. í samtali við ORRA PAL ORAAARSSON lítur Runólfur yfir farinn veg og ræðir meðal annars um breytta stöðu og ímynd hljómsveitar- innar, velheppnaðar tónleikaferðir til útlanda, plötu- samningg við erlend útgófufyrirtæki, samskiptin við Osmo Vanská og kjaradeiluna hörðu, sem átti þátt í að hann ákvað að draga sig í hlé. TÍUNDI áratugurinn er sá við- burðaríkasti í sögu Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Imynd hennar og staða hefur ekki aðeins styrkst hér heima, heldur hafa frækilegar tón- leikaferðir til Evrópu og Banda- ríkjanna og plötusamningar við virt erlend útgáfuíyrirtæki opnað henni leið inn á hinn alþjóðlega markað. Mál manna er að möguleikar hljómsveitarinnar séu miklir - framtíðin sé hennar. Runólfur Birgir Leifsson hóf störf hjá Sin- fóníuhljómsveit Islands í upphafí þessa áratug- ar, haustið 1990, og hefur því tekið virkan þátt í sigrunum sem unnist hafa. Fyrst starfaði hann sem rekstrarstjóri en 1. janúar 1991 leysti hann Sigurð Bjömsson framkvæmda- stjóra af hólmi. Áður var Runólfur deildar- stjóri fjármáladeildar í menntamálaráðuneyt- inu. „Þegar Haukur Ingibergsson, sem skömmu áður hafði gert úttekt á stöðu Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, fór þess á leit við mig vorið 1990 að ég tæki að mér starf framkvæmda- stjóra hljómsveitarinnar tók ég mér umhugs- unarfrest enda þekkti ég ekki mikið til starf- semi hennar," segir Runólfur. „Fljótlega varð mér þó ljóst að um spennandi verkefni væri að ræða - hljómsveitin ætti mikla möguleika. Eftir samráð við Ólaf B. Thors, þáverandi stjórnarformann, ákvað ég því að slá til.“ Runólfs beið mikið verk. Það var margt sem þurfti að breyta og bæta. „Þegar ég tók til starfa var Sinfóníuhljómsveit íslands hreinlega að lognast út af í vissum skilningi. Um það er engum blöðum að fletta. Fyrir það fyrsta fækkaði tónleikagestum stöðugt. Áskrifendur voru að eldast og jafnvel deyja frá hljómsveitinni án þess að nýtt fólk kæmi í staðinn. Ungt fólk sást varla á tónleikum. í annan stað var ímynd hljómsveitarinnar mjög slæm enda þorri manna þess sinnis að hún væri í fflabeinstumi. Hugtök eins og „sin- fóníugaul“ voru að festa sig í sessi. Mitt fyrsta markmið var því að opna starfsemina og gera hljómsveitina sýnilegri og bæta þar með ímynd hennar. I þriðja lagi átti hljómsveitin við mikinn rekstrai-vanda að stríða - fór á ári hverju millj- ónatugi fram úr fjárlögum. Við því varð að spoma. Fyrir vikið hefur rekstur SÍ einkennst af miklum spamaði undanfarin ár og það gefur glögga mynd af uppsöfnuðum rekstarvanda hljómsveitarinnar að ekki var unnt að reka hana innan við fjárlög fyrr en á síðasta ári.“ Bíllinn bensinlaus? Runólfur segir sparnaðinn hafa farið í taug- arnar á ýmsum, ekki síst hljóðfæraleikurun- um, sem þyki hann hafa á sama tíma stuðlað að auknu vinnuálagi. „Einhver orðaði það sem svo að búið væri að keyra bíl upp á fjallstind og ná þar með markmiðinu. Eini gallinn væri sá að bflinn hefði allan tímann verið bensín- laus. Að vissu leyti er þetta hól íyrir okkur stjómendur hljómsveitarinnar en á móti kem- ur að hljóðfæraleikurunum hefur þótt þetta koma niður á sér - þeir hafí þurft að vinna meira fyrir minni peninga.“ Runólfur kveðst ávallt hafa svarað þessari gagnrýni með sama hætti - að verið væri að nýta kjarasamninginn í því augnamiði að gera hljómsveitina sýnilegri. Það kæmi hljóðfæra- leikumnum tvímælalaust til góða til lengri tíma litið. Eins hafa margir hljómsveitarstjór- ar óskað eftir lengri æfíngatíma til samræmis við hljómsveitir á Norðurlöndum. Eitt af ráðunum sem Runólfur greip til í því skyni að hamla gegn fækkun áheyrenda var að endurskoða tónleikafyrirkomulagið sem skipt hafði verið í tvennt, haust- og vormiss- eri. „Gunnar Egilson, skrifstofustjóri SÍ og nánasti samstarfsmaður minn í upphafí, hafði um skeið verið þeirrar skoðunar að æskilegt væri að skipta áskriftinni upp i tónleikaraðir, líkt og tíðkast hjá flestum helstu hljómsveit- um heims, en einhverra hluta vegna hafði hugmyndin ekki hlotið hljómgmnn. Mér þótti hún aftur á móti bráðsnjöll, í raun lífsspurs- mál, og íyrsta veturinn sem ég var við stjóm- völinn gerðum við tilraun með þetta fyrir- komulag. Gaf það strax góða raun og hefur verið við lýði lítið breytt síðan.“ Tónleikaraðirnar era fjórar og kenndar við liti regnbogans. í Gulu röðinni er lögð áhersla á stór hljómsveitarverk, Rauða röðin er helguð þekktustu og vinsælustu einleiks- konsertum tónlistarsögunnar, Græna röðin er létt og aðgengileg og hin síðari ár hefur Bláa röðin samanstaðið af kynntum tónleikum, þar sem fjallað er um tónlistina í víðu samhengi en mun næsta vetur beinast að samstarfi við íslenska kóra. Að auki heldur hljómsveitin á ári hverju þónokkra tónleika utan áskriftar, svokallaða aukatónleika. Þegar raðafyrirkomulagið var kynnt til sögunnar vora áskrifendur að tónleikum SÍ um 600 talsins. Nú eru þeir á bilinu 1.500 til 1.600. Stendur Runólfur klár á því að þessi mikla aukning sé öðra fremur breyttu fyrir- komulagi að þakka. „Fyrst um sinn fækkaði tónleikagestum reyndar lítillega þótt fjöldi áskrifenda ykist, þar sem hver og einn valdi sér færri tónleika en áður. Strax á öðra ári fór tónleikagestum hins vegar að fjölga. Sérstak- lega hefur Græna röðin verið vinsæl og á síð- asta starfsári seldust miðar á tónleika hennar nánast upp. Er svo komið að endurtaka þarf flesta tónleika Grænu raðarinnar. Vinsældir Rauðu raðarinnar fara líka ört vaxandi." Runólfur er ánægður með rikjandi fyrir- komulag en vonast þó til að ein breyting verði gerð á því á næstu misseram - komið verði á fót röð endurtekinna tónleika. „Þótt fímmtu- dagar séu tvímælalaust bestu tónleikadagarn- ir er alltaf fólk sem ekki á heimangengt þá daga. Til móts við það verður að koma.“ Breytt tónleikafýrirkomulag hefur ekki að- eins laðað nýtt fólk að SÍ, heldur jafnframt breytt ímynd hljómsveitarinnar, heldur Run- ólfur fram. Auknu svigrúmi fylgir nefnilega víðari skírskotun. „ímyndinni varð að breyta - sýna þjóðinni að hún ætti frábæra hljóm- sveit. Hljómsveit sem væri fyrir almenning en ekki aðeins fámenna elítu. Þetta hefur að mínu mati tekist." Sinfónfa og rokk Eitt af því íyrsta sem Runólfur greip til var að tengja SÍ léttari tónlist - dægurtónlist. Tók hljómsveitin höndum saman við popp- hljómsveitina Trúbrot og flutti efni af plötu þeirrar síðarnefndu, Lifun, á tónleikum. Hef- ur samvinna af þessu tagi verið sjálfsagður liður í starfi SÍ síðan. Skemmst er að minnast Sgt. Peppers-tónleikanna í fyrra. „Lifun var ekki vel séð af stofnuninni í fyrstu,“ segir Runólfur. „Ég var hins vegar viss í minni sök enda hafði ég séð Lund- únasinfóníuna og rokkhljómsveitina Deep Purple gera þetta með góðum árangri á sín- um tíma og þekkti fjölmörg önnur dæmi. Lif- un féll líka í góðan jarðveg, tónleikarnir urðu alls fernir, og meðal þeirra fyrstu sem tjáðu mér þakklæti sitt eftir á voru stjórnarmenn í SÍ - hinir sömu og settu sig upp á móti hug- myndinni í upphafi.“ Fjöldi fólks upplifði sína fyrstu sinfóníutón- leika við þetta tækifæri. Fólk sem sumt hvert hafði ekki hugmynd um hvað sinfóníuhljóm- sveit var áður, hvað hún gerði, hvernig hún tjáði sig. Sömu kosti segir Runólfur prýða Grænu tónleikaröðina - hún dragi til sín fólk sem annars fari ekki á sinfóníutónleika. „Þó margir tónleikagestir geri miklar kröf- ur til tónlistarinnar eru þeir til sem fyrst og fremst fara á tónleika til að gera sér glaðan dag. Þeim hópi fellur létt og auðmelt tónlist betur. Einhvers staðar verðum við líka öll að byrja. Þar fyrir utan hefur það komið okkur þægilega á óvart hversu mikinn áhuga rót- grónir áskrifendur SÍ hafa sýnt þessum létt- ari tónleikum. Fyrir vikið er Græna röðin að sprengja allt utan af sér.“ Að sögn Runólfs hefur skrifstofa SÍ og innra starf hljómsveitarinnar tekið stakkaskiptum á undanfömum áram. „Innra starf var í molum þegar ég kom að hljómsveitinni. Sjóðvélin var skókassi og tölvukerfi var ekkert, svo dæmi séu tekin. Við urðum því að taka til hendinni og nú eru þessi mál komin í gott horf. Betur má þó ef duga skal og æskilegt væri að þessu starfí yrði haldið áfram, til dæmis þarf að end- urskoða miðasölukerfið, sem er alls ekki nógu gott, en það verk er þegar hafið.“ Aukinheldur segir Runólfur að farið sé að skipuleggja starf hljómsveitarinnar lengra fram í tímann en áður þekktist, allt að þrjú ár. Þá sé sú regla komin á að afhenda hljóðfæra- leikurum drög að starfsáætlun fyrir komandi vetur þegar að vori. Þar geta þeir séð hljóð- færaskipan allra verka sem leikin verða það starfsár ásamt því að fá tónleika-, æfinga- og upptökuáætlun, svo eitthvað sé nefnt. Mun það fyrirkomulag hafa mælst vel fyrir. Umtalsverð uppbygging hefur jafnframt átt sér stað á liðnum misseram og fjöldi hljóð- færa verið endurnýjaður. Nefnir Runólfur pákusett, kontrabassa, slagverk og flygil í því samhengi, auk þess sem aðstaða á sviði Há- skólabíós hefur verið bætt til muna. Þetta hef- ur kostað milljónatugi. Runólfur kveðst hafa verið ákaflega hepp- inn með starfsfólk þau ár sem hann hefur starfað á skrifstofu SÍ. Tekur hann Helgu Hauksdóttur tónleikastjóra sérstaklega út úr þeim ágæta hópi. „Helga er hamhleypa til allra verka. Hún er einstaklega ósérhlífin og hefur fórnað sér algjörlega í þágu hljómsveit- arinnar. Þegar Helga lætur af störfum síðar meir mun koma í ljós að ráða þarf tvær mann- eskjur í hennar stað.“ Samið við Chandos Eitt mesta gæfuspor í sögu Sinfóníuhljóm- sveitar íslands er án efa plötusamningurinn við breska útgáfufyrirtækið Chandos sem gerður var skömmu eftir að Runólfur tók við stöðu framkvæmdastjóra. Hann opnaði henni leið inn á alþjóðamarkað. „Samningurinn við Chandos var ákaflega mikilvægur, þar sem SÍ er svo einangruð hér heima - hefur enga samkeppni. Með samn- ingnum gafst henni fyrst tækifæri til að gefa út plötur fyrir alþjóðamarkað og vera borin saman við aðrar hljómsveitir." Skemmst er frá því að segja að hljómsveitin hefur staðist samanburðinn með miklum sóma. Hún fékk strax mjög góða dóma í mörgum helstu tónlistartímaritum heims og hefur byggt á þeim granni síðan. „Viðtökurnar hafa hvatt okkur til dáða,“ 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. JÚLÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.