Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1998, Blaðsíða 9
4 IgpP: MARKAÐSTORG í Nuku’alofa. staðar. Þau ganga sjálfala, bíta gras og hreinsa upp allan úrgang sem til fellur. UNDIRSTAÐA útflutnings. Grasker sem Japanir eru sólgnir í. BLOW-holes. Náttúruundur á Tongatapu þar sem sjórinn þeytist upp í gegnum göt á hraunhellunni og myndar náttúrulega gosbrunna. Svo illa vildi til þegar guðinn dró iandið upp, að línan slitnaði og hlutar landmassans sukku í sæ á ný en eftir stóð eyjaklasinn sem rétt marar við sjávarborð í dag. Fyrstu Evrópumenn sem lögðu leið sína til þessa landssvæðis voru Hollendingar sem lentu þar árið 1616 og margir áttu eftir að koma þar við á næstu öldum svo sem James Cook, einn mesti landkönnuður suðurhafa, sem taldi eyj- arnar næstar paradís á jörðu. Cook var svo hrifinn af háu menningarstigi eyjaskeggja, einkum þó Fatafehi Paulaho, þritugasta kon- ungi Tonga eða Tu’i Tonga eins og hann var kallaður á þeirra máli, að hann gaf honum að skilnaði forláta skjaldböku. Skjaldbökunni var síðan gefíð heiðursnafnið Tu’i Malila. Skjald- bakan lifði hvorki meira né minna en 200 ár og var að sjálfsögðu viðstödd allar Kava-hátíðir sem kóngurinn bauð til. Hún dó ekki fyrr en 1966 og eru jarðneskjar leifar dýrsins til sýnis í Tongan National Center. í Kyrrahafinu tengist fortíðin nútíðinni á ýmsa vegu. Ymsar tilraunir voru gerðar til að kristna eyjarskeggja allt frá lokum 18. aldar og voru þar helst að verki breskir kristniboðar. Fyrstu tilraunir mistókust að mestu þar til einn höfð- ingi eyjarskeggja, Taufa’ahau, fékk áhuga á kristinni trú, tók skírn 1831 og hét eftir það Si- anosi eða George í höfuðið á konungi Breta- veldis. Kona hans hlaut nafnið Salote í höfuðið á Queen Charlotte. Skamman tíma tók eftir það að kristna allar eyjarnar og í dag er trúhneigð ótrúlega mikil. Ekki er haldinn sá fundur að ekki sé byrjað á bæn, að ekki sé talað um mál- tíð eða samkomur. Algengt er að Tonga-búar fari í þrjár messur á hverjum sunnudegi. Allt er lokað á hvíldardeginum og ekki einu sinni hægt að fá matarbita handa svöngum ferða- manni. En Sianosi eða George varð síðan konungur eyjanna og ríkti þar til hann var 96 ára eða til 1893 að sonarsonur hans tók við. Sá varð ekki langlífur og lést árið 1918 en þá tók dóttir hans 18 ára gömul, Salote að nafni, við konungdæm- inu. Salote drottning er mjög í munni núlifandi Tongabúa og líta þeir á hana sem einn sinn mesta þjóðhöfðingja. Hún var gífurlega vinsæl og ferðaðist um allan heim til að afla Tonga vina. Hún var meðal annars viðstödd krýningu Bretadrottningar árið 1953. Samkvæmt siðum Tonga má enginn líkja eftir þeim sem þeir bera mesta virðingu fyrir. Þess vegna neitaði hún að aka í lokuðum vagni eins og Elísabet í hellirign- ingu um stræti Lundúna á krýningardaginn og vildi aka í opnum vagni. Sonur Salote, Taufa’ahau Tupou IV, er nú konungur Tonga. Grínistarnir segja að hann sé heimsfrægur fyrir fátt annað en mittismál sitt sem ku vera í meira lagi. Ekki spillir fyrir að hann ekur í bíl sem ber merkið „1 TON“ og túlka má á ýmsa vegu. Hann fékk því þó ágengt að Tonga fékk inngöngu í Breska samveldið á 8. áratugnum. Honum varð ljóst að hann og land hans voru sniðgengin af vestrænum ríkj- um og lítið tillit tekið til þarfa og óska landsins. Hann brá þá á það snjallræði að taka upp stjórnmálasamband við Sovétríkin. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og Bandaríkin, Nýja-Sjá- land og Ástralía tóku upp stjórnmálasamband við landið nær samstundis. Teke lava o to'o sieke? - Get ég borgað með ferðatékka? En á hverju lifir þjóðin? Það hefur verið þrautin þyngri að renna stoðum undir efna- hagslíf landsins enda ákaflega fáar auðlindir, fyrir utan gott veður. Margar tilraunir hafa þó verið gerðar til að bæta greiðslujöfnuð landsins og margar sérkennilegar. Ein mest umdeilda tillaga ríkisstjórnarinnar var að taka til varð- veislu kjarnorkuúrgang frá Bandaríkjunum. Mikil mótmæli komu í veg fyrir þessa ráðstöf- um. Önnur tillaga sem olli jafnmikilli reiði var að ríkisstjórnin bauðst til að taka við 30 milljón notuðum bíldekkjum og brenna þeim á Tonga til rafmagnsframleiðslu. Þetta gekk heldur ekki eftir. Enn ein óvenjuleg tillaga til að bæta efna- hag landsins var að selja vegabréf. Fyrir 20.000 dollara var hægt að kaupa sér ríkis- borgararétt. Á nokkrum árum seldust 500 slík vegabréf og sagt er að Imelda Marcos hafi átt eitt þeirra. En svo kom happafengurinn sem var í því fólginn að rækta sérstaka tegund af graskerjum sem seljast grimmt á Japans- markaði. Þetta hafa Tongabúar mjög fært sér í nyt og frá 1990 hafa þeir selt fleiri þúsund tonn af þessu grænmeti. Annar vænlegur út- flutningur er í formi vel menntaðra Tongabúa. Fólksflótti er mikill og efnahagslega ábata- samur fyrir landið, því Tongabúar sem flytja til annarra landa halda þeim sið að senda mik- inn hluta tekna sinna heim til fjölskyldunnar. Talið er að mikill hluti tekna þjóðarinnar komi frá brottfluttum íbúum landsins og eru Nýja- Sjáland, Ástralía og Bandaríkin þau lönd sem flestir sækja til. En Iífið á Tonga er fábreytt, hver karlmað- ur hefur smálandskika sem hann má rækta á sér til matar og svín eru sjálfala og bíta gras og hreinsa upp rusl meðfram öllum vegum. Hvergi hef ég séð jafn mikið af svínum og þarna og má sjá að þau eru hin mesta búbót og þjóðarmatur. Tapa - Teppi úr trjáberki Minjagripir eru seldir á markaðnum ásamt öllu öðru og er helst að finna vefnað, hálsfestar sem búnar eru til úr gulum sniglum, skartgripi úr svörtum kóral og svo tapa-muni, sem unnir eru úr trjáberki. Strax í birtingu heyrir maður reglubundið bank sem reynist vera vinna kvenna við að fletja út trjábörk múrberjatrés- ins. Trén, sem eru aðeins um þrír sentimetrar í þvermál, eru höggin og berkinum flett af. Hann er þurrkaður og innra borði hans síðan flett innanúr grófu yfirborðinu. Það er barið og flatt út og þegar börkurinn hefur verið flattur út í sem næst 45 sentimetra er annað stykki lagt þvert á og haldið áfram að berja. Úr þessu eru búin til stór stykki, annað hvort saumuð saman eða límd. Tapa-strangi getur verið allt að 150 metra langur og þykir hin mesta gersemi og er gjarnan gefinn í brúðargjöf. Tapa má nota sem ábreiðu, gólfteppi, veggskraut, vefja því utan um sig í stað kjóis, eða hvað annað sem prýða má heimilið. Fyrir ferðamennina er algengara að seldar séu litlar myndir og póstkort með ýmiskonar ámáluðum myndum, og er skjald- böku-mynstrið vinsælt. 'Oku ke lav 'o lea palangi? - Talarðu ensku? Ferðamennska er mjög lítil. Fá hótel sem standa undir gæðakröfum og í raun ekkert við að vera. En menn eru bjartsýnir og í ferðabækl- ingi í flugvélinni var nefnt að Tonga væri rétti staðurinn til að heilsa nýrri öld því sólin kæmi fyrst upp á eyjunum. Þær liggja rétt á daglín- unni þar sem nýr dagur rennur. Náttúru-undur þau mestu sem Tongatapu býður upp á eru svo- kallaðar „Blow-holes“. Þetta fyrirbrigði skapast af hraunbreiðum við ströndina sem hafið hefur grafið undan. Þegar hafaldan skellur á strönd- inni þrýstir hún vatninu upp um göt á hraunhell- unni og skapar þannig náttúrulega gosbrunna. Annað sem mér fannst einstaklega skemmti- legt - ef hægt er að tala um skemmtilega kirkjugarða - var hvernig innlendir búa um sína látnu. Þar sem lítið er um dýra steina, svo sem marmara og steinsteypa er ekki heldur mikið notuð, hafa þeir nýtt sér hugmyndaflugið og búið veglegar grafir með því að stinga bjór- flöskum í kringum sína látnu. Þetta eru oft miklar grafir og hugmyndaflugið látið ráða. Grafimar eru líka skreyttar með alls kyns plastblómum og á einum stað var mikið búta- saumsteppi sem bærðist í vindinum með nafni þeÚTar konu sem gröfin geymdi. En margt þarf að laga áður en ferðamenn flykkjast þangað. Vegakerfið er mjög lélegt, mest moldarvegir sem verða nær ófærir ef rignir og eina menningarstarfsemin sem hægt var að kalla því nafni fer fram einu sinni í viku í áðurnefndri Tongan National Center. 'Alu 'a Tonga - Vertu sæl Tonga Þessari heimsókn lauk án þess að mér yrði meint af lífsreynslunni og eftir situr minningin um skemmtilega daga meðal Kyrrahafsbúa sem greinilega hafa engar áhyggjur af morgun- deginum. Höfundur er prófessor við Háskóla Islands. I- LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. JÚLl' 1998 9 ,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.