Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1998, Blaðsíða 15
HINN FULLKOMNI JAFNINGI LONDON Felix Bergsson hefur undanfarið ár stundað framhalds- nám í leiklist í Central School of Speach and Drama í London og er þessa dagana að leggja iokahönd á frumsamið leikrit sitt, Hinn fullkomni jafningi, sem mein- _____ingin er að sýna í Reykjavík í haust. DAGUR____ GUNNARSSON hitti Felix í miðju Soho-hverfinu og for- vitnaðist nánar um námið, leikritið og London. Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson FELIX Bergsson hefur þriggja ára reglu; dríf mig af stað og helli mér út í óvissuna frekar en að breytast í mublu. Segðu mér frá leikritinu. „Já, ég byrjaði á þessu fyrir tveimur árum og ætlaði upprunalega að skrifa verk fyi-ir fímm leikara, ég var með alveg ákveðna hugmynd um umgjörðina og uppbygginguna á verkinu. Svo þegar ég settist við og fór að setja þetta á blað þá fóru hlutverkin að týna tölunni, eitt af öðru, þannig að þetta endaði í einleik. Einleik- ur er leikhúsform sem ég hef mikinn áhuga á og eins hef ég dálítið verið að stúdera formið sjálft síðan ég kom hingað út, hvernig hægt er að leika sér með nýjar hugmyndir innan leik- listarinnar, t.d. sá ég Elsinor, sýningu Kanadamannsins Roberts Lepage, og þá var eins og það opnuðust fyrir mér flóðgáttir og ég áttaði mig á hvað það er hægt að gera margt nýstárlegt innan leikhúss með því að brjóta aðeins upp þetta hefðbundna form.“ Hvernig hyggstu nota nýtt form í þinni sýn- ingu? „Það er erfitt að lýsa því, þetta á líka allt eftir að breytast mikið þegar ég fer að vinna í uppsetningunni með leikstjóranum, sem er hún Kolbrún Halldórsdóttir. Hennar framlag verður ekki svo lítið þegar upp verður staðið, við erum búin að vera í stöðugu sambandi og skiptumst stöðugt á hugmyndum um dramat- íska uppbyggingu og texta þannig að þetta er ekkert bara mitt verkefni lengur. Að ég skuli hafa fengið svo hæfan leikstjóra til samstarfs við mig er líka ein af aðalástæðunum fyrir því að ég treysti mér til að rjúka í þetta verkefni. Við Kolbrún erum búin að tala um það í mörg ár að vinna eitthvað saman og höfum verið dugleg að henda hugmyndum hvort í annað og nú fannst okkur vera lag, þrátt fyrir að við séum hvort í sínu landinu. Ég stefni að því að losna alveg við „stand-up“- eða uppistandstil- finninguna, þar sem leikarinn stendur einn á sviðinu í sögumannshlutverkinu og á í eins konar samræðum við áhorfendur. Mig langar að halda athygli áhorfenda með öðrum aðferð- um, reyna að koma þeim dálítið á óvart.“ „Samvinnuleikhús" Tengist þetta á einhvern beinan hátt nám- inu þínu? „Já, það má segja það, því ég hef verið að stúdera eitthvað sem mætti nefna samvinnu- leikhús á íslensku (collaborative theatre) og gengur út á að það safnast saman hópur af leikhúslistamönnum; leikarar, leikstjórar, leikskáld, dramatúrgar og hönnuðir, sem fara af stað með hugmynd að sýningu og þróa hana í náinni samvinnu. T.d. fengum við það verkefni núna síðast að þróa nýja sýningu ætlaða fimmtán ára unglingum byggða á Blóðbrúðkaupi eftir Lorca. Þá fórum við af stað og unnum þetta öll saman út frá okkar tilfinningalegu viðbrögðum við verkinu. Það kemur náttúrulega að því að við greinumst í sundur og förum að vinna á okkar sérsviðum en með þessari aðferð eram við miklu lengur óskilgreindir leikhúslistamenn sem era að vinna saman að heildamiðurstöðunni, sem er leiksýningin. Þetta er rosalega erfið leið og miklu meiri vinna, en gefur manni svo sterka tilfinningu fyrir þeirri ábyrgð sem maður hef- ur sem listamaður. Sem leikhúslistamenn er- um við að skapa listaverk með öðrum lista- mönnum og þess vegna er mikilvægt að mað- ur axli þá ábyrgð í stað þess að setja hana í hendurnar á rithöfundum eða leikstjóra og setjist bara á sinn stóra rass og bíði eftir að manni séu færðir hlutirnir á silfurfati. Þetta er ofboðslega spennandi og lifandi leið til að vinna leikhús og þetta smitar mikið samvinnu okkar Kolbrúnar. Handritið fer á milli okkar eins og tennisbolti með breytingum og nýjum hugmyndum, síðan þegar við hittumst þá prófum við hlutina úti á gólfi og sjáum hvað virkar og hvað ekki. Handritið verður ekki fullmótað við skrifborðið, við ætlum að vinna mikið á þokkalega löngum æfingatíma, Kol- brún er núna stödd hér í London og við erum að puða við þetta núna og stefnum á að setja sýninguna upp í Reykjavík í haust.“ Spennandi þróun Pannig að það er nóg að gera? „Já, manni verður eiginlega mest úr verki þegar það er nóg að gera, ég er ekki mikið fyr- ir það að sitja auðum höndum, best líkar mér þegar verkefnin reka hvert annað, það kemur frjóm sköpun úr slíku flæði. Ég tel til dæmis að fastráðningar við leikhús geti verið var- hugaverðar og nokkuð sem fólk ætti virkilega að velta fyrir sér, reyndar hafa ungir leikhús- listamenn í seinni tíð tekið í ríkari mæli ábyrgð á listsköpun sinni og starfsferli, sem er spenn- andi og jákvæð þróun að mínu mati.“ Finnst þér reykvískt leikhús standast sam- anburð við leiklistarflóru Lundúna? „Já, alveg hreint, ég er ánægður með þá þróun sem hefur orðið í íslensku leikhúsi und- anfarin ár. Það er t.d. frábært að þessi list- grein skuli eiga flaggskip eins og Þjóðleikhús- ið sem kemur með ný alþjóðleg verk eins og Listaverkið, jafnvel áður en það er framsýnt í stærri evrópskum borgum. Það eru spennandi hlutir að gerast á báðum stöðum og ég sé ekki að við séum neinir eftirbátar í þessari listgrein." Vkr mikið stökk fyrir þig að koma hingað út í þetta framhaldsnám? „Ég hlaut leikaramennt- un mína í Skotlandi fyrir sex árum, þannig að það var ekki svo mikið mál að koma hingað í fyrra, nema kannski fjárhagslega, ég fæ ekki fullan fjárhags- stuðning frá lánasjóðnum og þetta er mjög dýrt nám. Eg ht svo á að ég sé búinn að vera að vinna fyrir þessu undanfarin sex ár og að ég sé að fjárfesta í fram- tíð minni sem leikhúslista- manns. Mig dreymdi alltaf um þetta eftir að ég kláraði í Skotlandi og var að hugsa um að fara beint í fram- haldsnámið en mér buðust spennandi verkefni og ég sé ekki eftir að hafa farið heim að vinna. Ég lærði líka mikið á því og kynntist mörgum fjölbreyttum hlið- um á leiklistarvinnu og lærði að það er mikilvægt að maður stjómi sjálfur sínum ferli svo framarlega sem það er unnt. Ég er með þriggja ára reglu; dríf mig af stað og helli mér út í óvissuna frekar en að breytast í mublu. Það er líka mikilvægt að læra af mistökum sínum, leyfa sér að mistakast og skilja af hverju og þróast þannig sem hstamaður, en ekki að fest- ast á einum stað. Þetta er stór hluti af þessu námi mínu núna, við hrúgumst út á gólf og ger- um einhverja dellu sem virkar engan veginn og reynum að læra á því, við höfum t.d. séð að það virkar alltaf best þegar hópurinn er látinn ganga fyrir og egóið skihð eftir heima... það er ekki alltaf þannig sem hlutimir era í leikhús- inu.“ Alþjóðleg framtið Er þetta framtíðin íleikhúsvinnu? „Þetta er ein leiðin, það hafa sprottið upp mjög góðir alþjóðlegir hópar sem nota þessa aðferð, t.d. Theatre de Complicité, David Glass Ensemble og Opera Circus. Þessir hóp- ar opna möguleika fyrir íslenska leikara að vinna erlendis, þvi þeir eru ekki jafn bundnir við tungumálið eða staðbundnar mállýskur og hreim sem við gætum aldrei náð. Það er líka alveg tilgangslaust að vera að reyna slíkt, það er miklu betra að vinna með og nýta sinn menningararf. Það er til dæmis stórfrétt að Ásta Sighvats Ólafsdóttir er komin inn í Theatre de Complicité og fer með haustinu í leikför um Bandaríkin, ég veit ekki hvort fólk heima gerir sér grein fyrir hvað þetta er mik- ill sigur, hér skríður fólk á eftir Simon McB- urney og biður um hlutverk. Þetta markar ákveðin tímamót, það er hópur íslensks leikh- starfólks sem býr hér, lærði hér og ætlar sér í alvöru að vinna hér að list sinni, það er algjör- lega frábært." GLIMMER OG GLANS TONLIST Sfgildir diskar SIR PETER MAXWELL DAVIES Peter Maxwell Davies: Mavis in Las Vegas. Ojai Festival Overture. Carolísima: Serenade for Chamber Orchestra. A Spell for Green Corn: The MacDonald Dances. Án Orkney Wedding, with Sunrise. Hljómsveitarstjóri: Sir Peter Maxwell Davies. IHjómsveitir: Scottish Chamber Orchestra, BBC Philharmonic, Royal Philharm- onic Orchestra. Utgáfa: Collins Classics 15242. Lengd: 70:41. Verð: kr. 1.800. - (12 tónar) FYRR á þessu ári var tónlistarverslunin 12 tónar opnuð í Reykjavík. Verslunin sérhæfir sig í tónlist sem er utan við hið hefðbundna og á stundum langt utan við það. Víst er að könn- unarleiðangur um hillur verslunarinnar er ómaksins virði og vel það. Enska tónskáldið Peter Maxwell Davies má vafalaust telja með mestu óþekktarormum í tónlistarsögu 20. aldarinnar og er hann í dag talinn eitt höfuðtónskálda á Bretlandseyjum. Hann fæddist í Manchester árið 1934 og nam við tónlistarháskólann þar í borg og seinna í Rómarborg hjá Goffredo Petrassi og seinna hjá Roger Sessions í Bandaríkjunum. Hann fluttist árið 1970 til eyjar- innar Hoy í Orkneyjum og hefur umhverfi eyjanna greinilega haft mótandi áhrif á tónlist hans. Fyrstu verk Peter Maxwell Davies vora mjög í anda framúrstefnu síns tíma en þó jafnan aðgengileg og stutt í kímnina. Tónsmíðar hans hafa ávallt átt greiða leið að hjörtum hlustenda. Þær einkenna jafnan óvæntar stefnubreytingar, frumlegur efniviður og úrvinnsla og síðast en ekki síst þjóðleg, skosk stef og ryþmar. Á seinni áram hefur Maxwell Davies fært sig enn nær því að semja mjög aðgengilega tónlist og er þessi hljómdiskur gott dæmi um það. Margt af því sem hér er flutt má flokka undir hreinræktaða skemmtitónlist, brosið er sjaldnast langt undan, oft út í annað og stund- um út í bæði. En þetta er alvöru Peter Maxwell Davies. Hann kemur oft á óvart: þegar minnst varir og hlustandi er farinn að láta fara vel um sig í undurfallegri laglínu í þjóðlegum skoskum stíl brestur á með tónaklösum sem hræra rækilega upp í manni og þá getur aldeilis hrikt í stoðum hugguleg- heitanna. Titilverkið, Mavis in Las Vegas (1997), er einskonar nútímaútgáfa á Ameríkumanni í París og í anda er það hreint ekki svo fjarlægt Gershwin. Við skynjum glimmerið, blikkandi ljósaskiltin, spilavítin og upplýsta gosbrunnana í álíka litskrúðugri tónlistinni. Þetta bráð- skemmtilega verk á sér einnig tilvist í stutt- mynd sem sjónvarpsstöðin WGBH í Boston gerði og var frumsýnd í byrjun sumars. (Smá innskot: Hvers vegna fá íslenskir sjónvarpsá- horfendur nánast aldrei að sjá efni sem tengist tónlist og tónlistarmönnum? Kontrapunktur er ekki einasta tónlistarefnið sem framleitt er í heiminum!) Annað verk á diskinum er hið víð- fræga An Orkney Wedding, with Sunrise (1985) sem hefur á stuttum líftíma sínum náð að verða „klassíker“ sem fluttur er reglulega á tónleikum (m.a.s. af S.I. fyrir nokkram árum). Þessi brúðkaupsveisla Peters Maxwells Davies er gersamlega ómótstæðileg tónsmíð, frumleg, fyndin og glæsilega hljómsett. Síðast en ekki síst er þar brugðið upp ákaflega lýsandi mynd af brúðkaupsveislu eins og þær gerast á heima- slóðum Maxwells Davies á Orkneyjum og há- punkti nær verkið þegar sekkjapípuhljómar marka sólarupprásina. Of langt mál væri að fjalla um öll verkin á diskinum en með honum má óhikað mæla. Fyr- ir þá hlustendur sem gjarnan vilja kynnast þessu þekktasta núlifandi tónskáldi Englend- inga eru ofangreind tvö verk góður útgangs- punktur og diskurinn í heild sannar í ríkum mæli að nútímatónlist getur verið bráð- skemmtileg og aðgengileg. Valdemar Pálsson Peter Maxwell LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. JÚLl' 1998 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.